Tíminn - 15.11.1981, Page 12

Tíminn - 15.11.1981, Page 12
Sunnudagur 15. nóvember 1981 12______________________________Wmmm bergmál Það eru sjálfsagt engar fréttir í augum lesenda Tfmans að blaðamenn almennt þurfa að eiga mikil samskipti við opinbera starfsmenn og háttsetta menn úr viðskiptalífinu, þegar þeir vesalingarnir eru að reyna að sinna starfi sínu og útvega lesend- um sinum lesefni sem kynni að vekja áhuga þeirra, eða enn betra, sem kynni að vekja lesendurna til umhugsunar á einu sviði eða öðru. Yfirleitt eru þessi samskipti hin ánægjulegustu og blaöamenn hafa það jafnvel á tilfinningunni að þeir hafi eignast hina ágætustu kunningja þegar samtölin eru orðin nokkuð mörg. Hinu er ekki að leyna að á stundum reka blaðamenn sig á embættis- mannahroka hjá opinberum starfsmönnum og stór- mennskubrjálæði og valdahroka hjá einstaka hátt- settum manni í „bissnisslífinu". Lesendum til fróð- leiks og undirritaðri til ánægju skal nú greint frá einu slíku dæmi, en ég nef ni engin nöf n og segi ekki einu sinni hver fyrsti stafurinn í nafninu hans er... „Þú notaðir ófögur orð" Eftir daglangar tilraunir minar til þess aö ná sambandi viö hæst- virtan framkvæmdastjóra hér i bæ (hér eftir nefndur stjóri) heyrði ég á linunni: „Já, mér heyrist það á starfsfólki minu, að þú hafir notaö heldur ófögur orð viö það” og rödd stjórans var bæöi byrst og valdsmannsleg. Stjóri og ég höfðum átt sam- ræpur kvöldinu áður og þá hafði stjóri tekiö mér afar elskulega en jafnframt greindi hann frá þvi aö hann gæti ekki svarað spurningu minm, þvi hann tæki að sjálf- sögðu ekki meö sér gögn heim úr vinnunni. Bauö hann þvi upp á aö ég hefði samband viö sig á skrif- stofunni daginn eftir og sagöist þá mundusvara spurningunni. Geröi stjóri hiö minnsta úr þeim ótta Ég sný á stjóra Leið nú og beið og enn náöist ekki samband viö stjóra. Greip ég þvi til minna ráða og fékk hann kollega minn elskulegan sem sit- ur við næsta borö til þess aö hringja i númer stjóra. Og viti menn! Stjóri var skyndilega til viötals viö mann sem kynnti sig sem Skafta Jónsson, en sleppti blaöamannsnafnbótinni. Stjóri var sumsé reiöubúinn aö ræöa viö hann en stjóri var ekki lengi i Paradis, þvi félaginn afhenti mér tóliö um leiö og hann kynnti næsta viömælanda stjóra fyrir honum. Þá var það sem ósköpin dundu yfir og stjóri sá ástæöu til þess aö taka blaöamann i kennslustund i mannasiöum, sem hann litur sennilega á aö sé eitthvað til al- langt haft fyrir þvi að koma þessu „dýrmæta tjáskiptasambandi” á og spuröi þvi annarrar spurning- ar en fékk jafnvel enn klénna svar: „Ég svara þvi ekki. Mér finnst þetta mál ekki vera mál neins fjölmiöils i sjálfu sér”. Sá ég aö nú aö samtaliö dýr- mæta var hreint ekki svo dýr- mætt og greindi ég stjóra frá þvi aö mér þættu svör hans vera bæöi efnislitil og klén, en stjóri var ekki orölaus frekar en fyrri dag- inn, þvi hann svaraöi snöggur upp á lagiö: „Mér finnst þaö vera dá- litið nærgöngul spurning að spyrja mig hvaö hafi farið á milli okkar bréflega”, og þessi orö mælti stjóri I þeim tón aö nú var eins og ég væri farin aö hnýsast i mjög svo viökvæmt og leynilegt ástarsamband, en ekki samskipti fyrirtækis hans og eins ráöu- neytisins hér i bæ. Ekki dugöi þessi kostulega skýring, þvi stjóri bætti viö: „Ég svara þvi bara ekki. Enda myndi ég ekki spyrja þig, ef einhver skrifaöi þér: Hvaö stóö i bréfinu? Fyndist þér það ekki dálitið nærgöngult?” spyr stjóri hróðugur mjög. Ég greindi stjóra frá þvi aö ég liti þannig á aö persónuleg einkamál væru ekki á dagskrá i þessu máli og stjóri svaraði: „Þetta er persónulegt einkamál fyrirtækis mins”. Enn uröu mér á þau mistök aö spyrja stjóra barnalegrar spurningar sem var á þá leið hvort viöskiptavinir fyrirtækis hans ættu ekki heimtingu á aö fá aö vita ef eitthvað gruggugt leyndist i pokahorninu á rekstri fyrirtækis hans og þá hló stjóri glaðhlakkalega um leið og hann sagöi: „Þaö er ekkert gruggugt i pokahorninu”. Þá kórónaöi ég barnaskap minn með þvi aö spyrja hvers vegna ekki mætti greina frá málinu fyrst ekki væri um neitt gruggugt i pokahorninu aö ræöa og loka- svarstjóra var: „Mér finnst þetta ekki vera neinn blaöa'matur Þetta er jú bara löggjafinn sem við erum aö eiga viöskipti viö eins og gengur og gerist i svona mál- um. Hvernig þaö fer á milli okkar og þeirra finnst mér ekki vera blaöamatur á einn eða annan hátt. Finnst þér þaö sjálfri?” Ég komst aö þeirri niöurstööu aö þetta samtal þjónaöi ekki nein- um tilgangi lengur (og er raunar sannfærð um aö þaö hafi aldrei náö þvi háleita markmiöi). Greindi ég stjóra frá þeirri skoöun minni og fékk aö heyra Jón eða séra Jón stjóri, ekki stjóri minum að ég óttaðist að geyma málið til morguns, þvi þaö væri af og frá aö aörir fjölmiölar væru aö grafa I sama máli. Fór nú megnið af deginum næsta i þaö hjá mér aö hringja i simanúmer stjórans og hafði ég alltaf þann barnalega hátt á aö kynna mig sem Agnesi Braga- dóttur, blaöamann Timans áöur en ég fór fram á aö fá viötal viö stjóra. Alltaf bar svo einkenni- lega við aö eftir aö kynningunni var lokið, þá var stjóri ekki við og ekki var vitaö hvenær hann yröi viö. Þegar áliðið var oröið dags og enn ekkert samband komið á viö stjóra, geröist ég þreytt á skripaleiknum og baö stúlkuna elskulegu fyrir skilaboö til stjóra, sem voru þess efnis aö i fyrsta lagi þá heföi stjóri nú boðiö mér upp á aö hringja i sig og I ööru lagi þá væri ég búin að skrifa frétt sem ég vildi bera undir hann. Stúlkan tók vel i þessi tilmæli min og var ekki aö heyra á mæli hennar að hún bæri ótta i brjósti vegna „hótana” minna. menningsbrúks, en ekki stjóra- brúks. Lesendum til fróöleiks um „stjórakurteisina” ætla ég aö gripa niöur á örfáum stööum i samtalinu: Stjóri: „Eitt af þeim etikettum sem ungt fólk á aö læra er aö nota ekki hótanir”, og bætti siöan viö i mjög ströngum tón: „Ég get ekki gúteraö þaö, vina min”. (Aö gefnu tilefni skal hér tekið fram að það var ekkert vinsamlegt við rödd stjórans þegar hann nefndi mig vinuna sina”. Hélt stjóri siöan áfram i jafnvel enn strang- ari tóntegund: „Ókurteisi get ég ekki gúterað hvorki við mitt starfsfólk né aöra”, og ég velti þvi fyrir mér hver væri aö sýna hverjum ókurteisi. Reyndi ég siðan að skjóta þvi aö stjóra aö það gæti nú varla talist til kurteisi aö telja blaöamann ofan af þvi að skrifa um ákveðiö mál á þeim forsendum að allar upplýsingar um máliö veröi veittar næsta dag, en gæta þess siöan vandlega aö vera ekki viö, þegar blaöamaöur daglangt sóar tima sinum i aö reyna aö koma á sambandi við stjóra. Stjóri var nú heldur betur ekki reiöubúinn til þess aö leyfa ótindum blaöamanni aö komast upp meö nokkuö múður og lagöi hann þvi fagurlega út af eigin oröum, þannig aö bókmennta- legar skýringar hans á samtalinu áttu i raun fátt sameiginlegt með þvi samtali sem ég haföi átt viö hann kvöldinu áöur og geymdi hjá mér á segulbandsspólu. Svarar án þess að svara Stjóra leiö greinilega betur eftir aö hafa veitt mér kennslustund- ina I mannasiöunum, þvi hann sagöist reiöubúinn að svara spurningum minum, en vildi fyrst fá að heyra áöurnefnda frétt. Honum greindi ég frá innihaldi fréttarinnar og hóf siöan spurningahriöina, sem þegar til kom samanstóö af einni heilli spurningu. Svar hans var „stór- brotiö” eöa með öörum oröum svo hljóöaöi þaö: „Ég get ekki séð annað en þetta sé eins og lögin gera ráð fyrir. Ég hef ekkert annað um þaö að segja. Ég sé ekki að mitt fyrirtæki hafi neitt upp úr þvi aö skýra sitt mál, þú myndir birta fréttina hvort sem væri”. Mér þótti súrt i brotið aö fá engin svör hjá stjóra eftir aö hafa dag- sem kveöjuorð af hans vörum: „Gerðu svo vel”. Þóttu mér þetta hin fróðlegustu kveöjuorö eftir að simtólið var aftur komið á sinn staö og hug- leiddi ég hvað stjóri hefði átt viö með þessum orðum sinum. Auð- vitað gat hann ekki sagt „Ekkert að þakka” þvi til þess aö svo hefði getaö oröiö heföi ég oröið að þakka fyrir samtaliö, hvaö ég geröi ekki, enda fyrir litið aö þakka. Var min niöurstaöa eftir allar „pælingarnar” sem ég átti i að afloknu samtalinu aö ég heföi gert mig seka um ókurteisi á ein- um staö, þ.e. aö ég skyldi ekki þakka fyrir samtaliö. Akvað ég samt sem áöur að sýkna sjálfa mig, þvi stjóri heföi beinlinis verið ókurteis i a.m.k. annarri hverri setningu. Varö mér þá hugsaö til þess hvort við ættum nú ekki aö breyta orðatiltækinu okk- ar góöa um þá Jón og séra Jón, þannig að við segðum þaö er ekki sama aö vera stjóri og ekki stjóri. Eöa hvaö finnst ykkur um það? AB Agnes Bragadóttir, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.