Tíminn - 22.12.1981, Síða 28

Tíminn - 22.12.1981, Síða 28
 Þriöjudagur 22. desember 1981 ■ Þetta er kort Rutherfords og fylgismanna hans hér á landi. Og sjáum hve mikilvægt hlutverk tslands liggur iaugum uppi! Spá- dómaritir um Island — Af Rutherford og Jónasi Guðmundssyni, sem tengdu byggingu pýra- mída í Egyptalandi við mikilvæga atburði á íslandi og glæsta framtið ■ útlendir menn sem koma til Islands og segja að land- ið sé bæði fagurt og frítt eru f jarska vel séðir hérlendis eins og allir vita. Þeir fá nafnbótina /,lslandsvinur" og er hampað i blöðum. Tala nú ekki um ef þeir eru þeirrar skoðunar að Island sé ekki einvörðungu fallegt land, heldur og stórmerkilegt, og hafi jafnvel hlutverki að gegna i veraldarsögunni. Þá kætist hjarta Islendingsins þegar hann heyrir slíkar fréttir og viðkomandi útlend- ingur næstum tekinn í guðatölu. Ætli sé ekki hér um að ræða einhverja illkynjaða minnimáttarkennd í bland við stórmennskubrjáiæði — eitt helsta karaktereinkenni ls- lendingsins. Annars vegar álítur hann, og stendur á þvi fastar en fótunum einkum ef hann er drukkinn, að ekki fyrirf innist á heimskringlunni betra land né merkara en einmitt hansejgið — á hinn bóginn stendur honum ógn af smæð landsins, eða réttar: stærðannarra landa, og þykir vístnokk innst inni aó við séum heldur fánýt í saman- buröi við þær stóru þjóðir sem stjórna klukkuverki heimsins. Og grípur því fegins hendi hvern þann útlend- ing sem vill ýta undir fyrrnefnda stórmennskubrjálæð- ið... Hér segjum viö frá einhverjum sérkennilegustu litbrotum ofan- greinds karaktereinkennis — þegar enskur ma&ur vildi telja ts- lendingum trií um aö til þess eins heföu tugþiísundir manna stritaö i ár og áratugi i hinu heita Fom- Egyptalandi, aö byggja pýramid- ann mikla, til aö benda siöari tima fólki á aö Island — sem þá var ekki einu sinni fundiö — væri svo merkilegt land aö þar væri engu saman aö jafna. Og aö i þessu eylandi myndu gerast at- buröirsemheföu ekkisiöri áhrif á veröldina en fæöing Jesúsar i Betlehem — sem pýramidinn spáöi sömuleiöis fyrir um. Þessi maöur var Adam Rutherford og eignaöist töluvert marga áhang- endur hér á landi, eins og vænta mátti, þó aldrei léti öll þjóöin blekkjast og ekki nándar nærri. Segir nú af Rutherford... Ef marka mætti rit stuönings- manna Rutherfords hér á landi, var maöurinn ekki einasta heims- frægur, heldur og virtur og viður- kenndur um öll lönd. Því fór auö- vitaö f jarri. Raunar vitum viö lit- iö um Rutherford þenna, nema hvaö hann var pýramidafræöing- ur á Englandi og uppi á sitt besta miilistriða. Þá sendi hann frá sér margar bækur um uppgötvanir sinar á ýmsum sviðum og þar á meöal pýramidalógiu. ,,Hin mikla arfleifð Islands”, var ein þessara bóka og varð grundvöllur frekari spekUlasjóna, hún var pýdd á islensku áriö 1939 og varö samstundis næstum helgirit þó nokkurra Islendinga sem sáu nU aldeilis fram á glæsta framtíö lands oglýðs i skjóli þeirra mikil- vægu atburða sem hér áttu að eiga sér stað. 1 útlöndum munu þessar kenningar Rutherfords einhverra hluta vegna ekki hafa vakiö svo mjög mikla athygli og einhverjir tala i hæönistón um að karl hafi aðeins mátt treysta á sjö fylgismenn utanlands. En er ekki sjö galdratala, likt og tólf? Fyrir bókinni „Hin mikla arf- leifð tslands” var formálihöfund- ar og stóð þar: „tsland er eitt af merkilegustu löndum heimsins, og blööin sem hér fara á eftir, hafa aö innihaldi sönnun þess, að þessari litlu þjóö, tslendingum, sé ætlaö aö leysa af hendi undursamlegt og göfugt hlutverk viö fyrirhugaöa stórviö- buröi í náinni framtiö. Höfundurinn ersannfæröur um, aö þetta mikla ætlunarverk ts- lendlnga muni veröa til blessun- ar, pigi aðeins fyrir tslendinga sjátfa, heldur og fyrir frændþjóðir þe/rra, Noröurlandabúa, Engil- Saxa og Kelta. Ég vil óska, að bæklingur þessi megi verða aö nokkru gagni i þvi aö hjálpa til aö búa tslendinga undirþað.aö taka viöhinni miklu arfleifi) sinni.” ■ ,, ísland er eitt af merkilegustu lönd- um heimsins, og blöðin sem hér fara á eftir hafa að inni- haldi sönnun þess að þessari litlu þjóð, Is- lendingum, sé ætlað að leysa af hendi undursamlegt og göfugt hlutverk við fyrirhugaða stóryið- burði i náinni fram- tíð." Svo hefurnU reyndarekki farið, eöa eruö þið, góöfUsir lesarar, til- búnir? En þá ber lika að taka það fram aö atburðir þeir sem pýra- mfdinn miklivar reistur til aö spá fyrir um eru löngu orðnir... Aður en lengra er haldiö: á hverju byggði fyrrnefndur Ruth- erford spiár sinar? JU, hann skoð- aöi stóra pýramidann og í bók- inni: „Hinmikla arfleifö tslands” segir svo frá þeim skoöunum: „Þóaö pýramidinnsé reistur á þeim tfmum, er mannkyniö hafði hinar vanþroskuðustu hugmyndir um alheiminn og jafnvel um vorn eigin jarðhnött, þá birtir hann oss þó, — meö þvi að hann er reistur eftirguðlegum innblæstri, — meö fullkominni nákvæmni öll aðalat- riöi jarömælinga, sem menn gátu ekki fengiö fulla vissu um fyrr en nú á timum, eftir aö þekking á þrihyrningafræöi haföi aukist og fundin voru upp verkfæri vorrar aldar. Hann greinir nákvæmlega stærö jaröarinnar og sömuleiöis lögun hennar og timatal allra hreyfinga hennar, auk ýmissa stjörnufræðilegra útreikninga, hárvisst í hverri grein. Ennfremur lýsir pýramidinn m ikli ekki aðeins rás viöburöanna um aldir fram, heldur bendir hann einnig á sérstaka staðinn, eða í hvaða löndum eigi aö koma fram viöburðir þeir, er aldur- brigðum valda. Þótt pýramidinn mikli væri tilorðinn meira en 2600 árum fyrir Krists burö, bendir hann á Betlehem sem fæðingar- staö Messíasar. Inni i pýramid- anum er leiðin aö þeim staö, þar sem allt lif Krists á jöröinni er sýnt meö táknmyndum og i réttri timaröö, löguö sem gangur, er liggur skáhallt upp á viö, og er hallarhorniö 26 18’9.6’ ’, almennt kallað Messi'asarhorniö. Og li'na dregin frá pýramidanum meö ná- kvæmlega sama afviki frá breiddarbaugi norðurhliðar pýra- midans, liggur i gegnum hina fomu Betlehemsborg, og meira að segja beint yfir staðinn, þar sem JesUs var fæddur.” Aöur en lesandi týnist endan- lega i' þessum reikningum er rétt aö taka fram að Rutherford þessi, vafalaust ágætasti maður, leið nokkuð fyrir óskhyggju sina, og hefur það vafalaust hent margan manninn fyrr og siðar. I meira lagi vafasamt, svo ekki sé meira sagt, er til dæmis að ætla pýra- midann segja hætishót um fæð- ingu og/eða lif Jesúsar, hvað þá annarra. Og pýramidar eru flókin fyrirbæri og paradi's reiknings- meistara — Ut frá hliðum, horn- um og þribyrningum þeirra má auðvitaö finna hvað sem hver kýs. En höldum áfram og fer nU að vandast málið: „Afarmikill vegvisari er einnig höggvinn i klettinn rétt innan við suðausturhornið á undirstööu pýramidans. Þessi vegvisari er settur rétt hjá og austanvert við SA-NV hornalinu pýrami'dans ná- lægt suðausturholunni. Hliðarnar á honum eru ekki lóðréttar, held- urhallastinn á við aö miðju pýra- midans, svo að vesturjaðarinn á vegvisaragrunninum („gólfinu”) er i raun réttri i' fetafjarlægð frá homalinunni. Sé dregin lina eftir þessum vesturjaöri i norðvestur- átt til miðjunnar i grundvelli pýramidans, kemur það i ljós, að hornið.sem hún myndar viðnorö- ur-suöur-ás pýramidans (þ.e. linu, er markar hádegisbaug hans), er örlitið gleiðara er 45 horniö, sem hornalinan myndar viö hádegisbauginn, sem sé 45 7’, og er þá mismunur hornanna 7’. Sé dregin lina eftir austurjaðri vegvi'sarans i norð vesturátt, rekst hún á suður-vestur-ás pýra- midans (þ.e. linu, sem ákveður breiddarbauginn) og myndar við hann hornið 51 51’14.3’).” Fylgisti enn með: Til að gera nú langa sögu stutta þá fram- lengdi Rutherford þessar þrjár linur sem hann hafði komið sér upp, fann út brennidepilinn þar sem þær voru lengst hver frá ann- arri en siðan áttu þær að samei'n- ast eftur á norðurskautinu. Og hver var i brennidepli nema Is- land? Rutherford aftur: „Af lands- uppdrætti mun mega sjá, aö ystu æsarnar af austur- og vestur- ströndum tslands falla i raun réttri saman viö austur og vestur- jaörana á pýramidana-lslands- rákinni miklu, og eyjan Island liggur þvi kirfilega milli þessara tveggja lina, — meö þvi að lengd- iná tslandi (frá austri til vesturs) svarar til breiddarinnar á rak- inni. Af þessu mun sjást, að miö- geisla rákarinnar er stefnt bein- linis inn i'hjarta tslands, og mætti það meö sanni kallast Islandsás- inn. Eins og vér höfum sýnt fram á, myndar Reykjavikurgeislinn vesturjaðarinn á Islandsrákinni, ■ ,,Alveg eins og Betlehemsgeislinn benti til þess hvar Messias myndi koma í heiminn sem ungbarn, eins er um Reykjavíkurgeisl- ann, að hann vísar oss á hvar fyrst eigi upp að renna — und- ir forystu Krists hins upprisna — hin , nýja guðríkis öld..." og er hann sérstaklega þýðingar- mikill sökum hinna mikilvægu andlegu tákna, sem við hann eru tengd. Einmitt i pýramidanum mikla sjálfum gengur Reykjavik- urgeislinn beinlinis undir sæti toppsteinsins, — en toppsteinninn sjálfurerfullkominn pýramidi að lögun og táknar Krist upprisinn, og er hátt upphafinn sem stór táknsamlegur „höfuðsteinn”. Alveg eins og Betlehemsgeisl- inn benti til þess hvar Messias myndi koma i heiminn sem ung- barn, ifyrri tilkomu sinni, eins er um Reykjavfkurgeislann, aðmeð þvi að ganga undir hinn háreista toppstein, visar hann oss á, hvar fyrst eigi upp aö renna, — undir forystu Krists hins upprisna, — hin nýja guðrikis öld, þar sem að lokum verður vilji guðs „svo á jörðu sem á himni”. Reykjavikurgeislinn visaross á staöinn, þar sem enginn er her- búnaðurinn, þar sem sértrúar- andinn er i raun og veru ekki til, og þar sem kristilegt frelsi hefur yfirráðin. Reykjavik! Hversu háleitur heiður hefur hlotnast þér! Reykjavik er þannig einstök borg, —borg sem kjörin er af guði i andlegum tilgangi.” Og hvort það féll ekki i kramið með íslendingum, jafnvel að slepptu guðræknistali. Kenningar Rutherfords blésu mörgum i brjóst miklum anda um hlutverk og tilgang tslands og komu út næstu árin allmargir pésar eða bæklingar þar sem farið var mörgum og fögrum orðum um kenningarnar. Einna vasklegast gekk fram Jónas Guðmundsson, sem hlaut af þessu auknefnið „Pýramida-Jónas”, en hann gaf meðal annars Ut ti'marit þar sem hin nýja speki var i hávegum höfð. Heimsstyrjöldin siðari varð til þess að renna stoðum undir kenningar hins enska pýrami'da- fræðings, að áliti fylgismanna hans hér á landi, þvi hann hafði spáð, enn útfrá pýramidanum, að miklir og ógnvekjandi atburðir ættu sér stað um það bil. En litum nánar á kennningar Rutherfords. Svona eins og til að sanna enn betur hve Island væri göfugt dugði honum ekki minna en að komast aö raun um að Is- lendingar væru ein af hinum týndu ættkvislum Israelsrikis ins foma. Juku nótar hans hér miklu við þær kenningar, enda þótti þeim frændernið fagurt, og tökum viö hér i bessaleyfi kafla Ur^bók Jónasar fyrmefnds Guðmunds- sonar, „Spádómarnir um ís- land”. Fyrir þá sem ekki eru nægjanlega vel heima i öllum þessum merku fræðum er tekið fram aðþeir Gyðingarsem nú lifa og hafa gert um skeið eru taldir vera af ættkvisl Júda — eins hinna tólf sona Jakobs Ur Bibli- unni — en hinar ættkvislirnar týndar og tröllum gefnar. Nema

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.