Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. október 1981
andspyrnumanna sem einkum
einbeitti sér aö þvi aö hjúkra
særöum andspyrnumönnum.
Þegar maöur tekur þátt i svona
starfi þá fyllist maöur
óhjákvæmilega af hatri og hatriö
óx og dafnaöi i mér, jafnvel eftir
aö striöinu lauk. Þegar ég sá
Þjóöverja i miöstöö Siövæöingar-
hreyfingarinnar var mér nóg boö-
iö og ég hugöist fara heim á
stundinni.
En þá mætti ég Frank Buch-
man, sem stofnaöi hreyfinguna.
Ég sagði honum aö ég væri að
fara, en hann sagöi einungis:
„Hvernig vilt þú geta byggt upp
frið, ef þú hatar Þjóðverja svo
mikiö?” Ég hugsaöi: Hann er
Bandarikjamaður, hann skilur
ekki hvaö Evrópumenn hafa mátt
þola af hendi Þjóöverja i tveimur
styrjöldum, en ég sá fljótlega aö
þaö sem hann sagði var rétt. Ég
fór aftur inn i herbergi mitt og i
tvo daga og tvær nætur átti ég i
ógurlegu sálarstriöi.
Sagði af sér
þingmennsku
Einhver haföi sagt viö mig
skömmu áður: „Ef þú hefur 10
prósent rangt fyrir þér, þá sjá þú
um að leiðrétta það. Hitt kemur
þér ekki við.” En nú sá ég aö ég
haföi ekki einungis 10 prósent
rangt fyrir mér, frekar haföi ég 90
prósent rangt fyrir mér. Og ég
vissi lika aö hatur er alltaf orsök
striös.
Svo þriöja morguninn bað ég
um aö fá aö halda ræðu. Ég sté i
ræðupúltið og sagði hreinskilnis-
lega hvaöa hug ég bæri til Þjóö-
verja og hvers vegna. Það fékk
ekki góöar undirtektir, eins og
nærri má geta. En svo bætti ég
við að mér þætti það leiöinlegt og
ég baö fyrirgefningar á tilfinning-
um minum. Þá sló þögn á áhorf-
endur og þaö hafði mátt heyra
saumnál detta. Svo stóö upp þýsk
kona, gekk upp að ræöupúltinu og
faömaði mig að sér. öll striösárin
haföi ég ekki grátið, þegar strið
stendur yfir brynjar maöur sigog
veitir ekki tilfinningum sinum út-
rás, en þarna, i ræðupúltinu, fékk
ég tár i augun. Og ég hafði ekki
gert mér fulla grein fyrir þvi þá,
þá vissi ég i undirmeövitundinni
aö upp frá þvi myndi ég gera mitt
itrasta til að efla friö og skilning i
heiminum.
En hvernig getur maöur frelsaö
heiminn, ef maður er ósáttur viö
sjálfan sig? Það var grundvallar-
atriði hjá Siðvæöingarhreyfing-
unni aö fyrst yröu menn aö koma
á friði innan fjölskyldu sinnar og i
huga sjálfs sin og ég sneri mér
þvi að þessu markmiöi. Þá var ég
mjög virk i Sósialistaflokki
Frakklands, ég var formaöur
kvennasamtaka sósialista sem
höföu þrjár milljónir meölima, og
ég sat á þingi fyrir flokkinn. Ég
vissi aö allt þetta var mikilvægt
en mér fannst aö hin nýja sann-
færing min væri enn mikilvægari,
svo ég fór aftur til Parisar frá
Sviss og sagöi af mér öllum þeim
trúnaðarstörfum sem ég haföi
tekiö að mér. Svo einbeitti ég mér
að fjölskyldunni.
„Hann elskaði
fallegar stúlkur!”
1 minni fjölskyldu voru engir
englar,” sagöi Madame Laure
brosandi. „Fremur vorum viö öll
djöflar! Þaö eru erjur i öllum
fjölskyldum, þaö veröur ekki hjá
þvi komist. En er ég haföi kynnt
Siövæöingarhreyfinguna fyrir
fjölskyldu minni breyttist margt.
Maöurinn minn, til dæmis. Hann
haföi verið sannfæröur marxisti i
44 ár, nú fékk hann aftur trú á
guö. Ég get lika nefnt Louis, son
minn. Hann haföi veriö mjög ung-
ur i striðinu en tók engu að siöur
þátt i andspyrnuhreyfingunni og
þjáöist mjög mikiö. Hann var
meðal annars handtekinn af
Þjóöverjum og pyntaöur. Eftir
striðið ákvaö hann aö reyna aö
njóta lifsins eins og hann best
gæti, hafa ekki áhyggjur af neinu.
Hann elskaði fallegar stúlkur!”
Og Madame Laure brosir i kamp-
inn. „Hann fór út i kaupsýslu,
stofnaði innflutningsfyrirtæki og
græddi stórfé á skömmum tima.
En eftir aö ég hafði kynnt hann
fyrir heyfingunni fannst honum
aö lif sitt heföi veriö hjóm eitt og
hann var einn af fjórum liðs-
mönnum heyfingarinnar sem
fóru til Brasiliu til aö vinna hug-
sjónunum fylgi. Og þeim varö vel
ágengt.
Claude, sonur minn, var enn
yngri og haföi einnig liöið miklar
kvalir i striöinu. Hann fór á veg-
um Siðvæöingarhreyfingarinnar
til Suður Afriku, gekk þessu lifi á
hönd. Og Juliette, yngsta barnið
mitt, ber enn merki styrjaldar-
innar, hún vinnur nú ásamt fjöl-
skyldu sinni að málum hreyf-
ingarinnar i Lorraine i Frakk-
landi.”
—En þú sjálf?
„Ég hef viöa fariö. 1 ár fór ég til
að mynda til Zimbabwe en þar
hafði Siövæöingarhreyfingin farið
aö láta til sin taka sex árum áöur
enlandiö fékk sjálfstæöi. Vandinn
sem blasti viö mönnum i þessu
landi var: nú höfum viö fengiö
fullt sjálfstæöi, en hvert stefnum
við siöan? Innan Siövæðingar-
hreyfingarinnar störfuðu sonur
Ian Smiths, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og fyrrum skæruliða-
leiötogi hliö viö hliö, til að reyna
að finna rétta leið fyrir landiö. Ég
ræddi þarna viö fjölda fólks,
stjórnmálamenn, ungt fólk, her-
menn sem höföu veriö sex, sjö ár i
skæruhernaöi og þetta haföi mikil
áhrif á mig. Þetta landsvæði er
sundurþykkt, Zimbabwe, Suö-
ur-Afrika, Namibia, Angóla og
svo framvegis og þeir vildu fræö-
ast um reynslu Evrópubúa af
sliku ástandi.
Smáríki geta haft
mikil áhrif
Annars starfar Siðvæðingar-
hreyfingin um allan heim og ég
tel aö starf hannar beri góðan
ávöxt þó ekki fari mikið fyrir þvi i
blööum. Æ, þiö blaöamenn hafiö
svo mikla tilhneiginu til aö skrifa
aðeins um þaö sem aflaga fer. I
fyrra fór ég i mikla reisu um Asiu
og Astraliu á snærum hreyfingar-
innar og ég varö alls staöar vör
viö mikinn áhuga. A Indlandi er
hreyfingin sérstaklega sterk en
þar er einn aðalforsvarsmaður-
inn sonarsonur Mahatma Ghan-
dis, og hann gefur, ásamt öörum,
út blaö sem er dreift viöa um
heim.”
—Helduröu aö starf samtaka
eins og Siövæöingarhreyfingar-
innar muni á endanum skila ein-
hverjum árangri?
Madame Laure brosir. „Hið illa
er til, og viö hljótum að halda
baráttunni áfram. Ég er hins veg-
ar ekki svo óraunsæ aö imynda
mér annað en að striöiö verði háö
allt til endans, en ég reyni aö
halda voninni á lifi. Þeir sigra
sem ekki verða örvæntingu og
bölsýni að bráö. Og viö þurfum aö
vinna aö friöi og skilningi, þeir
sem vita þaö i samvisku sinni
eiga samleiö meö Siövæðingar-
hreyfingunni.”
—En hver er tilgangurinn meö
Islandsförinni?
„Ég hef komiö hingað áður, ár-
ið 1974, og nú er ég aö heilsa upp á
vini mina. Ég varð ákaflega hrif-
in af tslandi undir eins og ég kom
hingaö og mér fannst aö Island
gæti haft mikilvægu hlutverki að
gegna i sókninni eftir friði. Þetta
hef ég sagt fólki, hvar sem ég hef
komið, i Asiu, i Afriku, i austri, og
i vestri. Og hér á Islandi hefur
mér veriö tekiö geysilega vel. I
gær uröum viö þess heiðurs
aönjótandi aö fá aö heimsækja
forseta Islands, Vigdisi Finn-
bogadóttur, og viö gátum margt
lært af henni.”
—Hvaöa hlutverki gæti Island
gegnt?
„Þetta er nokkub sem ég hef á
tilfinningunni, viö þurfum aö
komast aö þvi saman. En ég trúi
þvi aö smáriki hafi um þessar
mundir mikil áhrif I alþjóða-
stjórnmálum — þaö er enginn
hræddur vib smárikin og þvi er
hlustað betur á þaö sem þau hafa
aö segja. Og þau geta þvi lagt sitt
af mörkum til aö hugsjón min
rætist — aö barnabörnin min og
nú barnabarnabörn fái aö sjá
betri heim en ég og minir lfkar.”
Viötalinu var nú lokið en áöur
en ég kvaddi spuröi Madame
Laure mig um fjölskylduaöstæö-
ur, systkinafjölda og annaö i
þeim dúr. Svo brosti hún og
sagöi:
„Þú verður aö fyrirgefa þessa
hnýsni. Ég er nú ekki annað en
gömul langamma.” —ij-
Baldvin & Þorvaldur
söðlasmiðir
Hrísholti 19, Selfossi, sími 99-1900
Allt til
reiðbúnaðar
Kynnið ykkur
verð og gæði
íslenskum hestum hæfa best
íslensk reiðtygi
vakandi auga med
Ávöxtunarkjör á innlánsfé eru mismunandi og meðferð sparifjár á iti
margan hátt vandasöm. Mikilvægt er að leita hagstæðustu vaxta-
kjaranna sem bjóðast hverju sinni þannig að hámarksávöxtun sé
tryggð. í þeim efnum getur þú treyst á holla ráðgjöf í Alþýðu-
bankanum - þar höfum við vakandi auga með vöxtunum.
Þeir sem beina innlánsviðskiptum sínum til Alþýðubankans eiga
einnig greiða leið að persónulegu sambandi við starfsfólkið ef
umframfjár er þörf. Lánafyrirgreiðslan er ekki stöðluð, málið er
rætt og fyrirgreiðslu bankans hagað ísamræmi við aðstæður í
hverju einstöku tilfelli.
Við gerum vel við okkar fólk.
Alþýdubankinn hf
Laugavegi 31 - Simi 28700
Útibú: Suðurlandsbraut 30 - Sími 82900