Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1981, Blaðsíða 8
ivmrn Laugardagur 28. nóvember 1981 Laugardagur 28. nóvember 1981 9 8 Jón Jónsson forstöðumadur Hafrannsóknarstofnunar: „KOMNIR LENGRA í FISKFRIÐUN EN NAGRANNAÞJÓÐIR OKKAR” ■ Siguröur Cunnarsson merkir grásleppu I rannsóknarferö. ■ Jón Bjarnason les aldur á þorskhreistri i einni af rannsóknarferöum stofnunarinnar. ■ Mælingar á sjávarhita um borö I Bjarna Sæmundssyni. ■ Stofnunin hefur til umráöa sina eigin tölvu sem auöveldar alla vinnslu á gögnum þeim sem berast stofnuninni. ■ „Viö islendingar erum komnir talsvert lengra i fiskfriðun en nágrannaþjóöir okkar og byggist þaö meöal annars á þvi aö i ýmsu hefur veriöfarið eftir þeim tillög- um sem Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til i þeim efnum” sagði Jón Jónsson forstöðumaöur Haf- rannsóknarstofnunar i samtali viö Timann en hlutverk þeirrar stofnunnar er m.a. aö afla þekk- ingar á hafinu og lifriki þess til skynsamlegrar nýtingar á auð- lindum þess. „Ef viö tökum þorskstofninn sem dæmi þá eru tillögur um há- marksafla hluti af stjórnun veið- anna. Þýðingarmesta aðferð okk- ar til endurreisnar þorskstofnsins var fyrst og fremst útfærsla fisk- veiðilögsögunnar, siðan ýmsar aðgerðir m.a. stækkun möskvans i botnvörpum, fyrst i 135mm og siðan i 155 mm. Norðmenn eru til dæmis enn aö reyna að fá þvi framgengt að stækka möskvann i 135mm en það gengur ekki og stækkun i 155 er langþráður draumur hjá þeim, en reynslan okkar sýnir hve þessar aðgerðir eru þýðingarmiklar fyrir upp- byggingu stofnsins. Við erum að vernda smáfiskinn með svona stórum möskvum og þetta hefur vakið athygli viða um heim.” Tölvur hafa breytt miklu. „Við höfum engan áhuga á þvi að stækka stofna meira en nauð- syn krefur og byggjum ráðgjöf okkar á þvi að stofnarnir séu nýttir á skynsamlegan hátt en listiner að finna út það jafnvægi, þar sem hvorki er tekið of litið eöa of mikið úr stofnunum.” „Vitneskja okkar er ekki full- komin á þessu sviði, frekar en öðrum en þrátt fyrir þaö má segja að miklar framfarir hafa orðiö á þekkingu okkar á ástandi nytja- stofna og áhrifum veiðanna á þá, sérstaklega stæröfræðilegri úr- vinnslu gagna.” „Á undanförnum áratug hafa orðið verulegar framfarir á þessu sviði og þar kemur til skjalanna tölvutæknin en með henni getum við unnið mun betur úr gögnum sem viögátum ekki nema að tak- mörkuöu leyti áður.” „Viö höfum okkar eigin tölvu hér á stofnuninni sem mötuð er daglega á þeim gögnum sem inn koma. Sem dæmi má nefna að um leið og við höfum lesið úr aldurs- sýnishornum á þorski eru þau gögn sett inn i tölvuna og þau fara á sinn stað i kerfinu en hægt er að kalla þau fram hvenær sem er og þegar dæmið er gert upp er öllum gögnunum raðað saman á þann hátt sem þörf er á og þau sett inn i Hafrannsóknarstofnunarinnar. prógrömm sem við höfum til að meta ástand fiskistofnanna.” Landhelgismálið. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar á sinum tima var m.a. byggð á ótta okkar við það hve mikið var farið að ganga á fiskstofnana hér við land og þar lagði Hafrann- sóknarstofnunin fram þau gögn sem hún hafði um þau mál og var sú þekking mikilvægur þáttur i málinu. Það var okkar mat að fiskistofnarnir þyldu ekki það álag sem þessar alþjóðlegu veið- ar sköpuðu. Þekking okkar styrkti þessar aðgerðir og það var ætiðmat islendinga að við værum sjálfir færastir um að stjórna þessum veiðum sem eru grund- völlur efnahagslegrar velferöar þjóðarinnar”. „Stofnunin hefur ætið gengt fræðilegu hlutverki af þessu tagi frá þvi hún var stofnuö og það hlutverk var áður i höndum fyrir- rennara stofnunarinnar, fiski- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans.” Loðnuveiðar Á undanförnum vikum hefur mjög verið deilt um ástand loðnu- stofnsins, viö leituðum álits Jóns á þeim málum. „Stofnunin hefur ekki sagt að loðnustofninn væri hruninn, það hafa blaðamenn sagt. Ég var að visu ekki heima er þessi frétt kom en árangur fyrstu mælinga okkar á stofninum var ansi dapurlegur, en siðan hafa verið endurteknar mælingar sem sýna okkur heldur stærri stofn. Þrátt fyrir það virð- ist ástandið alvarlegt.” „1 fyrri yfirferðinni komu fram ýmis atriöi sem voru óörugg þannig að þau þurftu sérstakrar athugunar við. Við sögðum þó ekki að stofninn væri hruninn heldur að mælingar gæfu tilefni til aö fara þyrfti að öllu með gát.” Fiskifræðingar mega vel við una. t framhaldi af þessu spurðum við Jón hvort stjórnvöld tækju al- mennt nógu mikið mark á þvi sem sérfræðingar stofnunarinnar legðu fram? „tslenskir fiskifræðingar mega tiltölulega vel við una bæði hvað varöar afstöðu stjórnvalda og af- stöðu sjómanna og útgerðar til þess sem þeir leggja fram. Eng- inn er spámaður í föðurlandi sinu, allra sist i fiskifræðum en mér finnst ef við litum yfir samskipti okkar viö bæði ráðuneyti og fiski- menn og berum þaö saman við nágrannalöndin að okkar hlutur sé snöggtum skárri. „Eins og ég sagði fyrr þá erum við framarlega hvað varðar ýmsa fiskifriðun eins og til dæmis möskvastærð i botnvörpum. Tak- markanir á heildarafla eru nauðsynlegar lika þvi við erum komnir upp að veggnum að þvi er varðar ýmsa nytjastofna. Við viljum byggja upp stofnana þann- ig að þeir séu nógu stórir til þess að ekki verði miklar sveiflur i veiðunum,en slikar sveiflur hafa mikil áhrif á efnahagslif þjóðar- innar og er æskilegt að stofnarnir gefi af sér nokkuð jafnan afla yf- ir langt árabil.” „Við teljum að þegar aðgerðir okkar til friðunar þorskstofnsins hafa náð tilgangi sinum geti hann gefið af sér um 450 þús. tonn á ári að meðaltali en nátttúrulegar sveiflur geta raskað einhverju. Með skynsamlegri nýtingu á hann að geta gefið þetta af sér og tak- mark okkar er að koma honum i það ástand.” Hvað aftur á móti loðnu varðar þá er hún þaðskammlif að ekki er hægt að byggja upp þann stofn á sama hátt, sveiflurnar eru svo gifurlegar. Ónýttar tegundir. „Þvimiður er ekki um auðugan garð að gresja i ónýttum fisk- stofnum hér við land og við verð- um þvi að fara varlega i sakirnar á þvi sviði.” „Hér er helst um að ræða djúp- sjávartegundir eins og t.d. lang- hala og gulllax. Þær tegundir eru ekki nýttar af islendingum en ekki er vitað nákvæmlega hvað þessir stofnar eru stórir en viö höfum reynt að athuga það eftir efnum og ástæðum. Ég tel þá aö við getum nýtt þessar tegundir betur. Langhalinn er náskyldur þorski .þótt hann sé ófrýnilegur útlits og er ágætis matfiskur. Sovétmenn hafa veitt hann mikið þar sem þeir hafa náð i hann og hann er seldur i búðum i Moskvu. Ég hef borðað hann hér heima og finnst hann ágætur, flökin minna helstá þorskenerulausari i sér.” „Gulllaxinn er svo nýrri tegund og blálangan þriðja en islending- ar veiddu tiltölulega litiö af blá- löngu áður, en hafa nú aukið mjög veiðar á henni þannig að ég er hræddur um að við séum þegar komnir i fulla nýtingu á þeim stofni. „Hiin er afbragðs matfisk- ur. „Þetta eru allt litlir stofnar svo að við verðum að fara varlega i veiðar á þeim þvi við eigum svo afkastamikinn flota að hann gæti ofnýtt þessar tegundir á ör- skömmum tima.” Fjögur skip Hafrannsóknarstofnunin hefur nú til umráða fjögur skip, þessi skip eru Árni Friðriksson, 449 lestir, Bjarni Sæmundsson, 777 lestir, og loks má geta Hafþórs sem áður hét Baldur, 741 lest aö stærð, komst i umsjá Hafrann- sóknarstofnunarinnar árið 1977. Jón sagði að þessum skipum væri i ár að meðaltali haldið úti 9 mánuði en það væri sparnaðar- ráðstöfun af hálfu stjórnvalda. I ferðum þessara skipa finnast iðulega sjaldséðar tegundir fiska ogannarraidýrasem lifa i sjónum hér við land. Þessum tegundum hefur verið haldið til haga hjá stof nuninni og nú er búið að koma þar upp visi að safni þessara teg- unda. Alltaf er eitthvað nýtt að koma inn á borð hjá stofnuninni af þessu tagi og er blaðamenn Tim- ans litu þar inn hafði stofnuninni nýlega borist nokkrar hauskúpur af fiski sem ekki hefur fundist hér viö land áður og gefið hefur verið heitið Mjónefur. Áð sögn Jakobs Magnússonar deildarstjóra virðist samkvæmt þessum beinum að fiskurinn sé frekar ófrýnilegur en hann mun likjast rottufiski i útliti énda skyldur honum, en rottufiskur mun stundum fást i vörpur sjó- manna. —FRI ■ Þórunn Þóröardóttir deildarstjóri sýnir blaðamönnum geislatæki sem er notað við rannsóknir á svifi meöal annars. ■ Kristin Norðdal vinnur við aldursákvaröanir. ■ Nokkrar hauskúpur fisks sem ekki hefur fundist hér við land áður en gefift hefur verift heitift Mjónefur. ' w OG100 % ATTFRIÁLS FYRIR UNGT 1 Vísitölutiyggingin er reiknuð út mánaðarlega og hœkkunin lögð við innstœðuna í byrjun nœsta mánaðar á eftir. 1.......WtjWSm V:: ■ . * Skylduspamaðaríé er skattírjálst með öllu. « Vextir nema 2% á ári. Á þessum kj örum hœkkuðu t.d.kr. 3.930,-íkr. 5.932,-írá júlímánuði 1980 til sama tíma 1981. Hœkkun: 50.94%. Skyldusparnaður í Byggingasjóði ríkisins er ein hagstœðasta ávöxtun spariíjár sem ungt íólk á kost á nú. Því skal það hvatt til að: 1. Takaekki út inneign sína, þótt réttur til þess sé íyrir hendi, nema brýn nauðsyn krefji. 2. Fylgjast rœkilega með því að atvinnurekandi greiði tilskilinn hluta launanna reglulega á skyldusparnaðarreikning. Öll írávik frá því geta leitt til taps á vöxtum og verðbótum. Þetta eru hyggindi sem í hag koma, því: Skyldusparnaður nú getur gert íbúðarkaup möguleg síðar. #

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.