Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 16

Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 16
16 ÞriOjudagur 22. desember 1981 Þórarinn Eldjárn: Nokkur spök Jakkaföt frá Gefjun Þegar jakkinn hitti buxurnar aftur varð honum Ijóst að þær voru ekki lengur spari. Rótarlegt Hámenntaður róttæknir flutti heim frá útlöndum en greip alstaðar í tómt. Hann var búinn að missa ræturnar. Orðaleppalúði Maðurinn er hjáverkamaður og pælingasnobb. segist ekki skilja hvað ég sé að fara. En ég er ekki að fara, ég er að koma. Tvö örspök 1 Lævirki og rafvirki, talsverður munur er á þessu tvennu. 2 Nýja testamentið er ágætt þó það sé ekki alveg nýtt. Þarna —séég, þegar ég fer að róta í neðstu hillunni — á ég ýmislegt sem ég var nærri búinn að gleyma: miklu fleiri Rilke-bækur en ég hélt ég hefði nokkurntíma komizt í tæri við, sonnettur og elegíur, auðvitað, en líka Kornett og María, gömul smáhefti prentuð á blakkan pappír rétt eftir stríðið, og tvær útgáfur af Rodin kempunni, önnur með öllum myndunum, og Bréf til skálds. Og guðfræðibók um elegíur, yfrið fögur þýzk útgáfa, og mynd sem sýnir hræðilega norn, Klöru Westhoff, (í þýzkum heimildum var hún þó sögð fögur) og önnur af Balasjínu með dauða skáldsins í augunum og ævisaga á dálítið annarlegri genfar-frönsku og bók um síðustu árin á miklu f ráleitari zurich-f rönsku. Sigfús Daðason: Inni Og svolítið til hliðar uppgötva ég ennfremur — og var það mér gjörsamlega horf ið úr minni — kvæðakver eftir Hofmannsthal: nox portentis gravida. Hannes Pétursson: Steinn, 1958 ( bláum augum hans hefur búið um sig stólt: Nú er ekkert framundan nema firnindi þagnarinnar. Vel tekst mér, bræður að brenna, smám saman, upp með hallmælin gömlu í hári mínu og skeggrót með lofburðinn allan í liðum mínum og beinum. Þó bregður fyrir i bláum, kúptum augum hans væng blekkingarinnar sem hann barðist í móti Ijósum væng vonar, fyrirheits... og enni hans verður snögglega sem allt haf i tilgang: Lífið, það er líf á langferð undir stjörnunum. Að deyja, það er aðeins hin alhvíta hreyfing. Jorge Luis Borges: Snorri Sturluson Þú sem fólst sonum þínum aðgeyma vísdóm guða um ís og elda, þú sem skráðir ofstopafrægð þíns villta norræna ættboga, uppgötvaðir undrandi á nóttu sverða að þitt klökka mannhold skalf. A þessari nótt án morguns skildirðu að þú varst bleyða. I íslensku myrkri hræra saltvindar hafið. Húsið þitt er umsetið. Þú hefur drukkið í botn v:anvirðu sem ekki gleymist. Á fölt höfuð þitt fellur sverðið eins og það féll svo oft í bók þinni. eh. íslenskaði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.