Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 18
18
„Tvö prósent barna á
Islandi með astma"
Tíminn kynnir sér starfsemi Samtaka gegn astma og ofnæmi
v
■ Fyrir skömmu gengust Samtök gegn astma og
oinæmi og SÍBS fyrir námskeiði að Reykjalundi
fyrir astma- og ofnæmisveik börn og aðstandendur
þeirra. Timamenn höfðu hug á þvi að forvitnast ögn
um námskeið þetta, og starfsemi samtakanna og
sóttu þeir þvi skrifstofu Samtakanna gegn astma og
ofnæmi heim i vikunni, að Suðurgötu 10 og hittu þar
fjóra stjórnarmeðlimi samtakanna, sem voru jafn-
framt i undirbúningsnefnd þeirri sem skipulagði og
sá um námskeiðið.
Fjórmenningarnir eru þau Björn ólafur Hall-
grimsson, formaður samtakanna, Ingibjörg
Friðriksdóttir, Harald Holzvik og Thelma Grims-
dóttir.
,,Draumurinn að gera
svona námskeið að
árvissum atburði”
Blm: Er þetta l'yrsta námskeiö
sinnar tegundar, sem samtökin
gangast fyrirV
,,Nei,ekkierþaönú. Viö vorum
meö helgarndmskeiö í Reykholti
fyriralla fjölskylduna 1976og svo
vorum viö með stutt eftirmiö-
dagsnámskeiö 1979. En það er
óneitanlega draumurinn hjá
okkur,að gera svona námskeiö að
árvissum atburöi. Það er ljóst
mál aö svona námskeiðshald er
nauösyn, þvi á milli 5 og 10%
barna I landinu er með ofnæmi i
öndunarfærum og þar af minnst
2% með astma.
Þetta námskeið sóttu 21 barn og
aðstandendur þeirra, þannig að
alls voru 65 manns á námskeið-
inu.”
Blm : Hver er tilgangurinn með
svona námskeiði?
„Það má segja að tilgangurinn
sé þriþættur. 1 fyrsta lagi er þetta
auðvitað fræðslunámskeið. Þarna
voru flutt erindi, fyrirspurnum
svarað og umræður fóru fram.
Auk þess voru sýndar verklegar
æfingar, eins og t.d. lungnabank.
I öðru lagi þjónarsvona námskeiö
félagslegum tilgangi. Þarna hitt-
ist fólk sem á við svipuö vanda-
(iuóný Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, sýnir lungnabank á námskeiöinu
■ Þaö voru vfst ófáar „pússlurnar” sem voru settar saman þennan dag á Reykjalundi.
SKÓLINN OG BÖRN MEÐ OFNÆMI
RÁÐLEGGINGAR UM MEÐFERÐ BARNA MED ASTMA OG OFNÆMI
V_____________________________________________________y
Ofnæmiskvillar i óndunarfærum eru algengustu langvinnu
sjúkdómarnir á barnsaldri. Gera má ráð fyrir aö minnst
5—10% barna hafi ofnæmi I öndunarfærum, þar af minnst 2%
astma, en ofnæmi i augum og nefi er enn algengara. I skóla
með 500 nemendum má þvi gera ráÖ fyrir að a.m.k. 25—50
böm hafi öndunarfæraofnæmi. Ekki er öllum Ijóst, hvað
astmi og ofnæmissjúkdómar geta verið alvarlegt ástand.
ÞaO er æskilegt að allir, sem umgangast börn náið, fyrst og
fremst foreldrar og kennarar, hafi góöan skilning á eðli
sjúkdómanna og hversu mikla tillitssemi barnið þarfnast.
Reynslan sýnir, að hjá börnum meö astma og ofnæmissjúk-
dóma skapast ýmis vandamál, sem komast má hjá ef
kennarinn þekkir til sjúkdóms nemandans.
Astmi hjá bömum á oft rætur sinar aö rekja til ofnæmis fyrfr
einu eða fleiri efnum, sem engin áhrif hafa á önnur börn.
Algengustu ofnæmisvaldar eru húsryk, myglusveppir, frjó-
kom, dýrahár, fiöur, dúnn og vissar fæðutegundír, einkum
mjólk, egg, flskur, ávextlr og hnetur. Aörlr þættir, sem i rikum
mæli hafa áhrif á astma, eru líkamleg áreynsla, sýkingar,
rök, köld og vindasöm veðrátta, tóbaksreykur og svo sálræn
áhrif, en þessir þættir eru ekki frumorsök astma. Ofnæmi og
viðkvæmni I öndunarfærum erfist, þótt ytri aðstæöur ráöi
mestu um það hver sjúkdómseinkennin verða.
ÞEKKING Á OFNÆMISSJÚKDÓMUM ER ÞÝÐINGARMIKIL. . !
VIDKVÆMAR LUNGNAPlPUR
J
| OFNÆMI | | SMITSJUKDOMAR | | ERTING ] | AREVNSLA
L~'=n I
T
SALRÆN AHRIF
FYRIR FORELDRA BARNA MEÐ OFNÆMI . .
Látiö gera ofnæmisgreiningu á
barnlnu. Það er auðveldara að fást
við óvin, ef maður veit hver hann
Rannsóknir á ofnæmissjúkdómum eru i dag mun auöveldari að
framkvæma en fyrir nokkrum árúm. og ábyggileiki þeirra rannsókna
meiri en áóur var. Sérfræðingar eru nú starfandi i ofnæmissjúkdómum
hér á landi.
GeriÖ allt sem i ykkar valdi stendur til að fjarlægja þaö, sem barniö þolir ekki. Þetta er hægt að gera. ef um er að ræða dýr eða plöntur, sem barnið þolirekki Erfiðara viðfangs er ryk og myglusveppir sem valda ofnæmi, en minnka má áhrifin með þvi að ræsta oft og að losa sig við ryksafnara svo sem dún- og fiðursængurfot, gólfteppi og fleira.
Hafiö ekki hunda, ketti eða önnur gæludýr á heimilinu og foröist óþarfa umgang viö fólk, sem á dýr. Þótt barnið hafi ekki ofnæmi fyrir dýrahári i dag, getur það fengið það á morgun. Ef dýr er á heirpili barns með ofnæmi fyrir dýrahári, er bezta ráðið að losa sig við dýrið þegar i stað.
Ræðið sjúkdóm barnsins viö kennara. ÞaÖ er engin skömm að því að vera veikur. ÞaÖ er skylda foreldra við barnið að láta kennara vita um það, sem barnið þolir ekki. Það auðveldar kennaranum að hjálpa barnmu og taka nauðsynlegt tillit til þess Þegar barnið mætir skilningi og þvi er sýnt tillitssemi i skólanum, finnur það Þl meira öryggis og verður minna þvingað af astma eða ofnæml. Geðshrærlng og kviði getur valdið kasti.
ReyniÖ að foröast umgengni við kvefað fólk. Þetta er hægara sagt en gert, en að svo miklu leyti sem það er hægt. bér að forðast slik sambönd Kvef og aðrar sýkmgar geta valdið astmaeinkennum.
Sjáiö um að barnið hafi nægan tima á leiö sinni i skólann. Likamleg áreynsla getur komið af stað eða aukið é andþyngslin, sérstaklega ef veðrið er hráslagalegt, rakt eða kalt.
Látiö kennarann vita, þegar barnið hefur átt erfiða nótt, eöa ef nauð- synlegt er að halda þvi inni i fri- minútum. Þegar kennaranum er kunnugt um vandamálið skilur hann.nð barniö hefur takmarkaða getu til að einbeita sér við námið.
Afliö upplýsinga og ráða við ofnæmi hjá lækni ykkar, eða hjá skrifstofu Samtaka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu 10, Reykjavik, simi 22153, á mánudögum og fimmtudögum kl. 2—6 e.h. Leitið ráða og upplýsinga fyrst og fremst hjá lækni barnsins. En einnig getið þið fengið vissar upplýsingar á skrifstofu Samtaka gegn astma og ofnæmi. sem hafa með höndum fræðslu- og upplýsingastarf i sambandi við astma og ofnæmi
Skilningur á ástandi barnsins er mjög þýðingarmikill. Takist að skapa barninu öryggis- kennd, þá er mikið áunnið. Ef náðst hefur að veita barninu oryggistilfmningu vegna skilnmgs á vandamálum þess, munu eðlilegur kviði og öryggisleysi sem sjúk- dómurinn veldur, hverfa að mestu eða öllu leyti Athugið að skilningur er ekki sama og of mlkil vernd. sem getur skaðað barmð meira en oð gera þvi gagn
Treystið okki um of á sjúkdómurinn eldist af barninu. Jafnvel smá ofnæmiskvillar þarfnast meðferöar. Margir ofnæmissjúklingar ná miklum eða fullum bata með réttri meðferð. Upplýslngar um astma og ofnæmi eru mjög þýðingarmiklar. MeÖ þeim er hægt að koma i veg fyrir misskilning eða rangar hugmyndir um sjúkdóminn. Auk þess skapast betri skllningur og melra öryggi bæöi hjá barni og foreldrum.
ÞESSI RÁÐ GILDA í STÓRUM DRÁTTUM LÍKA FYRIR FULLORÐNA,
SEM ÞJÁST AF ASTMA OG OFNÆMI.
Plakatið sem samtökin létu gera og dreifðu i alla skóla, hefur mik-
inn fróöleik aö geyma.