Tíminn - 15.11.1981, Qupperneq 18
18
Útboð
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð-
um i eftirfarandi:
Útboð RARIK-81024 Þverslár
Opnunardagur 17. desember 1981 kl. 14.00
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins frá og með fimmtu-
deginum 12. nóvember 1981 og kosta
kr.25.- hvert eintak.
Útboð RARIK-81026 Smiði stálfestihluta
fyrir háspennulinur.
Opnunardagur 14. desember 1981 kl.14.00
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins frá og með mánu-
deginum 16. nóvember 1981 og kosta
kr.100.- hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik fyrir opnunartima, þar sem
þau verða opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska.
Reykjavik 11. nóvember 1981
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
SAMVI I\ INUTKVOGIINGAR
Ármúla 3 - Reykjavik - Simi 38500
Tilboð óskast i eftirfaldar sem skemmst
hafa i umferðaróhöppum:
Scout11
Lada sport
Saab 99
Mazda 929
Ford Escort
Volvo
Trabant
Datsun 1200
Austin Mini
Peugeot 305
Fiat 132
Ford Cortina
Fiat125P.
árgerð 1974
árgerð 1978
árgerð 1974
árgerð 1974
árgerð 1974
árgerð 1972
árgerð 1980
árgerð 1973
árgerð 1976
árgerð 1979
árgerð 1978
árgerð 1972
árgerð 1981
Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu-
vegi 26, Kópavogi, mánudaginn 16. hóv.
1981 kl.12-17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga
Armúla 3, fyrir kl.17, þriðjudaginn 17. nóv.
1981
Verslunarstjóri
Öskum eftir aö ráða Verslunarstjóra vefnaðarvörudeildar
K.B. Hér er um sjálfstætt starf að ræða sem felur i sér
stjórn daglegs reksturs og innkaupa fyrir vaxandi sér-
vöruverslun með vefnaðarvörur, fatnað, skó, snyrtivörur,
o.fl. Við leitum að manni með starfsreynslu sem er
smekkvis, áhugasamur.góður i umgengni og hefur stjórn-
unarhæfileika. Nánari upplýsingar gefa starfsmanna-
stjóriSambandsinssimi 28200 ogfulltrúi kaupfélagsstjóra
Georg Hermannsson simi 93-7200.
Kaupfélag Borgfirðinga
Borgarnesi
Kvennaskólinn
í Reykjavík
Umsóknir um skólavist á uppeldissviði við
Kvennaskólann i Reykjavik
á vorönn ’82 þurfa að hafa borist skrifstofu
skólans fyrir 1. des.
Staðfesta þarf fyrri umsóknir i sima 13819
Skólastjóri
Fagurt galaði
fuglinn sá
■ Elly Ameling er vafalaust ein
hin allra fremsta ljóðasöng-
kona veraldar um þessar mund-
ir: Htln hefur dásamlega og
fölskvalausa rödd, sem getur allt
sem á þarf að halda — er alltaf
hrein hvarsem er á tönsviöinu, og
hvort sem sungið er sterkt eða
veikt — og flytur auk þess efni
ljóðanna svo sem bezt verður á
kosið. A laugardaginn var (7.
nóv.) söng hún i Háskólabiói viö
undirleik Daltons Baldwin fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélags-
ins. Fyrst söng Ameling Lieder-
kreisRoberts Schumann óp. 39 —
„Söngvasveig” 12 ljóöa eftir
þýzka skáidið Joseph von Eichen-
dorff. Þetta er dæmaiaust frægt
og velþekkt verk meðal ljóða-
söngsmana, en ef vel er sungið er
gleðin þeim mun meiri, eins og
skáldiö sagði:
Segðu mér söguna aftur
söguna þá í gær,
um litlu stúlkuna ljUfu
með ljósu flétturnar tvær
Dalton Baldwin (semfæddist á
þeim óliklega stað Summit, New
Jersey) er sem kunnugt er undir-
leikari margra frægra söngvara,
þ.á.m. Gérard Souzay, sem hefUr
átt mestan þátt i þvi að koma
„franska söngljóðinu” á fram-
færi, ekki einasta utan Frakk-
lands, heldur i Frakklandi h'ka.
Ameling söng þarna tvo franska
ljóðaflokka, hinn fyrri eftir
Gabriel Fauré (1845-1924) og hinn
siðari eftirFrancisPoulenc (1899-
1963) Þetta eru hvort tveggja frá-
bærir söngvaflokkar, og talsvert
ólikir þýzkri ljóöalist. Eftir Poul-
enc söng Ameling „Stutta strá-
ið”, barnalagaflokk frá 1960.
Frönsku ljóöin, sem þarna voru
prentuð ásamt prósaþýðingum
Þorsteins Gylfasonar i mjög
vandaöri efnisskrá, eru lika sér-
lega skemmtileg og „klikkuð” —
ég tel það mikinn skaða islenzkra
bókmennta, hve bundin okkar
skáld hafa jafnan verið af noröur-
evrópskri ljóðlist, meö sinni
drungalegu náttúrulýrik. Jónas
Hallgrimsson hefði orðið ennþá
betri cf hann hefði kynnzt róm-
önskum kveðskap, þótt Heine
standi aö sjálfsögöu fyrir sínu.
Og loks söng Elly Ameling
ljóðasöngva þriggja spænskra
tónskálda, Granados (1867-1916),
Gustavino (f. 1912) og Turina
(1882-1949) dásamlega söngva.
Eins og að likum lætur yrkja
spænsk skáld um ástir og karl-
mennsku, eða eins og segir i
kvæðinu „Þagmælskur karlmað-
ur”: Karl minn er að visu ófriður,
en mér er alveg sama þvi ég elska
hann og hann kann að þegja yfir
leyndarmáli:
„Það erannað en auðveltað kom-
ast að
leyndarmáli konu og karls.
Hann fæddist i Lavapies.
Já,karlmaður erhann, karlmað-
ur, karlmaður”
Þeim er ekki hossað litið, körl-
unum þarna suður frá.
Ekki höföu Elly Ameling og
Dalton Baidwin fyrr lokið við að
syngja ,,Konur hugstola af ást”
eftirTurina en allt ætlaði um koll
aö keyra, og áheyrendur spruttu
á fætur — Baldwin fær ævinlega
„standing ovation” þegar hann
kemur hingað með söngvinum
sinum, og heldur vafalaust að
þetta sé fslenzkur siður og iðkað-
ur án undantekninga — og máttu
nú flytja mörg aukalög, hvert
öðru yndislegra, eftir Schubert.
Þvi Elly Ameling stendur nú á
hátindi listar sinnar.
li.li.
Sigurður Steinþórsson
IJ óðatonleikar
• •
Onnu Julíönu
■ A þriðju Háskólatónleikum
vetrarins i Norræna hUsinu (6.
nóv.) fluttu Anna JUliana Sveins-
dóttir, mezzósópran, og Lára
Rafnsdóttir pianóleikari sönglög
eftir Antonin Dvorák og Richard
Wagner. Fyrra flokkinn,
Sigaunasöngva óp. 55, söng Anna
JUliana á tékknesku — ekki
treystist ég til að dæma um texta-
meðferð, en islenzkar þýðingar
Jóns RUnars Gunnarssonar voru
prentaðar iefnisskrá.svo ekki fór
efni söngvanna milli mála. Þar
er frelsið rauði þráðurinn —
siðasti söngurinn af sjö hljóðar
þannir i þýðingu Jóns RUnars:
Þótt þU fáir smyrlinum
bUrUr rauðagulli,
mundi hann ekki skipta á
þvi og þistlahreiðrinu sinu.
Og sjáðu villta folann,
sem stekkur um sléttuna,
seint mun þér takast að
leggja við hann beisli.
Eina gjöf færði lifiö
sigaunanum:
eilifa tryggð við frelsið
færði þaðhonum.
Einn þessara söngva er, raun-
ar öðrum kunnugri: Kdyz Mne
Stará Matka eða „Songs my
mother thought me”, en Anna
JUlia tUlkaði þessa lifsþyrstu
söngva Dvoraks með miklum á-
gætum. HUn hefur mjög óvenju-
lega rödd, sem þó er mikið að
jafnast (en er það ekki annars
kosturað hafa ,,óvenjulega rödd”
i samkeppninni?), og nýtur sin
sérlega vel i ástriðufullum söng
sem þessum.
Siðari flokkurinn, Fimm ljóð
eftir Mathilde Wesendonk við lög
Wagners (1813-1883(, söng Anna
JUliana að sjálfsögðu á þýzku, en
i Þýzkalandi lærði hUn söng i
mörg ár. NU brá hins vegar svo
við, aðég tel mig ekki hefðu skilið
eitt einasta orð hefði textinn ekki
verið til hliðsjónar. Hins vegar
hafa þessi kvæði verið þýdd á
bundið mál af Þorsteini Valdi-
marssyniogfylgdi sá texti.Þetta
eru heldur myrk kvæði um
náttúruna, sorgina, tárin og
dauðann. Aldrei hafði ég heyrt
þessa söngva áöur, en þeir eru
fjarri þvi eins auðteknir og hinir,
og liklega mjög vandasamir i
flutningi. En þær stöílur komust
frá þessu með glæsibrag, og
sungu að endingu aukalag eftir
Jórunni Viðar. Það er annars
mjög ánægjulegt, að söngfólk
vort leiti nýrra miða i efnisvali:
Schubert og Schuman eru vafa-
laust vinsælastir þýzku sönglaga-
smiðanna, en nU fara aðrir að
heyrast æ meir, bæði þýzkir og
aðrir. A tónleikum Elly Ameling
næsta dag (laugardag) voru
skemmtilegastir franskir
söngvar og spænskir, og frábær
var þessi flokkur Dvoráks i
flutningi þeirra Onnu JUliönu og
Láru Rafnsdóttur.
11.11. Sigurður Steinþórsson.
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um
tónlist.