Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 9
Þriðjudagur 22. desember 1981
9
fi
Fyrsta grein: Félagið heitir
Svarta svipan og hefur aðsetur i
undirheimum.
önnur grein: Félagið skal afla
sér tekna með öllum tiltækum
ráðum, nema heiðarlegri vinnu.
Þriðja grein: Félagiðskal beita
sér gegn öllum uppskafningum
frá Bakkafirði, og öðrum
krummaskuðum.sem á vegi þess
verða.
Fjórða grein: Formaður skal
vera Alfreð Alfreðsson og hefur
hann sér við hlið fimm með-
stjórnendur.”
Alfreð leit i kringum sig sigri
hrósandi: ,,Þá hafið þið það.”
„Jii, Alfreð,” sagði Almanna-
gjá og leit upp úr lambhúshett-
unni, „ekki vissi ég að þú værir
svona klár i lögum.”
Alfreð tútnaði út. ,,Maður hefur
lagt gjörva hönd á margt, ekki
laust við það. En tökum nú til
starfa. Aldinblók — þú ferð og
fylgist með þeim, delum frá
Bakkafirði, við hinir biðum á-
tekta
Sagt er að þarna i laufskálan-
um hafi byrjað sá timi i ferli Al-
freðs Alfreössonar, sem kenndur
er við „menntað einveldi”.
Það leið að jólum. úr jólaösinni
bárust uggvænlegar fregnir.
Bakkafjarðarbræðurnir fóru um
allt með illvirkjum og sýndust-
ekki verða stöövaðir með góðu
móti. Aldinblók kom móður og
másandi einndagirm og sagði frá.
„Khikkan 13.40 sáust þeir á ferð
i miðbænum. Kiukkan 13.42 þreif
einn þeirra, ég er ekki viss hvort
það var Dálaglegur eða Putti
Vasahnifur, plastpoka með jóla-
gjöfum af fimm ára stelpu i Ey-
mundsson. Klukkan 13.49 stal
Ófreskjan ævisögu Ólafs Thors i
sömu búð, en sagt er að ólafur
hafi eitt sinn gefið föður þeirra
bræðranna i nefið og siöan telji
þeir hann mestan höfðingja.
Khikkan 13.53 fengu þeir sér
rjómatertur á Hressingarskálan-
um og borguðu ekki fyrir.
Khikkan 14.11 spörkuðu þeir i
gamla konu sem var á leið yfir
Lækjargötuna. Klukkan 14.12
stálu þeir happadrættismiðum úr
bil Krabbameinsfélagsins á
Torfunni. Og klukkan 14.30 sáust
þeir í námunda við Rikið á
Lindargötunni og létu ófriðlega.
Þá voru þeir allir komnir með
barðastóra kúrekahatta, sem ég
veit ekki enn hvar þeir nældu
séri...”
Og svo framvegis. Listinn varð
langur og ljótur áður en dags-
verki þeirra bræðranna lauk.
Verst var þóað þeir höfðu ráðist á
verslun sem var undir verndar-
væng Alfreðs og félaga hans,
gegn vægu gjaldi. Þá var
mælirinn fullur — Alfreð boðaði
að nýju til fundar i leynifélaginu
Svarta svipan. Fundurinn var
haldinn í Skógarselinu hjá Bóbó,
lykiloröin voru „Sigur eða
dauði”. Allir sátu fundinn nema
Uxaskalli, hann var búinn að
gleyma lykilorðinu og fékk ekki
að koma inn.
Fundurinn var svo leynilegur
að enn fer engum sögum af þvi
sem þar fór fram innan veggja,
fundargerðir voru i höndum Hún-
boga og verða ekki birtar fyrr en
eftir að minnsta kosti fimmtiu ár.
Það var skömmu siðar að
Almannagjá var á ferð um bæinn
að kaupa jólagjafir handa strák-
unum. Verst hvað það var erfitt
að fá hnúajárn handa Uxáskalla.
1 Austurstræti dró til tiðinda.
Pokinn var rifinn af henni.
„Jæja vinan, þú ert i slagtogi
við Fredda Fredd og vesli'ngana
hans, litið heyrst i þeim upp á sið-
kastið.”
Fyrir framan hana stóð Undur
freskja, til hliðanna Beinbrjótur,
Dálaglegur, Fjögramaki og Putti
Vasahnifur, fyrir aftan var Lilli.
Ófreskjan kleip hana i holdugan
bakhlutann. „Ertu með i Klúbb-
inn ikvöld, ljúfan, ha ha, viðeig-
um pleisið!”
Almannagjá ver hin alþýðleg-
asta.
„Ég heiti Almannagjá,” sagði
hún þýöingarmiklum romi.
„Sko pæuna,” sagði Lilli og
kleip lika. „Hún kemur með okk-
ur! ”
„Til er ég,” sagði Almannagjá.
Þau fóru i Klúbbinn. Bakka-
fjarðarbræðurnir höfðu gert bar-
þjónunum tilboð sem þeir gátu
ekki hafnað og drukku fritt. Smir-
noff á li'nuna, þrjátiu umferðir.
Er komið var fram á nótt og stað-
urinn lokaði þótti bræðrunum
heldur litiö að gert og Almanna-
gjá bauð i partí.
Undur Ófreskja settiforug stig-
vélinupp á borð. Putti vasahnifur
dró upp kutann og fór að skafa
undan nöglunum. Lilli var strax
kominn i bilaleik út i horni, bilun-
um hafði hann stolið úr dótabúð
við Skóla vörðustig þá um daginn.
Hinir bræðurnir gerðu sig heima-
komna i isskápnum. Almannagjá
leistekki meira en svo á blikuna.
Auðvitað var bara tímaspursmál
hvenær bræðumir færu i hár
saman út af henni.
Allt ieinu myrkvaðist allt, raf-
magnið farið. Beinbrjótur og
Fjögramaki kölluðu einu hljóði úr
frystikistunni: „Attu einhverja
plötu með Iron Maiden?” Undur
Ófreskja rumdi hneykslaður:
„Ætlist þið til að daman snúi plöt-
unni á fóninum fyrir ykkur?”
Lilli heyrðist kjökra i myrkrinu:
„Mamma...” Putti fitlaði óró-
legur við vasahnifinn. „Þetta er
kannski gildra” sagði Dálaglegur
og braut heilann svo brakaði i.
„Gildra,” sagði Undur
Ófreskja og öskraði af hlátri.
„Hvað heldurðu að þessir gæar
þori i okkur?”
■ Bóbó
Feginsandvörp kváðu við i i-
búðinni. „Gildra! Ha ha ha...”
Bræöurnir sex hlóu innilega,
en skyndilega var eins og hlátur-
inn færðist allur i aukana, tvö-
faldaðist, þrefaldaðist, hann
endurómaði eins og hundrað
radda kór úr hverju horni.
Gildra! Þegar Almannagjá kom
fram úr eldhúsinu með logandi
kerti var skyndilega eins og
hvessti istofúnni, kertið flökkti og
siðan slokkanði á þvi. Grammó-
fónninnfóri gang af sjálfsdáðum,
en þaöan hljómaði ekki Iron
Maiden heldur Sálumessa eftir
Mozart. Vofur, púkar og pönkar-
ar dönsuðu tryiltan dans I stof-
unni...
Allt i einu kviknuðu ljós, allt
var baðað i ljósum. Alfreð Al-
freðsson spratt fram og sagöi:
„Jæja, Undur ófreskja, nú er
komið að skuldadögum, þú ert
búinn að vera.”
t myrkrinu hafði Aldinblók,
sem lá undir sóffanum, brugðið
fótjárnum á Vasahnifinn, Uxa-
skalli stökk út úr klæðaskáp og
greip Ofreskjuna heljartökum,
Almannagjá gaf Lilla vænt spark
þar sem hann sist mátti við, A rfur
Kelti gaf Dálaglegum utanundir
með kylfu, Húnbogi blindaði
Fjögramaka með vasaljósi, og
loks rotaöi Bóbó Beinbrjót með
ókennilegum hlut úr stinnu
gúmmi. Alfreð hreyfði hvorki
legg né lið en æpti skipanir i allar
áttir.
Þegar bræðurnir komu aftur til
meðvitundar lágu þeir bundnir á
gólfinu, hver um annan þveran. I
munnviki Alfreðs dinglaði Camel-
sigaretta, um varir hans lék hið
gamalkunna glott.
„Nú er hlutverkum vixlað,”
sagði hann háðslega og lét öskuna
falla á andlit ófreskjunnar. „Það
er aðstoðarmaðurinn minn, Arfur
Kelti, sem á heiðurinn af þessari
óviðjafnanlegu sýningu.”
Bakkafjarðarundriö svaraði
engu en barðist um á hæl og
hnakka i fjötrunum og bræður
hans einnig. Leynifélagið Svarta
svipan lét eftir sér að kima. Hún-
bogi var öllum hnútum kunnugur.
„Jæja, Alfreð,” sagði Aldin-
blók. „Eigum við þá að koma
þeim i geymslu?”
„Nei, væni minn, þeir sleppa
ekki svona létt. Látum þá kvelj-
ast. Húnbogi, komdu með Óp
bjöllunnar!”
Húnbogi kom sér þægilega fyrir
i sóffanum, með bómull i eyrum.
Félagar hans settu á sig eyrna-
skjól. Svo hóf hann lestur úr verk-
um Thors, tilbreytingarsnauðri
röddu...
Húnbogi tók sér loks málhvild á
blaðsiðu 57. Þá æpti Undur
Ófreskja aðframkominn: „Burt
með bókina, burt með hana,
fljótt, fljótt...” „... sagöi fugl-
inn! ” bætti Alfreð við sposkur á
svip.
„Nei! Nei! Ekki þaö, i öllum
hamingju bænum, ekki það!”
hrópuðu bræðurnir i kór.
„Jæja þá, Mánasigö? Eöa
viljiði heldur... Foldu?”
Eftir eitthvað eitthundrað og
þrettán siður af Mánasigö var
varla Hfsmark að sjá á þeim
Bakkafjarðarbræðrunum. Stöku
sinnum fóru kippir um andlit
þeirra, og loks stundi Undur
Ófreskja veikri röddu:
„Hættið, hættið... Við skulum
aldrei gera það aftur!”
Húnbogi leit upp úr bókinni og
horfði spyrjandi á Alfreð Alfreðs-
son. Hann hristi höfuðið misk-
unnarlaus og Húnbogi hélt
lestrinum áfram. Eftir sjötiu
slður I viðbót voru bræöurnir
fallnir I ómegin,draumar þeirra
kvalafullar upplifanir úr bókum
góðskáldsins. Þeir myndu aldrei
bera þessa bætur.
Það var siminn til Eiasar
Bjarkasonar.
„Elias Bjarkason talar, hver er
það?”
,,Það meikar ekki diff,” sagði
dularfull rödd. „Hlustaðu nú
vandlega og segðu ekki neitt.”
„Hva...?” byrjaði Elias
Bjarkason en röddin þaggaði
snarlega niður i honum.
„Ég sagði þér að hlusta vand-
lega. Hefurðu ekki verið á eftir
Bakkafjarðargenginu?”
Elias Bjarkason spratt upp.
„Hvortég hef! En þaðer ómögu-
legt að hafa hendur i hári
þeirra... ”
„Þú heldur það. En hlustaðu
nú...”
Elias Bjarkason var þjóðhetja
þessi jól eins og svo oft áður,
en hitt vissu færri að I raun var
Alfreð Alfreðsson sem hafði
hreinsað til i höfuðborginni. Al-
freð er hins vegar högvær maöur
og kýs að halda sig i undirheim-
um. „Elfas vinnur bug á ó-
vættinni aðaustan!” sögðu fyrir-
sagnir i biöðum.
Þegar Undur Ófreskja og
bræöur hans höfðu tekið út sina
maklegu refsingu fóru þeir aftur
á Bakkafjörð — til mömmu. Of-
riki hennar átti að sögn ekki
minnstan þátt i að bræðurnir
lögðust út á glæpabrautina fyrir
sunnan og hún linnti ekki látum
fyrr en þeir voru allir komnir á
bát eða i frystihúsið. Það fer
engum sögum af þvi að þeir hafi
nokkurn tíma aftur gerst brjótuð-
ir laga en enn I dag vakna þeir
öðru hvoru i svitakófi og röddin
glymur i höfði þeirra.
p.s. Gleðileg jól. Alfreð.
■ Almannagjó