Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 9
9
Miðvikudagur 25. nóvember 1981
frímerkjasafnarinn
//Nú er Ijóst/ eins og margsinnis hefur
komið fram/ að þegar lokið er fram-
kvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun og
aðrar framkvæmdir á Þjórsársvæðinu,
sem nú er unnið að, þá verður næg
raforka fyrir almenna notkun
landsmanna um nokkra framtíð".
undan Blöndu næst miðlunarstig-
ið 0.30 samkvæmt framangreind-
um útreikningum”. Þ.e. útreikn-
ingum Verkfræðistofu Helga Sig-
valdasonar. Og Bergur heldur á-
fram: „Og samkvæmt sömu út-
reikningum gæfi Blanda aðeins 25
Gwh eða 3.2% minni orkufram-
leiðslu með litilli miðlun en með
stærstu miðlun, ef Fljótsdals-
virkjun væri komin á undan til að
tryggja miðlunina i landskerf-
inu”.
Valkostir við Blöndu
Þessu til skýringar skal hér
rifjað upp að á fyrsta fundi
samninganefnda vegna Blöndu-
virkjunar lögðu fulltrúar rikisins
fram gögn um nokkra virkjunar-
valkosti og hófu umræður um þá.
Vorufjórir þessir valkostir sagðir
koma til greina og nefnast þeir
tilhögun 1, tilh. ÍA, tilh. 2 og tilh.
2A. Miðast þeir allir við jafnstóra
virkjunog 400 Gl. miðlunarlón og
mismunurinn sem er mikill, er
fólginn i flatarmálsstærð lónsins.
Sveitarstjórnarmönnum sýndist
að sumir þessir kostir væru við-
unandi viðræðugrundvöllur og þvi
var samningaviðræðum haldið á-
fram. Siðan hafa verið margir
fundir og langir og hafa
samningamenn rikisins smám
saman ýtt þessum valkostum til
hliðar þar til tilhögun 1, sem er
gamla hugmyndin með stærsta
lónið, var ein eftir. ( A.m.k. 62
ferkilómetra jökulvatnslón sem
kaffærir vel gróin afréttarlönd).
Samt hefur þeim tekist að halda
samningaþófinu áfram með þvi
að fara fram hjá deiluatriðinu.
Sækja þeir nú fast á að fá tilhögun
1 samþykkta og hafa látið lög-
fræðinga útbúa samning, hag-
stæðan rikinu. Sumir fulltrúar
hreppanna, svo sem Blöndós-
ingar, hafa fyrir lögnu gengið i lið
með virkjunaraðila, en þeir
þrautseigari verjast enn og vilja
ekki sætta sig við svo mikla eyði-
leggingu gróðurlendis, enda ljóst
að hún er óþörf, jafnvel þótt
Bianda verði virkjuð næst. Málið
er þvi i algeru strandi.
Rangstæðir ráðherrar
Nú hefur fyrir nokkru bæst við
einn valkostur enn þ.e. sá sem á-
litsgerð Verkfræðiskrifstofu
Helga Sigvaldasonar byggist á
(sbr. hér að framan). Miðast
hann viö stiflu við Sandárhöfða og
220 Gl. lón og sparast þá mjög
mikið graslendi. Forsenda hans
er aö Fljótsdalsvirkjun eða hluti
hennar verði byggður á undan
Blönduvirkjun Gegn þvi og öllu
nema tilhögun 1, standa sterkir
aðilar i háum embættum, svo sem
Pálmi landbúnaðrráöherra og
Ragnar fjármálaráðherra sem
standa saman eins og fóstbræður.
En litum nú aftur á grein Bergs.
Hann segir i beinu framhaldi af
fyrri tilvitnun: ,,Nú veit bóndinn
og landbúnaðarráðherrann,
Pálmi Jónsson, manna best
hvernig þessi þjóð hefur gengið
um garða á gróðurlendi landsins
allt frá landnámstið. Ef hann,
með þá vitneskju að bakhjarli,
ætlar að verða forvigismaður
þess i sæti landbúnaðarráðherra
að kaffæra og eyðileggja jafn
mikið og i sjálfu sér verðmætt
gróðurlendi og um er að ræða við
Blöndu, fyrir jafn litla eftirtekju
og framangreint dæmi sýnir, þá
held ég að siöari tima kynslóðir
eigi ekki eftir að syngja honum
mikið lof”.
Undir þetta vil ég taka. Mér
sýnist að margsinnis i þessari
Morgunblaðsgrein hitti greinar-
höfundur naglann á höfuðið og
væri ástæða til að birta hana i
fleiri blöðum.
í ljósi staðreyndanna
Sveitarstjórnarmenn i aðildar-
hreppum Auðkúlu og Eyvindar-
staðaheiða hljóta nú að meta
stöðuna og taka ákvörðun um,
hvort ganga eigi til samninga i
ljósi þeirra staðreynda sem við
blasa.
Þar má nefna að: t
1. Forsendur fyrir nauðsyn þess
að Blönduvirkjun veröi næsta
virkjun hafa reynst rangar
(rafmagnsleysi, nýting ork-
unnar án stóriðju, minni
virkjanir komi ekki til
greina).
2. Fulltrúar rikisvaldsins vilja
um ekkert semja nema mestu
landeyðinguna (tilhögun 1),
þó svo að sumar aðrar tilhag-
anir þurfi ekki frestun virkj-
unar.
3. Hægt er að komast hjá mjög
mikilli eyðingu lands án þess
að gera raforkuna dýrari.
4. Virkjunaraðili viðurkennir
ekki eignarrétt sveitarfélag-
anna að landi og vatnsréttind-
um, þrátt fyrir að enginn vafi
hefur leikið á um hann til
þessa, og þar af leiðandi eng-
an bótarétt fyrir þær eignir.
5. Samningsdrög þau er fyrir
liggja eru bændum liklega
talsvert óhagstæðari en eigna-
nám.
6. Vinnubrögð fulltrúa virkj-
unaraðila hafa verið leiðinleg,
svo ekki sé meira sagt.
7. tJrslitin i málinu hljóta að
verða stefnumarkandi og
verða fordæmi sem aðrir
bændur þurfa að glima við
siðar (t.d. vegna Hofsaf-
réttar).
8. Sauðárkróksbúar gætu tapað
steinullarverksmiðjunni (skv.
framansögðu).
9. Nokkrir einstaklingar og sam-
tök á Norðurlandi hafa með
fyrirgangi og hávaða heimtað
að Blanda verði virkjuð næst,
en harla litil rök fært fyrir
nauðsyn þess.
10. Siðast en ekki sist verða úr-
slitin i þessu máli stefnu-
markandi um hvort allt tal um
gróðurvernd og uppgræðslu
(og framkvæmdir i þá veru)
er aðeins sýndarmennska á
hátiðlegum stundum. — Hug-
sjón sem er fótum troðin
þegar einhverjir metorða-
gjarnir firar telja það henta,
sér til pólitisks framdráttar.
Það tekur út yfir allan þjófa-
bálk að hér af hálfu rikisvaidsins
o.fl. er stefnt að eyðileggingu úr-
vals graslendis algerlega að
nauðsynjalausu á sama tima og
hafnar eru framkvæmdir til að
auka og bæta gróðurlendi þessa
lands — greiða skuld þjóðarinnar
við landið. Alþingi hefur einróma
samþykkt miklar fjárveitingar af
almannafé til þessara nota
(þjóðargjöfin) viö mikla
hrifningu allrar þjóðarinnar og
hefurnú boðað nýja landgræðslu-
áætlun með áframhaldandi fjár-
veitingum til þessa starfs.
Hvernig er þetta hægt?
Hóli i Tungusveit 6. nóv. ’81.
Rósmundur G. Ingvarsson.
þessara gæða og koma þeim i
verð þarf margs með. Það þarf að
flytja framleiösluna á markað og
það þarf að halda við nauðsynleg-
um tækjum fyrir veiðar og
vinnslu. Farmenn vélsmiðir og
netageröarmenn vinna þvi að
þessari verðmætasköpun alveg
eins og stúlkumar i' frystihúsinu.
Þá eru ummælin um gengis-
skráninguna umhugsunarverð
vegna þess hve takmörkuð þau
eru. Það er auövitað rétt að væri
gengið skráð lægra fengi frysti-
húsið fleiri krónur til meðferðar
en eins og málum er hagað leiðir
gengislækkun til verðhækkana
sem sjálfkrafa hækka allt kaup.
Réttlátar launagreiðslur eða eðli-
legt launahlutfall næst ekki með
gengisskráningunni einni saman.
Það kemur greinilega fram i
þessum viðtölum að margir eru
pislarvottar drykkjuskaparins.
Þó er mér grunurá að stundum sé
það ekki látiö koma fram eins
glöggt og efni standa til. „Afi
minn var mikið fyrir að skemmta
sér”,segirein og mér skilst að þá
eigi hún við að hann hafi verið
drykkfelldur rétt eins og engin
skemmtun væri til utan brenni-
vin,- Konan sem gerði sjálfs-
' morðstilraun getur þess aö það
hafi verið eftir að hún var i
„kvöldboði nokkru” án þess að
greina hverjar veitingar voru
þar. En nóg er nú samt þó aö þvi
sé sleppt.
Þetta tel ég að sé góð bók vegna
þess að hún vekur til umhugsun-
ar. Hún minnir á blákaldar
staðreyndir samtiðarinnar. Hún
kynnir okkur konur i erfiðum
kringumstæðum og vekur samúð
með þeim, þvi eins og Inga Huld
fer með þetta efni fáum við góðan
þokka á þeim konum sem hún
kynnir okkur, höfum samúð með
þeim og vildum gjarnan að þeim
gæti liöið vel væri það okkur út-
látalaust. Þvi er þessi bók
virðingarverö tilraun að reyna að
vekja okkur. Þvi hygg ég að þetta
kver megi ugglaust teljast i röö
betribóka sem okkur bætast i ár.
Sem liðsmaöur islenskrar
bindindishreyfingar tel ég mig
hafa sérstaka ástæðu tilaðþakka
fyrir þessa bók, þvi að vist er hún
kröftug áminning um það böl og
smán og niðurlægingu sem ekki
verður afmáð án öflugrar og við-
tækrar bindindissemi.
H.Kr.
^ \
Halldór i.f K? . í
Kristjánsson fljf 1
skrifar um bókmenntir
;
j
óhreinu börnin hennar Evu.
Háskóla-
merkin
■ 1 þættinum þann 30. desem-
ber 1978, sagði ég frá uppboði,
sem hafði verið haldið hjá
Robson Lowe 26. september
það ár. Þá höfðu skotið upp
kollinum alls konar afbrigði,
auk tillöguprentana af
islenskum merkjum, sem
unnin höfðu verið i Englandi.
Einn þessara hiuta var
kannskesásem mesta athygli
vakti, en það var útgáfa há-
skólamerkjanna, sem koma
átti út 17. júni 1940 til að
minnast afmælis háskólans.
Þessi frimerki voru aldrei gef-
in út, einfaldlega af þvi að þau
fórust i hafi á leið til Islands
eins og fleira á striðsárunum.
Hluti upplagsins komst þó til
skila, þótt siðar væri, en of
seint og of litið til þess að af
útgáfu þeirra yrði. Merki
þessi hafa þó oft sést á alþjóð-
legum sýningum, helst er
Thomas de la Rue hafa sýnt
hin ýmsu merki er þeir hafa
prentað en einnig i einkasöfn-
um. Þetta er ástæða þess að ég
segi frá merkjúm þessum i
Islensk f rimerki, án þess þó aö
skrá þau þar sem frimerki.
En það var margt íleira á
þessu uppboði, sem við kemur
islenskri frimerkjasögu. Þar á
meðal reynsluprentanir af
hinni fyrri háskólaútgáfu, sem
gefin var út til þess að minnast
fullveldisafmælisins 1938.
Þessar reynsluprentanir, sem
voru til sölu á uppboðinu voru
án verðgildis. Litir merkjanna
voru hinsvegar þeir, sem siðar
voru notaðir fyrir frimerkin
eins og sjá má á mynd þeirri
er fylgir þættinum að þessu
sinni var það lilla liturinn
A560, P697 sem var á merki
þvi sem myndin er af. En svo
kemur rúsinan i pulsuendan-
um. Þessar reynsluprentanir
voru boðnar á lágmarksboðL
400 sterlingspund en seldust
baraekki. Þá voru ennfremur
boðin i einu númeri 2 ó-
samþykkt eintök af litartillög-
um 10 auranna, sem aldrei
voru gefnir út. Þau áttu að
kosta 30 pund, en seldust ekki
heldur.
Tvö sett af fjórum, af 1940
merkjunum seldust aftur á
móti. Annað á 150 pund en hitt
á 130 pund. Þetta veröur að
telja allhressilegt verð, en
hvað skal gefa fyrir að hafa
slik eintök i safni sinu, sé um
sérsafn að ræða?
Með þætti þessum eru
birtar myndir af 25 og 40 aura
merkjunum, sem gefa átti út
1940. Einasti munur merkj-
anna, ef litið er til útgáfunnar
frá 1938, er að ártölin breytast
úr 1918 og 1938, en verða 1911
og 1940. Þá breytist dag-
setningin úr 1. desember i 17.
júni. Vona ég svo að myndir
þær, sem sendar eru með
þættinum, prentist svo vel, að
lesendum verði þessi munur
ljós.
Háskólamerkin voru á sin-
P'HivtmipiiifflMiii
rVrr
Litarprufa með númeri.
um tima einstaklega falleg
merki, stilhrein og vel unnin á
alian hátt. Það má þó kannske
teljast lán i óláni aö útgáfa
þessi skyldi eyðileggjast, svo
að ekki kæmu svo þétt tvær út-
gáfur með sama myndeíni,
með svo stuttu millibili. En á-
kvarðanatakan og aígreiöslan
var fyrir hendi. Merkin áttu að
koma út. Þvi er þetta óafnrvá-
anlegt úr póstsögu okkar,
þrátt fyrir að póstmálastjórn-
in lét fyrir nokkrum árum
brenna það upplag, sem hér
var til af þessum merkjum.
Þvi verður það safn, sem ein-
hverntiman kannaðverða sett
upp hér á landi, að kaupa þessi
merki af söfnurum lil að geta
lika sýnt þennan hluta póst-
sögunnar, ef ekki vill svo vel
til, að þau eintök, sem ættu að
vera til með bréfum um málið,
séu enn til staðar. Skulum við
vona að svo sé.
En hin brennandi spurning
er og verður hvenær fá
islenskir safnarar og yfirleitt
þeir sem safna islenskum fri-
merkjum, að sjá islenskt póst-
sögusafn íyrir almenning og
sérfræðinga. Við erum orönir
eina Evrópulandið, já þvi
miður, eitt af fáum vanþróuð-
um löndum heims i þessu efni.
Færeyingar frændur okkar,
eru að byggja 2, segi og skrifa
tvöstórhýsi yfir frimerkjasölu
sina og væntanlegt safn. Þó
teljast þeir ekki enn sjálfstæð
þjóö.
1 vetur mun ég gera áður
nefnt uppboð oftar að um-
ræðuefni og birta myndir aí
þvi söluefni, sem þar var að
tinna. Þetta eru allt hlutir sem
varða sögu islenskra fri—
merkja, en ekki er að finna
neitt um, nema i einstökum
uppboðsskrám frimerkjasala
vítt um veröld. Það má ekki
skrifa um þessa hluti i opin-
berar bækur. Þetta eru ó-
hreinu börnin hennar Evu. En
gerum okkur bara grein fyrir
þvi, að þessir hlutir eru
komnir á markaðinn og koma
okkur við. Þeir eru hlutir af
sögu okkar og okkur þýðir
ekki að láta, sem þeir hafi
aldrei verið til, sá timi er lið-
inn.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Sigurdur H.
Þorsteinsson skrifar