Tíminn - 15.11.1981, Side 26

Tíminn - 15.11.1981, Side 26
 Sunnudagur Í5. nóvembér l981 innlend fréttafrásögn ■ Bjarni Helgason, uppfinningamaöur, viö baggatinuna sem hann hannaöi, og nú er framleidd f stórum stil I vélsmiöju kaupfélagsins. ■ Ólafur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, á skrifstofu sinni. Timamynd G.E. „Mikill og ósanitur áróður hefur verið rekinn gegn samvinnuhr eyf ingunni’ ’ Rætt við Ólaf Ólafsson kaupfélagsstjóra á Hvolsvelli ■ ,,Um siðustu áramót voru starfsmenn kaupféiagsins 168, þar af unnu rúmlega hundraö I iðnaði, rúmlega fimmtiu við verslun og flutninga og aörir við annað”, sagði ólafur ólafsson, kaupféíagsstjóri Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. „Verslunin er langstærsta rekstrargrein félagsins. Viö rek- um verslanir bæði hérna og á Rauðalæk. Hérna á Hvolsvelli skiptist verslunin i nokkrar deild- ir, matvörubúö, vefnaðarvöru- deild, skemmur og pakkhús svo eitthvaö sé taliö. A Rauðalæk er auk verslunarinnar, varahluta- Verslun og bilaverkstæði. Stór þáttur i þessu öllu saman er fiutningarnir, bæði að og frá. En við erum i sifellu að dreifa vörum um allar sveitirnar hérna i kring. Fyrir þessa vörudreifingu tökum við enga greiðslu, hún er hugsuð sem þjónusta við bænd- urna. Okkur hefur tekist að halda kostnaðinum við hana i algjöru lágmarki. — Kaupfélagið stendur i mikl- um iðnrekstri? „Við rekum annarsvegar þjón- ustuiðnað og hinsvegar fram- leiðsluiðnað. Þjónustuiðnaðurinn felst i rekstri bilaverkstæða, hér og á Rauðalæk, svo rekum viö rafmagnsverkstæði sem tekur aö sér viögeröir á allavega heimilis- tækjum og svo nýlagnir. Svo rekum viö vélsmiðju, sem er annars vegar þjónustufyrir- tæki fyrir landbúnaöarvélarnar og byggingaiðnaöinn i sýslunni og hinsvegar framleiðsla á landbún- aðarvélum og fleiru. Við framleiðum hérna bagga- tjnu sem er uppfundin af Bjarna Helgasyni vélsmið sem vinnur á vélaverkstæðinu, svo framleiðum viö mykjusnigla, mykjudreifara og heyblásara. Einnig höfum við smiðaö bilpalla og jeppakerrur og fleiri hluti. Árið 1973 fórum við af stað með húsgagnaverksmiðju, hana rek- um viö i samvinnu við kaupfélag- ið i Vik og kaupfélag Arnesinga. En upphaflega voru öll þessi kaupfélög með þjónustuverkstæði sem áttu erfitt uppdráttar og áttu þvi erfitt með að þróast eðlilega. Við skiptum með okkur verkefn- um, viö fórum i útihuröafram- leiðslu og framleiðslu á heimiíis- húsgögnum, i Vik eru framleidd skrifstofuhúsgögn, en Kaupfélag Arnesinga er með skápa og eld- húsinnréttingar og svo eitthvað af skrifstofuhúsgögnum. Við rekum sameiginlega verslun i Reykjavik sem heitir Húsgögn og innrétting- ar og er við Suðurlandsbrautina. Viö höfum sameiginlegan rekstr- arstjóra sem hefur yfirumsjón með framleiöslunni.” — Stundiö þið einhvern útflutn- ing á húsgögnum? „Hingað til höfum við ekki flutt út húsgögn, en við gælum óneit- anlega við þá hugmynd. En þvi ■ Verslunar- og skrifstofuhús Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. TimamyndG.E. • Vefnaðarvöruverslun kaupfélagsins, hún er til húsa I kjallara aöalverslunarinnar á Hvolsvelii. Timamynd G.E.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.