Tíminn - 15.11.1981, Síða 5

Tíminn - 15.11.1981, Síða 5
Sunnudagur 15. nóvember 1981 ■ l gær varð Eysteinn Jónsson 75 ára gamall. Um fjóra áratugi var Eysteinn i hópi tiltölulega fárra manna, sem voru leiðtogar islensku þjóðarinnar, ýmist i landstjórn eða stjórnarandstöðu. Hann var ráðherra i'tuttugu ár og lengur en nokkur annar Islend- ingur. Sfðasta kjörtimabil sittvar hann forseti sameinaðs Alþingis. Allan þennan tima, frá 1933, og ári betur, var Eysteinn þingmað- ur Sunn-Mýlinga og siðan jafnan 1. þingmaður Austurlands. For- maður þingflokks Framsóknar- manna og ritari Framsóknar- flokksins i áratugi og loks for- maður flokksins frá 1962-1968, en hann baðst undan endurkosningu. Hann gaf ekki lengur kost á sér til þingsetu, þegar kjósa skyldi til Alþingis þjóðhátiðarárið 1974, en þá voru stórvötnin á Skeiðarár- sandi brúuð, en Eysteinn var helsti baráttumaður þess mikla máls. Auk þess gegndi Eysteinn fjöldamörgum trúnaðarstöðum svo sem formennsku i stjórn Sambands islenskra samvinnu- félaga, sat i Norðurlandaráði og formaður stjórnar Náttúru- verndarráðs og margt fleira mætti nefna. Frá þvi Eysteinn varð fjár- máiaráðherra 27 ára gamall þar til hann lét af þingmennsku var hann einn mesti ráðamaður i stjórnmálum landsins. Hann var óþreytandi baráttumaður fyrir Framsóknarflokkinn og átti óvenju sterkt og almennt fylgi meðal flokksmanna um allt land. Eysteinn var harðsnúinn ræðu- maður og málafylgjumaður og setti mikinn svip á stjórnmál sinna tima. Á seinni árum hafði Eysteinn mikil afskipti af náttúruvernd og umhverfismálum, enda mikill útivistarmaður sjálfur alla tíð. Á þessum timamótum i ævi Eysteins Jónssonar verður sam- herjum og vinum hans hugsað til starfa hans fyrir land og þjóð. Hann var óhemju mikill afkasta- maður, óþreytandi og sivinnandi. En framsóknarmenn minnast hans sem foringja til sóknar og varnar. Ég flyt Eysteini alúðarkveðjur Framsóknarflokksins og heilla- óskir. Jafnframt leyfi ég mér að færa honum kveðjur Austfirð- inga. Að lokum fylgja með heillaósk- ir til eiginkonu Eysteins, Sólveig- ar Eyjólfsdóttur, en hún varð sjötug fyrir nokkrum dögum. Tómas Arnason á bókamarkadi Ljóðakorn ÞÆR GERAST EKKIBETRI * Ast og freisting ■ Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út á þessu hausti þrettándu bók- ina eftir hinn vinsæla ástarsögu- höfund Bodil Forsberg. Bækur Bodil Forsberg eru hvarvetna metsölubækur. Ast og freisting er 186 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentun og bókband er unnið i Prentverki Akraness hf. Eysteinn Jónsson 75 ára ■ út eru komin i nótnabók 28 lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Nefn- ist bókin Ljóðakorn og er að öllu leyti unnin af tónskáldinu sjálfu — nótna- og textaritun, kápu- teikning o.s.frv. — allt nema filmutaka, prentun og bókband, sem Prentsmiðjan Oddi hefur annast. 011 eru þessi 28 lög samin við islenska texta eftir kunna og ókunna höfunda. Bókin skiptist i fjóra kafla sem nefnast: 1) Barnagælur, 2) Nútimaljöð, 3) Gamansöngvar, 4) Aukalög. Tónskáldið hefur skrifað fvrir neðan sitt handskrifaðáefnisyfirlit á bls.3 á þessa leið: „011 ljóðin, nema aukalögin, eru tekin úr Litlu skólaljóðunum, (Ri'kisútgáfa námsbóka, Reykja- vi'k), sem Jóhannes skáld úr Kötl- um tók saman. Heimilt er að flytja lögin, eitt eða fleiri i’ hvaða röð sem er, og tónflytja þau eftir þörfum. Ljóðakorn er 61 bls. að stærð 1 þægilegu nótabroti (34x25 cm). Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Versl. Kápan Reykjavík Versl. Pandóra Reykjavík Versl. Hæðin Akranesi Versl. Einar og Kristján ísafirði Versl. Einars Guðfinnsonar Bolungarvík Kaupfél. Húnvetninga Blönduósi Versl. BjólfsbærSeyðisfirði Kaupfél. Fram Neskaupstað Versl. Elísar Guðnasonar Eskifirði Kaupfél. Árnesinga Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjum Kaupfél. Skagfirðinga Sauðárkróki Versl. Túngata 1 Siglufirði Vöruhús K.E.A. Akureyri Versl. Markaðurinn Akureyri Kaupfél. Þingeyinga Húsavík Kaupfél. Héraðsbúa Egilsstöðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.