Tíminn - 25.11.1981, Page 19

Tíminn - 25.11.1981, Page 19
Miövikudagur 25. nóvember 1981 19 18. skákiti heimsmeistaraeinvígið í skák Einvfgislok í Meranó ■ Flestir sannir skákunnendur munu hafa varpaö öndinni létt- ar er þær fréttir bárust að ein- vígisnefnunni i Merand væri lokið. Einvigið varð það stysta i sögu heimsmeistaraeinviga og þaö sem verra var, einnig það langverst teflda. Og til þess aö kóróna skömmina kröfðust Sovétmenn þess, aö Kortsnoj fengi ekki að koma uppá sviðið til til þess að taka á móti verð- launum. Sagði i fréttaskeytum, að þeir hefðu óttast að hann not- aði tækifærið til þess að tala um fjölskyldu sina. Nú er það að visu skiljanlegt að Baturinski og félagar vilji sem minnst um þau mál heyra en ef þeir hafa haldið að þeir gætuskrúfaðfyrir Kortsnoj með þessu hefur þeim likast til skot- ist. En vikjum nú litið eitt að ein- viginu sjálfu. Þegar i upphafi var ljóst, að taflmennska áskor- andans var frámunalega léleg og heimsmeistarinn náði afger- andi forystu. Eftir þetta tókst Kortsnoj að vinna tvær góðar skákir,en inná milli tefldihann eins og bam og Karpov jók frek- ar forskotið en hitt. Skákunn- endur um allan heim hljóta að spyrja: Hvað gerðist og hvers vegna? Einfaldasta og rökrétt- asta svarið viö þessari spurn- ingu er vitaskuld það, að Korts- noj hafi verið i afleitu formi og má rökstyðja það með þvi að hann hefur ekki teflt vel að und- anförnu, stóð sig til að mynda laklega i mótum skömmu fyrir einvigið. Hitt er svo aftur annað mál, að taflmennska Kortsnojs bendir til þess að fleira hafi verið að en það eitt að hann hafi verið illa upplagður. Hvað eftir annað gerði hann sig sekan um barnaleg mistök, svo barnaleg, að hefðu sumar skákirnar i ein- viginu verið tefldar i Skákþingi Reykjavikur hefði engum dottið i hug að birta þær, hvað þá meira. Þá hlýtur það einnig aö koma upp i hugann, þegar litið er yfir einvi'gið i heild, hvers yegna Kortsnoj valdi þær byrjanir, sem raun bar vitni. Skák eftir skák tefldi hann sömu byrjan- irnar, ánþessaðfá nokkuð út Ur þeim,og gilti þá einu hvort hann tefldi með hvitu eða svörtu. Menn hljóta t.d. að spyrja, hvers vegna tefldi Kortsnoj aldrei frönsku vörnina, hann hefur aldrei tapað fyrir Karpov á henni. Nei, gamli baráttuvilj- inn, sem hefur einkennt skák- feril Kortsnojs frá fyrstu tiö virðist með öllu horfinn. En hvað um Karpov, hvemig tefldi hann? Það verður að segjast einsog er,að þráttfyrir yfirburðasigur Karpovs var taflmennska hans i Meranó fjarri þvi að vera sannfærandi. Hann vann að visu örugglega þegar Korsnoj lék verst af sér, en annars var taflmennska hans afar litlaus og i þau tvö skipti sem áskorandanum tókst upp lyppaðist heimsmeistarinn niö- ur eins og tömur poki. Beri menn saman taflmennskuna I Meranó og taflmennsku þeirra Fischers og Spasskys hér i Reykjavik 1972 er munurinn augljós. Hérna i Laugardalnum fengum við aö sjá sannkallaða meistaraskák, i Meranó var tefld 3. flokks skák. Enginn mun draga i efa, að Anatoli Karpov er sterkastur þeirra skákmeistara, sem virk- ireru idag. Hann veröur þvi aö teljast verðugur heimsmeistari. Hinu er þó ekki að leyna, að svo lengi sem Bobby Fischer er ofanjarðar mun Karpov sjálfum þykja sem ekki sé fullreynt fyrr en þeir hafa teflt saman. Og mörgum hérlandsmönnum mun þykja sem stjórnvöld i heima- landi heimsmeistarans geri litið úr honum sjálfum meö harðri afstöðu sinni i málefnum Korts- nojs og hans fólks. Þetta á Karp- ov alls ekki skilið, hann er alltof góöur skákmaður til þess að menn geti véfengt verðleika hans 'sem heimsmeistara af' hans sem heimsmeislara af öðr- um ástæðum sem hinum skák- legu og þeim sem hafa kynnst honum ber saman um að hann sé gæöablóð. Og sem þetta er ritað berast fregnir af þvi að svæðamótin fyrir næstu heimsmeistara- keppni séu hafin og þá fara menn aö velta þvifyrirsér, hver verði næsti áskorandi. Þar eru margir tii nefndir en fáir út- valdir. Sá sem þetta ritar á bágt með að trúa þvi' að Kortsnoj komist aftur í gegnum eldlin- una. Margir munu lita vonar- augum til hins unga meistara Kasparovs og má vel vera að þar fari næsti áskorandi. Annar ungur maður, sem ef til vill kemur ekki siður til greina og hefur staðið sig frábærlega vel aö undanförnu er góðkunningi okkar Islendinga, hollenski stórmeistarinn Jan Timman. Af eldri og reyndari stórmeistur- um viröast aðeins tveir geta komið alvarlega til greina, en það eru þeir félagar Tal og Spassky. Hvort einhver þessara manna gæti ógnaö Karpov skal hins vegar ósagtlátið. Og enn er einn ónefndur, sem þó hlýtur aö vera stærsta spurningin og skemmtilegast væri að fá fram á sviðið: Bobby Fischer. En látum nú þessu rabbi tokið og litum á 18. einvigisskákina: Hvítt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Spænskur leikur 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 - Be6 9. Rbd2 (Nema hvaö, menn breyta ekki þvi sem vel gengur). 9. - - Rc5 10. c3 - d4 11. B^xe6 - Rxe6 12. cxd - Rxd4 13. a4! (Hér breytir Karpov útaf frá fyrri skákum og virðist takast að rugla Kortsnoj i riminu). 13. - - Be7 14. Rxd4 - Rxd4 15. Re4 - Be6 16. Be3 - 0-0 17. f4 — Dxdl 18. Hfxdl - Hfb8? (Ljótur leikur og óskiljanlegur. Eftir 18. -Hfd8 væri hvita staðan að visu betri, en svartur gæti varist lengi enn). 19. Hd7! (Nú nær hvitur afgerandi frum- kvæði). 19. - - Bf8 20. f5 - Rd8 (Svarta staðan er ömurleg. Allir menn i borði). 21. a5! (Gerir allar vonir svarts um mótspil að engu). 21. - - Rc6 22. e6 - fxe6 23. f6! (Skemmtilega teflt. 23. - gxf6 gengur vitaskuld ekki vegna 24. Rxf6+ - Kh8, 25. Hxh7 mát). 23. - - Re5 24. Hxc7 - Hc8 25. Hacl - Hcx7 26. Hcx7 - Hd8 27. H3 - H6 28. Ha7 (Nú gat svartur gefist upp með góðri samvisku). 28. - - Rc4 29. Bb6 - Hb8 30. Bx5 - Bxc5+ 31. Rcx5 - gxf6 32. b4 - Hd8 33. Hxa6 - Kf7 34. Ha7+ - Kg6 35. Hd7 - He8 36. a6 - Ha8 37. Hb7 - KÍ5 38. Hxb5 - Ke5 39. Hb7 - Kd5 40. Hf7 - f5 41. Hf6og hérfór skákin i bið en Kortsnoj gafst upp ón frekari taflmennsku. Lokastaöan, Jón Þ. Þór. flokksstarfid Vestur Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn á Hvammstanga fimmtud. 26. nóv og hefst kl. 21.00 Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guönason mæta á fundinum. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna verður haldiö sunnuc^. 29 nóv. nk.kl. 10.00 fyrir hádegiá Snekkjunni (Skiphóll) Hafnarfiröi. Venjuleg aðalfundarstörf og ræður flytja: Jóhann Einvarösson Guömundur G. Þórarinsson Askorun til flokksmanna að mæta vel. Akranes. Samkvæmt samkomulagi stjórnmálaflokkanna á Akranesi, um sameiginlegt prófkjör til bæjar- stjórnarkosninga á Akranesi 1982 lýsir uppstillinganefnd Framsóknarfélaganna eftir framboðum á lista flokksins til prófkjörs. Framboðum skal skilað til formanns uppstillinganefndar, Valgeirs Guð- mundssonar, Vallholti 13, s. 2037, eigisiðar en 25. nóvember n.k. Skrifstofa SUF Rauðarárstig 18 verður opin á miðvikudögum og föstudögum. frá kl.12.30-16.30 Kjördæmisþing i Reykjaneskjördæmi verður haldið i Hafnarfirði 29. nóv. n.k. Nánar auglýst siðar Utboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i jarðvinnu og undirstöður vegna kalda- vatnsgeymis i Svartengi. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik og skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Brekkustig 36 Ytri-- Njarðvik gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Brekkustig 36 Ytri-Njarðvik fimmtudaginn 10. des. 1981 kl. 11. Styrkir til háskólanáms og visindalegs sérnáms i Sviþjóð Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms i Sviþjóö námsárið 1982-83. Styrkurinn miöast við átta mánaða námsdvölog nemur styrkfjárhæðin 2.600 s.kr. á mánuði. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram styrki handa Is- lendingum til visindalegs sérnáms í Sviþjóð. Boðnir eru fram fjórir styrkir til 8 mánaða dvalar, en skipting i styrki til skemmri tima kemur einnig til greina. Styrkf járhæð er 2.600 s> kr. á mánuði og eru styrkirnir ætlaðir til notkunar á háskólaárinu 1982-83. Umsóknum um framangreinda styrki skal komiö til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k., og fylgi staðfest afrit prófskirteina á- samt meðmælum. — Sérstök umsóknareyðublöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytiö, 16. nóvember 1981 góða veis/u gjöra skai... Hljómsveitin öll dansmúsík við allra hæfi Umboðssímar, 16520 á dagipn 8^766 á kvöldin og 72250

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.