Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.12.1981, Blaðsíða 22
22______________________________Wmmm menningarmá! Ævisaga Ólafs Thors ■ ólafur Thors Matthias Johannessen: ólafur Thors. Ævi og störf I — II. Almenna bókafélagiö 1981. 439 + 464 bis. Um áratuga skeið var Ólafur Thors í forystusveit íslenskra stjórnmálamanna, áhrifamikill leiðtogi borgaralegra afla, oft umdeildur, en þo jafnan vinsæll og virtur, jafnt af samherjum sem andstæðingum. Ævisaga Ólafs, eftir Matthias Jóhannessen ritstjóra, er mikið verk, rúmar 900 blaösiður i stdru broti. Hún fjallar ööru fremur um stjórnmálaferil Ólafs og er i raun viöamikið verk um islenska st jórnmálabaráttu frá þvi snemma á þriðja tug þessarar aldar og fram á miöjan 7. áratug- inn.Til þess aö skýra hið pólitiska andrúmslofter hér riktier Ólafur hóf stjórnmálalafskipti verður höfundur þó að leita lengra aftur. Matthias rekur sögu stjórnmála- mannsins Ólafs Thors mjög ýtar- lega, allt frá fyrstu tið. Hann fjallar nákvæmlega um þær póli- tisku hræringar sem áttu sér stað á hægri væng islenskra stjórn- mála á 3. áratugnum. Það timabil var mikiö umbrotaskeið i islensk- um stjórnmálum, en sú flokka- skipan, er siðan hefur haldist i stórum dráttum var að leysa af hólmi þá skipan er myndast hafði á landshöföingja- og heima- stjórnartimabilinu. Er góður fengur aö þessari umfjöllun, en furðulega litið hefur verið f jallaö um sögu 3. áratugarins i islenskri söguritun fram til þessa. Skemmtilegur kafli er um aðdraganda þess að ólafur var fyrst kosinn á þing og af kosn- ingabaráttunni i það skipti. Siðan tekur hver kaflinn við af öðrum og segir glöggt af hverri rikis- stjórn sem setið hefur á Islandi eftir að Ólafur hóf þingmennsku og fram til þess er hann lét af störfum sem forsætisráðherra og dró sig í hlé frá stjórnmálaaf- skiptum. Hér er ekki ástæða til þess að rekja efni ritsins frá kafla til kafla, en mér þykir mestur feng- ur að frásögninni af myndun Þjóðstjórnarinnar 1939, af tilurð Nýsköpunarstjórnarinnar 1944, af myndun Viðreisnarstjórnarinnar 1959, og af viðræðunum við Bandarikjamenn á árunum 1946- 1951. í siðastnefnda atriðinu finnst mér þó frásögnin tæplega nógu skýr, þar sem fjallað er um fall Nýsköpunarstjórnarinnar, þess óskábarns Sjálfstæöismanna og Sósi'alista. Höfundur rekur samningavið- ræöur Ólafs Thors viö Banda - rikjamenn vegna herstöðvakröf- unnar 1946 mjög rækilega, og segirþar m.a. vel frá viðskiptum hans við bandariska sendiherr- ann Dreyfus, sem virðist hafa verið einna mestur skúrkur er- Frá Kotum og Kúskerpi Ólina Jónasdóttir, Ef hátt lét i straumnið Héraðs- vatna. Minningar, þættir og krot. Iðunn. ■ Fyrir 35 árum kom út bók meö nafninu: Ég vitja þln æska. Höf- undur var ekkjanorður á Sauðár- króki, þrotin að heilsu. Það var f ■% 'i *** m' Halldór Kristjánsson skrifar um bókmenntir lendra sendimanna, sem hingaö hafa verið sendir til dvalar, aö Gerlach hinum þýska einum undanskildum. Lét Dreyfus sig ekki muna um aö ljúga til skiptis að Ólafi og stjórnvöldum i Was- hington og munaði minnstu, að sú framkoma hefði afdrifarikar af- leiðingar. Jafnframt segir frá viðskiptum Ólafsvið samráðherra sina, eink- um sósialista. Og þar þykir mér vera brotalöm i frásögninni. Ráð- herrarnir virðast hafa verið nokkuð sammála i afstöðu sinni, en allt ieinu er stjórnin fallin, og þá helst fyrir tilverknað Fram- sóknarmanna! Marga skráveif- una gerði það fólk Nýsköpunar- stjórninni, en hér hefði þurft nán- ari útskýringar við. Þá er i fram- haldi af þessu skemmtilegur kafli um tilraunir til endurreisnar Ný- sköpunarstjórnarinnar og ljóst, að ekki hefur munað nema hárs- breidd aö hún tækist og þá jafnvel undir forsæti Gunnars Thorodd- sen. Um KveldUlf og Kveldúlfsmáliö svonefnda má segja svipað og um kaflann um fall Nýsköpunar- stjórnarinnar. Um Kveldúlfsmál- ið er f jallað rækilega i fyrra bindi ritsins, en mörgum hefði þó vafalitið þótt hagræði aö nokkru nánari frásögn af starfsemi Kveldúlfs áður en Kveldúlfs- málið hófst. Hefði það varpað enn skýrara ljósi á hið pólitiska eðli málsins og hvernig kratar hugð- ust nota sér kreppuna til stjórn- málalegs ávinnings. Við samningu ritsins hefur Matthias Jóhannessen viðað að sér miklum fjölda heimilda. Mestur fengur er þar að ýmsum persónulegum gögnum Ólafs Thors, minnisblöðum, sendi- bréfum o.fl. Þessi gögn varpa um margtskýrara ljósiá atburðarás- ina og þó einkum á viöhorfi Ólafs til manna og málefna á hverjum tima. Matthias hefur valiö þann kost að birta mikið Ur þessum gögn- um, kalla hinar persónulegu heimildir þannig til vitnis er stór- atburðir og mikil átök áttu sér stað. Þessi aöferð hlýtur að telj- ast fullgild sagnfræði, en hefur bæði kosti og ókosti. Kostirnir eru þeir, að hún gerir myndina af Ólafi Thors og viðhorfum hans á hverjum tima skýrari en ella og hjálpar lesandanum til að skyggnastinn i hugskot söguhetj- 'jnnar, skilja þau öfl og þær hugs- anir, sem réðu gerðum hans og ákvörðunum hverju sinni. ókosturinn er svo sá helstur, að þessiaðferð knýr höfundinn siður til þess að leggja mat á heimild- imar og skrifa Ut frá þvi. Verður ritiö þvi siður stjómmálasaga en ella þegar þessari aðferö er beitt. Að minum dómi uppfyllir þetta rit flestar þær kröfur, sem gera þarf tilgóörar ævisögu.Þaö veitir Ólina JónasdótUr frá Fremri- Kotum. I þessari bók voru bernsku- minningar og ljóð. Dr. Broddi Jó- hannesson skrifaði formála. OLÍNAJONASDÓUIR lesandanum góða mynd af sögu- hetjunni, viðhorfum hennar, umi hverfi og störfum. Mun mörgum þýkja sem þeir þekki Ólaf Thors dável að lestri loknum þótt þeir hafi aldrei kynnst honum i lifanda lifi. Matthias Jóhannessen skrifar söguna útfrá sjónarhóli ólafs Thors og samherja hans. Hann hefur ljóslega mætur á Ólafi en ber þó aldrei á hann oflof, heldur reynir að gera grein fyrir kostum hansog veikleikum.Erþetta einn af höfuðkostum ritsins, enda nóg komið af heilagra manna sögum á þvisa landi. En þrátt fyrir mflria og aug- ljósa kosti þessa rits ber mönnum að taka umsögnum um aðra flokka og pólitiska andstæðinga Ólafs með varúö. Eðli ritsins og frásagnaraðferö gerir það að verkum að hér er kynnt lifshlaup eins stjórnmálaforingja og við- horf hans til þeirra sem börðust meö honum og móti. Ritið er þvi Nú eru þessar minningar gefn- ar út aftur og fylgir þeim meira sem Ólina skrifaði i lausu máli, en allt eru þaö minningar og frá- sagnir um liðna tiö, — frá mönn- um og dýrum. Það mun engan undra, þó að systir þeirra Hallgrims og Fri- manns Jónassonar kynni að segja frá og hefði allt vald á máli til þess. En það er einkum Kristrún gamla á Kúskerpi sem lyftir þessum minningum vegna sér- stöðu sinnar. Margir hafa skrifað minningarsinar um fólk á siðustu tugum nitjándu aldar. En okkur finnst aö Kristrún hefði sómt sér vel hundrað árum áður þvi að hún fellur vel að pietismanum, strangri siðavendi og andúð á hverskonar léttúð og gáska. Sjálf- sagt má rekja mótun gömlu kon- unnar allar götur þangaö og er það þá dæmi um hve gömul og gróin menning stendur af sér storma nýrra tiða. i Nú þökkum við fyrir það, að þlina benti okkur á þessa sér- góð heimild um viðhorf Ólafs Thors til annarra manna á hverjum tima og segir meira um hann sjálfan en þá. Liggur i ■ Matthias Johannessen stöku persónu og kynnti hana fyrir okkur. Og við hrósum líka happi að ólina lét tilleiðast að ganga þannig frá minningabrot- um sinum aö viö fáum að kynnast henni sjálfri. H.Kr. Enn bætír Bergsveinn við Bergsveinn Skúlason Hrannarek. Þættir frá Breiðafirði. Vikurútgáfan. ■ Þetta er þrettánda bók Berg- sveins og allar eru þær frá Breiðafirði, um Breiðafjörð, land, sjó og mannlíf. Og það eru engin ellimörk sjáanleg á þessari bók. í þessari bók nefni ég sérstaklega það sem segir frá selunum. augum uppi, að slikt rit getur aldrei komið i stað heilsteyptrar stjómmálasögu, sem byggð væri á nákvæmum rannsóknum allra tiltækra heimilda, könnun á við- horfi allra flokka. Vafalaust munu margir verða höfundi þessa rits ósammála um eitt og annað og ekki þykir mér ósennilegt, aö ýmsir eigi eftir að deila um athugasemd Mörtu Thors, sem birt er á tfls. 443 f sið- ara bindi. Þar er látið að þvi liggja, að Bandarikjastjórn hafi reynt að múta vinstri stjórninni i herstöðvarmálinu árið 1956. Undirritaðan brestur þekkingu til þess aö dæma um sannleiks- gildi þessarar athugasemdar, en sé hún sönn, sem varla er ástæða til að draga I efa, segir hún sina sögu um Bandarikjastjórn, starfshætti hennar og siðferði á þessum tima. Hitt er svo annað mál, að um lántökur vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar er rækilega fjallað i meginmáli þessa rits, enda hafa þær ekki verið neitt leyndarmál fram til þessa fremur en aðrar lántökur islenskra stjórnvalda erlendis. Allur frágangur ritsins er með ágætum, en.sU athugasemd skal þó gerö, að þar sem birtir eru langir kaflar Ur heimildum, sendibréfum eöa öðru sliku, fer yfirleitt betur á að setja þaöefni með breyttu letri. Það gerir les- andanum auðveldara fyrir en þegar heimildakaflar eru setlir i sömu leturstærð og meginmál, eins og hér er gert. Jafnframt hefði mér þótt sem ýtarlegri til- visanir tilheimilda og sérstök til- vitnanaskrá hefðu aukið notagildi ritsinsað mun. Er þó góður feng- ur að heimildaskrá og nafnaskrá, auk þeirra skjala, sem prentuð eru aftast i' siðara bindi. Lokaorð þessarar umfjöllunar verða þau, að bókarhöfundur, Matthias Johnannessen eigi miklar þakkir skildar fyrir mikið verk og gott. Hann hefur náð að skapa skýra og skemmtilega mynd af ÓlafiThors, draga fram i dagsljósiðýmislegt, sem áðurvar aðeins á fárra vitorði og auka þannig við þekkingu okkar á islenskri stjórnmálasögu 20. aldar. Þegar sú saga verður skráð f heild veröur trauöla geng- iö framhjá þessu ritisem heimild. Jón Þ. Þór. «P' Jón Þ. Þór íicA"1. .|H skrifar um bækur. dWH Það má segja að nokkur galli sé á ritsafni Bergsveins að þar gæti nokkuð endurtekninga. Hann ber oft aftur að efni sem hann hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.