Tíminn - 15.11.1981, Síða 28

Tíminn - 15.11.1981, Síða 28
Sunnudagur 15. nóvember 1981 nútíminnp Samdi öll lögin á plötunni, stjórn- aöi upptöku og útsetti.Spilaði auk þess á ýmis hijóðfæri. Gunnar verkstjóri. Eirikur Hauksson úr „Start” syngur tvö lög á plötunni og ferst þaö vel úr hendi. (Myndir: M.G.) Purrkur Pillnikk: Ekkienn ■ „Ekki enn ekki enn fullkomið. Ekki enn ekki enn fullnæging” er upphafið af titillagi fyrstu LP plötu PURRKS PILLNIKKS sem hljóörituð var i Southern Studios i London seint i ágúst siðastliön- um. Hljómsveitin hélt til i Sheffield i 10 daga áður en farið var i stúdióið þar sem hún samdi og æfði efnið sem er á plötunni. Auk þess eru á plötunni nokkur lög sem hljómsveitin hafði á pró- — plötur — plötur — plötur — plötur Gunnar Þórðarson: Innlend dægurtónlist ■ Ný plata frá Gunnari Þórðar- syni? Með Gunnari Þórðarsyni? Sólóplata Gunnars? Eöa Gunnar Verkstjóri Þórðarson? Plata frá Gunna og Co? Já ég spyr. Þvi ég á i vandræð- um með að flokka þessa plötu. Hiin gæti fallið undir hvern og einn af þeim flokkum sem hér að ofan eru nefndir. Allt frá þvi að Gunnar hætti að starfa með hljómsveitum hefur hann i æ rik- ari mæli staöið fyrir Utgáfu svo- kallaðra „project”-platna. I þessu hugtaki felst það að einn maður er með hugmynd aö plötu, hann safnar að sér hæfi- leikamönnum á tónlistarsviðinu, sem venjulega eru starfandi ann- arsstaðar, til þess að vinna þessa einu plötu. „Lummurnar” voru upphaflega „project” og sömu- leiöis visnaplöturnar þeirra Gunnars og Björgvins, þó að i báðum tilfellum hefði teygst úr verkefninu. Sem sagt „project” plata frá Gunnari Þóröarsyni. (Vill nú ekki einhver orðspakur lesandi koma með uppástungu að góöu fslensku orði yfir þetta hugtak?). Það sem gerir það að verkum aö ég vilji ekki kalla þessa plötu sólóplötu Gunnars, þó hún sé gef- in út undir hans nafni, er sú stað- reynd að sjaldan hefur Gunnar fengið til liös við sig á plötu annan eins stjörnufans hljóöfæraleikara og söngvara, sem hver um sig á skiliö að þeirra sé getið. Af þess- um sökum verður ekki fjallað um plötuna i heild heldursérhvert lag tekiö fyrir sérstaklega. , .Himinn og jörö”. Titillag plöt- unar og pottþétt til vinsælda. Þeim hefur alltaf gengið vel aö vinna saman Gunnari og Björg- vin og lagiö er sniðiö fyrir Björg- vin. „Skot i Myrkri”. Shady Owens svikur engan i þessu hressa diskólagi um næturævintýri ungr- ar stUlku og afleiöingar þess. Shady feDur vel inn I lagið með sinni skóluöu rödd. „Vegurinn”. Pálmi spreytir sig á rólegu hugljUfu lagi sem ég hefði haldið að væri a la Björgvin, en Pálmi gerir þessu góð skií enda lagið mjög gott. Texti Þor- steins Eggertssonar er góður. . „Læknisráð”. „Start”-söngv- arinn Eiríkur Hauksson fær loks verkefni þarsem hann getur sýnt á sér nýjar hliöar. Þrátt fyrir að lagið séekki upp á marga fiska er kraftur og friskleiki yfir þvi. ,,Vetrarsól”.Björgvin lýkur viö þá hliö sem hann hóf. Rólegasta lag plötunar. Textinn ber það vel þó m ikiláhersla sé lögð á hann og Björgvin kemur honum til skila eins og honum er einum lagið. „Fjólublátt ljós við barinn”. Seinni hliðin byrjar á lagi sem vafalaust á eftir aö heyrast mikið á öldum ljósvakans. „KKkan” slær i'gegn. Hollywood, Manhatt- an, Broadway.... „September”. Fáir túlka lög Gunnars Þórðarsonar eins vel og ' Shady Owens. Areynslulaust, en samt Bfandi. Shady er vaxandi söngkona. „Ot á lífiö”. Ragnhildur Gísla syngur þetta lag á háréttan hátt. Bælt til að byrja meö en á til kraft þegar með þarf. Vandað lag og vandaður flutningur. „Ish jartað slær”. Eirikur lætur ekki laglinuna plata sig þó hún sé flókin og f jölbreytileg. Hann sýnir það og sannar aö hann ér söngv- ari góöur og er vonandi að hann láti meira i sér heyra. „Þitt fyrsta bros”. Siðasta lag plötunnar er jafnframt besta lag- iö. Pálmi er réttur maður á rétt- um stað. Nýtir röddina til hins ýtrasta. Grand finale. Platan i heild fær min bestu meðmæli. Vandvirknin og flutn- ingur allur er slikur að stappar ! nærri fullkomnun. Vel gert getur aldrei verið illa gert. Gunnar Þóröarson hefur enn einu sinni bætt skrautfjöður i hatt sinn og milli hans og islenskrar dægur- tónlistar er samasem-merki. — M.G. grammi sinu i vor. Sem kunnugt er gaf PURRKUR PILLNIKK út 10 laga plötu i vor „TILF” en segja má að þessi plata, sem er að koma út nú feli i sér markvissa þróun hjá hljóm- sveitinni i þá átt að móta betur hugmyndir og útfærslu á efni. Likt og meðlimir PURRKSINS hafa skilgreint tónlist sina þá er tónlist þeirra „tilfinning”, tilfinn- ing fyrir þvi sem er að gerast i kringum þá i dag. En með visun i titiliag plötunnar og niðurlag þessarar fréttatilkynningar þá á auðsjáanlega meira eftir að koma úr þeirra herbúðum. Útgefandi er Gramm en plöt- unni er dreift af Steinum hf. Hætl við að hætla við Peter Sarstedt: „Peter Sarstedt syngur” ■ Peter Sarstedt var hér á árum áður töluvert nafn i tónlistar- heiminum. Frægð sina átti hann einu lagi og umtali þvi sem það vakti að þakka. Lagið „Take Off Your Clothes” var á sinum tima bannað af BBC vegna textans, nokkuðsem væri nær óhugsandi á okkartimum vegna breyttra tima og má i þvi sambandi benda á að um daginn var lagið „Why D’ya Do It” með Marianne Faithful spilaö i islenska rikisútvarpinu. Peter kunni ekki við alla frægð- ina og umtalið og ákvað að draga sig i hlé frá skarkala heimsins. Hijótt hefur verið um hann und- anfarin ár þó hann hafi samt sem áður haldið áfram að semja og syngja lög og jafnvel gef ið út plöt- ur. En nú er hann hættur við að hætta við. Vegna sambanda sinna I Bretlandi hefur Steinar h.f. eignast útgáfuréttinn að lögum Peters á Islandi, Bretlandi og Norðurlöndum. Þannig stendur á útgáfu plötunnar „Peter Sarstedt Syngur”. Á henni er að finna klassisk lög eins og „Where Do Nafn á nýjan leik Björgvin Gíslason: Glettur ■ Asgeir Óskarsson, Björgvin Gislason, Pétur Hjaltested og Myron Dove. ■ Menn eru fljótir að gleyma i tónlistarbransanum. Ný og ný nöfn bætast við svo til daglega. Maður á i fullu fangi við að halda við. Eftir að hafa átt hér á landi það sem kalla mætti ágætis frama fór Björgvin Gíslason svo til hljóðlaust til Bandarikjanna til aö stunda gitarleik. Þarferðaðist hann um og var á sinum tima með eiginhljómsveit. Hér heima vissu menn næstalitiðhvaðvar að ger- ast hjá Björgvini. Af nógu var að taka hér heima.nýbylgjan á fullu og Utangarðsmenn upp um alla veggi. En Björgvin hélt si'nu striki. Hann fékk stöðu sem gitar- leikari i hljómsveit Clarence „Gatemouth” Brown, en þó ekki nógu lengi til að komast á plötu með hljómsveitinni. Þetta var tvímælalaust hápunkturinn á ferli Björgvins i Bandarikjunum. Þeg- ar Björgvinkom heim í sumar fór hann strax að vinna að gerð sóió- plötu, sem tekin var upp i Hljóð- rita I september og er nú komin á markaðinn undir nafninu „Glett- ur”. Tilliös við sig á plötunni hefur hann fengið Asgeir Óskarsson, Pétur Hjaltested og Myron Dove. Allt þekkta hljóðfæraleikara sem eru gamlir samstarfsmenn hans bæöi hér heima og erlendis. Þessi plata á eftir að halda nafni Bjirgvins á lofti sem eins besta gitarleikara sem íslending- ar hafa átt. Þó svo að hann hafi á timabili rofnaö úr tengslum viö islenskt tónlistarlif akkúrat á þeim tima þegar mestar breyt- ingar gengu yfir það i seinni tið hefur honum tekistaðkoma aftur, ekki sem gixnulhetja sem byggir á fornri frægð, heldur sem gitar- leikari i' eigin klassa með eigin stil. Lög hans eru góð tilbreyting frá þeirri tilhneigingu sem gætt hefur hér að vandaður og góður gltarleikur sé gamalt fyrirbrigði. Leikni hans hefur sjaldan verið betri. Þessi plata er ekki eitt git- arsóló Ut I gegn eins og svo marg- irkynnu að halda heldur framlag frá lagasmiö sem hefur séð ýmis- legt um sina daga og býr yfir reynslu, sem margir af okkar yngri gitarleikurum mættu reyna að nýta sér. — M.G. plötur — plötur — plötur You Go To My Lovely”, „Frozen Orange Juice” og „Take Off Your Clothes” ásamt nýrri og eldri tón- smiðum. Lögin eru flest af ró- legra taginu og láta vel i eyrum en eru náttúrulega börn sins tima. Þetta er einn likast bresk- um Jim Croce þó hann nái ekki sömu tilfinningu og hann. Hljóð- færaleik fer litið fyrir á plötunni, nema ef vera kynni þau tvö lög sem Mezzoforte tekur með honum og er það þó ekkert nema þægi- legt „background”. Peter Sarstedt er væntanlegur hingað til lands i lok mánaðarins til tónleikahalds og er fyrirhugað að hann komi fram á hinum árlega Jólakonsert. —M.G. Steinar og Spor: Jólaplöturnar ■ Poppsiðunni hefur borist listi yfir jólaplöturnar frá Steinari hf. og nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem starfa mun samhliða Steinum hf. en það hefur hlotið heitið Spor. Ef litið er yfir listann kemur m.a. i ljós aö i þessari viku og á næstu vikum eru væntanlegar eftirtald- ar islenskar plötur: Start — ..en hún snýst nú samt Guðmundur Arnason — Mannspil Jóhann Helgason — Tass Haukur Morthens — Haukur Morthens Ýmsir — Skallapopp Væntanlegar erlendar plötur eru: Blondie — Best of Human League — Dare Orchestral Manouevres in the Dark — Architecture & Morality Tenpole Tudor — nafnlaus Þetta eru plötur sem koma út á vegum Steina hf. Spor Nú fyrir jólin koma eftirtaldar plötur út á vegum Spors: Bad Manners — Gosh it’s... Matchbox — Flying Colours Grýlurnar — 4 lög Grýlurnar eru fyrstu lista- mennirnir sem gert hafa samning við SPOR, en viðræður standa yf- ir við fleiri aðila. Undirbúningiir Lítil plata frá Jóhanni Helgasyni ■ Jóhann Helgason gerði sér litiö fyrir og læddi út litilli plötu nú i haust. Heldur litið hefur farið fyrir plötunni en hún er þess viröi að vert sé að vekja athygli á henni. Hún boðar ef til vill rót- tæka stefnubreytingu hjá Jó- hanni. Undanfarin ár hefur hann starfaö sem annar helmingur söngdúettsins „Þú og ég”. Venjulega hefur hann verið dempaðri hlutinn af þeim dúett og ekki haft sig i frammi. I sumar fór hann út til Los Angeles og heimsótti þar Jakob Magnússon. Þeir félagar skelltu sér i stúdióið og hljóðrituðu tvö lög sem Jóhann hafði samið. Lög þessi eru i „futurista”-stil. Rafvæddur diskóundirleikur. Um það er ekkert frekar að segja annað en það að Jóhann hefur greinilega hæfileika til aö tileinka sér nýj- ungar og er þaö vel. Þaö er hins vegar annað sem vekur athygli og það er raddbeiting Jóhanns. Enginn bylting en engu að siöur breyting frá sykursætum söng hans að undanförnu. Þessi breyting er einna ljósust i laginu „Burning Love” og er ekki laust við vissa Elvis tilfinningu. Þó ég sé ekki gegnumgangandi hrifinn af „futuristapoppi” er þessi plata oft á fóninum hjá mér, einkum vegna þess hve skemmti- legt mér finnst að heyra aftur i Jóhanni. Ef þetta er einhver for- smekkurað væntanlegri sólóplötu hans sem hann vann ásamt Jakobi I sumar mega menn fara að búa sig undir að þeim verði komið þægilega á óvart. —M.H.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.