Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 6

Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 6
6 i Þriöjudagur 22. desember 1981 ■ í hinni frjálsu Danmörku og einkum þó Kristjániu, var slagorðið um tima: Barna- menning. Börnin ættu að gera uppsteyt gegn foreldrunum og ala sig meira upp sjálf, ástand mála i heiminum benti hvort eð er ekki til þess að foreldrarnir hefðu nokkuð meira vit á þessu en börnin. í eftirfarandi grein sem kemur úr frönsku blaði er sagt frá öðrum anga barna- menningar og barnafrjálsræðis: Tólf ára stelpu sem aldrei hefur verið slegin, hefur aldrei verið skipað fyrir og aldrei verið ráðlagt að gera eitt eða annað. Faðir hennar ákvað að hún skyldi verða mannvera af tagi sem aldrei hefur sést: algjörlega frjáls. Jafnvel meöal sinna llka, lit- skrúöugra hippa á Ibiza-strönd vekur þaö jafnmikla furöu þegar smápönkarinn Kittý birtist og ef þar væri á ferö röggsamlegur embættismaöur I jakkafötum meö bindi og skjalatösku. En sllk- ir venja ekki komur sinar þangaö, þaö gerir aftur á móti Kittý — þegar hún kemur gangandi, föl á kinn og svartmáluö um augun lita allir upp. Hún er tólf ára gamall borgarkrakki, smávaxin og horuö og i himinhrópandi þversögn viö þessa jarönesku paradis þar sem hún fæddist og tók út mestan sinn þroska. Hiandgult háriö, upplitaö af of miklum háralit, ris I kamb á næstum snoöuöum kollinum. Andlitsfaröinn hefur á sér yfir- bragö hnignunar, þykkur og I engu samræmi viö andlitsfalliö, hann er eins og óhreinindi á fallegu andlitinu, sem er enn kringlótt eins og á barni. Um grannan hálsinn gengur hún meö ekta hundaól, svarta og meö göddum. Og eins og þaö sé ekki nóg, dinglar band neöan úr ólinni i fullkomnu tilgangsleysi. Undir þröngum og rifnum bol glittir I agnarsmá brjóstin. Mjóslegin læri standa undan stuttu pilsi. Hún gengur berfætt um strönd- ina, tilgeröarlega eins og smá- vaxin mella. heimaborgina London og hætti viö rithöfundarferil sem kannski haföi ekki boriö sérlega mikinn ávöxt, til aö helga sig lystisemd- um uppeldisins óskiptur. Tilfelliö Konráö minnir óneitanlega á Pygmalfon, kóng á Kýpur, sem bjó til styttu og varö siöan ólækn- anlega ástfanginn i henni. Nema hvaö meistaraverk Konráös er Kittý. Fáránleg hugsmiö sem hann getur klappaö og kjassaö. Konráö talar mildri röddu og hefur sérstakt lag á aö velja blótsyröi viö hæfi,hann er skritin blanda af hæröum þurs og spá- manni meö hyldjúp augu. Hann útlistar hátiölega fyrir hverjum sem er einu uppeldisaöferöina sem hann hefur beitt um dagana: aö láta börnin gera allt sem þau langar til og vona aö þau veröi skárri en foreldrarnir. Þau vita betur en viö hvaö þeim sjálfum hæfir. Þarna gengur aftur ljósum logum gömul kellingabók um göfuga og góöa villimenn. Svo er bara aö biöa og sjá hvort endur- fundirnir viö þessa háleitu hug- mynd um Móöur náttúru færa þeim lifshamingjuna. Þessi uppeldisfræöi, andstæö öllu sem nú tiökast er samt ekkert smámál fyrir uppalandann. Hann er þó alltaf nauösynlegur. For- eldrarnir leyföu allt en aftur á móti voru þau alltaf til reiöu og ■ Kittý.tólf áragömulá Ibiza-strönd. Hún er afsprcngi uppeldisfræöi- legrar tiiraunar sem faöir hennar er aö gera. eins og sirkusapi, i of viöum bux- um, litskrúöugu vesti og meö marglitar perlur um hálsinn. Patrick sem litur út fyrir aö vera tæpra þriggja ára, hangir á þess- um höfuösmiö sinum, eins og apaköttur i lirukassaleikara. Á ströndinni viö Salines er hippahátiöin i fullum gangi. Kon- ráö, meö barniö utan á sér, talar viö fólk um þaö eina sem honum liggur á hjarta: uppeldisfræöi. I baksýn gengur sólin til viöar, kvöldroöa slær á himininn. Alveg eins og i draumi. Allt I einu horfir sorgmæddur snáöinn alvarlega á masandi uppalandann og segir: „Ég vil fara heim”. Konráö sýnir engin svipbrigöi, gerir enga at- hugasemd né sýnir nokkur merki þess aö sér misliki, stendur á fæt- ur og fer. Kittý horfir á risann og dverginn hverfa á braut. Fyrir hana er nóttin rétt aö byrja. Allir reyna allt til að vera eins Eftir aö hafa dvaliö i Amster- dam meöal pönktónlistarmanna og dópista er hún litiö gefin fyrir aö sofa. Hún kom gjörbreytt heim úr þeirri ferö: háriö rautt og blátt og tilbúin i alls konar uppátæki. „Hvert sem ég fer”, segir hún meö hægri og settlegri rödd, „horfir fólk á mig eins og ófreskju. Mér er sko alveg sama. Og satt aö segja finnst mér gaman aö láta taka eftir mér. All- ir reyna greinilega allt sem þeir geta til aö vera eins”. Þegar Kittý talar furöar maöur sig á hæfileikum hennar, rósemd og gáfum. Þaö er ekkert skritiö þó hún hafi lært aö lesa og skrifa mörg tungumál upp á eigin spýt- ur. Hún hefur hæfileikana. Maöur skilur lika hvernig hún getur töfraö fulloröiö fólk upp úr skón- um. Meöal aödáenda hennar er Bóris, frægur tiskuljósmyndari sem býr I Paris. Hann féll fyrir persónutöfrum Kittýar og bauö henni til sin til aö veröa eins kon- ar lukkutröll I sinum hóp. I sex mánuöi liföi Kittý i vellystingum VIÐREISN BARNANNA — smápönkið Kittý og uppalandinn Konráð Utangarös meöal utangarös- fólksyvar Kittý úthugsuö, áætluö eins og stefnuskrá til aö veröa manneskja af þvi tagi sem enginn hefur áöur séö: algjörlega frjáls vera. Siöan hún fæddist hefur þessi stelpukrakki aldrei þurft aö hlýöa skipunum, né taka mark á ráöleggingum, né sitja undir nokkurri kennslu. Hún hefur aldrei fundiö til þess aö á henni hafi hvilt þungi nokkurs valds. Hún hefur aldrei stigiö i skóla — vegna þess einfaldlega aö þjóö- félagiö átti ekki aö fá tækifæri til aö spilla henni meö neins konar tamningu. Hún var á brjósti og svaf I rúmi foreldra sinna þar til hún var átta og hálfs — af þvi hana langaði til þess. Þegar hún var sjö ára reykti hún fyrst hass. Niu ára tók hún sér ástmann. Og ellefu ára lagöi hún ein upp i puttaferöalag til Amsterdam. Kellingabók um göfugan villimann Állt var þetta aö undirlagi eöa réttara sagt vegna Konráös fööur þessa skritna unga. Rousseau skrifaöi I eina tiö ritiö ..Emile” og hvatti tiljjess að sem fæst bönn væru lögö á börn í uppeldinu sjálfur haföi hann þó eilifar áhyggjur af sinum eigin börnum og gætti þess vandlega aö hug- myndir sinar kæmust ekki I fram- kvæmd heima fyrir. Konráö fór þveröfugt aö. Þegar hann var fimmtugur sagöi hann skilið viö höföu vakandi auga meö öllu sem fram fór. Til þess aö koma upp breyttu mannkyni veröa menn aö gefa eitthvaö af sjálfum sér. Harðstjóri á snærum frelsisins Annars er eitthvaö viö allt þetta fyrirtæki sem minnir á guöstrú: tilhneiging til aö fórna sér og helga sig allan starfinu fyrir nýj- um og betri timum I sögu mann- kynsins. En þegar allt kemur til alls á þetta sér þó sinar hvers- dagslegu hliöar og þær ófáar. Hlutverk foreldranna I uppeldinu var ekki alltaf jafn frumlegt og dótturinnar. Sue, móðirin og fyrri kona Konráös.amerisk kona meö báöa fætur i jörö, var á sinn hátt hin þjáöa móöir og fórnarlamb hins ákafa metnaðar eiginmanns- ins. A meöan Konráö tryggöi sér ódauöleika — þaö eru hans eigin orð og ekki sögö i gamni — var þaö hún, móöirin, sem sá um dag- legt amstur, rétt eins og hjá flest- um öörum fjölskyldum. Sue var nokkurs konar pislarvottur, vissi ekki i hvorn fótinn hún átti aö stiga og langaöi oftsinnis til að hætta viö allt saman. En Konráö var alltaf til staöar, haröstjóri á snærum frelsisins og vakti yfir þvi aö ekki yröi spillt þvi verki sem hann var kominn áleiöis meö. Allir á eyjunni muna eftir stúlkubarninu sem var alltaf nak- ið vegna þess aö hún haföi illan bifur á fötum. Aldrei greitt, vegna þess aö hún óttaðist hár- burstann. Sem vakti móöur sina klukkan þrjú á nóttinni, vegna þess aö hana vantaöi leikfélaga. Á veitingahúsum uröu foreldr- arnir aö standa á móti reiöi eig- enda og þjóna til aö vernda Kittý, sem pissaöi og kúkaöi i saltbauk- ana sér til skemmtunar. Og hræröi þarnæst rólega i og rauö blöndunni á skelfda matargesti. Heima fyrir var frumstæöustu reglum um mataræöi ekki gætt. Barniö, haröstjórinn, næröist eftir sinu eigin höföi og þegar henniþótti timabært. Venjulegast á sælgæti á undarlegustu timum. Það skýrir hvaö hún er pislarleg, þó aö bæöi faöirinn og móöirin séu mikil aö vallarsýn. Úr villimannalífi í pönkkúltúr I þessum galopna heimi, sem henni var færöur á silfurdiski, var eins og búiö væri aö sópa öllu úr veginum, öllum hindrunum, tak- mörkunum og höftum. Þó sagði hún aö lokum skiliö viö villi- mannalifiö og hélt beint af augum á hápunkt hnignandi siömenning- ar: sem er pönkkúltúrinn. Hún hefur algjöra nautn af þvi aö sýna sjálfa sig og er himinlifandi yfir þeim áhrifum sem hún hefur hvenær sem hún stigur inn á veit- ingahús. Hún sýpur dreggjarnar úr glösum sem hafa veriö skilin eftir. Viö nefiö á furöu lostnum feröamönnum hrifsar hún mat af diskum þeirra. Hún betlar og stelur eins og hún sé i fullum rétti, kemur útúrdrukkin heim, lasin af drykkju og reykingum. Konráö reykir ekki né drekkur, en samt segirhann ekki neitt, annaö hvort er hann samkvæmur sjálfum sér eða þá aö hann er svo mikill ofsa- trúarmaöur aö hann getur hrein- lega ekki séð villu sins vegar. Hann horfir stööugt meö aödáun á þessa taumlausu stelpu, sem fölnar eins og blóm sem ekkert er hirt um. Og ekki getur Sue sagt neitt meira, þvi sjálf er hún farin aö drekka ótæpilega. Hún er ein- mana, hefur ekkert barn á brjósti lengur og er eins og dottin út úr heiminum. Þegar Kittý áleit sig vera oröna fullorðna svona um þaö bil á níunda ári skildi Konráö viö Sue og tók saman viö aöra konu — sem á ungbarn. Nú er þaö lika oröiö liöur I tilraunum hans til aö tryggja sér ódauöleika. Þessi and-uppeldisfræöi er oröin hans versti löstur. Hann er eins og innblásinn dr. Frankenstein: skapningar hans lita á hann sem guð. Hann er sin eigin útgáfa af heimilisföður af gamla skólan- um: Kittý sýnir honum óblandna aödáun og er þæg i návist hans. Aftur á mótilitur hún soldiðniður á móður sina. Risinn og dvergurinn Og Patrick sem er fimm ára gamall og ekki sonur hans af holdi og blóöi, hegöar sér ná- kvæmlega eins. Hann er til fara praktuglega á myndatökustofun- um. En þaö hefur engan veginn stigiö henni til höfuös aö vera fyrirsæta. Enn lætur hún fólk dansa eftir sinni pipu: „Ef mér likar ekki viö ljósmyndarann stoppa ég myndatökuna jafnvel þó hann bjóöi gull og græna. Það er spurning um góða eöa vonda strauma”. Hún sneri fljótt aftur til Ibiza, þó hún væri á góöri leið til frægöar. En á morgun veröur barnapönkarinn ekki lengur til. Litla skrimsliö veröur stórt og forréttindi undrabarnsins veröa fyrir bi. Það sem i dag er litiö á sem tilraun til aö sýna sjálfstæöi sitt veröur kallaö sérviska á morgun. Ef Kittý getur ekki aö- lagaö sig, hvaö veröur þá af henni? En sjálf efast hún ekki um aö framtiöin veröi björt. Hún leyfir sér meira aö segja aö hafa framavonir. Með tærum glampa i augum segir hún: „Ég vil skapa eitthvað. Kannski ljós- myndir. En ekki þessar aulalegu fyrirsætumyndir, ég vil frekar taka listrænar ljósmyndir”. Hún er furöuleg stelpa sem viröist eingöngu lifa fyrir augna - blikiö en er samt aö áætla lif sitt með mikilli nákvæmni: „Þegar ég verö fertug geri ég eins og Konráö. Ég sest aö á eyju þar sem er mikiö sólskin og ódýrt aö lifa. Ég eignast börn og ætla aö ala þau upp eins og ég var alin upp”. Svo sannarlega geta frelsis- börnin ekki státaö af miklu hug- myndaflugi... frjálslega þýtt úr Le Nouvel Observateur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.