Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 18. október 1981 ■ Mörgum er það án efa i fersku minni að fiokkur frá svokailaðri Peking-óperu gisti tsland 1955 og aftur 1959 og sýndi við griðarmikiar undirtektir I Þjóðleikhúsinu, menningarlegir sendiboðar frá Kina sem þá var flestum lokað land. Nú er Peking-ópera aftur væntanieg á fjalir Þjóðleikhússins, að visu á maður aö skrifa Beijing-ópera I da.g, sam- kvæmt nýjum reglum um umritun kinversu yfir á evrópsku. Svo er þetta í raun hvorki ópera né kemur frá Peking. Peking-ópera er runniö undan rifjum Evrópubúa sem köliuðu þetta forna kinverska listform svo þegar þeir kynntust þvi um aldamótin. Kinverjar sjáifir kalla þaö Ching Hsi — sem er leiksýning sem byggist á flóknu samspili iátbragðs, ieikfimikúnsta, dans, söngs og talaðs texta og mikils búningaskrúðs. Siikir flokkar Ching Hsi-leikara kváðu nú vera starfandi i velflestum stórborgum Kina og njóta bæði mikiilar hylli aiþýðu og stjórnvalda, sem nú líta þá aftur hýru auga eftir ólgu menningarbyitingarinnar. Hópurinn er heimsækir Island i næstu viku og sýnir fjórum eöa fimm sinnum I Þjóðleikhíisinu kemur frá borginni Wuhan i hin eiginlega Peking-ópera verður til. Þá mættust straumar úr kinverskum leikhúsum i Peking og runnu saman i þessa ■ Peking-óperan hefur aö leiöarljósi orð Maós formanns: „Leyfiö hundrað blómum aö spretta.” Myndirnar eru af sýningum óperunnar. Sheng,dan, jing og chou Hlutverkin i Peking-óperu skiptast i fjórar megindeildir: sheng, dan, jing og chou: Sheng eru karlmannshlutverk, sem greinast aftur i gömlu mennina með siðu skeggin, rökuðu unglingana , striðs- mennina. Valdsmenn syngja og tala með djúpri og þungri röddu, en unglingarnir með mezzo - sópran röddu eða i falsettu. Jing eru karlmannshlutverk, sem oft eru kölluð „máluöu and- litin”. Hlutverkin geta bæði verið jákvæð og neikvæð. Leikararnir eru farðaðir i ýmsum litum og mynstrum og sá sem þekkir til Peking-óperunnar getur ráðið Hupeh héraði, drjúga 100 km. frá Shanghai. Sýning Peking-óperu, við skulum halda okkur við það nafn, er mikil augans listisemd, eins konar allsherjar-leikhús. Leikurunum er ætiaö að vera mjög l'jölhæfir, þeir gera allt i senn, dansa, syngja, tala, sýna ó- trúlegustu brögð og sveifla um sig vopnum. Þannig likist þetta' engan veginn óperu i okkar vest- rænu merkingu, tónlistin kemur óefað mörgum skringilega fyrir eyru, ekki bara hinn sérstæði kin- verski söngur, heldur er tónlstin langt i frá synfónist eða nokkuð slikt. Hún er flutt á trommur og flautur, mestanpart til að undir- strika sönginn og leikinn. Leik- tjöldin eru lika i lágmarki. Það eru hinir fjölhæfu leikarar og búningar þeirra sem segja alla söguna. Leikstillinn er ákaflega fast- mótaður, lýt'.ir sinum eigin lög- málum of ita laus við allar skirskota; raunveruleikans. Allt frá lf. óid og þar til fyrir fim mti'u áru; var konum meinað að leika i P g-óperum. Hlut- verk þeirra karlmenn sem lögðu sér tii i: enlegt látbragð og útlit. Nú haía konur aftur tekið við hlutverkum kynsystra sinna, en hefðin segir svo fyrir að þær skuli hegða sér eins og konur sem eru að leika menn. Miðlari hins undursamlega Óperu-flutningurinn á sér langa forsögu. Til eru allt að 3000 ára gamlar kinverskar heimildir sem lýsa hátiðum þar sem dans, söngur og hljóð runnu saman i eitt. En það er á tima Yuan-keis- aranna, um 1300 e.kr., sem leik- húsið fór að taka á sig núverandi mynd, þar sem eru á vixl talað orð og sungið i bland við dans. Þá skiptist óperan i tvo skóla, norður- og suðurdeild, en á 14du öld varð suðurskólinn hlutskarp- ari og hlaut nafnbótina „chu ’ an ch ’i”, sem þyðir „miðlari hins undursamlega” eða eitthvað i þá veru. Þessi nafngift var lengi vel notuð um bróðurpartinn af kin- versku leikhúsi. Verkin i suður- leikhúsinu skiptust i mikinn fjölda þátta, 30 eða fleiri sem bæði gátu staðið undir sér einir og sér og voru hluti af heildar- verkinu. Þvi er i dag hægt að flytja brot úr mörgum óperum, likt og Wuhan-hópurinn gerir hér, án þess aö nauðsynlegt samhengi fari forgörðum. Peking-óperu hópar gripa oft til þess ráðs á ferðalögum erlendis, til að tryggja að óinnvfgðir geti fylgst með og þurfi ekki að sitja undir aríum sem geta tekið allt að klukkustund i flutningi. Það er svo um miðja 18du öld að heild sem við fáum nú nasasjón af, Peking-óperu eða Ching Hsi. Það má segja að þetta sé eins konar þjóðleikhús i Kina, fyrir 1966 voru um 2000 Ching Hsi hópar i landinu, sem léku einatt fyrir fullu húsi. 1 menningarbylt- ingunni snerust margir öndverðir gegn hinu klassiska kinverska leikhúsi, en það hefur náð sér á strik aftur og leikhópar leggja nú á nýjan leik land undir fót. T.a.m. fór Peking-óperuhópur mikla frægðarför um Bandarikin fyrr i sumar. ðsýnilegir þröskuldar Hin hefðbundna Peking-ópera notast næstum þvi ekki við neinn sviðsbúnað. Leikararnir verða að spjara sig upp á sitt einsdæmi, með búningum og látbragði gefa þeir til kynna hvar og hvenær at- burðirnir eiga sér stað. Þeir stiga yfir ósýnilega þröskulda, opna dyr sem eru hvergi sjáanlegar, róa yfir ár án þess að nokkur sé báturinn. Ef hvessir skyndilega kemur einhver hlaupandi með langa flöktandi borða á stöng. Ef leikari heldur á pisk sýnir það að hann situr hest. En þótt áhorfendum sé látið eftir að gera sviðsbúnaðinn i’ hugarlund eru leikbúningarnir þeim mun glæsilegri. Hefð þessara búninga nær aftur til tima Ming-keisaranna (1368-1644) og þeir standa i raun ekki i neinu sambandi við það timaskeiö sem leikurinn á að fara fram. En þeir spegla hlutverkið og þjóðfélags- stöðu persónunnar. Litirnir á búningunum gefa til kynna stétt persónunnar. Gult er litur keisar- ans og hans hirðmanna. Aðals- menn eru klæddir i rautt. Blátt er einkennislitur menntaðs fólks, hvítt er eingöngu litur ungs fólks og svart sýnir að persónan er heiðarleg. Gamlir menn eru alltaf með ákaflega sitt skegg, en ungir menn eru skegglausir. Fólk sem hneigist til hernaöar gengur um með vopn og ef karlarnir eru með fána á bakinu sýnir það að þeir eru foringjar i fararbroddi herja sinna. Hlutverkaskipanin i Peking-- óperunni er yfirleitt mjög fast- mótuð. Leikararnir eru menntaöir til að takast á við ákveðin hlutverk sem þeir rækja siðan allan leikferil sinn. Fram til um 1920 voru engir blandaðir hópar og kvenhlut- verkin voru leikin af karlmönn- um. Það var ekki fyrr en 1949 að hætt var að ala upp drengi til að leika kvenhlutverk. Einn af mestu listamönnum Peking-óper- unnar, Mei Lanfang, lék þannig eingöngu kvenhlutverk meðan að dóttir hans lék karlmenn. skapgerð persónunnar af farð- anum. Réttlátar persónur eru litið farðaðar, en þrjótar og bófar eru mikið málaöir. Svikarar þekja andlit sitt hvitu púðri til að undir- strika að þeir geti ekki sýnt sitt rétta andlit. Rauð andlit gefa vis- bendingu um tryggð og hreysti, svört um að pers'ónan sé stygg i skapi, blátt er litur illmennanna og gult litur slægðar eða jafnvel heimsku. Þegar slær i brýnu milli máluðu andlitanna er hægða- leikur að greina þá vondu — öðlingarnir eru alltaf málaðir á mjög eðlilegan hátt, en farði ill- mennanna er ætið mjög yfir- drifinn. Chou trúðurinn, getur hvort tveggja veriö maður og kona. Konutrúðurinn ef oftast nær hjónabandsmiðlari, en skaplyndi karltrúðanna er margvislegra — hinir góöu eru alltaf kankvislegir vondu trúðarnir eru aftur á móti klókirog útsjónarsamir eða stund um hreinir einfeldningar. Trúð- arnir eru lika málaöir i framan, þó ekki meira en sem nemur hvitum flekkjum i kringum munninn og nefið eða nefið og augum. Heimild okkar segir að trúðarnir séu á tiðum þeir einu sem tali „skiljanlega” kinversku i Peking-óperum. Makalausir vígamenn Peking-óperu flokkurinn frá Wuhan sem hingað kemur var stofnaður árið 1950. Hann hefur sýnt viða erlendis og kemur hingað úr ferðalagi um Evrópu og Norðurlönd. Flokkurinn hefur innan raða sinna fjölda af úrvals listamönnum, þekktra i heima- landi sinu. Þeirra kunnastir munu vera Wang Wanhua, leik- kona sem gerir ýmsum kvengerð- um innan óperunnar frábær skil og tveir svokallaðir wusheng leik- arar eða vigamenn sem sýna ótrúlega leiki með vopn, þeir Guo Yukun og Liu Hengbin. Hópurinn verður hér með tvær mismunandi dagskrár sem inni- halda úrval frægra atriða úr klassiskri Peking-óperu, flest hver sögulegs eða goðsögulegs eðlis. Sum þeirra slá á viðkvæma strengi brennandi ástar likt og Haustfljótið, önnur fjalla um hernað og vigaferli likt og hið fræga hópatriði Orrustan á Yentangfjalli, þar sem viga- mennirnir miklu spreyta sig og allt þar á milli. Sýningar Peking-óperuflokks- ins i Þjóðleikhúsinu verða sem hér segir: Á fimmtudaginn 22. okt. kl. 20.00, föstudaginn og laug- ardaginn á sama tima og á sunnudaginn 25. okt. kl. 15.00 siðdegis. Hugsanlega verður einnig sýning þriðjudaginn 27. kl. 20.00. Miðasala hefst i Þjóð- leikhúsinu á laugardag kl. 13-15. Peking-óperuflokkur sýnir í Þj óðleikhúsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.