Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 13

Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 13
Mi&vikudagur 25. nóvember 1981 li'ISU* 13 Iþróttir Nordurlandamótið í badminton: Danir hirtu öll gullin — Lena Köppen varð þrefaldur meistari hefur 25 sinnum orðið Norðurlandameistari ■ Norðurlandamótið i badmin- ton var haldið i Laugardalshöll- inni um siðustu helgi og að venju voru Danir þar fremstir i flokki og fóru á brott með öll verðlaunin sem i boði voru og var hin heims- fræga Lena Köppen þar fremst i flokki. Lena Köppen sigraði i öllum greinunum sem hún tók þátt i, hún sigraði Nettie Nielsen i úrslit- um i einliðaleik kvenna 9-12 11-1 og 11-3. 1 tviliðaleik kvenna kepptu þær Köppen og Pia Niel- sen á móti Nettie Nielsen og Dorte Kjær og þær fyrrnefndu sigruðu 15-13 og 17-14. Þá sigraði Köppen ásamt Skovgaard i tvenndarleik þau sigruðu Weng- berg og Börjeson frá Sviþjóð 17-14 og 15-9 og voru þau Wengberg og Börjeson þau einu sem komust i úrslit allir aðrir úrslitaleikir voru skipaðir dönskum keppendum. Til úrslita i einliðaleik karla léku þeir Flemming Delfs og Morten Frost, og fór Frost með sigur af hólmi 18-17 og 15-5. Frost lék einnig til úrslita i tviliðaleik karla ásamt Steen Fladberg og þeir sigruðu Delfs og Skovgaard 15-10 og 15-5. Af islensku keppendum er helst frá þvi að segja að þeir féllu úr keppni strax i 1. umferð Guð- mundur Adolfsson var sá eini sem vann lotu en það var gegn Tuominen frá Finnlandi i einliða- leik karla en sá leikur fór 11-15 18- 16 og 2-15. Eins og áður sagði sigraði Lena Köppen i þremur greinum á mót- inuog hefur hún þvi orðið Norður- landameistari i 25 skipti. Mótið var mjög vel skipulagt og Bad- mintonsambandinu til mikils sóma. röp-. Lárus heim án samnings I Lárus Guðmundsson lands- liösmaður i knattspyrnu úr Vikingi kom i gærkvöldi til landsins, en Lárus hefur undan- farna daga verið viö æfingar hjá enska 1. deildarfélaginu Middles- brough með atvinnumanna- samning i' huga. Lárus sagði að- spurður að ekkert myndi verða úr samningum á milli hans og Middlesbrough. ,,Ég lék með varaliði þeirra annan hálfleikinn i einum leik og mér fannst frekar litið til koma, varaliðið' er ákaflega slakt-við fengum varla boltann i leiknum, slikir voru yfirburðir liðsins sem ■Þróttarar unnu stórsigur á KR er félögin léku i 1. deild i hand- knattleik í gærkvöldi i Laugar- dalshöllinni. Lokatölur urðu 25-14 eftiraðÞrótturhafðihaft 14-6 yfir i hálfleik. Leikurinn var aöeins jafn i upp- hafi leiksins en um miðjan hálf- leikinn tóku Þróttarar að siga framúr og sigur þeirra gat þess vegna orðið enn stærri, þvi ekki stóð steinn yfir steini i KR-liöinu. Sóknar- og varnarleikur KR við lékum við. Framkvæmda- stjóri félagsins horfði ekki einu sinni á leikinn og mér fannst áhugaleysi félagsins algjört. Þeir óskúðu eftir þvi að ég léki annan leik með þeim i gærkvöldi en ég hafði ekki áhuga á því. Þráttfyrir það þá leist mér ágætlega á að- stæður hjá félaginu, þeir sögðust ekkert svar geta gefið mér strax svo ég ákvað að fara bara heim aftur”. röp-. var i molum allan leikinn sáust flest allir leikmenn liösins gera byrjendamistök, það var aðeins Brynjar Kvaran markvörður sem stóð upp úr i röndótta félaginu að þessu sinni. Páll Ólafsson var KR-ingum erfiður og virtist geta skorað hvenær sem var og gekk KR erfiðlega að stöðva hann. Páll skoraði flest mörk Þróttar 7 en Alfreð skoraðisex mörk fyrir KR. röp-. Létt hjá Þrótturum „Sárgrætilegt að tapa forskotinu” — segir Þorbergur Adalsteinsson Víkingi sem eru úr leik í Evrópukeppninni ■ „Það var fyrri leikurinn hér heima sem við töpuðum með einu marki 14-15 sem gerði útslagiö með það að við komust ekki áfram”, sagði Þorbergur Aðal- steinsson landsliðsmaður i hand- knattleik úr Viking i samtali við Timann. Vikingur lék um siðustu helgi siðari leik sinn gegn spænska félaginu Atletico Madrid og fór leikurinn fram i Madrid og lauk með sigri spænska liðsins 23-22 og eru Vikingar þar með úr leik i Evrópukeppni meistaraliða. „Það var sárgrætilegt að tapa niður þvi forskoti sem við höfðum náð i leiknum, við höfðum yfir 12- 9 i hálfleik komumst siðan i 16-10, 17-11 og 19-14 og þá voru 12 min. eftir af leiknum. Spánverjarnir keyröu þá upp hraðann ég var tekinn úr umferð og það gekk illa hjá okkur i sókninni, tvivegis var Árni Indriðason frir á linu og i bæði skiptin var brotið illilega á honum en ekkert dæmt. Spán- verjunum tókst siðan að jafna metin 19-19 og siöan var jafnt á öllum tölum upp i 22-22 og 30 sek. eftir af leiknum og var þá leikið maður á mann Spánverjarnir með boltann og þeim tókst að skora sigurmarkið. Þessi leikur var mjög góður af okkar hálfu en það var sárgræti- legt að missa niður svona gott forskot. Kristján var besti maður vallarins og hefur sjaldan verið betri en i þessum leik”, sagði Þorbergur. Vikingum hefur verið boðið aö koma til Madrid næsta haust og taka þátt i fjögurra liða móti og er það þeim algjörlega að kostnaðarlausu auk Vikings og Atletico mun Gummersbach taka þátt i þessu móti en ekki er enn ákveöið hvert fjórða félagið verður. röp-. ■ Lena Köppen kom sá og sigra&i á Nor&urlandamótinu í badminton sem haldið var um helgina. Úrslit leikja í úrvalsdeildinni í körf uknattleik ■ Þrir leikir fóru fram i úrvals- deildinni i körfuknattleik meðan á verkfalli bókagerðarmanna stóð, fjórði leikurinn átti að vera en honum var frestað og var það leikur KR og 1S úrslitin i hinum leikjunum urðu þessi: 1R — Valur 73-91 Njarðvik —Fram 71-92 Staðan i úrvalsdeildinni er nú þessi: Njarðvik..........7 6 1 551:512 12 Fram..............7 6 1 597:533 12 Valur.............7 4 3 553:534 8 KR ..............6 2 4 430:459 4 IR ..............7 2 5 513:553 4 ÍS................6 0 6 442:495 0 Allt fyrir körfuna. Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.