Tíminn - 22.12.1981, Page 21
Þriöjiidaguk- 22: desember 1981
Lvi'ÍMJJ
>«-x-vv.vKv.-i
Naívistinn ísleifur Konráðsson
„Væri brúin ekki of
mjó ef kæmi ungur
bóndi og fengi sér
traktor?”
Margir hafa kannski rekið upp stór augu er þeir sáu
litadýrðina á forsiðunni. Já, myndin er skrítin og stíllinn
kemur e.t.v. mörgum kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er
málverkeftir ísleif heitinn Konráðssonog er af Surtsey.
Eigandi myndarinnar, Þóra Friðriksdóttir leikari, tjáði
okkur að isleifur hefði sagt henni að þarna væri Surtsey
enn að gjósa eftir mörg þúsund ár, eyjan væri orðin skógi
vaxin og allt í kring stæðu stórar hallir fyrir túrista. Hér
á síðunni reynum við að gefa eilitla hugmynd um mynd-
list Isleifs Konráðssonar, i máli en þó aðallega myndum.
Við kunnum Birni Th. Björnssyni miklar þakkir fyrir
upplýsingar um ævi Isleifs og hjálp við að útvega mál-
verkin.
Isleifur Konráösson fæddist á
Staö i Steingrimsfiröi 5ta febrúar
1889. Foreldrar hans voru þau
Konráö Sigurösson og Þorbjörg
Jónsdóttir frá Kaldrananesi á
Ströndum, ógift hjú prestsins á
Staö og Isleifur þvi fæddur i laus-
um leik. Isleifur var skiröur i höf-
uöiö á presthjónunum — Isleifi
Einarssyni og Sesselju konu hans
— Isleifur Sesseljuson, likast til
meö þvi augnamiöi aö friömælast
viö heimiliö. Foreldrar hans
gengu aldrei i hjónaband, nokkru
siöar lagöist Konráö i siglingar,
settist aö i Kaupmannahöfn,
kvæntist þar og átti tvo syni.
Þvi var þaö aö þegar ísleifur
var enn ungbarn var honum kom-
iö til vandalausra, hjónanna á Bæ
á Selströnd, sem reyndust honum
ágæta vel. En þegar Isleifur var
rúmlega fermdur dó fósturmóðir
hans, Ólöf Jónsdóttir, þá stóð Is-
leifur einn uppi og varð aö hefja
hina höröu lifsbaráttu alþýöu-
fólks um aldarnótin upp á eigin
spýtur.
Það lá beint viö aö unglingur
sem hvergi átti höfði aö halla leit-
aöi á sjóinn, Isleifur gerðist sjó-
maöur á vertiöum i Bolungarvik,
I þeirri miklu sjósókn sem þar
var, þótt i raun væri argasta
hafnleysa. tsleifur minntist þess
siöar aö „lendingin heföi veriö
svo slæm, að þótt grjótiö heföi
verið rutt burt aö kvöldi, heföi oft
veriö komiö ennþá meira grjót aö
morgni”. Hann starfaöi viö eitt og
annað, bæöi til sjós og lands, var
á sild á Siglufirði, keyröi hest-
vagn á Isafiröi. En einhver ævin-
týraþrá hefur blundaö i Isleifi,
þvi siöan leggur hann land undir
fót, til Kaupmannahafnar, liklega
til að vitja fööur sins sem þar var
verkamaöur.
Þá tekur viö i ævi hans langur
timi utanlands, lengst af i Dan-
mörku. Lifiö i Kaupmannahöfn
var ekki dans á rósum frekar en
hérheima -Isleifur vann þar baki
brotnu, fyrst i þrjú ár i Tivolf „viö
aö pússa silfurtau handa fina
fólkinu, bera flöskur að og flöskur
frá.” Þarnæst ræöur hann sig i
vinnu sem máski hæföi atgerfi
hans öllu betur, og er buröarkarl
á Aöalbrautarstööinni i Kaup-
mannahöfn næstu fimm árin. En
reykur úr lestum jafnast ekki á
við sjávarlööur. Isleifur fær
skipspláss á Friöriki áttunda,
gömlum kolakláf sem siglir á
Bandarikjahafnir. Þaö er til þess
tekiö aö þótt Isleifur hafi margoft
átt viöstööu i New York, hafi hann
aldrei fariö þar i land — „allur
þessi tröllskapur átti ekki viö
mig, þar sást aldrei i heiöan him-
in” sagöi hann sjálfur.
1 Kaupmannahöfn var tsleifur
lengst af i fæöi hjá íslenskri konu,
en svo kemur aö þvi aö matmóöir
hans vill fara heim til tslands til
að deyja. Hún biöur tsleif að
fylgja sér heim, sem hann og ger-
ir.
Hann hafði hugsaö sér aö fara
rakleitt út aftur, en haföi verið
heldur fyrirhyggjulaus i peninga-
málunum. Isleifur á ekki fyrir far
inu út aftur og veröur stranda-
glópur i Reykjavik i miðri krepp-
unni — það er litla vinnu aö fá,
og engir peningar aflögu til utan-
landsferöa, launin hrökkva tæp-
ast fyrir fæöi og fataleppum. Loks
kemst þó tsleifur i nokkuö fasta
vinnu viö útskipun hjá Rikisskip.
Þar vann hann alla tiö þar til
hann fór á ellilaun 1961, 72 ára
gamall.
011 þessi ár var tsleifur hinn rétti
ög slétti verkamaöur, og mætti
ætla aö þau heföu liöiö án mikill-
ar tilbreytingar. En i sumarfrium
geröi hann sér alltaf mikinn og