Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 4
'E-i. l~<9t 4 iiii'lií’l Laugardagur 28. nóvember 1981 innlend fréttafrásögn ■ Hér stendur Haraldur Þórbarson vift ekilsbásinn i einum af nýju vögnunum. Timamyndir — G.E. • Ekilsbásinn er talsvert þrengri en tiftkast i öftrum vögnum SVR og mælaborftift þaft hátt aft útsýni vagnstjórans fram fyrir vagninn verftur ekki jafngott og I öftrum vögn- um. Ýmsir hnökrar á Ikarus-vögnumim: „VIUUM HELST lAlA FARÞEGA OKKAR SNIÍA í AKSTURSATT — segir Haraldur Þórdarson hjá Tæknideild SVR • Eins og sagt var frá i Timan- um i fyrradag, eru Ikarus strætis- vagnarnir nú komnir hingaö til lands. Flestum er sjálfsagt i fersku minni hve umdeild kaupin á þessum vögnum voru á sinum tima og ef aö likum lætur á um- talið eftir að vakna á nýjan leik', eftir aö vagnarnir eru komnir á götur borgarinnar. Vagnarnir sem komu til lands- inseru sex talsins og þar af verða þrir i eigu Strætisvagna Reykja- vikur, en þrir i eigu Strætisvagna Kópavogs. Eins og er standa þeir á vörugeymslusvæöi Hafskips, vestur við Njaröargötu, á þvi svæöi sem Tivoli var á, i gamla daga, þvi pappirarnir fyrir þá eru ekki komnir, og hafa þeir þvi ekki veriö afhentir SVR og SVK. Rodkál Rodkal ognœnn Ti'mamenn fengu Harald Þóröarson, deildarstjóra Tækni- deildar Strætisvagna Reykja- vikur til þess að skreppa með sér vestureftir, til þess að fá að skoða Ikarusvagnana. Hátt upp í vagnana Það fyrsta sem vekur athygli, þegar stigið er upp i vagnana, er hversu hátt þarf að stiga. Miðað við aðra strætisvagna hjá SVR er hérum greinilegan hæðarmun að ræða. Þegar inn er komið, og ekilsbásinn og mælaborðið blasa við, þá sést að básinn er talsvert þrengri en tiðkast i öðrum vögn- um SVR, og mælaborðiðer hærra og kantaðra en tiðkast. Auk þessa eru takkar þeir sem bilstjórinn styður á, þegar hann opnar og lokar hurðum vagnsins framarlega til hægri i mælaborð- inu, en i öðrum vögnum SVR eru þessir takkar við vinstri hönd vagnstjórans. Virðist blaðamanni sem þarna séum óhentugra fyrirkomulag að ræða, en á öðrum vögnum, auk þesssem honum sýnist sem hæð- in upp i vagnana geti veist eldra fólki og ungum börnum erfið. Hann spyr þvi Harald hvort ekki eigi að gera neinar breytingar á vögnunum, áður en þeir verða settir Ut i umferðina. „Viö teljum ekki rétt að gera neinar breytingar á þessum vögnum, þvi borgarráö ákvaö að kaupa þá til reynslu og var það að sjálfsögðu veröið sem réði miklu um þá ákvörðun. Þessir vagnar koma hingaö fullbúnir og tilbúnir til þess að fara út i umferðina og við teljum að þeir eigi að fara út i hana i algjörlega óbreyttu á- standi. Það á að fá af þeim reynslu og bera þá saman viö þá vagna aöra sem við erum með, án þessaö þeim sé breyttá einn eða annan hátt.” ,,Reynslan á eftir að skera úr um ágæti vagn- anna” — Standast þessir vagnar þær gæðakröfur sem þiö hjá SVR hafið hingað til gert til vagna ykkar? „Ég ætla nú alls ekki aö fara að leggja mat á þessa vagna eða dæma þá, áður en við erum búnir að fá einhverja reynslu á þá. Við teljum aö farþegarnir, vagn- stjórarnir og viögerðarmennimir veröi að leggja sitt mat á ágæti þessara vagna, þegar þar að kemur en þaö er að sjálfsögöu reynslan sem verður að skera úr um ágæti vagnanna. Það er þó óhætt að nefna það hér, að við hjá SVR viljum helst láta farþega okkarsitjaþannig aö þeir snúi i akstursátt, enda er eldra fólki meinilla við að setjast þannig að það snúi baki i aksturs- átt, en i' þessum vöngum þá eru sætin þannig að farþegar þeir sem sitja snúa i þrjár áttir. Annað sem benda má hér á, er að vagnar þessir eru 1.3 metrar styttri en Volvo vagnarnir og á háannatima gæti það hreinlega kostað það að við þyrftum að senda aukavagna með þessum vögnum . En eins og ég segi, þá á reynslan ein eftir að skera úr um ágæti vagnanna.” Taka 38 manns i sæti Ikarus vagnarnir taka 37 manns i sæti, og i vagninum er gefið upp að stæði seu fyrir 47 manns. Haraldur tók okkur þó vara viö þeirri tölu, þvi hann sagði aö Ungverjarnir hefðu aðrar útreikningsaðferðir i þessu sambandi en við. Sagði hann að hér væru 5 farþegar á fermetrann leyfðir og ætti Bifreiðaeftirlitiö eftir að reikna út leyfilegan far- þegafjölda i þessum vögnum. Þess verður eflaust ekki langt að biða aölkarus vagnarnirsjáist á götum boragarinnar og geta þá farþegar SVR kynnt sér hvernig er að feröast með þeim. Haraldur tjáði Timamönnum að vagnarnir yrðu settir á leiðir með Volvo strætisvögnunum, þvi þaö ætti jú aðallega að bera þá saman viö þá. —AB ■ Þaft getur reynst stuttfættum og öldruftum fremur erfitt aft stiga upp I nýju vagnana, þvi svo hátt er á milU trappa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.