Tíminn - 25.11.1981, Side 7
Miövikudagur 25. nóvember 1981
7
erlent yfirlit j
■ Anker Jörgensen i heimsókn á vinnustaö.
Velja Danir sér
hægri stjórn?
Stutt en hörð kosningabarátta í Danmörku
■ ÞRIÐJUDAGINN 8. desember
fara fram þingkosningar i Dan-
mörku. Þæreru hinar sjöttu í röö-
inni á rúmlega tiu árum. Danir
ganga tvivegis að kjörborðinu á
tæpum mánuði að þessu sinni, en
sveita-og héraðsstjórnarkosning-
ar fóru þar fram 17. þ.m.
Núverandi stjórn Danmerkur
er minnihlutastjórn sósialdemó-
krata, en naut málefnalegs stuðn-
ings radikala flokksins, kristilega
flokksins og miðdemókrata.
Undanfarið hafði rikisstjórnin
átt I deilum við tryggingastofnan-
ir, en hún taldi þær geta lánað
meira fé til atvinnuveganna og
opinberra framkvæmda. Þegar
tryggingastofnanirnar vildu ekki
fallast á þetta, hugðist stjórnin
lögfesta auknar lánveitingar
þeirra i þessu skyni. Á það vildu
stuðningsflokkar hennar ekki
fallast.
Deilum þeirra og stjórnarinnar
lauk þannig, að radikalir og
kristilegir fluttu á þingi dag-
skrártillögu, þar sem skorað var
á rikisstjórnin að hætta við þving-
unaraðgerðir gegn trygginga-
stofnunum. Auk þeirra greiddu
atkvæði með tillögunni miðdemó-
kratar og þingmenn Ihaldsflokks-
ins, Vinstri flokksins og Glistr-
upsflokksins. Alls fékk hún 78 at-
kvæði. A móti henni greiddu
sósialdenókratar atkvæði ásamt
þingmönnum Sósialiska þjóðar-
flokksins. Mótatkvæði voru alls
74. Þingmenn Réttarsambands-
ins og vinstri sósialista sátu hjá,
alls 10.
Anker Jörgensen brást hart við
eftirað þessi niðurstaða var feng-
in. Hann rauf þingið og boðaði
þingkosningar 8. desember, eins
og áður segir.
Þetta gerðist 12. þ.m. og má
segja«að kosningabaráttan hafi
byrjað samdægurs. Yfirleitt
höfðu flokkarnir búið sig undir
hana, þvi að Sá orðrómur hafði
gengið um skeið, ,að Jörgensen
biöi eftir tækifæri til að efna til
kosninga. Alit hans var, að sam-
komulag væri orðið svo litið i
þinginu, að ekki yrði komizt hjá
kosningum.
Eins og kemur fram hér á und-
an, eru nú alls 10 flokkar i þinginu
og ekki unnt að mynda starfhæfan
meirihluta, nema fleiri flokkar
vinni saman. Eftir þvi sem nær
dregur kosningum, verður slik
samvinna erfiðari.
EINS OG áður segir eru þetta
sjöttu kosningarnar á rúmlega 10
árum. 1 september 1971 fóru fram
kosningar eftir að stjórn borgara-
legu flokkanna svonefndu hafði
farið með völd i þrjú ár undir for-
ustu leiðtoga radikala flokksins.
Úrslit kosninganna 1971 leiddu
til þess að Krag myndaði minni-
hlutastjórn sósialdemókrata.
Krag dró sig i hlé haustið 1972 að
lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni
um aðildina að Efnahagsbanda-
laginu og tók Anker Jörgensen þá
við stjórnarforustunni.
Jörgensen rauf þingið og efndi
til kosninga haustið 1973 og urðu
úrslit þeirra einhver hin söguleg-
ustu i Danmörku. Ihaldsflokkur-
inn missti helming þingsæta
sinnaogsósialdemókratar töpuðu
einnig miklu fylgi. Tveir nýir
flokkar komu þá til sögu, Fram-
faraflokkurinn undir forustu
Glistrups og miðdemókratar und-
ir forustu Erhards Jacobsen.
Einkum varð sigur Framfara-
flokksins mikill.
Eftir þessi spgulegu úrslit,
myndaöi Vinstri flokkurinn
minnihlutastjórn undir forustu
Pouls Hartling. Hann rauf þingið
snemma árs 1975 og vann Vinstri
flokkurinn þá mikinn sigur. Hann
naut hans þó ekki, þvi að stjórn
hans fór frá og Anker Jörgensen
myndaði aftur minnihlutastjórn
sósialdemókrata. Hún sat i tvö ár.
Jörgensen rauf þingið i febrúar
1977 og styrktu sósialdemókratar
þá stöðu sina að nýju. Vinstri
flokkurinn missti þá aftur alla þá
fylgisaukningu, sem hann fékk
1975.
Eftir kosningarnar 1977 sat
minnihlutastjórn sósialdemó-
krata áfram þangað til i ágúst
1978, en þá mynduðu sósialdemó-
kratar og Vinstri flokkurinn
stjórn saman undir forustu Jörg-
’ ensens. Þessi stjórn klofnaði eftir
rúmlega ár og fóru kosningar
fram i október sama ár (1979).
Eftir þær myndaði Jörgensen enn
einu sinni minnihlutastjórn
sósialdemókrata og hefur hún
farið með völd siðan.
Óhætt er að segja að minni-
hlutastjórnir hafa gefist Dönum
illa. Efnahagsástandið er óviða
lakara og atvinnuleysið eitt hið
mesta, sem dæmi er um.
1 ÞINGKOSNINGUNUM nú eru
linur öllu gleggri en áður. Ihalds-
Ookkurinn og Vinstri flokkurinn
hafa gengið til óbeinnar sam-
vinnu og lýst yfir þvi, að þeir
muni mynda stjórn saman, ef
þeir fá aukið traust i kosningun-
um. Þeir myndu þó ekki geta
myndað nema minnihlutastjórn.
Glistrup hefur lýst sig fúsan til
þátttöku i slikri stjórn, en báðir
flokkarnir eru andvigir þvi að
vinna svo náið með honum. Hins
vegar myndu þeir geta þegið
stuðning Framfaraflokksins,
einkum þó ef Glistrup véki af
þingi vegna fangelsisdómsins,
sem var kveðinn upp yfir honum
nú i vikunni. Vonir sumra eru
þær, að flokkurinn fái þá ábyrgari
forustu.
Ihaldsflokkurinn og Vinstri
flokkurinnhafa náð samkomulagi j
um viss stefnuatriði. Þeir leggja 1
megináherzlu á sparnað hjá rik-
inu og lækkun skatta. Þeir telja
unnt að efla atvinnulifið á þann
hátt og draga þannig úr atvinnu-
leysi.
Sósialdemókratar deila hart á
þessa stefnuskrá thaldsflokksins
og Vinstri flokksins og halda þvi |
fram, að þaö muni gerbreyta
þjóðfélaginutil hins verra, ef þeir
kæmust til valda. Valið sé á milli
afturhaldsstjórnar þeirra og um-
bótastjórnar sósíaldemókrata.
Sennilega mun kosningabarátt-
an einkum snúast um það, hvort
menn vilji heldur stjórnarforustu |
hægri manna eða sósialdemó-
krata. Ýmsir telja.að þetta kynni
að bæta vigstöðu sósialdemó-
krata, en þeir töpuðu i héraðs-
stjórnarkosningunum 17. þ.m.
I héraösstjórnarkosningunum,
fengu sósialdemókratar 35.8%
greiddra atkvæða i stað 38.3% i
þingkosningunum 1979. íhalds-
flokkurinn jók hins vegar fylgi
sitt úr 12.5% i 17% og Vinstri
flokkurinn i 17.2% úr 12.5%^
Glistrupflokkurinn fékk 7% i hér-
aðsstjórnarkosningunum i stað
11% i þingkosningunum 1979.
Ef marka ætti héraðsstjórnar-1
kosningarnar myndu Kristilegi
flokkurinn, miðdemókratar og
Réttarsambandið missa öll þing-
sæti sin. Þetta er þó vart mark-
tækt, þar sem ýmis önnur sjónar-
mið ráða við kjör i héraðsstjórnir
en þingkosningar.
Alls munu 13 flokkar bjóða
fram. Þrir nýju flokkanna eru all-
ir langt til vinstri, en einn þeirra
er gamli Kommúnistaflokkurinn.
Þingsætatala flokkanna mun
ráöa þvi, hver verður forsætis-
ráðherra, ef Ihaldsflokkurinn og
Vinstri flokkurinn mynda stjórn.
Nú hefur Vinstri flokkurinn 23
þingmenn, en íhaldsflokkurinn
22. Margir telja formann íhalds-
flokksins sigurvænlegan i þessari
keppni.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri skrifar
kr. 42,-
Póstsendum
*MI móddbuúiiii
^M SUOURLANDSBRAUT 12_SIMI 37?10 B
EITT MESTA ÚRVAL
LANDSINS AF MÓDELUM
HI393—MEAN MUDDER OFF-ROAD VAN
kr. 98,-
7307 - OfF-ROAD BWWCO
kr. 98.-
kr.98,-
kr.69.-
7305- BIG RED" CHEVY PICKUP
Vinnueftirlit ríkisins
Sfðumúla 13, 105 Reykjavlk, Slmi 82970.
Sprengiefnanámskeið
Námskeið i meðferð og notkun á sprengi-
efnum verður haldið að Hótel Esju dagana
30. nóv. til 3. des. 1981
Námskeiðið er haldið i samvinnu við
fyrirtækið Dyno Industrier A/S i Noregi og
umboðsaðila þess hér á landi.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig hjá
Vinnueftirliti rikisins I sima 82970.
Umboðsmenn Tímans
Vesturland
Staður:
Nafn og heimili:
Sími:
Akranes:
Borgarnes:
Rif:
Ólafsvik:
Grundarf jörður:
Stykkishólmur:
Guðmundur Björnsson,
Jaðarsbraut 9, 93-1771
Unnur Bergsveinsdóttir,
Þórólfsgötu 12 93-7211
Snædfs Kristinsdóttir,
Háarifi 49
Stefán Jóhann Sigurðsson,
Engihlið 8 93-6234
Jóhanna Gústafsdóttir,
Fagurhólstúni 15,
Esther Hansen,
Silfurgötu 17 93-8115
/ Þetta umferðarmerki
t táknar TT aö | innakstur
eröllum bannaður
I
—einnig þeim \w/'s v'0' sem hjólum aka.
„lU^EHOAfl )
li>ilfurf)utiun
Brautarholti 6, 3.
hæð S. 39711
Þarftu að endur-
nýja silfurmuni
Móttaka á gömlum
munum
Miðvikud. og
fimmtud. kl.5-7 e.h.