Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 5
5
Þáttur Velvakanda og
annarra lesendadálka
dagblaðanna
Ekki höfðu deilur þessar varað
lengi, og ekki höfðu þeir Frey-
móður og Kristján skrifað marg-
ar blaðagreinar þegar dagblaða-
lesendur föru að taka virkan þátt
iumfjtSlun um kvikmyndina um-
deildu, með skrifum sinum í les-
endadálka dagblaðanna. Mest
bar á skrifum þeirra i Velvak-
anda Morgunblaðsins, en lesend-
ur annarra blaða lýstu þó einnig
skoðun sinni á máli þessu og
skiptust bréfahöfundar i tvær
fylkingar.einsog búast mátti við.
Var það ýmist að menn tækju
undir með þeim Freymóði og
Kristjáni, eða að þeir lýstu þeirri
skoðun sinni að Freymóður og
Kristján væru hleypidómafullir
og hneykslunargjarnir, og þar að
auki hvatabældir. Urðu lesenda-
bréfin mýmörg áður en yfir lauk.
Verða hér á eftir gefin nokkur
dæmi um það hvernig lesenda-
bréfin hljóðuðu:
Háskólaborgari á Akureyri rit-
aði Velvakanda bréf þar sem
hann sagði m .a., ,Mér hrýs hugur
við því, ef þessi mynd á eftir að
koma hingað til Akureyrar, i bæ
skólaæskunnar. Mér er kunnugt
um, að í Reykjavik eru það nær
eingöngu unglingar, piltar sér-
staklega, sem horfa á mynd
þessa. Ég sá þá hnipna og undar-
lega á svipinn fyrir utan kvik-
myndahúsið i hléi fyrir nokkru.
Þeirvoru að jafna sig eftir sjokk-
in i fyrri helmingi myndarinnar
og búa sig undir seinni hlutann.”
Annar pennavinur Velvakanda
sem nefndi sig biógest, ritaði
þættinum bréf sem hann nefndi
með sliku. Þetta fólk hneykslastf
yfirleitt á öllu, sem viðkemur
kynferðislifi, og þá jafnt, þóttum
fræðslu um þau mál sé að ræða.
Fyrir þvi fólki er allt kynlif
„klám” og þess vegna er kyn-
ferðisfræðsla ,,klám”. Yfirleitter
kynlif þessa fólks i molum,
t'ræðsla litil sem engin, og þvi
vaða hleypidómar uppi. Hneyksl-
un þesa fólks er oftast sprottin af
bælingu eðlilegustu hvata. Þessu
fólki liður þvi illa og á sizt af öllu
að legg ja leið si'na i Hafnarbió um
þessar mundir. Við hin viljum
aftur á móti fá að ráða þvi sjálf,
hvað við sjáum og sjáum ekki.
Við viljum fá að velja og hafna.
Við göngum út Ur kvikmyndahús-
inu, ef okkur ofbýður. Það geta
allir. Við erumfrjálsirmenn, sem
búum á íslandi, eða hvað?
Þeir sem fara i Hafnarbió ein-
göngu öl þess að hneykslast (þvi
það gera þeir með þvi þeir kaupa
miða ogsitja undir „ógeðinu”) og
auglýsa eigin skapgerðarbresti
og hvatabælingar opinberlega,
eiga bágt. Fyrst sjá þeir myndina
og lýsa svo yfir skoðun sinni á
henni og heimta siðan að okkur
hinum sé bannað að sjá það
sama. Þetta vesalings fólk hefði
betur farið til sálfræðings.”
,,Myndin er kennslu-
mynd i klámi og við-
bjóðslegum sora”
„Móðir” ritaði áskorunarbréf
■ „Vændiskona af götunni og
einhvers konar „Hippi”, var
lýsingin sem Freymóöur
Jóhannesson notaði yfir tvo aöal-
leikara kvikmyndarinnar „Tákn-
mál ástarinnar”.
mæltu stjórnendur fundarins
harðlega, hvað Freymóður
kvaðst taka til greina. Þar með
lauk þessum fundi, án þess að
fundargestir gætu sameinast um
sameiginlega niöurstöðu i þessu
heita deilumáli.
Heldur varð þessi fundur til
þess að slá á skrif um myndina og
deilur i blöðum, enda þótti vist
mak'gum nóg um hve mikið hafði
verið skrifaö. Voru margir þeirr-
ar skoðunar að þessar deilur
heföu margfaldað aðsóknina aö
kvikmyndinni, sem alltaf var
sýnd fyrir fullu húsi i Hafnarbió.
Aður en yfir lauk, voru áhorfend-
ur kvikmyndarinnar orönir 40
þúsund talsins. Sögðu þeir sem
hvað andvigastir voru kvikmynd-
inni, að allar deilurnar um mynd-
ina hefðu verkað eins og hin ágæt-
asta auglýsing fyrir Hafnarbió.
Ekki var þó með öllu hætt að
skrifa um myndina i blöðum, þvi
alltaf birtust ööru hvoru brtf i
lesendadálkum blaðanna, en aö
innihaldi voru þau mjög keimlik
þeim sem birtust fyrir stúdenta-
fundinn og vitnað var i hér aö
framan, þannig að ekki veröur
farið nánar Ut i efnisinnihald
þeirra hér.
..Áskorun til islenskra
lögreglustjóra”
Snemma i desember var tals-
vertum blaðagreinar vegna kvik-
myndarinnar og þar af var ein
skrifuð af Kristjáni Albertssyni
sem hann nefndi „Askorun til is-
lenskra lögreglustjóra”, þar sem
hann skoraði á þá að þeir leyfðu
ekki sýningu kvikmyndarinnar i
sinu lögsagnarumdæmi.
Eftirað sýningum á kvikmynd-
inni var hætti Hafnarbió snemma
ii desember, þá fór dómsmála-
hryllilegasti atburð-
í okkar þjóðarsögu”
„Að velja og hafna”. Þar sagði
hannm.a. „Kvikmyndir eru auð-
vitað ekki ógéðslegar sem slikar.
Það geta þær engan veginn orðið
fyrren fólk sér þær. Og þær verða
þá mjög misjafnar iaugum fólks.
Yfirleitt verða þær þó jafnógeðs-
legar og sálarlif áhorfandans. Lifi
fólk heiibrigöu, hleypidómalausu
kynferðislifi, þá er ekki auðvelt
að hneyksla það með „klámi”.
Aðraermjög auðvelt að hneyksla
Tíminn rifjar
upp eitt mesta
hitamál
ársins
1970, er
sænska
kvikmyndin
„Táknmál
ástarinnar”
var sýnd
vikum saman
við metaðsókn
í Hafnarbíó,
en efni
myndarinnar
varð kveikjan
að mikilli
vandlætingu
helstu
siðgæðisvarða
þjóðarinnar
til annarra mæðra og sagði m.a.:
„Þið eruð ef til vill samþykkar
þvi, að dætrum ykkar sé kennd
sjálfsfróunaraðferðin, svo að
dæmi sé tekið úr kennslumynd-
inni?
Það er nefnilega ekki hægt að
neita þvi, að myndin er kennslu-
mynd i klámi og viðbjóðslegum
sora. Mæður, fariö og sjáið hvaö
verið erað kenna börnum ykkar!
Látið ykkur ekki nægja að lækn-
ar, sakadómarar og aðrir framá-
menn hafi svona hálft i hvoru lagt
blessun sina yfir „Táknmál ást-
arinnar” i Hafnarbiói.”
,,Gamla” hafði orðið á
Visi
„Gamla” hringdi i Visi um
miðjan nóvember og sagði: „Ja,
hérna! Ég gat nú ekki annað sagt,
þegar ég sá i blöðunum, að hann
Freymóður minn Jóhannesson
hefði klagað Hafnarbió fyrir
klámsýningu. Ég man nú ekki
betur en hann Freymóður hefði
sjálfur staðið fyrir að flytja hing-
að Utlenda stUlku, sem striplaðist
fyrir kaffigesti uppi á Jaðri fyrir
liðlega 20 árum.
Þessi fatafella sem templar-
arnir sýndu þarna ... (var hann
Freymóður bara ekki formaður
SKT þá?) ... vakti fádæma skelf-
ingu borgaranna. „Siðferðið var i
hættu!” sögðu þeir.
Ætli siðferðið sé i nokkuð meiri
hættu nú, Freymóður minn? —
Við erum bara orðin eldri, og okk-
ur hættir til að lita fordæmandi
augum á nútið og framtið.”
Þetta voru aðeins örfá dæmi
um það á hvaða hátt blaðalesend-
ur brugöust við myndinni „Tákn-
mál ástarinnar” og umfjöllun
þeirrisem hún fékk i fjölmiðlum.
Auk þeirra sem hafa verið nefnd-
ir gripu fjölmargir aðrir til penna
sinna og má þar nefna „Mæður”
„þrituga og þrisiglda” „19 ára
menntaskólastUlku i Reykjavik”
sem helst virtist hallast að þvi að
þeirFreymóðurog Kristján heföu
gengið i hjónaband til þess að
verða sér Uti um vinnukonur, en
ekki ástmeyjar. Þá þakkaði
„Kona við Sundin” þeim Frey-
móði og Kristjáni fyrir að vilja
berjast gegn óhróðrinum sem
verið væri aðhella yfirþetta land
og það unga fólk sem landið ætti
að erfa.
Stúdentafélag Háskóla
íslands gengst fyrir um-
ræðufundi
Um miðjan nóvember var mál-
um svokomiö að kvikmyndin var
á allra vörum og viöa rædd. Þá
gerðist það laugardaginn 14. nóv-
ember að Stúdentafélag Háskóla
Islands gekkst fyrir umræðufundi
um kynferðismál, strax að lokinni
sýningu í Hafnarbió, og bauð fé-
lagið Freymóði og Kristjáni til
umræðnanna ásamt fleirum.
Hafnarbió var troðfullt þennan
eftirmiðdag og umræður urðu
hinar liflegustu.
Aðalspurningamarsem ræddar
voru á fundinum voru um það
hvort myndin sem sýnd hafði ver-
ið áður en fundurinn hófst væri
klámmynd og hvort veita bæri
kynferðisfræðslu i barnaskólum
eða ekki.
Auk þeirra Freymóðs og Krist-
jáns tóku þátt i umræðunum:
Lára Björnsdóttir, félagsráð-
gjafi, Dagrún Kristjánsdóttir,
húsmæðrakennari, Guðjón
Guðnason, læknir, Högni Óskars-
son, læknanemi og Jón Steinar
Gunnlaugsson, laganemi.
Eftir þvi sem á fundinn leið,
komiljós að félagarnir Freymóð-
ur og Kristján áttu i vök að verj-
ast þvi skoðanasystkini þeirra á
fundinum virtust vera i miklum
minnihluta.
Vegna þessa sagði Kristján
m.a. að hann vildi helst ekki ræða
þetta mál við fólk sem ekki væri
sama sinnisog hann, þvi það væri
einsog aö ræða við fólk um tónlist
sem ekki hefði söngeyra og vissi
þvi ekki hvað góð tónlist væri.
Þeir félagar fengu þó góðan
stuðning þar sem Dagrún Krist-
jánsdóttir var, þvi hún sagði
myndina vera andstyggilegt
klám og þegar farið var aö ræða
hugsanlega kynferöisfræðslu i
barnaskólum sagði hún að heil-
brigð manneskja þyrfti ekki á
■ Freymóður heitinn Jóhannes-
son, iistmálari fór með eitt aðal-
hlutverkið i deilunni um „Tákn-
mál ástarinnar”, enda nefndu
sumir gárunganna mál þetta
„Freymóðsmálið”.
kynferöisfræðslu að halda, þvi
allt sem maöurinn þyrfti að vita
um kynli'fið væri i eðli mannsins.
Freymóður sagöist andvigur
kynferðisfræðslu i skólum og
sagði að hUn ætti að fara fram á
stofnunum fyrir fólk sem komið
væri á giftingaraldurinn. Sagði
Freymóður að engin ástæða væri
fyrirþvi að fólk iðkaði kynlif fyrir
hjónabandið. Væri nóg að hlakka
til að iðka það þegar i hjónaband
væri komið.
Lára Björnsdóttir, félagsráð-
gjafi kvað þessa mynd vera fræð-
andi og ágæta. Sagöi hún hana
leiða i' ljós þörfina á, aö taka upp
kynferðisfræðslu i skólum.
Guðjón Guðnason, læknir kvað
kaflann i myndinni sem fjallaði
um getnaðarvarnir vera það eina
i myndinni sem hefði fræðslu-
gildi.
Hafði fundurinn nU staðið svo
lengi að stúdentar og gestir
þeirra þurftu að rýma salinn, þvi
fimm-sýning átti að hef jast innan
tiðar. Freymóöur tók enn einu
sinni tii máls og sagöi það skoðun
sina að aðstandendur fundarins
hefðu safnað samað andstæðing-
um sinum og skoðanabræðra
sinna á þennan fund, en þvi mót-
ráðuneytið fram á þaö við Jón
Ragnarsson forstjóra Hafnarbió
að kvikmyndin yrði ekki send tii
sýninga úti á landsbyggöinni og
ákvað Jón að verða viö þeim til-
mælum ráðuneytisins.
1 Hafnarbió urðu sýningamar á
myndinni alls 183 og var aðsókn
geysilega mikil allan timann.
Frevmóður ,,Maður árs-
ins” í annáli ársins i
spéspegli Morgunblaðs-
ins
Það fer vel á þvi hér að ljúka
þessari upprifjun á hitamáli
þessu með þvi að greina frá þvi að
Spéspegill Morgunblaðsins út-
hlutaði Freymóði, þann 31. des-
ember 1970 titlinum „Maður árs-
ins”. í skýringum blaðsins á
þeirri Uthlutun segir m.a.: „A
yfirferö okkar um atburði og mál-
efni liðins árs höfum vér ekki
komist hjá þvi að veita athygli
einum manni sem gerzt hefur
eins konar samvizkubit þjóðar-
innar i öllum viðkvæmustu mál-
um þjóðlifs okkar, svo sem Þjóð-
leikhúsinu, kynlifinu og verndun
gamalla húsa. Þessi maður er
Freymóöur Jóhannesson... Vegna
alls þessa hljótum vér annálsrit-
arar aö telja Freymóð Jóhannes-
son mann ársins 1970.”
Siðar i annálsgreininni segir:
„1 nóvember komst svo orustan
um „Táknmál a'starinnar” í al-
gleyming, og var Freymóöur þar
i broddi fylkingar andkláms-
manna og kvenna. Erþáttur hans
i þessu máli löngu orðin þjóö-
kunnur.”
1 niðurlagi greinar sinnar segja
þeir annálsritarar: „Framganga
Freymóös og fylgismanna hans á
höfuðborgarsvæðinu varö til þess
að ekki þótti ráðlegt að sýna
myndina (Táknmál ástarinnar)
dreifbýlisfólki, og þvi látiö vera
að sýna hana úti á landsbyggö-
inni. Má þvi segja aö hálfur sigur
hefi unnist, þar eð aðeins 40 þús-
und manns sáu myndina af 200
þúsundum, sem land þetta
byggja. „Má Freymóöur þvi vel
við una.” —AB