Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 10
Sunnudagur 18. október 1981
10 __________________________________Wmfom
leigupennar í útlöndum
■ Núerbyrjað að hausta i Kaup-
mannahöfn og þá er gott að kikja
inn á Cafe Skindbuksen og fá sér
kaffi og koniak. Cafe Skindbuksen
stendur við Lille Kongensgade.
Lille Kongensgade er hliðargata
út frá Kongens Nytorv. Á horrúnu
við torgið er Vinstue sem margir
tslendingar þekkja. En Cafe
Skindbuksen er min krá. Ég leit
þar við i vikunni.
Alfreð Flóki sem þekkir þessa
krá betur en lófann á sér sagði
mér einu sinni að enginn fastur
gestur gæti verið þekktur fyrir að
lita til hægri þegar hann gengur
þar inn. Það er vegna þess að i
horninu til hægri situr fólk sem
kemur á krána i þeim tilgangi
einum að horfa á aðalinn, snill-
inga og furðufugla sem halda til á
langa ganginum vinstra megin.
Ég gætti þess vel að lita ekki til
hægri um leið og ég gekk inn um
dyrnar.
Það sat rithöfundur vinstra
megin. Þetta er fallegur gamall
maður meö egglaga höfuð snjó-
hvitar hártjásur og hornspanga-
gleraugu. Hann hefur verið að
semja fimm-binda skáldverk i
fjörutíuár. Þetta verk á að slá út
Strið og Frið eftir Tolstoy. En enn
þann dag idag er hann ekki kom-
inn lengra en fyrstu setninguna
og hún er svona: Á meðan,
byrjaði að snjóa.
Rithöfundurinn satá öðru borði
frá dyrum. Ég settist við borðið i
króknum við gluggann. Ég bað
um kaffi og koniak. Ég hafði einu
sinni heyrt að boröin á ganginum
hétu öll sitt hvoru nafninu svo
mér datt i hug að spyrja rithöf-
undinn út i það. Ég drakk úr
Nafnlausa boðið
á Cafe Skindbuksen
staupinu til þess að liöka
dönskuna. Ekkert svar.
— Hann er heyrnalaus gamli
maðurinn, sagði þjónninn.
— Hvað heita borðin, spurði ég.
— Þú situr á Jónfniarborðinu,
sagði þjónninn.
— Það var og, sagði ég.
— Siðan kemur borðið sem
gamli maðurinn situr við en ég
man ekki hvað það heitir. Þvi
miður. Þvi næst Psykopata-
borðið. (Það nafn er óþarfi að
þýða.) Svo Kappelanborðiö.
f meðhjálparaborðið.) Við enda
gangsins er klósettborðið, sagði
þjónninn.
Alfreft Flóki rænir
banka
Yfir öllum þessum borðum
hangir griðarstórt málverk, svo
ég bauð þjóninum upp á staup og
bað hann að segja mér nöfnin á
meisturunum. Ég þekkti ekki
nema þrjá þó ég væri búinn að
vera gestur þarna á fjórða ár.
— Fyrstur er Jens August
Schade, sagði þjónninn, siðan
Svend AgeTauser.næstur Iben V.
Kohl. Þar næst Villy Buus Hana-
málari. Gamle Olaf. Siðan Viggo
Tonsberg'. Þar á eftir Vivi. Loks
Knud V. Rosenvard. Og barborðið
sjálft, sagði þjónninn. — Það köll-
um við konditoriet.
Égkunni illa viö að sitja á boröi
með þessu nafni: jómfrúarborðið
svo ég notaði tækifærið þegar
þjónninn fór að sinna kúnna og
færði mig yfir á meðhjálpara-
borðið með kaf fibollann. Ég leit
tildyranna. Það kom ung stúlka
inn og settist hægra megin. Hún
var með skásett augu, há kinn-
bein og hrafnsvart hár og ég
byrjaði aftur að hugsa um Alfreð
Flóka. Það sagði mér einu sinni
maöur góða sögu af Flóka. Þessi
saga sýnir vel hversu mikið um-
burðarlyndi danir hafa með lista-
mönnum. Sagan er svona: f
fyrsta skipti sem Alfreð Flóki
kom til Kaupmannahafnar hafði
honum tekist að eyða meirihluta
skotsilfurs sins um borð i gamla
Gullfossi, eins og vera ber um
íslending.
Flóki hafði heyrt um þessa
frægu krá Skindbuksen. Ég verð
að bæta úr þessu, hugsaði Flóki
og fékk lánaða leikfangabyssu
hjá smábarni á skipinu og fór
beint og rændi banka. En þeir i
bankanum fylgdu honum bara
eftir á krána og tóku af honum
töskuna án þess að segja svo mik-
ið sem styggðaryrði. Þetta endur-
tók sig í tuttugu ár. Þeim fór að
leiðast þófið og þegar banka-
starfsmaðurinn var á útleið með
þrútna peningatöskuna
tuttugasta haustið í röð sneri
hann sér við i dyrunum og steytti
að Flóka fingur og sagði ávitandi:
Hr. Flóki fra Island, nu kan det
være nok með det her halloj með
Landsmannsbanken. (Þýðing
min: Hr. tslenski Flóki, nú er nóg
komið af þessum hundakúnstum i
bankanum okkar.)
Fetíri íinnst mór nú
Hei maklottur
Ég fékk mér annað glas af
koniakiog hugsaðium ótal marg-
ar Flóka-sögur en ég læt þessa
duga.
Það komu inn eldri hjón og sett-
ust á næsta borð, þaö er að segja
sukkópataborðið. Konan var há-
vaxin með barðastóran hatt og
litill akfeitur náungi með henni.
Þau byrjuðu strax að rifast.
— Þú ert bavini, sagði konan. —
Ég gæti gubbað bara af þvi að
þurfa að horfa upp á þig.
— Ég veit það góða sagði
maðurinn.
— Og svokennir þú mérum það
að aldrei hefur orðið úr þér skáld.
Ekki er það mér að kenna þó þú
hafir frekar viljað reka niður-
suðuverksmiðju i fjörutiu ár og
dragir mig svo hingað á hverjum
fóstudegi i rithöfundaleik.
— Vertu ekki að skita i niður-
suðuna, sagði skáldið. — Hún
hefur haldið þér i pelsum í hálfa
öld.
— Ég er ekki að forsóma
dollurnar, sagði konan með
barðastóra hattinn.en vertu samt
ekki alltaf að skamma mig elskan
min fyrir að ekki varð úr þér
heimsfrægur rithöfundur.
— Æ, mér dettur þetta svona
stundum i hug, sagöi maðurinn,
ég hef alltaf innst inni vitað að ég
get skrifað.
Mér var orðið beinlinis óglatt
að hlusta á þetta kjaftæði svo ég
færði mig um borð. Það var
klósettborðið og ég lét f ara vel um
mig.
Ég leit upp á málverkið og sá
Jens August Schade sitja dapran
yfir jómfrúarborðinu. Ég hef
heyrt að Jens August hafi einu
sinni opnað veskið sitt á þessari
krá og þá flugu upp úr þvi tvær
bústnar mölflugur. Annars er
hann eitt hugljúfasta ljóðskáld
dana. Ég leit upp á myndina af
gamla Tauser, sem enn er á lifi
þótt furðulegt sé. Hann mun hafa
verið hinn efnilegasti málari en
dagaði svo uppi við drykkju eins
og gengur. Nú er hægt að fá
keypta mynd hjá kallinum fyrir
einn kaldan Tuborg. Ég kinkaði
kolli til Villy Buus Hanamálarans
fræga. Þessi maður er haldinn
einni makalausustu bilun allra
tima. Hann getur ekkert annað en
málað Hana.Endalausa Hana.Ef
hann seturpensilá striga og gerir
atrennu i grenitré eða litinn segl-
bát þá breytist þetta allt i Hana.
Hvernig sem hann rembist. Stóra
Hana með rauða kamba, klædda i
smóking og gjarna með vindil i
gogginum. Sem sagt: Hana-
málari.
Ég heyrði islensku og hrökk i
kút. Það komutveir náungarask-
vaðandi inn og settust við borðið
mitt. Þeir pöntuðu Elefant (það
er sterkasta ölið) og renndu úr
glösunum. Það kom iljós að þeir
voru Vestmannaeyingar. Ég þótt-
ist ekkert skilja.
— Hvemig fannst þér konung-
lega leikhúsið sagði annar.
— Fegri finnst mér nú heima-
klettur, sagði hinn.
— Ekki virðist þetta fólk hafa
mikið fyrir stafni, sagði sá sem
fyrr hafði talað.
— Nú, þetta er kannski i frii
eins og við, sagði hinn.
Svo komu þessir eyjamenn sér
út sem betur fer.
Konan með barðastóra hattinn
veifaði þjóninum og tók upp veski
þeirra hjóna og borgaði. Ég
óskaði niðursuðu-forstjóranum
góðs gengis i huganum og vonaði
að hann skyti einn góðan veður-
dag kellinguna og kæmi saman
meistaraverki i fangelsinu. Hann
var orðinn reikull i spori. Hann
rakst utan i pianóið á leiðinni út.
Crlösin dönsuöu rúmbu
Pianóið á Cafe Skindbuksen er
heill kapituli út af fyrir sig. Gest-
um er guðvelkomið að leika á
þetta pianó og um daginn heim-
sóttimigeinn frændi minn sem er
prestur og mússikant og gerði
mikla lukku. En það er útúrdúr.
Það er nefnilega einn gamall
hom misem kemur á Skindbuksen
á hverjum föstudegi. Hann á
staðinn og píanóið. Þessi hommi
er með Tyrol-hatt og í hattinn
stingur hann yfirleitt rós eða
nelliku. Siðan tekurhann lög eftir
pöntun og gengur þvi næst um
krána ogmenn setja smáaura eða
seðla i hattinn hans allt eftir
hjartalagi og geðþótta. En um
miðnætti er sá gamli yfirleitt
orðinn svo drukkinn að gestir
komast að hljómborðinu eins og
presturinn sem ég sagði frá áðan.
Það kom nýtt par og settist á
meðhjálparaborðið við hliðina á
minu boröi. Þetta var blindfullur
dökkhærður, nefstór náungi i
lopapeysu og með honum ljós-
hærður vinur hans.
— Ég elska Italska skáldið
Dante, sagði lopapeysum aðurinn.
— Æ, ekki byrja elskan min,
sagði sá ljóshærði og strauk hon-
um um handabakið.
— Ég er lika skáld eins og
Dante.sagði lopapeysumaðurinn.
— Ég finn það inn i mér. Mér
finnst ég vera kjörinn af guði. Ég
veit að ég var settur á jörðina til
þess að yrkja. 1 þeim eina til-
gangi. Ég veit að ég get skrifað
jafn góða bók og Dostoevski og
Laxness og þessir labbakútar. Ég
finn það inn i mér.
— Æ, ekki byrja, sagði sá ljós-
hærði.
— Ég hef fundið þetta frá þvi ég
var litill drengur. Ég hef alltaf
verið viss um að ég gæti sknfað.
Ég hef fundið það. Ég hef fundið
það. Lopapeysumaðurinn barði
fast i meðhjálparaborðið svo
glösin dönsuðu rúmbu og þjónn-
inn leit til hans.
— Slðasta skáldsagan þi'n gekk
nú ekki nógu vel, sagði sá ljós-
hærði og kveikti sér i rettu.
— Ég veit það, sagði lopapeysu-
maðurinn, ég bara fékk ekki
styrk, ef ég hefði fengið styrk þá
hefði ég farið til Kritar og unnið
aö henni þar. Það er ekki hægt að
yrkja hér i Kaupmannahöfn. Hel-
vitis kritikerarnir sagði hann svo
og greip um höfuð sitt i kvöl.
— Mér fannst hún snilld, sagði
vinur hans og blés frá sér reyk-
hringjum. — Þýddi ég hana ekki á
þýsku fyrir þig eða hvað? Ég
gerði það bara af þvi að mér
finnst hún snilld.
— Ég veit það en það vill bara
enginn gefa hana út i Þýskalandi,
og ég held ég hætti að skrifa og
byrji bara aftur að vinna hjá
pabba, hann er búinn að segja að
ég megi koma hvenær sem er,
sagði lopapeysumaðurinn og
þreifaði eftir snapsglasinu, glasið
itóð allt i einu á öðrum fæti á
borðbrúninni og datt svo i gólfið.
Þjónninn bað þá að fara. Ég var
feginn að sjá á bak þessum jóla-
sveinum.
Það var byrjað að skyggja og
nú færi Skindbuksen að fyllast
hvað úr hverju. Þegar ég fór út
sat gamli rithöfundurinn á nafn-
lausaborðinu enn á sinum stað.
Ólafur Gunnarsson,
rithöfundur, skrifar
frá Kaupmannahöfn