Tíminn - 15.11.1981, Side 30
'■♦'T
30
leigupennar í útlöndum
Sunnudagur 15. nóvember 1981
I
■ Þaðan sem ég bý er aðeins
steinsnar út i Vestre Kirkjugarð.
En það er stærsti kirkjugarður-
inn hér i Kaupmannahöfn. Ég fæ
mér oft göngutúra i þessum garði
og nú ætla ég að bjóða lesendum
Timans að rölta með mér einn.
Við erum stödd við hliðið. Það
situr feitlaginn varðmaður i klefa
við hliðið og horfir út um litla
gluggaboru leiður á lifinu. A vegg
varðkofans er boltaður stærðar
glerkassi og þar má lesa nöfn
hinna og þessa fyrirmanna sem i
garðinum hvila. Ég renni augum
yfir listann og þarna er íslend-
ingurinn, Jóhann Sigurjónsson
skáld. Ég legg á mig staðinn þar
sem gröf Jóhanns er að finna og
geng inn igarðinn. Égkem að lit-
illi tjörn og þar er andahópur.
Það kemur gömul kona og byrjar
að fleygja brauði út i tjörnina en
endurnar synda burt. Það fer
þungur vindgustur um trjátopp-
ana og nú byrjar að rigna. Ég sest
i skjól á garðbekk undir voldug-
um trjágreinum og horfi á regnið
sjóða á vatnsfletinum. Gamla
konan sest hjá mér á bekkinn.
— Þær eru ekki svangar i dag,
segir hún.
— Nei, segi ég.
— Það er best að koma með
brauðið á mánudögum, segir
konan. — Þá koma fæstir. Þá eru
þær alltaf banhungraðar.
— Já, það er satt segi ég.
Nústyttir upp svo þetta samtal
Það er byrjað að skyggja og ég
ætlaði að finna leiði Jóhanns
Sigurjónssonar. Ég geng fram og
aftur drykklanga stund en ég er
búinn að tapa áttunum. Ég lit á
klukkuna. Hún er að verða sex.
Þá á að loka garðinum svo það er
bestaðflýtasérút. Ég hraða mér
gegnum garðinn i þá átt sem ég
tel hliðið vera. Nýja ranghala,
yfir runna, langan stig, það
dimmir. Ég heyri kirkjuklukku
slá sex þung högg og allt i einu er
ég kominn að háum vegg. Ég
geng lengi fram og aftur en alls-
staðar er veggurinn. Loks verður
mér ljóst að ég hef gengið kirkju-
garðinn á enda og framhjá hlið-
inu. Ég er læstur inni i kirkju-
garðinum og það er að koma
myrkur. Ég sé fyrir mér hliðið.
Það er hátt og mikið járnhlið og
ekki sennilegt að mér muni veit-
ast auðvelt að komast yfir. Þetta
hefur maður uppúr þvi að fara i
heimspekilegan göngutúr um
kirkjugarð. Ég er þá kominn
aftur að andatjörninni. Hún er
bleksvört að sjá og þyturinn i
trjákrónunum er orðinn draugs-
legur. Ég var kominn með
ákafan hjartslátt. Ég sat nokkra
stund á bekknum. Allt i einu ráku
endurnar upp mikið garg og flugu
upp i myrkrið. Það byrjaði að
rigna. Hver fjandinn var að ger-
ast. Og nú bullaði og sauð i tjörn-
inni og einhver þúst kom i ljós i
hennimiðri. Égsatþarna frosinn.
Eitthvert skrimsli hélt áfram að
koma upp úr tjörninni og vatnið
Katanesdýrið I Kaupmannahöfn
verðurekki lengra. Gamia konan
ris á fætur og ranglar inn eina
skógargötuna með brauðpokann
tuðandi eitthvað við sjálfa sig.
II
Ég held áfram að horfa á þessa
tjörn. Það kemur holdskarpur
maður i rykfrakka, með hatt á
höfði og byrjar að gusa meira
brauði út i tjörnina en endurnar
flýja i ofboði Ég byrja að hugsa
um aðra tjörn. Aður en ég fór að
heiman var ég að lesa i þjóð-
sögum Jóns Þorkellssonar. Ég
var að lesa um Katanesdýrið á
Hvalf jarðarströnd. Sjálfsagt
kannast flestir við söguna um
þennan óvætt en það má nefna að
dýrsins varð fyrst vart sumarið
1874 og var þá á stærð við meðal
hund. Tveim árum siðar var það
likast þéttvöxnu nauti með afar-
mikinn kjaft og framtennur
fjórar, tók dýrið að gerast
magnað og grimmt. Höfðu
bændur engan frið með smala eða
fé og var reynt að vinna dýrið og
ráðinn skotmaður en þá brá svo
við að dýrið lét ekki sjá sig. Var
þá reynt að ræsa fram tjörnina en
ekki tókst þaö, þvi i tjörninni
miöri var „grængolandi auga” og
hættu menn þessu vesini og spáðu
i að göng væru úr tjörninni til
sjávar.
Ég sá útundan mér eitthvað
kvikt i mölinni við annan skóinn
minn. Það var þá stór og feitur
ánamaðkur og hann átti i mesta
brasi. Tvær svartar og ljótar
pöddur hjóluðu i hann aftur og
aftur og rifu stykki úr holdi hans
og hlupu með það spölkorn til
þess að éta. Svo sigldu þær i hann
enn á ný. Maökurinn vafðist utan
um þær varnarlaus. Mér datt i
hug hvort ég ætti að hjálpa maðk-
inum en lét það eiga sig. Ja,
merkileg er þessi tilvera, hugsaði
ég. Hér heyir einn maðkur sina
lifsbaráttu og veröldin lætur sig
það engu varða og ég hefði ekki
séð þessi slagsmál ef ekki hefði
duniö á skúr og ég sest i skjól á
þennan bekk. Ja, að hugsa sér
hvað þaö er margt i þessu úni-
versi sem maður aldrei sér, hugs-
aði ég. Gætu til dæmis ekki verið
göng úr þessari tjörn út i sjó? Ég
leit út á tjörnina þar sem brauðið
flaut i lög við bakkann og fannst
það heldur ósennilegt. En nú
stytti upp og sólin byrjaði að
skina, ég reis upp af bekknum og
kvaddi pöddurnar og maðkinn.
III
Ég labbaði lengra inn i garðinn
að finna gröf Jóhanns og sá
stóran snigill á trjábol. Ég studdi
fingri létt á kuðunginn og þá var
snigillinn fljótur að hverfa i skjól.
Upp að trénu hallaðist gamall
legsteinn:
H. J. Rohmann
21.7.1846-29.12.1929
Maria Rohmann
Fædd Stabue
2.9.1857-9.12.1937
Hér eru nöfn á steini, hugsaði
ég. Er það ekki undarlegt að hér
séu leifar tveggja persóna. Fólk
sem átti sina tilveru og hafsjó af
minningum, hugsaðiég. Mér datt
I hug ljóð, en þar segir skáldið,
rússinnEvtushenkó eitthvað á þá
leið, að með hverjum manni sem
deyr ferst heilt únivers.
Einu sinni frétti ég af manni
sem hélt þvi fram að það væri
hrein heimska að deyja. Þessi
maður hélt fram þeirri kenningu
að fólk félli frá af hreinum asna-
skap. Þessi maður var vanur að
ganga út i kirkjugarð ef hann var
við skál og steyta hnefa að leg-
steinunum og hrópa að þeim
dauöu: Ha ha ha, þið eruð asna-
kjálkar. En svo dó hann vitaskuld
eins og allir aðrir.
Ég er þessa dagana að reyna að
skrifa skáldsögu. Þar er ég með
karakter sem heitir Rögnvaldur.
Brot úr sögunni: (bls. 389) Rögn-
valdur hafði einu sinni lesið að
þegar lik væri brennt ætti það til
að setjast upp i eldinum. Að láta
brenna skrokk sinn, Rögnvaldur
þurfti ekki annað en að rétta út
hendur sinar og virða þær fyrir
sér til þess að finnast það ekki
góður kostur.
Einu sinni hafði hann haldið
sviðaveislu á bænum með öðrum
Asatrúarmönnum. Þeir hentu
kjálkum og hausum út um glugg-
ann. Þar lágu þeir i moldinni dög-
um saman. Rögnvaldur átti leiö
þar um og velti við kjálka með
tánni. Hann var iðandi af möðk-
um. Rögnvaidur starði i hryllingi
á þessa litlu hvitu maðka sem
sneru sig á milli tannanna. Þvi
meir sem Rögnvaldur Samúels-
son velti dauðanum fyrir sér þvi
ver leist honum á hann.
IV
En þetta voru útúrdúrar. Við
stöndum við legstein þeirra Roh-
mann hjóna og ég sé að það er
eitthvað letrað undir nafni H.J.
Rohmanns. Ég krýp niður og
nudda steininn. Það er þá orðið:
köbmand. Sko, gamla manninn,
hugsa ég og sé strax fyrir mér
mynd af H. J. Rohmann. Hann er
holdskarpur náungi og stendu.-
fyrir innan búðarborðog er að sýna
gamalli tuðandi kellingu klæða-
stranga. Nei þetta er skökk
mynd. Ég breyti Rohmann og
geri hann feitlaginn og dapur-
legan, hann horfir út um glugg-
ann á Hótel De Angleterre, leiður
á lifinu. Það situr maður á móti
honum og talar i sifellu. Það er
Jóhann Sigurjónsson. Ég reyni að
sjá þá félaga betur fyrir mér en
myndin hverfur i þoku.
Ég hrópa ekki húrra fyrir
Imyndunarafli minu þarna i
kirkjugarðinum. En ég hugga
mig við spakmæli sem ég las ein-
hversstaðar: upprifjun er auð-
veldari en Imyndun. Og þetta er
nokkuð góð setning sem allir höf-
undar ættu að festa upp yfir skrif-
borðinu .sinu.
Ég held áfram að ganga. Ég
kem að annari tjörn. Þar synda
margir froskar. Sigurður örlygs-
son málari sagði mér einu sinni
að froskar elskuðust einu sinni á
ári, stanslaust i þrjár vikur. Að
ástarleiknum loknum dræpi kell-
ingin kallinn. Ég sel þessa sögu
ekki dýrara en ég keypti en sé
þetta satt þá er það bara enn ein
sönnun þess að tilveran er ekkert
grin.
Ég rölti lengra. Ég kem að
langri og breiðri grasflöt umgirtri
trjám. Það stendur stór kantaður
steinn við innganginn á þessa flöt
og þar stendur: Hér hvila 4636
hermenn og 4019 flóttamenn.
Allt eru þetta þjóðverjar. Ég
gengum svæðið og les á steinana.
Þettafólker dáið 1945. Flestir um
vorið. Ég les: Hér hvila tiu
óþekktirhermenn. A öðrum steini
erunöfn tveggja barna sem látist
hafa á öðru ári. 1 fjarska sé ég
blómvönd á leiði. Það er þá ein-
hverstaðar sála út i bæ sem man
þjóðverja sem legið hefur hér i 36
ár.
V
Ég geng út úr þessum þýska
reit og held áfram niður stiginn.
Það munar minnstu að ég labbi á
tæran þráð sem er strengdur
þvert yfir þennan stig. Það er
kóngulóarþráður. Ansi vinna þær
sitt erfiðisverk fyrir gýg. Ef ég
hefði ekki séð þráðinn glampa þá
hefði allt hrunið. Ég kem auga á
kóngulærnar. Þær eru þá tvær.
Og stórar. önnur þeirra siglir
eftir þræðinum, rennir sér siðan
til hinnar, snertir hana og dettur
allt i einu heillanga leið, (Alika
fall og maður hrapaði úr turni
Hallgrimskirkju og niður á götu)
en siðan les hún sig aftur upp meö
miklum hraða og þær endurtaka
leikinn. Ég beygi mig undir
strenginn.
fossaði af hliðum þess. Ég ætlaði
ekki að trúa hvað það var stórt.
Það var ekkert skinn að sjá á
þessari veru en ég gat ekki betur
séð en holdið væri bleikt. Ég
kærði mig ekki um að sjá meira.
Ég byrjaði að hlaupa. Ég leit einu
sinni um öxl. Skrimslið var á
stærð við nashyrning og það lýsti
úr grænum augum þess. Það var
með mikinn kjaft, tungiið hafði
skotist upp á himininn og það
glampaði á fjórar gular tennur i
skininu. Ég var byrjaður að
hvæsa af mæði. Ég heyrði þungt
og töltandi fótatakið á eftir mér.
Loksfannég stiginn. Ég sá hliðið.
Ég klifraði upp járnteinana i
ofsahræðslu og fann að eitthvað
snart annan fót minn og hræði-
legum daun sló fyrir vit min. Ég
komst upp á hliðið en þar sat ég
fastur. Buxnaskálmin var föst i
einni hinna gulu skögultanna. Ég
hékk þarna skrækjandi á tönn-
inni. En svo rifnuðu buxurnar til
allrar hamingju og ég datt niður.
Skrimslið skokkaði aftur inn i
garðinn. Ég lá lengi á götunni að
jafna mig. Loks hafði ég þrek til
þessaðkomast heim. Ég þurfti að
styðja mig við ljósastaura á leið-
inni. Ég var svona máttfarinn.
IV
Ég setti strax blað i ritvélina
þegar ég kom heim. Konan min
kom inn i herbergið.
— Um hvað ertu að skrifa,
spurði konan min.
— Ég er að skrifa um tvær
kóngulær sem ég rakst á út i
kirkjugarði i dag, sagði ég.
— Ekki er það nú spennandi,
sagði konan min.
— Nú jæja góða, sagði ég.
— Ég hitti konu áðan sem sagði
mér furöulega sögu, sagði konan
min þá.
— Nú, sagði ég.
— Hún sagðist hafa séð ein-
hvern mann hanga á einu járn-
spjótinu út á kirkjugarðshliði og
teinninn var fastur i buxnaskálm-
inni.
— Nú, sagði ég.
— Hvaða vitleysingur ætli þetta
hafi verið?
— Hvernig ætti ég aö vita það,
sagöi ég.
Olafur Gunnarsson,
rithöfundur, skrifar frá
Kaupmannahöfn