Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 21

Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 21
Sunnudagur 18. október 1981 á bókamarkaði AF TRÖLLUM OG FJÖLLUM Guönin Helgadóttii’ og Brian Pilkington: Ást- arsaga úr fjöllunum. Ið- unn 1981. ■ Þri'r aðilar eiga einkum heiður skilinn fyrir þessa bók. Eðlilega sjálfur höfundur „Ástarsögunn- ar” trollslegu, Guðrún Helgadött- ir, sem óefað er okkar frambæri- legasti barnabókahöfundur um þessar mundir. Að visu reynir ekki mikið á krafta hennar hér, þvi bókin er agnarsmá (þótt hún fjalli um tröll!) og ákaflega ein- föld að gerð. Nútima prenttækni fyrir glæsilega útgerð á bókinni og að svo vendilega sé hægt að koma litrófinu ápappir. Enmest lofá þó myndskreytandinn skilið, Brian Pilkington, breskur mynd- listarmaður sem er búsettur hér á landi. Myndir hans af tröllum og mönnum i umgjörð nátúrunnar eru hrein listaverk iðandi af lifi, litagleði og húmor. Reyndar eiga þær inni að einhver listgagnryn- andinn hlaði þær lofi af sérþekk- ingu. Geðþekk tröll Brians eru einsog sprottin úr islenskum hug- myndaheimi og hæfa textanum eins og kjaftur skel. Sögukorn Guðrúnar Helgadótt- ur er i beinu framhaldi af is- lenskri hefð þjóð- og nátturu- sagna. Af vættum sem byggja náttúruna, tröllalifi, tröllkonu og átta tröllabörnum sem verða að steinum við sólarupprás, ekki fyririllmennsku sakir heldur ást- ar, þvi þetta eru góð tröll sem ekki skjóta börnum skelk i bringu. Og þótt þau steingervist eru örlög þeirra langt i frá mein- leg. 1 Ástarsögu úr fjöllunum er það ágætt hlutskipti að verða steintröll í fjölbreyttum búningi árstiðanna, börnum til yndisauka og spurnar. Helst má kannski finna að náttúrufyrirbærum sem Guðrún skrifar á reikning tröll- anna — þau elda og það kemur eldgos, þau þrifa og þá fellur skriða, þau elskast og það kemur jarðskjálfti o.sv.frv. Ekki það að gamansamar kellingabækur i þesum dúr ali á bábiljum meðal barna og torveldi kennurum van- þakklát störf, heldur hefði Guð- rún mátt leggja meiri rækt við sjálfa söguna af hinum geðþekku trdlum sinum — Flumbru gömlu og sonunum hennar iðilfriðu. En vitaskuld gefa þessir útúrdúrar um náttúruna listamanninum Brjáni einstakt færi á aö bregða á leik. Ennfremur verður þessi af- staða Guðrúnar skiljanleg þegar litið er á aö bókin er m.a. hugsuð til Utgáfu áalþjóðavettvangi. Það er i raun alveg gráupplagt. Bókin er listaverk þar sem texti og myndir renna saman i fallega og skemmtilega heild. Hún svar- ar fyllilega til hugmynda út- lenskra um tsland semland eld- fjalla, fallvatna, hæða og hóla, trölla og óvætta og lýkur upp barnsaugum fyrir lifandi náttúru. Texti AstarsöguUr fjöilunum er fyrst og fremst stilaður upp á yngstu lesendurna. En ég held að allir sem hafa augu í höfðinu ættu að geta unað sér mæta vel við myndir Brians Pilkington. Þeim á ég satt að segja ekki orð til að lýsa. eh. fslensk bók um Karpov Gunnar Örn Haraldsson: Karpov Offsetfjölritunin hf. ■ Þessi bók skaust, okkur aö óvörum, inn á skrifborðið til okkar. An þess að nokkur vissi af hefur Islendingur skrifað bók um heimsmeistarann i skák, og gefið hana út á eigin kostnaö. A Gunnari Erni Haraldssyni vitum við engin deili en hann segir i for- mála að bókinni að hann hafi unnið að henni siðastliðin þrjú ár og aðallega notast við bækur, skákblöð og blaðagreinar. Segir hann: „Missagnir eru án efa ein- hverjar i bókinni þótt ég hafi reynt aö vinna hana eftir bestu getu. Ég vona að menn meti vilj- ann fyrir verkið og hafi ánægju af bokinni.” Fyrsta missögnin er á blaðsiðu eitt, þar sem stendur að Karpov hafi verið lengi giftur og eignast dóttur árið 1971. Þetta er ekki rétt, nema Gunnar örn Haralds- son hafi aðgangt að betri upplýs- ingum en allir aðrir sem skrifað hafa um Karpov — Karpov gekk ekki i hjónaband fyrr en fyrir ör- fáum árum og með henni Irene son, sem að sjálfsögðu heitir Anatóli. Er það reyndar tekið fram siðar i bókinni. Að öðru leyti sýnist mér höf- undurinn ekki þurfa að blygðast sin fyrir missagnir. Aö_ sönnu mætti ýmislegt vera nákvæm- ara, þaö er eins og við er að búast, og stundum um álitamál að ræða. Höfundurinn stiklar mjög á stóru en tekst þóað koma fyrir miklum fróöleik sem skákáhugamenn hafa hingað til ekki átt á einum stað. Hann rekur öll mót eða keppnir sem Karpov hefur tekið þátt iog segir allýtarlega frá úr- slitunum en fyrir minn smekk mættu þó úrslitin vera nákvæm- ari, til að mynda að birtar væru stöðutöflur. Það er ágætur kostur þessarar óvæntu bókar að tals- vert er sagt frá upphafsárum Karpovs og raktar nokkrar af hans fyrstu skákum. Eitt atriöi sem Gunnar örn virðist ekki vita um, er skemmtilegt — nefnilaga að Karpov lærði mannganginn, einsog Capablanca á þvi að horfa á aðra tefla. Það er fátitt sem kunnugt er. 100 skákir. Það munu vera um það bil eitt hundrað skákir sem birtar eru i bókinni og langflestar með ein- hverjum skýringum. Ekki veit ég hvort Gunnar örn hefur sjálfur skýrt skákirnar en sums staöar hefur þóhann fengið skýringar að láni frá öðrum og stöku skákir eru birtar athugasemdalaust. Það virðist vera ögn handahófskennt hvaða skákir eru teknar með i bókinni, þó flestar bestu skákir heimsmeistarans séu vissulega til staðar, og eins hefði verið skemmtilegra ef birtar hefðu ver- ið allar tapskákirnar — a.m.k. siðan Karpov varö heimsmeist- ari. Eitt sinn var gefin út bók með öllum tapskákum Capablancas en þær voru sem kunnugt er ekki margar. Þetta er sem sagt dálitið athyglisverð bók — Karpov er alla vega allrar athygli verður. Bókin hefur ekki farið hátt hingað til en höfundurinn á þó tvimæla- laust þakkirskildar fyrir framtak sitt. Það er sjaldan sem einstakir skákmenn eru kynntir fyrir Islendingum á þennan hátt, og mætti vera gert meira af þvi. Hvar er til dæmis timaritið Skák? Ég hygg að margir skákáhuga- menn geti haft bæði gagn og gaman af þessari bók, sér i' lagi þeirsem ekki hafa aðgang að er- lendum tungumálum. Þvi á hún allt annað skiliö en að falla i gleymsku og dá. Reyndar finnst mér bókin heföi mátt vera vand- aðri — eitthvert bókaforlaganna hefði átt að taka hana upp á sina arma. En út er hún komin og ekki nema gott eitt um það að segja. —»j- ■ Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar. H.G.WELLS ASHORT HISTORYOF THEWORLD Samuel Butler: TheWavof All Flesh Penguin English Library 1980 ■ Vel gæti ég trúað, og það er svo sem staðfest af heimild- um, að The Way of A11 Flesh hafi vakið mikið irafár þegar hún var fyrst gefin út á Eng- landi árið 1903, en þá voru reyndar liðnir tveir áratugir frá því hún var skrifuð. Viktoriu-timinn i þvi landi er löngum kunnur fyrir stifni og formfestu, Samuel Butler tætir i' sig öll þau tabú og allar hefðir sem sæmandi þóttu, af glaöhlakkalegu miskunnar- leysi. Hann var alla tið um- deildur með ágætum, setti m.a. fram þá skemmtilegu kenningu að höfundur Hom- ers-kviöa heföi verið kven- maður, ogsamtimamenn hans áttu oft erfitt með að láta sér hann lynda. Bókin er að sjálfsögöu ekki jafn byltingar- kennd nú og hún var, en það má lesa hana bæði sem heim- ildum Viktoriu-timann og sem hreina og beina skemmtibók, fulla af sérenskri hæðni og kaldhæöni. Geta má þess að bókin er i vegamiklum atr- iðum byggð á lifi Butlers sjálfs.... Ekki verra að vita það. H.G. Wells: \ Short History ol' the World Pelican 1980 ■ Wells var i eöli sinu fremur maður nitjándu aldarinnar en hinnar tuttugustu. Hann fædd- ist 1866 en þessi bók kom fyrst út árið 1922. I henni gerir Wells tilraun til að rekja ger- valla söguna frá þvi líf kvikn- aði og fram á hans daga — segir sig sjálft að það er held- ur betur stiklað á stóru. Er Wells gaf bókina út voru bæði fornleifarannsóknir og almenn sagnfræðikomin á það stig að bókin er nútimaleg að umfjöllun og áherslum, hins vegar sver hún sig i ætt við sagnfræöirit 19. aldar að stil og uppbyggingu. Og þar er helsti kostur þessarar bókar nú til dags, þegar siðari tima sagnfræöi hefur mótað frekar það sem gerðist i fortiðinni. Bókin er frábærlega stiluð og óskaplega skemmtileg af- lestrar, það varilla gert af út- gefendum hennar að færa hana til nútimans án samráðs viö Wells dauðan. NELSON DE MILLE AdThCRW BY THE RiVERS OF BABYLON CflTHEDRHL Nelson De Mille: Cathedral Panther/ Gran>ada 1981 ■Hér er splúnkunýr reyfari sem selst hefur einsog heitar lummur beggja vegna Atlantshafsins. De Mille, sem áður ritaöi By the Rivers of Babylon, segir hér frá irskum terroristum.útsendurum IRA, sem taka á sitt vald Dóm- kirkjuna Heilags Patreks i New York og halda þar nokkr- um gislum.Sem sagt, brenni- depilsbók um þessar mundir. Það er lýst samskiptum skæruliöanna og lögreglu- mannanna se.m umkringja kirkjuna, og má ekki á milli sjá hvorir eru verri. Bókin er alllöng, og Nelson De Mille mun seint fá verðlaun fyrir pennafærni en hann kann á hinn bóginn að skrifa spenn- andi bók, það er fyrir öllu, lýs- ir ágætlega álaginu eftir þvi sem á líður og blóöugu upp- gjörinu i lokin. The White Hotel Penguin 1981. ■ Þessi bók varð alveg óvart metsölubók. Hún er eftir ung- an breskan rithöfund, jafn- vigan á prósa og ljóð, en vakti ekki athygli að marki fyrr en i Ameriku nú i sumar. Þar skaust hún öllum að óvörum upp á metsölulista. En hún hefur margt til að bera, ekki sist skemmtilega uppbygg- ingu. Muna einhverjir eftir Sigmund Freud? — sál- fræðingnum sem skrifaði ,,case histories”, sjúkdóms- lýsingar, sem enn teljast vera á við bestu reyfara að spennu. Þessi bók læst einmitt vera slik sjúkdómalýsing. Af sjálfu leiðir að hún er full með sál- fræðilegum skirskotunum, víða sögð á táknmáli Freud, full af útUrdúrum o.þ.h. en á endanum fellur þó allt i ljúfa löð.Eða þannig. Auðvitað eru lausir endar. En þetta er at- hyglisverð bók, mjög svo. THEEPIC SIEGE M0VEL OF 0URTIME D.M. Thomas:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.