Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 20

Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega oPið virka daga ---— 9 19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. bíla til niðurnfs Sími (91)7- 15-51, (91)7- «0-30. WTTTVn HF Skem muvegi 20 H.rLiUI» rlr . Kópavogi Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir &Z Ármiíla 24 i 36510 ffMÉW Miövikudagur 25. nóvember Jóhanna Egilsdóttir á heimili sinu I gær. Timamynd — Róbert. VERKALYÐSHREYFINGIN NÁÐI MIKLUM ÁRANGRI segir Jóhanna Egilsdóttir, sem er 100 ára í dag ■ „Heilsan er alveg sæmileg, ég er heldur ónýt til gangs, en liður að öðru leyti þokkalega,” sagði Jóhanna Egilsdóttir, er Tima- menn hittu hana á heimili hennar i gær, en Jóhanna á 100 ára af- mæli i dag. Jóhönnu þarí'vartaðkynna, þvi hún er löngu þjóðkunn fyrir brautryðjandastörf sin i verka- lýösmálum og forystustörf um áratugaskeið. Jóhanna sat i stjórn Verkakvennafélagsins Framsókn i 39 ár og þar af var hún formaður íélagsins i 28 ár, eða frá 1934 til 1962. Hún sat um 14 ára skeið i miðstjórn ASl og lengi vel var hún i miðstjórn Alþýðu- flokksins. Auk þess var hún bæjarfulltrúi i Reykjavik 1934- 1938 og skamma hrið sat hún á Alþingi sem varaþingmaöur 1948. Þetta eru aðeins örl'á af þeim trúnaðar- og íorystustörfum sem Jöhanna hefur gegnt á langri og starfsamri ævi, en Timamenn hafa hug á að íorvitnast um það, nú þegar þeir eru komnir i heim- sókn til hennar, hvað henni sé efst i huga, þegar hún litur nú til baka. „Gladdi mig þegar Dagsbrún var stofnuð” „Það er náttúrlega margt. Ég minnist þess vel þegar ég var ný- komin til Reykjavikur, þá kom maöur heim tii okkar og sagöi að nú ætti að stofna Verkalýðsfélag- ið Dagsbrún. Þá fóru allir úr hús- inu til þess að vera með i stofnun- inni, nema einn sem ekki átti þá. krónu sem til þurfti. Maðurinn minn fór einnig. Það gladdi mig* mikið að þetta félag var stofnað. Ég minnist þess einnig hve kaupið á þessum árum var lágt, þvi þá fengu karlmenn 25 aura i laun, en konur aðeins 12 aura. Nú, ég gekk i Verkakvenna- félagið Framsókn 1917, þannig að ég var ekki einn af stofnendum þess. Þegar ég hugsa til baka, þá eru mér einnig minnisstæð kjör fólks- ins og aðstæður við vinnuna, þvi áður en ég kom tii Reykjavikur, þá voru konur að vaska i gödd- uðu vatni, úti undir berum himni, en eftir að ég kom til Reykja- vikur, þá fengu þær þó einhvers konar þak yfir höfuðið.” „Verkalýðshreyfingin hefur náð miklum ár- angri” — Jóhanna, ertu ánægð með þann árangur, sem verkalýðs- hreyfingin hefur náð i gegnum ár- in? „Verkalýöshreyfingin hefur náð miklum árangriá þessum ár- um. Hún hefur valdið byltingu i iþjóðfélaginu. 1 dag er mun betra að vera verkamaður, heldur en það var þegar ég kom til Reykja- vikur. Auðvitað þarf að halda á- fram á sömu braut, og til þess að fullu réttlæti verði náð, þarf öll þjóðin að taka bróðurlegan þátt i þvi átaki. Ég hef nú alltaf veriö heldur friðsöm manneskja, en frá sann- færingu m inni hef ég aldrei viljað hvika og þvi held ég þessu fram.” ,,Tek á móti gestum á Hótel Borg i eftirmið- daginn i dag” — Jóhanna, hvernig hyggst þú svo halda upp á 100 ára afmæli þitt? „Ég ætla að taka á móti gest- um i eftirmiðdaginn á Hótel Borg. Móttakan veröur frá þvi kl. 16.30 til 18.30. Ég verð nú að halda þennan fágnað á Hótel Borg, þvi húsnæðið hér leyfir ekki að ég taki á móti mörgum. Fjölskylda min er nú orðin um 60 manns, og svo gæti alltaf farið þannig að fleiri en fjölskyldumeðlimirnir vildu heilsa upp á mig á þessum degi.” — Blaðamaður telur engan vafa á þvi og óskar Jóhönnu til hamingju með daginn og góðrar skemmtunar á honum. —AB fréttir Banaslys við Ferstiklu ■ Fimmtiu og fimm ára gamall starfs- maður hjá Vegagerð rikisins beið bana er hann varð undir stórri skurðgröfu þar sem flokkur Vegagerð- arinnar var að vinna við Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd um kl. 18 i gær. Tildrög slyssins voru ekki m eð öllu ljós þegar Timinn fór i prentun i gærkvöldi. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu þar sem ekki hefur náðst til allra ættingja hans. ;—SjÓ. Stórslys a Elliðaárvog- inum ■ Fernt slasaðist alvarlega, þar af einn lifshættulega, þegar bifreiðvaltá Elliðaár- veginum, skammt frá afleggjaranum að Kleppsspitala um kl. tvö aðfaranótt laugar- dagsins. Slysið vildi til með þeim hætti að öku- maður bifreiðarinnar ók austur Elliðaár- voginn, á leið úr Breiðholti niður f bæ og skömmu áður en hann kom að af- leggjaranum við Kleppsspitala missti hann vald á henni. Fimmmanns voru i bifreiðinni, þrir drengir og tvær stúlkur. Sem fyrri segir slösuðust fjórir alvarlega, en ökumað- urinn slapp að mestu ómeiddur. — Sjó. Staðan óljós hjá bankamönnum ■ Sáttafundur i deilu bankamanna og við-, semjanda þeirra fór fram hjá Guðlaugi Þorvaldssyni rikis- sáttasemjara i gær. Að sögn VilhelmsG. Kristinssonar stóð fundurinn frá klukkan 13.30 til 18.30. Vilhelm sagði stöðuna óljósa, en eins og kunnugt er skellur verkfall bankamanna á á föstudaginn ef ekki nást samningar. —Sjó. dropar Beint af pönnunni ■ Samhljóma feginsand- varp kom frá brjósti bókaútgefenda þegar bókagerðarmenn og v innu veitendur náðu samkomulagi um kaup og kjör og vinna hófstaftur i prentsmiöjunum. Bókaútgáfan Vaka átti mikið undir þvi að við- talsbókin við Gunnar Thoroddsen, sem flestir búast við að verði ein söluhæsta bókin i ár, kæmi út fyrir jólin, en ef verkfailið hefði staðið mikið lengur var það bor- in von. Ólafur Ragnarsson, eigandi Vöku og höfundur bókarinnar, lét þó ekki verkfallstimann fara til einskis heldur bætti einum kafla við bókina, þar sem Gunnar fjallar um nýafstaðinn iands- fund Sjálfstæðisfiokksins og þá stöðu máia sem upp kom að fundinum loknum. Það má þvi segja að bókin verði „beint af pönnunni” þegar hún kemur út, enda grunnt á blaöamanninum ólafi. Krötumekki sjálfrátt? ■ Það hefur löngum verið haft að oröi í borgar stjórn að krötum sé ekki sjálfrátt þegar þeir greiði atkvæði. Eru menn þá minnugir þeirra skrá- vcifa sem Sjöfn hefur gert meirihlutanum á undan- förnum árum. Á siöasta fundi borgar- stjórnar bar það hins vegar til, að Sjöfn stdð upp snemma fundar og tiikynnti að fulltrúar krata myndu sitja hjá, þegar greidd yrðu at- kvæði um leyfi til Video- sóntil graftar I Breiðholti fyrir kapia sina. Þegar til kastanna kom greiddi Sigurður E. Guömunds- son, varamaður Björg- vins Guðmundssonr, at- kvæði með tillögunni, þótt skilja hefði mátt orð hans fyrr á fundinum sem hann væri henni andvig- ur. Skýringin mun fólgin I þvi, að það var Björgvin sem upphaflega flutti til- löguna um leyfisveitingu til Videoson i borgarráöi á sinum tima. Þegar Sigurður heyrði nafn Björgvins nefnt um leið og tillagan var borin upp til atkvæða i borgarstjórn lyfti hann samstundis hendi sinni á loft, að þvi er virðist ósjálfrátt, öðrum borgarfuiltrúum til mikillar undrunar, og reyndar jafnvei honum sjálfum eftirá. Ekki fara sögur af þvi hvernig Björgvin fer að þvi að fjarstýra varamönnum sinum á fundum i borgar- stjórn. Hins vegar þykir mönnum ástand vera orð- ið slæmt i herbúðum ’ krata, þegar Sjöfn er farin að tala um að ekki sé lengur hægt að treysta féiögum sinum i atkvæöa- greiöslum. Krummi ... er aö velta þvi fyrir sér hvert Ásmundur færir „átakspunktinn” næst...

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.