Tíminn - 15.11.1981, Page 6
6
Sunnudagur 15. nóvember 1981
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri
„Fólk er óforbetran-
lega slæmt, en óum-
ræðanlega fyndið”
Alþýðuleikhúsið tekur Joe Orton til sýninga
■ Borgar Garðarsson og Þórhallur Sigurðsson eru að velta þvf
fyrir sér hvar hægt sé að fá skerma, helst með rósamunstri. Þór-
hallur þykist hafa heyrt að slfkt sé til en ekki lengur i notkun á
Sánkti Jósefsspitala. Helga Jónsdóttir hagræðir tuskublómum á
sviðinu, Bjarni Steingrimsson birtist baksviðs klæddur i smok-
ingjakka og gallabuxur. Á sviðinu eru spitalarúm, skápur, hjóla-
stóll, likkista og svampvöndull, sem i bili kemur i staðinn fyrir
innpakkað lik. Jú, við erum stödd i leikhúsi, Alþýðuleikhúsinu I
Hafnarbiói og likkistan á sviðinu gefur viss fyrirheit — það er
nefnilega verið að færa upp einn svartasta farsa leikbókmennt-
anna, ,,Loot” eftir Joe Orton eða Illur fengur, eins og það nefnist
hjá Alþýðuleikhúsinu. Nokkru eftir að byrjað er að renna yfir
fyrsta þátt kemur Arnar Jónsson og sýnir Þórhalli magnaða
mynd I grafikbók eftir Paul Weber.
Æfingar eru nokkuð á veg komnar þegar blm. er á ferðinni I
Ilafnarbiói eitt hráslagalegt kvöld. En þó er greinilega ýmsu á-
bótavant, leikararnir kunna textann ekki nema mátulega vel,
leikmunir eru langt I frá allir komnir i hús, það vantar m.a.
gerviauga, falskar tennur, kransa og Hk, leikararnir eru enn I
hversdagsfötum að mestu, nema Helga Jónsdóttir, sem er glæsi-
leg á að lita i svörtum og fornlegum kjól. En þrátt fyrir vankanta
sýnir æfingin svo ekki verður um villst að hér er á ferðinni gott
og mikið leikhússverk, sem hefur alla burði til að verða eftir-
minnilegt i meðförum Alþýðuleikhússins. En frumsýningin
verður ekki fyrr en annan sunnudag, þann 22. nóvember.
Leikstjórinn, Þórhallur Sigurðsson sagði að leikararnir ynnu
mestanpart að þessu I fritima, flestir væru á kafi i önnum annars
staðar. Þórhallur leikur sjálfur i Dans á rósum i Þjóöleikhúsinu
á Kjallarakvöldunum svokölluðu og i væntanlegri leikgerð af
Húsi skáldsins eftir Halldór Laxness. Að sögn Þórhalls smiða
leikararnir öll ieiktjöld sjálfir og standa i öllum útréttingum
fyrir sýninguna. Þannig eru vinnubrögðin i Alþýðuleikhúsinu
þessa dagana, þar staria tveir leikhópar sem sjálfstæöar eining-
ar, setja upp sýningar sitt I hvoru lagi og sinna öllum fram-
kvæmdum i sambandi við þær.
Gallsvartur farsi
með raunverulegum
blæ
■ Hversvegna þetta fimmtónára
gamla leikritaf öllum leikritum?
Þórhallur svaraði þvi til að
hópurinn hefði valið sér verkefnið
upp á sitt eindæmi hann langaði
að kynna höfundinn, hingað til
hefur ekkert verið sýnt eftir Joe
Orto.n hér utan „Erpingham-
bdðimar” í Menntaskólanum við
Sund fyrir um tveimur árum og
tvö sjónvarpsleikrit fyrir margt
löngu. ,,Loot” væri hreinlega
dúndur skemmtilegt leikrit sem
gaman væri að kynna.
Þórhallur vildi sem minnst láta
uppi um efnið i dagblað, það
byggðist mikið upp á óvæntum
uppákomum sem verða að koma
á daginn irás leiksins. Þetta væri
fjarstæðukenndur tryllari, gall-
svartur farsi með nokkuð raun-
verulegu yfirbragði. Blm. komst
þó á snoðirum ýmislegt bæði um
höfund og efnivið og fer það hér á
eftir.
Þórhallur teldi ekki liklegt að
leikritið hneykslaði islenska leik-
húsgesti árið 1981 liktogþað gerði
i London fyrir 15 árum, þar sem
það gekk i tiu mánuði árið 1966.
En i verkinu væri ýmis tabú höfð i
flimtingum — trúarbrögð, dauði
og yfirvöld, sem eðlilega kom illa
við marga fyrir næstum tveimur
áratugum. En við lifum á kald-
rifjaðri timum.
Það er Jón Þórisson sem gerir
leikmyndina að Illum feng, sá
hinn samiog gerði hina glæsilegu
leikmynd í kvikmyndinni Otlag-
anum. Húsbóndinn á heimilinu er
mikill áhugamaður um garðyrkju
og leikmyndinbermikinn keim af
þvi. Veggfóðrið er rösmynstrað
einsog titt er í Bretlandi og mikiö
um blómskrúðuga útfararkransa
á sviðinu. I anda verksins er leik-
myndin i senn ýkt og sannfær-
andi.
Blm. spurði Þórhall hvort hann
legði mikið upp úr þvi að hafa
enskan blæ á sýningunni. Hann
sagði svo ekki vera, en þó væri
verkið ekki staðfært, það væri i
raun fátt sem segði að leikurinn
ætti sér stað þar fremur en ann-
ars staðar, nema helst nöfn á per-
sónum.
Þegar æfingin loks hófst var
ekki orð að hafa upp ur Þórhalli,
hann sat á tiunda bekk og fylgdist
gjörla með öllu sem fram fór og
skellti upp Ur á stöku stað. Blm.
hvarf þó ekki á braut fyrr en
fyrsta þætti var lokið.sat sem
bergnuminn af innviðum leik-
hússins, leiksýningu i' bigerð.
Það er Sverrir Hólmarsson sem
hefur komið „Loot” yfir á Is-
lensku. Leikendur eru sex — þau
Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir,
Bjarni Steingrimsson, Bjarni
Ingvarsson, Guðmundur Ólafsson
og Borgar Garðarsson, sem ný-
kominn ér til starfa hjá Alþýðu-
leikhúsinu frá Finnlandi.
Joe Orton
1933—1967
Joe Orton reyndi fyrir sér sem
rithöfundur I fimmtán ár, naut
hylli í þrjú og þá var skyndilega
bundinn endir á allt. 9da ágúst
1967myrtisambýlismaður Ortons
hann, skvetti siðan i sig þrjátiu
svefntöflum og hvarf einnig til
feðra sinna. Atburðurinn var
óskaplegri en nokkuð sem Orton
hafði lýst i'leikritum sinum. Ann-
ars var þetta ár blóma og bjart-
sýni á Englandi,við útförina var
leikið ,,A Day in a Life” með
Bitlunum.
John Kingsley Orton var fædd-
ur i verkamannabústöðum f Lei-
cester lta janúar 1933. Faöirinn
var garöyrkjumaður. og móðirin
vann i verksmiöju. Þetta var fá-
tækur og drungalegur heimur
sem átti eftir að setja mark á
leikritun Ortons. Drengurinn var
bókhneigður og sérsinna, þjáðist
af astma og aldrei varð mikið Ur
skólagöngu. Helst af öllu vildi
hann verða leikari, fór á nám-
skeið hjá illfygli sem kallaði sig
„Madame” og lék hjá áhugaleik-
félagi I heimaborginni.hjUpaði sig
m.a. grænum lit til að leika
Oberon i Jónsmessunæturdraumi
eftir Shakespeare.
1950 fékk Orton inngöngu i
Royal Academy of Dramatic Arts
i London. Þar hitti hann lifsföru-
nautinn, Kenneth Halliwell sem
var átta árum eldri en Orton.hafði
lesið reiðarinnar býsn og varð
fyrst um sinn einhvers konar
lærifaðir Ortons. Þeir gáfu allan
leiksviðsframa upp á bátinn,
gengu i félag um aö verða rithöf-
undar, lásu,unnu saman að fjar-
stæðukenndum skáldsögum og
elskuðust. En það var frá hendi
Halliwellssem menn bjuggust viö
stórvirkjum — Orton þótti framar
öllu sætur og aðlaðandi vöðva-
stæltur, alltaf sólbrúnn, klæddur I
leðurjakka.svört stigvél og galla-
buxur og hafði yndi af að sitja fá-
klæddurf yrir á ljósmyndum. Þeir
lifðu afar fábrotnu lifi, nærðust á
tei, hrisgrjónum, baunum og
fiski, fóru f háttinn klukkan niu —
voru ákaflega háðir hver öðrum,
eins og titt er um kynvillinga I
fjandsamlegum heimi.
Orton dró aldrei fjöður yfir
kynvillu sina. En þetta var áður
en hómósexúalistar gátu leyft sér
að koma fram i dagsljósið, þeir
voru utangarðshópur sem alltaf
gat átt von á óþægindum frá
hendi yfirvalda og almennings.
Likt og i verkum Ortons var til-
hugsunin um ógnir og jafnvel
likamsmeiðingar aldrei viðs
fjarri,það voru alltaf svört ský við
sjónhringinn.
Hugljómun í
fangelsi
Árib 1962 voru þeir Orton og
Halliwell handteknir og ákærðir
fyrir að stela bokum af al-
menningsbókasöfnum og spjalla
þær. „Það voru leiðinlegar og illa
skrifaðar bækur”, sögðu þeir. Af
fádæma hugviti og natni höfðu
þeir „lagfært” kápumyndirnar á
bókunum og t.d. limt mynd af
tattóveruðu gamalmenni á bók
eftir lárviðarskáldið Sir John
Betjeman. Akæruliðirnir voru
alls sjö og þeir voru dæmdir i sex
mánaða fangelsi. Fangelsisvistin
lagðist illa i' Halliwell, en Orton
kvaðst hafa orðið agaðri rit-
höfundur isteininum. „Aður hafði
ég óljósa tilfinningu um eitthvað
rotið einhvers staðar: i fangels-
inu varðmér það ljóst. Gamalt og
útjaskað þjóðfélagið lyfti upp
pilsinu og stækjan var býsna
megn”.
Arið eftir var flutt leikrit eftir
Orton i útvarp „Ruffian on the
Stairs”Þá breyttihann nafnisinu
úr John i Joe,tilþess að þeim yrði
ekki ruglað saman honum og leik-
skáldinu John Osborne. *Fyrsta
sviðsverk hans hóf göngu sina i
West End i' London i mai 1964.
Bæði efni og efnistök þóttu bera
mflrinn keim af Harold Pinter
sem þá var mestur áhrifavaldur i
bresku leikhiisi. Leikritið fjallar
um ungan rudda, sem leigir hjá
miðaldra systkinum, myrðir
föður þeirra i ógáti og er siöan
kúgaður af systkinunum til að
þóknast þeim á alla vegu.
Heimilishaldið sem virðist svo
slétt og fellt á yfirborðinu tekur
honum langt fram i ruddaskap.
Leikritið vakti talsverða athygli
og leikskáldið fræga Sir Terence
Rattigan sagði að þetta væri
besta byrjendaverk sem hann
hefði séð i þrjátiu ár. En um þess-
armundirvar siðvarnamönnum i
Bretlandi farið að ofbjóða ber-
sögli ungra leikskálda. Ot af
verkinu spunnust blaðaskrif og
deilur sem gengu af uppfærslunni
dauðri. Einna hatrammlegast
gekk fram Edna nokkur Welt-
horpe. Hún skrifaöi i New States-
man og sagðist vona að heiðvirt
fólk i landinu færi að gripa til
sinna ráða. Edna þessi átti eftir
að viðra skoöanir sínar við ólik-
legustu tækifæri, m.a. þegar Loot
■ Hjúkrunarkonan reynir að fá hinn syrgjandi McLeavy til lags viö sig. Bjarni Steingrimsson og Helga
Jónsdóttir.