Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 18. október 1981 nútfminn ■ A sovéskan mælikvarba var rokkhátibin á reiöhjólavellinum i Yerevan, stærstu borg alþýöulýö- veldisins Armenlu, fyllilega sam- bærileg viö hiö ameríska Woodstock, módel 1969. Tæplega áttatlu þUsund sovéskir rokkaö- dáendur rokkuöu þar i heila niu daga undir sjálfu Ararat-fjalli þar sem örkina hans Nóa dagaöi uppi. Þeir sungu meö, dönsuöu á bekkjunum, hvöttu gljáklæddar rokkstjörnurnar til frekari dáöa. Munurinn á Yerevan-hátiöinni og þeirrisem haldin var iWoodstock var bara sá, og er kannski þóknanlegur eldri kynslóö hvar- vetna I heiminum, aö flestir karl- menn voru snöggklipptir, engar stUlkur gengu meö ber brjöst, enginn reykti hass og engin pör geröust nærtæk fyrir allra augum. ■ Ekki berbrjósta stúlkur, ekki óheft kynllf, ekkert hass — en sovéskir rokkaödáendur skemmtu sér jafnvel fyrir þvi. Sovéskur Woodstock... Þetta var fyrsta meiri háttar rokkhátiö sem haldinhefur veriö I Sovétrikjúnum og fyrir henni stóö merningaráöuneytiö. Sovéskir ráöamenn hafa löngum haft nokkuö blendnar tilfinningar gagnvart rokkmenningu og tón- listinni sem hana hvetur áfram stundum hafa þeir úthrópaö hana, sagt hana vera Urkynjaöa og stundum hafa þeir látiö tilleiö- ast, t.d. þegar tónistarmenn á borö viö Elton John hafa spilaö fyrir sovéskan æskulýö. A Yerevan-hátiöina komu ungir Sovétborgarar allar götur frá Eystrasaltslöndunum, miö-RUss- landi, og jafnvel Siberfu. Þeir sem fluttu tónlistina voru heldur engar smáræöis stjörnur: hinir þritugu Stas Namin, Gunnar Graps og Segulhljómsveitin hans, Valeri Leontév — i stigvélum og leöurfötum, dansandi i' stil viö Mick Jagger eöa Barryshnikov — og ótal aörir. Þaö voru ellefu hljómsveitir sem héldu tvenna hljómleika á hverju kvöldi og okkur sjóuöum VesturlandabUum heföi sennilega þótt hátlöin I Yereven heldur gamaldags — viö erum lika öll i nýbylgjunni. Þarna heyröust sovésk ,,hit-lög” eins og Borg- markablús, Þessi fallegi heimur og Spegillinn, auk þess innflutt lög aö vestan sem sungin voru á ensku: til aö mynda I willsurvive og Blue suede shoes. Uppreisn Þaö er I rauninni langt siöan popp-tónlist barst til Sovét- rikjanna, plötum var jafnóöum ■ Vaieri Leontov, einn sá vinsælasti. smyglaö inn I landiö og dreift ólöglega, þar aö auki var útvarpsstööin Voice of America djúp rokklind en hún útvarpar popp-tónlist um þaö bil klukku- tima á hverjum sólarhring. Llkt og á Vesturlöndum hefur rokkiö oröiö tákn fyrir uppreisnargirni æskunnar i Sovétrikjunum en sú uppreisn lætur þó miklu minna fara fyrir sér heldur en hér fyrir veslan. Ritskoöaörar eru ætiö á veröi en hinum vinsælustu tekst aö smeygja sér framhjá þeim. Þannig söng Gunnar Graps — klæddur f æöisgengna hvita skyrtu meö 7up-merki: „Fyrst viö getum ekki elskast annars staöar / gerum viö þaö á viöavangi / og regniö þvær burt meik-uppiö hennar / og mitt.” Ahorfendur fögnuöu innilega. Þeir voru glaöir I Yerevan. Siö- asta kvöldiö spilaöi Stas Namin og er tónleikahaldararnir réttu honum um eitt-leytiö miöa sem gaf til kynna aö hann ætti aö hætta, þá hrópaöi hann til áhorf- enda: „Eruöi þreytt?” Svariö kom um hæl, marg- raddaö: „Njet!”, „Klukkan er eitt!” Mikiö fagnaöaróp. „Hvað segir mamma?” Enn meira fagnaöaróp. Og Namin skellti sér i Sweet little Sixteen sem Chuck Berry gerði frægt i Amerlku. Hljóm leikunum lauk ekki fyrr en hálf- þrjú og heföu þess vegna getaö haldiö áfram alla nóttina. ByggtáTIME. plötur — plötur — plötur — plötur — plötur — plötur — plötur 'PVMUMSK II 11 il. QMObl N T>C kK>M. Police: Ghost in the Vlachine. Hljómsveitin Police ávann sér heimsfrægð og vinsældir með leifturhraöa og aðeins þremur hljómplötum, hver annarri betri aö mati áhangendanna en býsna brokkgengum að mati gagnrýn- enda. t fyrra barst frægð þeirra hvaö viöast meö plötunni „Zényatta Mondatta” og lög- unum „Man in a Suitcase” og „Do do do, da, da.da”. Sumir sögðu eina ferðina enn að hér væru loks komnir arftakar Bitlanna verðugir og ljóshæröir. Undir þessum (lögreglu)merkj- um er eðlilega erfitt fyrir þá þre- meningana, Sting, Andy Summ- ers og Stewart Copelands, aö risa, eins og gengur um poppara sem öölast skjóta frægð i hverfulum heimi vinsælda. Það er jú hvort tveggja ætlast til þess að þeir hljómi eins og i gær og að þeir sinni kröfum gagnrýnenda um sifelldar uppábryddingar nýj- unga. Það hefur grafið undan annars vænlegum frama margra hljómsveita að þurfa að feta þetta einstigi. Police — hefur hingaö til þýtt hrár blátt áfram tónn með vest- rænum reggie takti sem festur var á plast án alls umstangs, aöeins gltar, söngur, bassi og trommur án mikilla tilfæringa i hljóðfæraleik, nema kannski helst i trommuleiknum sem manni fannstaðhéldileiknum gangandi. A „Ghost in the Machine” færir Police heldur betur út kviarnar. Einfaldleikinn góði er að mestu á braut, textarnir eru byggöir á riti eftir Aldous Huxley og eru óneitanlega innihaldsrikari en „Do do do.”.. Og tónlistin er nú flutt með svuntuþeysum og saxó- fónum i bland, tviteknum gitar- leik, hljómurinn er allur mun þykkari og fullkomnari, nútima- legri mundu sumir segja. En um leið er tónlistin kuldalegri, höfðar ekki jafn mikiö til buksins og gömlu plöturnar, lögin ekki jafn gripandi fersk og áöur, sjarminn ekki jafn mikill, eða að minnsta kosti af öðru tagi. Ekki þar fyrir að Police er meö skemmtilegri og sérstæðari hljómsveitum, þeir hljóma eins og engir aðrir og nánast-falskan söng Stings leikur enginn eftir. Lögin á plötunni eru hröð og bitandi, en kannski nokkuð mis- jöfn að gæðum. Sum viröast eingöngu vera til uppfyllingar, t.d. „Demolition Man”, en önnur eiga vist sæti á vinsældarlistum — „Spirits in the Material World” og „Invisible Sun”, sem þó er hvaö ólikast hinum upprunalega Police-hljóm. Graham Smith o.fl.: Með töfraboga SG-hljómplötur Þegar Graham Smith hefur tekist best upp á fiöluna sina er hann litill demón meö, já töfra- boga. Þannig er lika myndin af honum á umslagi þessarar plötu. Enmáliö er bara aö þaö fer litiö fyrir töfraboganum á plötunni — Graham Smith ervarla annað ein einleikari i klónum á ólafi Gauki, útsetjara. A plötunni eru tiu lög, vinsæl islensk lög undanfarin tiu, tuttugu ár eftir ýmsa höfunda, allt frá Oddgeiri Kristjánssyni til Gylfa Ægissonar. Og svo auövitaö Suöurnesjamenn eftir Kaldalóns. Þaö er varla vafi á þvi aö þessi plata á eftir aö veröa feikna vin- sæl enda eru lögin leikin skemmtilega og vel. Auk Grahams eru það gamalkunnir rokkarar sem bera hitann og þungan á plötunni: Pétur Hjalte- sted, Tryggvi Hubner, Pálmi Gunnarsson ogSiguröur Karlsson — þar fyrir utan Kristinn Svav- arsson, Eyþór Gunnarsson, Bern- ard Wilkinson, Viöar Alfreðsson og Reynir Sigurðsson og svo strengjasveit. Eins og áöur sagði útsetti Ólafur Gaukur og á hann væntanlega mestan þátt á plöt- unni. An þess aö gerð sé athuga- semd við þaö hefði verið skemmtilegra aö Graham Smith fengi aðþemja töfraboga sinnögn frjálsar. En þetta veröur vinsæl plata og á þaö vel skilið. Lögin eru Suöur- nesjamenn, Hvers vegna varstu ekki kyrr.Sofðu unga ástin min. Blittog létt. Bláu augun þin, Stolt siglir fleyið mitt, Jarðarfarar- dagur, Hrafninn, Viltu með mér vaka i nótt og Kontóristinn. Myndina á framhlið umslagsins geröi Brian Pilkington og er hún bara skemmtileg. Hins vegar mættu SG-hljómplötur vel brjöta upp staöla sína i umslagsgerð aö ööru leyti. Kamarorghestar: Bi'sar i banastuöi Tónlist Kamarorghesta er ekki, þvert oni þaö sem margir hér álita, ruddalegt púnktrokk, þvi síður sýkadeliskt sýrurokk. i öllum grundvallaratriöum leika Kamarorghestarnir nefnilega ósköp venjulegt rokk, en að visu öllu fersklegra en gerist og gengurá Islandi.Enda koma þeir frá Kaupmannahöfn... 1 rauninni má kannske helst likja tónlist Kamarorghesta við Stuðmenn sálugu, og er það ekki leiöum aö likjast. Harla venjulegt rokk eins og áður sagði en hresst og oftá tiðum ákaflega skemmti- legt. Lögin eru þrettán og fremur jöfnað gæðum, ekkert þeirra sker sig að ráöi Ur. Sum eru rokkaöri en önnur —■ „Kamarorgblúss”, „Rokk erbetra”, „Bitti rassgatiö á þér”, „Kilroy” og „Rokkregn- hliðin” en sfðari hluti þess lags hefst sérlega skemmtilega. Hin hægari lög eru einnig haganleg, einkum og sér i lagi „Segöu mér”, en þau lög nota Kamarorg- hestar helst til að koma hinum einlægari boðskap sinum á fram- færi. Misskilji menn nU ekki — tón- listin kemur kannske ekki ýkja mikiö á óvart en hún er góð á heildina litið og platan vinnur mjög á með aukinni hlustun. Textarnir eru anríar hand- leggur. Þaö er helst i textunum sem uppreisnargirni Kamarorg- hestanna kemur fram — einlægir söngvarum hvers viröi puðið sé i bland viö sendibréf Ur hinum al- ternativa lifstil. Kamarorghestar eru i eðli sinu afkomendur „andans frá ’68” sem hjarað hefurerfitt timabili' Kaupmanna- höfn og mun nU blómstra fagur- legar en dæmi eru um hin siðari ár. Eins og aldraöir hippar „gefa þeir skit i kerfið” en hÍR)aheim- spekin hefur viöa vikiö fyrir kaldranalegri, en galsafengnari, Kristjaniuspeki. Tvö brot — „rokk erbetra en fúl tæm djobb” og „ég veitumannan staðsem er falinn djúpt i mér og þér” — lýsa textagerö Kamarorghesta mæta vel. Svo gleypi menn eða gubbi. En textarnir eru oftastnær ágæt- lega geröir og stóöið kemur boö- skap si'num alla vega skamm- laust á framfæri. Kamarorghestar eru lika ágætir hljóðfæraleikarar og tekst umfram allt að gæða tónlistina h'fi. Þaö má til sanns vegar færa aö enginn þeirra sé snillingur i sinu fagi en allir skila sinum hlut ágætlega og skemmtilega. Þeir eru: Björgúlíur Egilsson (Dassi, söngur),Gisli Vikingsson (hljóm- borð), K. Pétur Sigurðsson (söngur), K.Þór Sigurðsson (gitar), ólafur Sigurðsson (trommur), Þorbjörn Erlingsson (flauta, gitar, söngur) og loks Lisa Pálsdóttir (söngur). Umslagiö er og ansi vel gert. Eitt ferekki milli mála: að bis- arnir eru i' banastuði....! Marianne Faithfull: Dangerous Aquaint- ances. Hvort viö þekktum hana MarianneFaithfullhérna igamla daga. Hina aöalsbornu ástkonu Mick Jaggers, sem átti þann draum heitastan aö daga uppi á eyöieyju meö fimm Rollingum. Hún söng inn á plötur, meö fram- buröi konu sem næstum var Laföi sögöu menn, geri m.a. Stones lagiö „As tears go by” vinsælt. A árunum þegar allir versluöu viö Karnabæjar-götu I London var hún I raun sú smartasta og villt- asta... „Dangerous Aquaintances” er I beinu framhaldi af siöustu plöt- unni, aö visu nokkuö ijúfari. Hún nýtur aðstoöar þekktra tónlistar- manna, m.a. syngur htln hér lag eftir Steve Winwood. Textamir eru flestir eftir Mariönnu sjálfa, ákaflega innhverfir og persónu- legir, en lögin eftir ýmsa, flest eftir Barry Reynolds sem viö kunnum ekki aö nefna. Einlæg og áheyrileg plata. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.