Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. nóvember 1981
5-
erlent yfirlit bridge 1-
...; .
Brésnjef og Strauss ræddust viö I Bonn.
Gagnleg viðtöl
þjóðarleiðtoga
Schmidt reyndi að draga úr tortryggni
■ EFTIR viðræöur þeirra Bré-
snjefs og Helmuts Schmidt i
Bonn, sem fóru fram á mánudag
og miðvikudag i þessari viku,
viröist nokkur ástæöa til aö vera
vonbetri um árangur viöræöna
risaveldanna, sem eiga að hefjast
i Genf 30. þ.m. um takmörkun
meöaldrægra eldflauga i Evrópu.
Enginn beinn árangur náöist þó
i viöræöum þeirra Brésnjefs og
Schmidts um eldflaugamálin,
enda aldrei til þess ætlazt. Af
hálfu Schmidt var skýrt tekið
fram, aö hann heföi ekki umboö
til samninga um þetta mál,
heldur væri það i hendi Banda-
rikjaforseta. Tilgangur viðræðna
þeirra Brésnjefs væri fyrst og
fremst aö auövelda samninga-
geröina, sem færi fram i Genf
milli fulltrúa risaveldanna.
Taliö er aö Schmidt hafi reynt
aö fá Brésnjef til aö fallast á til-
boð Reagans um aö Nato hætti viö
eldflaugaáætlun sina gegn þvi aö
Rússar eyöilegöu 600 eldflaugar,
sem skjóta má af jöröu. Vafalaust
hefur hér þó verið um formsatriöi
að ræöa af hálfu Schmidts, þar
sem hann vissi fyrirfram aö Bré-
snjef myndi hafna tilboðinu.
Sennilega mun engum hafa
dottið i hug, aö raunverulega væri
þannig búið aö ná samkomulagi
áöur en viöræðurnar hæfust i
Genf.
Hins vegar er talið, aö Schmidt
hafi orðiö eitthvaö ágengt i þvi aö
draga úr tortryggni Brésnjefs i
garð Bandarikjastjórnar. Rúss-
neskir ráðamenn eru af ástæöum,
sem ekki eru aö öllu leyti ástæöu-
lausar, tortryggnari á samninga-
vilja Reagans en þeirra Carters,
Fords og Nixons. Þessari tor-
tryggni mun Schmidt hafa reynt
aö eyöa og bent á hinn nýja tón i
ræðu Reagans, sem hann haföi
flutt i vikunni áöur.
FRÉTTASKÝRENDUR gizka
yfirleitt á, að Schmidt hafi orðið
nokkuö ágengt i þessu efni.
Alls ræddust þeir Brésnjef og
Schmidt við i 10 klukkustundir
ýnist einslega, ásamt túlkum sin-
um, eöa meö ráðunautum sinum.
Taliö er, að niðurstaöan af við-
ræöum þeirra hafi verið i höfuð-
atriðum þessi:
1. Brésnjef lýsti yfir þvi, aö þaö
yrði fyrsta tillaga Rússa, þegar
viöræðurnar byrjuöu i Genf, aö
leggja til að risaveldin stöövuöu
allar framkvæmdir á sviði hvers
konar meöaldrægra vopna meöan
viöræðurnar stæöu yfir.
2.1 framhaldi af þessu, ef sam-
komulag næst um áöurgreinda
frystingu, séu Sovétrikin tilbúin
aö fækka meðaldrægum eldflaug-
um, sem skjóta má frá jöröu, um
a.m.k. 100 og veröi þá dregiö til-
svarandi úr eldflaugaáætlun Nato
frá 1979.
3. Sovétrikin kjósi samninga
um takmörkun meöaldrægra eld-
flauga af öllum geröum, þ.e. auk
eldflauga, sem skjóta má af
jöröu, eldflauga, sem skotið er af
skipum eða úr flugvélum. Þá
veröi tekiö tillit til kjarnorku-
vopna Breta og Frakka, og stefnt
að jafnvægi á þeim grundvelli, að
kjarnvopnastyrkur Sovétrikj-
anna veröi svipaöur og þeirra
þriggja Natorikja, sem ráöa yfir
kjarnorku vopnum.
Búast má viö, aö Bandarikin
fallist ekki á þessa tilhögun viö-
ræðnanna, sem Rússar kjósa
helzt, og nokkurt þóf geti þvi oröið
i fyrstu um dagskrána.
Biliö viröist hins vegar ekki þaö
mikiö, aö þaö megi ekki jafna, og
viöræður þeirra Brésnjefs og
Schmidts viröast hafa oröiö til
þess aö minnka þaö.
1 sameiginlegri yfirlýsingu,
sem þeir birtu eftir viöræöur
sinar lýsa þeir þeim vilja sínum
aö vinna aö þvi aö jafnvægi náist
milli austurs og vesturs i Evrópu
á sviöi kjarnvopna, og frekari af-
vopnun geti svo fylgt i kjölfariö.
Auk þeirra viöræöna, sem Bré-
snjef átti viö Helmut Schmidt
ræddi hann viö fulltrúa frá þing -
flokkunum, m.a. frá flokki kristi-
legra i Bæjaralandi og tók Franz
Josef Strauss þátt i þeim viöræö-
um.
VEL má vera, aö siöar veröi
þaö talið merkast i sambandi viö
komu Brésnjefs til Bonn aö þessu
sinni, aö tveimur dögum áöur var
undirritaöur samningur milli
rússnesks rikisfyrirtækis og
fyrirtækja i Vestur-Þýzkalandi
um stórfellda sölu á gasi, sem
veröur flutt eftir mikilli leiðslu
frá Noröur-Siberiu til
Vestur-Evrópu. Fyrirtæki i
Vestur-Evrópu munu leggja gas-
leiösiuna aö mestu og útvega
lánsfé til framkvæmdanna. Þetta
veröur mesta fyrirtæki sinnar
tegundar i heiminum.
Þaö hefur verið álit margra
þeirra, sem hafa látið sér mest
umhugaö um friö i heiminum, aö
aukin viöskipti og samvinna á
sviöi tæknimála gætu átt meiri
þátt i þvi en nokkuö annaö aö
draga úr tortryggni milli rikja.
Frá þvi sjónarmiöi er áreiðan-
lega tvimælalaust ástæöa til aö
fagna umræddu samstarfi milli
austurs og vesturs i Evrópu.
Areiöanlega mun þaö lika bæta
andrúmsloftiö, aö Reagan hefur
afnumiö banniö á kornsölu til
Sovétrikjanna. Þvi frjálsari sem
viöskipti eru milli þjóöa, þvi
meiri von er um aukinn gagn-
kvæman skilning.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Stórmót á Akranesi
— og peningamót hjá TBK
Bridge...
■ Núna um helgina fer fram
stórmót á Akranesi og veröur
spilaö þar um vegleg peninga-
verölaun auk silfurstiga. Þaö
er Hótel Akranes og Bridge-
klúbbur Akraness, sem standa
fyrir mótinu. Miðaö hefur ver-
iö við þátttöku 32 para og
veröa spiluö 3 spil milli para,
barómeterfyrirkomulag.
Verðlaun veröa veitt fyrir
fyrstu þrjú sætin, 8 þús., 4,5
þús. og 2,5 þús. kr.
Peningaverðlaun
hjá TBK
N.k. fimmtudag hefst
þriggja kvölda Butler tvi-
menningskeppni hjá félaginu.
Vegleg peninga verðlaun
veröa i boöi fyrir þá sem lenda
i efstu sætunum. Væntanlegir
þátttakendur veröa að láta
skrá sig i simum 19622 (Auö-
unn Guömundsson) eöa 44988
(Sigfús Sigurhjartarson) ekki
siðar en þriöjudaginn 1. des.
Spilaö er i Domus Medica og
hefst spilamennskan kl. 19.30
stundvislega.
Sveit Páls
sigraði
1 fyrrakvöld lauk hraö-
sveitakeppni TBK meö sigri
sveitar Páls Valdimarssonar
eftir haröa baráttu viö sveit
Gests Jónssonar. Sveit Páls
hlaut 1947 stig og i henni voru
auk Páls fleiri þekktir spilar-
ar, þeir Óli Már Guðmunds-
son, Guömundur Páll Amar-
son, Þórarinn Sigþórsson, Jón
Baldursson og Valur Sigurðs-
son. Sveit Gests varö i ööru
sæti eins og fyrr segir, en svo
komu:
3. JúliusGuömundsson 1789
4. Hróðmar
Sigurbjömsson 1769
5. AuðunnGuðmundsson 1763
6. SiguröurSteingrimsson 1761
Breiðfirðingar
I fyrrakvöld voru 9. og 10.
umferð sveitakeppninnar spil-
aöar og aö þeim loknum er
staöa efstu para þannig:
1. Hans Nielsen 160
2. Ingibjörg Þórðard. 144
3. Kristján Ólafsson 142
4. Kristin Þórðard. 131
5. Erla Eyjólfsd. 129
6. Marinó Kristinss. 120
7. Elis R. Helgason 118
8. Sigriður Pálsd. 103
10. Ólafur Ingimundars. 101
Mótiö er nú rúmlega hálfn-
að, þvi spilaöar veröa 19 um-
feröir, en 20 sveitir taka þátt i
keppninni.
Bilstjórar
Þremur umferðum er nú
lokið i sveitarkeppni bilstjóra
frá BSR, Hreyfliog Bæjarleiö-
um. Spilaöir eru 32 spila leikir
á mánudagskvöldum og taka
12 sveitir þátt i keppninni.
Staöa efstu sveita er nú þann-
ig:
1. Daniel Halldórss. 54
2. Birgir Siguröss. 52
3. Guölaugur Nielsen 42
4.-5. SkjöldurEyfjörö 40
4.-5. Jón Sigurðss. 40
Sjálfsbjörg
Þegar eitt kvöld er eftir i
hraðsveitakeppni félagsins er staöa efstu sveita þannig:
1. Jóhann P.Sveinss. 1402
2. Rut Pálsd. 1400
3. Gfsli Gubmundss. 1380
4. Pétur Þorsteinss. 1326
Sjösveitirtaka þáttikeppn-
inni og er spilaö á mánudags-
kvöldum.
Bridgefélag
Siglufjarðar
Siglufjaröarmóti f tvimenn-
ing lauk mánudaginn 23. nóv.
meö góöum sigri Asgrims Sig-
urbjörnssonar og Jóns Sigur-
björnssonar,en þeirhöfðu for-
ystuna á hendi allt frá byrjun.
Aiis tóku 14 pör þátt i' mótinu
og varð röð ef stu para sem hér
segir:
1. Asgrimur Sigurbjömsson —
JónSigurbjörnss. 620
2. Guöjón Pálsson —
Viðar Jónsson 612
3. Gottskálk Rögnvaldss. —
JónasStefánss. 595
4. Siguröur Hafliðason —
Valtýr Jónass. 593
5. Niels Friöbj.son —
Guðm.Arnason 584
Næsta keppni veröur hraö-
sveitakeppni og hefst hún
mhaudaginn 30. nóv. Spilað er
i Sjálfstæöishúsinu og eru nýir
félagar velkomnir.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Mánudaginn 16/11 ’81 lauk
sveitakeppni, meö stuttum
leikjum. Sigurvegari varö
sveit Sævars Magnússonar er
auk hans spiluðu i sveitinni
Höröur Þórarinsson, Magnús
Jóhannsson og Bjarni Jó-
hannsson. Annars varö röö
efstu sveita þannig:
1. SævarMagnússon 132
2. KristóferMagnússon 128
3. Aöalsteinn Jörgensen 114,5
4. DröfnGuömundsdóttir 113,5
5. SigurðurLárusson 97
6. Kristján Hauksson 71
Slðastliöinn mánudag hófst
svo tveggja kvölda Rúbertu-
keppni hjá BH Spilað er eftir
Monrad-kerfi.
Staöan eftir fyrra kvöldið:
1. Jón Sigurðsson —
Sævaldur Jónsson 27
2. Arni Már Björnsson —
HeimirTryggvason 26
3. Böövar Guömundsson —
StigurHerlufssen 26
4. Lárus Hermannsson —
Ólafur Valgeirsson 25
Næstkomandi mánudag
verður spilamennsku fram-
haldiö en hún hefst stundvis-
lega klukkan hálf átta i Slysa-
varnarhúsinu á Hjallahrauni.
Bridgefélag
Reykjavikur
Tiu umferðum er nú lokiö i
sveitakeppni félagsins og er
staða efstu sveita þannig:
1. Sævar Þorbjörnsson 139
2. Jakob R. Möller 138
3. Egill Guöjohnsen 131
4. SiguröurB. Þorsteinss 126
5. Aöalsteinn Jörgensen 117
6. öm Arnþórsson 116
7. Kai-1 Sigurhjartarson 115
8. Þórarinn Sigþórsson 108
Tvær efstu sveitirnar spila
saman i 11. umferön.k. mánu-
dag.
N>' bridgebók
á islensku
Á næstunni er von á nýrri
bridgebók á markaöinn og er
það bókin ,,A short cut to
winning bridge” eftir Shein-
wold. Þaö er Sigurjón
Tryggvason sem þýöir bókina
en hann hefur áöur þýtt og
gefiö út bókina ,,A opnu
borði”. óhætter aö mæla meö
þessari bók, en i henni eru
ýmis grundvallaratriði i
bridge tekin fyrir meö gdöum
dæmum.
Magnús Ólafsson /
skrifar JbkJJ