Tíminn - 15.11.1981, Qupperneq 31
Sunnudagur 15. nóvember 1981
S^IÍÍÍlSÍ
31
á bókamarkadi
Nýtt og
yfirgripsmikið verk
um Kjarval
■ Út er komin ný bók um
Jóhannes S. Kjarval og list hans.
Þetta er yfirgripsmesta útgáfa
með verkum listamannsins i 30
ár. Myndirnar i þessari nýju bók
spanna meira en hálfa öld i list
Kjarvals.
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð-
ingur, valdi myndirnar og skrifar
hann ennfremur langa ritgerð um
Kjarval þar sem hann leitast ma.
við að gera grein fyrir sérstööu
málarans i fslenskri myndlist og i
evrópsku samhengi.
Þá eru i'bókinni kaflar úr Kjar-
valskveri Matthiasar Johannes-
sens. Það eru viðtalsþættir, lif-
andi lýsingar og af mörgum tald-
ar þærtrúverðugustu, sem tileru
Björn Guðflnnsson
Breytingar
á fmniburói
ogstafsetningu
7
Sm árit Kenrtaraháskóia Islands og lóunnat
af daglegu viðmóti og hugarheimi
þessa sérstæða listamanns.
íceland Rewiew hafði frumkvæði
að gerð bókarinnar og mun dreifa
henni f enskri útgáfu, en dreifing
islensku útgáfunnar verður á
vegum Bókaklúbbs Almenna
bókafélagsins.
Hinn fslenski titill bókarinnar
er: Kjarval—málari lands og
vætta. Sá enski: Kjarval — A
Painter of Iceland.
Bókin er 96bls. að stærð, brotið
23x23 cm. t henni eru 63 litmyndir
af málverkum og vatnslita- og
kritarmyndum Kjarvals. Auk
þess 23 svarthvftar myndir af blý-
ants- og pennateikningum,
myndum af veggjum vinnustofu
listamannsins (Lifshlaupið) auk
hinna landsþekktu mynda Jóns
Kaldals af Kjarval.
Guðjón Eggertsson, Auglýs-
ingastofunni hf.,hannaði bókina.
Mats Wibe Lund jr. tók litmyndir
af verkum Kjarvals en fleiri ljós-
myndarar hafa lagt hönd að
verki. Haukur Böðvarsson þýddi
texta á ensku.
Litgreiningu mynda annaöist
Prentmyndastofan hf., en að ööru
leytierbókinunninhjá Odda.Var
þetta fyrsta meiriháttar verkið,
sem unnið var i nýrri fjögurra
lita prentvél, sem fyrirtækið hef-
ur nýlega fest kaup á, hinni fyrstu
hérlendis.
fréttir
Prentaraverk-
fall skollið á
■ Hvorki gekk né rak á
samningafundum prentara og
viðsemjenda þeirra i gær. Að
loknum samningafundi efndu
prentarar til félagsfundar i' Iðnó
siðdegis i gær, og var hann mjög
fjölmennur.Menn reifuðu málin
og bar ýmislegt á milli en um
eitt voru þeir þó sammála þ.e.
að standa saman hvað sem
ákveðið væri og á hverju sem
gengi.
Afundinum kom fram ein til-
laga i höfuðatriðum á þá lund,
að bjóða Blaðaprenti samning
um að fresta verkfalli gegn þvi
að næstu kjarasamningar tækju
gildi frá 1. nóvember s.l. Menn
ræddu tillöguna fram og aftur,
en við atkvæðagreiðslu var hún
gjörfelld með 7 atkvæðum gegn
sennilega eitthvað á annað
hundrað atkvæðum.
—HEI
Hitaveita fyrir
Hellu og Hvolsvöll
■ 1 gær náðist samkomulag á
milli Hellu, Hvolsvallar og
Holtahrepps um stofnun hita-
veitufélags. Jafnframt náðist
samkomulag um kaup þessara
sveitarfélaga að Jarðhitarétt-
indum Holtahrepps að Lauga-
landi.
Eins og lesendur Timans
muna fannst mikið magn af
heitu vatni við boranir að
Laugalandi i Holtahreppi fyrir
rúmu ári siðan. Varð fljótlega
ljóst að vatnið nægði bæði til
upphitunar skólans þar og jafn-
framt kauptúnanna að Hellu og
Hvolsvelli. Á þessu timabili
hafa staðið yfir samningavið-
ræður annars vegar um stofnun
hitaveitufélags milli Hellu,
Hvolsvallar og Holtahrepps, og
hins vegar um kaup þessara
aðila á jarðhitaréttindunum að
Laugalandi. I gær náðist sam-
komulag um öil þessi atriði.
Á næsta ári verður þvi hægt
að hefja hitaveituframkvæmdir
að fullu bæði við Hellu og Hvols-
völl en töluvert fjármagn hefur
verið ætlað til þeirrar fram-
kvæmdar á lánsfjárætlun fyrir
þetta ár, en lítið orðið úr fram-
kvæmdum þar sem samkomu-
lag hefur ekki náðst um stofnun
hitaveitufélagsins fyrr en nú.
Stór áfangi er þvi nú að baki I
hitaveitumálum Rangæ inga
eftir gærdaginn.
—Kás
Tvær nýjar bækur Kennaraháskólans
og Iðunnar
■ Úteru komnar tvær nýjar bæk-
ur f flokki Smárita Kennarahá-
skóla Islands og Iðunnar.sjöunda
og áttunda ritið í þeim flokki. Rit-
ineru: Breytingar á framburði og
stafsetningu eftir Björn Guð-
finnsson, önnur útgáfa og Úr
sögu kennaramenntunar á tslandi
eftir Lýð Björnsson sagnfræðing.
Breytingar á framburði og staf-
setningu kom fyrst út árið 1947. I
ritinu eru tveir fyrirlestrar
Björns Guöfinnssonar: Samræm-
ing íslensks framburðar og undir-
búningur nýrrar stafsetningar og
Framburðarkennsla. Loks eru
tillögur Björns um samræmingu
framburðarins.
Björn Guðfinnsson rannsakaði
á sinni tið islenskan framburð og
birti niðurstöður sinar i' doktors-
ritinu Mállýskur, 1946. Þessi
bæklingur Björns er á sömu rann-
sóknum byggður og er þar meðal
annars að finna yfirlit um helstu
mállýskur, eða framburðaraf-
brigði i landinu á þessum tima. —
Indriði Gislason ritar formála að
þessari nýju útgáfu.
Þessari útgáfu fylgir skrá um
helstu rit og ritgerðir um þau efni
sem um er fjallaö i bókinni og
samdar hafa verið frá þvi aö hún
kom út, auk þess sem upprunaleg
ritskrá höfundar með fyrstu út-
gáfu er endurprentuð. Bókin er 92
blaðsiður, Oddi prentaði.
Úr sögu kennaramenntunar á
Islandi er að stofni til erindi sem
Lýður Björnsson flutti á vegum
Kennarafélags Kennaraháskóla
tslands. Fjallar það um sögu
kennaramenntunar allt frá fyrri
öldum til samtimans. Bókin
skiptist í fjóra aðalhluta:
Kennaramenntun á fyrri öldum
og hugmyndir um skólamál,
Kennaramenntun á Alþingi 1870-
1907 og námið i Flensborg,
Kennaraskóli og kennaraháskóli,
Kennaramenntun við Háskóla
tslands. Þá er heimildaskrá og
styöst höfundur við prentaðar,
óprentaðar og munnlegar
heimildir. — Rit þetta er tillag til
islenskrar skólasöjU sem litt hef-
ur verið fjaDað um af fræðimönn-
um og er i þvi /ikið að atriðum
„varðandi skólasögu liöinna alda
Lýdur Björnsson
Úrsögu
kennaramenntunar
á íslandi
8
Smárit Kennaraháskóla Islands og Iðunnar
sem til þessa hafa legið i hálf-eða
algeru þagnargildi en verðskuld-
uöu athygli,” segir i formála höf-
undar.
— Úrsögu kennaramenntunar á
islandi er 63 blaösiöur. Oddi
prentaði.
U 7 0 ^0Qn ^ H E W 5
metjan
unglinganna
ÁSKRIFT
VERÐUR ÞÚ MEÐ?
Nýtt blað i dreifingu
m.a. efnis:
HANN NOTAÐI MIG í HALLÆRI....
— ung stúlka segir frá óvenjulegu lífshlaupi
BUBBI MORTHENS í hressilegu opinskáu viðtali, ásamt opnumynd
DAUÐASYNDIRNAR SJÖ! (ert þú einn af syndurunum?)
HVERNIG ER FYRIRMYNDARUNGLINGURINN? (er hann til?)
HETJAN (ný íslensk smásaga eftir kornungan höfund)
og svo KYNFRÆÐSLUSÍÐAN, LJÓSMYNDAÞÁTTURINN, POPPIÐ, PENNAVINIR
og lengi mætti upp telja....
Vegna mikillar eftirspurnar um að fá blaðið í áskrift, hefur SEXTÁN ákveðið að
verða við þeim óskum. Við munum bjóða þrjú næstu blöð I kynningaráskrift fyrir
kr. 60.-
Nýjir áskrifendur geta fyllt út þennan seðil, eöa hringt í síma 28028.
O
csl *
°>
-
Zz'0>
«< X UJ
Íhj-CC
cXWD
0) LLI O co
(/)</) Q. T-
NAFN:
HEIMILI:
SVEITARFÉLAG:
ALDUR:________
SÍMI:
Ég óska eftir að verða áskrifandi frá og með:
[ | 3. tbl. 81 (sjá hér að ofan)
□ 4. tbl. 81.