Tíminn - 15.11.1981, Síða 8

Tíminn - 15.11.1981, Síða 8
8 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Fríða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir. Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 1.8300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. Mikilvægustu markmiðin ■ Hvað gerist i kjarasamningunum? Verður verkfall? Þessar spurningar hafa verið ofarlega i hugum margra siðustu dagana og flestir hafa spurt með ugg i brjósti. Nokkrar stéttir hafa fyrir nokkru boðað verkfall eða fengið á sig verkbann. Þannig er t.d. allt i óvissu um blaðaútgáfu næstu daga. Við slikar aðstæður hljóta ábyrgir þjóðfélags- þegnar að leiða enn á ný hugann að þeirri miklu hættu sem er á þvi að sá árangur sem náðst hefur i glimunni við verðbólgudrauginn, verði nú að engu gerður. Þótt ljóst sé, að mörg alvarleg vandamál blasi við i islenskum efnahagsmálum i náinni framtið, þá breytir það ekki þeirri stað- reynd, að verulegur árangur hefur náðst i að draga úr verðbólgunni i fyrsta skipti um margra ára skeið. Jafnframt hefur Islendingum tekist einum þjóða i Vestur-Evrópu að halda uppi fullri atvinnu. Það hljóta allir að gera sér ljóst, að ekki verður hægt að halda áfram niðurtalningu verðbólgunn- ar, ef kjarasamningar leiða til mun meiri hækk- ana en staðreyndir islensks þjóðarbúskapar gefa tilefni tili Miklar kauphækkanir nú, umfram það sem aukning þjóðartekna leyfir, mun einfaldlega leiða til meiri verðbólgu. Það sýnir margendur- tekin reynsla liðinna ára. Kauphækkun sem þannig er til komin hefur alltaf farið út i verð- lagið og horfið sem dögg fyrir sólu á örskammri stund. Sú reynsla ætti að vera öllum kunn. Þeir, sem nú takast á um kaup og kjör launa- fólks mega þvi ekki einblina á það hversu margar krónur eigi að setja i launaumslagið. Þeir verða að svara mun mikilvægari og afdrifarikari spurningum, sem ráða munu lifskjörum almenn- ings i landinu á næstu mánuðum, svo sem: Á að vinna að hjöðnun verðbólgu, sem kemur launa- fólki mest til góða, eða knýja fram almennar launahækkanir sem magna verðbólgubálið? Á að leitast við að auka kaupmátt láglaunafólksins eftir þeim leiðum, sem ekki hafa i för með sér aukna verðbólgu, eða leggja megináherslu á beinar almennar kauphækkanir hverjar svo sem afleiðingar þess verða fyrir verðbólguþróun og atvinnuöryggi? Þetta eru spurningar, sem samningamenn hljóta að velta fyrir sér i alvöru þessa dagana. Það fer ekki á milli mála, hvaða svar er farsælast fyrir launafólk i landinu og þjóðfélagið i heild. Það er að halda áfram niðurtalningu verðbólg- unnar, tryggja áfram fulla atvinnu, varðveita áfram kaupmátt launanna bæta áfram hag lág- launafólksins með markvissum aðgerðum um- fram það sem aðrir fá. Slik stefna er skynsamleg. Hitt er i meira lagi óviturlegt að knýja fram um- talsverðar almennar grunnkaupshækkanir með verkfallsaðgerðum. Verum minnug þess, að það mun skipta sköpum fyrir velferð alls launafólks og fram- tiðarþróun islenskra efnahagsmála að aðilar vinnumarkaðarins semji svo um kaup og kjör að markmiðunum um fulla atvinnu og hjaðnandi verðbólgu verði ekki teflt i tvisýnu. —ESJ Sunnudagur 1S. nóvember 1981 Um áfengis- varnir á líð- andi stund eftir Halldór Kristjánsson ■ Fimmta nóvember boöaöi Freeportklúbburinn opinn um- ræöufund á Lofdeiöahótelinu um áfengismálastefnu og fékk fjóra alþingismenn til aö hefja umræöurnar. Síöan voru frjálsar umræöur og fyrirspurnir. Þaö kom aö visu fátt nýtt fram á þessum fundi, en þó má vel vera aö sitthvaö hafi veriö nýtt fyrir einhverja. Þaö er alltaf fróðlegt aö finna hvaö mönnum liggur á hjarta. Og svona fundir sýna li’ka hvort áhugi er fyrir fundarefni. Gildi þessa fundar er aö mi'nu viti einkum þaö, aö þarna hittast áhugamenn sem koma sinn ilr hverri áttinni. Þeir finnast, vita hver af öörum og kynni hefjast. Þaö getur veriö áfangi aö farsælu samstarfi. Annað er það aö þessi fundur og um ræöurnar þar sýnir ótvirætt aö nú hugsa menn af meiri alvöru um þessi mál en veriö hefur. Mönnum er ljósara aö hætta vofir yfir. Málefniö knýr fastar á. Fólk er að vakna — eöa rumska. Svef nin n er or öi nn óvæ r. Hættan er meir enáður Okkur tslendingum stafar nú meiri hætta af áfengi en nokkru sinni fyrrog hefur þó lengi á okk- ur sannast þaö er Sirak segir: Margan hefur viniö að velli lagt. Hættan er meiri vegna þess aö nú finna menn oftar tilefni og tækifæri til áfengisneyslu. Fridagar eru fleiri en fjöldi manna telur sér óhætt aö drekka þegar fri'dagur er að morgni þó þeir vilji varast þaö endranær. Fjárhagur er almenntrýmri en lengstum áöur svo aö menn geta kostaö meiru til ónauösynlegra efna. Bættum samgöngum og bilaöld fylgja fleiri tækifæri til aö hitta vini og kunningja og taka þátt meðþeimi gleðiog gamni. Það er aö verða tiska að bjóöa mönnum i glas þegar þeir h'ta inn, — eins og algengt er i enskum og amerískum kvikmyndum. Vinveitingastöðum hefur fjölgaö. Jafnvel leikhús taka upp vi'ndrykkju á sýningum og hafa þar forustu Þjóðleikhúsið sjálft og Félagsheimili stúdenta. Þessu öllu saman fylgir það aö menn koma miklu oftar þar sem veriö er meö vin og ætlast er til þess aö þeir drekki. Og auövitað veröa mennþvi fyrr háðir áfengi sem oftar er drukkiöog skemmra á milli. Hér bætist svo enn viö aö þegar menn fara aö veröa óánægöir meö sjálfa sig i sambandi við áfengiö fara þeir oft aö leggja sig eftir öðrum vimúefnum, sem þeim er þá gjarnan sagt aö séu heppilegri og veröur oft úr slíku ægilegt áframhald. Þegar þessa alls er gætt er auðskiliö aö nú vofir meiri hætta en nokkru sinni fyrr yfir þeirri ungu kynslóð sem á annaö borö kýs að venjast vini. Hvemig á að beita rikisvaldinu? Þegar þessa er gætt verður augljóst aö leiðin til minni drykkjuer fækkun tilefnanna. Þá spyr jum við um fordæmi og áhrif rikisvaldsins. Þaö er nefnt sem dæmi um vinnuþrælkun og haröræöi aö á verkamála- ráöstefnu i' haust gafst fólki ekki tóm til aö þiggja brennivinsboö ráöherra. Hins vegar er haft á orði aö prestar voru i boöi Vigdisar for- seta og var ekkert áfengi boöið. Heyrist þó lofsoröi lokiö á mót- tökur. Ætla má að þegar fréttist af þvi forsetaboöi fái einhverjar frdmar sálirkjark til aö taka á móti sálu- sorgara sinum án þess aö bjóöa áfengi. En prestar ættu ekki aö þurfa aö vera nein undantekning. Fjölda manna finnst aö ekki sæmi annaö en bjóöa góöum gest- um áfengi vegna þess aö þeim skilst ,,aö þetta sé alls staöar gert”, og ,,eigi svo aö vera”. Þetta eru veikar sálir, en þær eru margar og veitir ekki af vernd og styrk, sem gæti komiö og ætti að koma ofan að frá æöstu mönnum þjóöar og rikisvaldinu sjálfu. Prestaboö forsetans er þar gott spor i rétta átt. Hér er spurt hvort viö eigum aö beita rikisvaldinu til aö auka drykkjuna eöa minnka. Það sem mest er vert Valur Júliusson læknir flutti Ut- varpserindi um hinn dulda alkohólista 8. nóvember s.l.. Þar var margt sagt af raunsæi og þekkingu. Hann talaöi um þá höf- uðnauðsyn aö greina alkóhólism- ann sem fyrst og sagði margt um þau vandkvæöi sem á þvi' eru aö menn kannist við þann krank- leika. Hitt var utan viö ræöuefni hans, sem er þó meira um vert, aö koma i veg fyrir aö menn taki þessa sótt. Sémikils viröi aö fá menn til aö hætta aö neyta áfengis, — en það var Valur læknir sannfæröur um aö væri eina ráöið sem dygði drykkfelldu fólki, — þá er meira vert aö aldrei sé byrjað. Þess vegna verður að leggja áherslu á það sem miðar i þá átt. Hér minni ég á tvennt. Ýmsir valda sjálfum sér og öörum miklu tjóni, enda þóttþeir séu fjarri þvi aö vera áfengissjúkir þannig að þeim finnist þeir verða að halda drykkjunni áfram, þegar þeir vakna. Annaö er þaö aö enn sem komið er kunna menn engin ráö sem duga til aö bjarga öllum frá áfengisástriöunni eftir aö hún er vakin. En viö viljum engan missa. Reiöst hefur Magnús konungur minni mótgjörðum, en aö drepinn sé hirömaöur hans. Hver verður stuðningurinn? Þaö eru nokkrir menn á tslandi sem leggja nú fram vinnu endur- gjaldslaust til aö halda uppi bindindisfélagsskap meö börn- um. Barnastúkurnar eru ekki margar, en það eru þó nokkur hundruð barna, sem mótast þar meira eöa minna. Þaö eitt aö fresta þvf um nokkur ár aö börnin byrji aö neyta tóbaks og áfengis er verðmætur varnarsigur. Enlitilþægireru þeir sem sætta sig viö þann árangur. Hérveröurlika aö nefna félags- skap ungtemplara. Þessi félags- samtök stilla krafta sina saman. Þannig vinna nú templarar eldri og yngri á höfuðborgarsvæöinu saman aö þvi verkefni aö efla barnastúkustarfið og félagslif ungtemplara. Það er kannski ekki bindindis- boðunin sjálf sem mestu skiptir, heldur hið glaöa og frjálsa áfengislausa félagslif og þau áhugamál sem þaö gefur. Slikt félagslif vekur lotningu fyrir lifinu og heilbrigði þess. Það vitum við að ef þessi bindindissamtök hafa ráð á að hafa fólk i föstu starfi vekur það upp og virkjar til dáöa sveitir sjálfboöaliöa. Þvi væntum viö þess aö riki og sveitarfélög styrki þessa starf- semi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.