Tíminn - 22.12.1981, Síða 30

Tíminn - 22.12.1981, Síða 30
30 . t i Þriðjudagur 22. desember 1981 Skákmaðurinn, sem gat ekki gleymt skákum sínum — var islenskur skáksnillingur kveikjan að sögu Stefans Zweigs, Manntafl? ■ Frásögukaflann sem hér fer á eftir skráði Gylfi Gröndal eftir Jóni ólafssyni hæstaréttarlög- manni og fyrrverandi forstjóra Samvinnutrygginga. Kaflinn er tekinn úr nýrri viðtalsbók Gylfa, Menn og minningar. Hér segir frá Birni Pálssyni, sem siðar kallaði sig Kalman, syni Páls Ólafssonar skálds. Björn sýndi ungur óvenju mikla skákhæfileika, sigldi á veg- um Vilhjálms Stefánssonar til Harvard-háskóla til að vinna þar skáksigra en varð sfðan svo upp- tekinn af þeirri hugsun að skák- snilli og geðveiki væru eitt og hið sama að hann gaf taflið endan- lega upp á bátinn. Skáldsaga Stefans Zweir, Manntafl eða Schachnovelle fjallar um mann sem verður afhaldinn af skákinni á svipaðan hátt i fangelsi hjá nas- istum. i greininni er sagt frá óvenjulegum æviferli Björns Kal- mans og m.a. leitt að þvi getum að hann kunni að hafa verið fyrir- myndin að skákmanninum I Manntafli. Eins og viðkvæmur listamaður Ég lauk laganámi frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1923 og valdimér námsgreinar svo ólíkar sedm kröfurétt og rikisrétt eða stjórnlagafræöi með þjóðarétt sem sérgrein. Að náminu loknu réöst ég sem lögfræöilegur starfs- maöur til borgarstjórnar Kaup- mannahafnar og haföi aösetur i Ráöhúsinu. Þar starfaöi ég i nokkur ár. Mér féll yfirleitt vel aö dveljast hjá og vinna meö Dönum. Ég mundi hafa llenzt þar, ef ég heföi ekki þurft aö fara heim. Ég tók þaö ráö aö fá ársleyfi frá störfum og setja mann i minn staö. Siöan hélt ég heim til Islands haustiö 1926 og fór aö fást viö lögfræöi- störf. En margt fer ööru visi en ætlaö er. Ég ílentist hér i Reykjavik, kvæntist Margréti Jónsdóttur, bónda i Skólabæ i Reykjavlk, Valdasonar: viö fórum aö búa herna á Suöurgötunni og ég hélt áfram lögfræöistörfum jafnframt tryggingastarfi. Ariö 1929 varö ég forstjóri Is- iandsdeildar Lifsábyrgöarfélags- ins Andvöku og stjórnaöi félaginu áfram eftir aö þaö varö alislenzkt og komst i eigu Sambands Is- lenzkra samvinnufélaga áriö 1949. Frá árslokum 1954 var ég Hka forstjóri Samvinnutrygginga og stjórnaöi báöum félögunum til hausts 1958, en þá varö ég aö biöj- ast lausnar vegna heilsubrests. Fljótlega eftir aö ég kom heim frá Danmörku haustiö 1926 haföi ég samband viö frænda minn, Björn Pálsson sem tekiö haföi sér ættarnafniö Kalman, og viö stofn- uöum saman málflutningsstofu hér i Reykjavik. Samstarf okkar stóö reyndar ekki nema i tæpt ár en engu aö siöur kynntist ég Birni mætavel — og hann hefur oröiö mér minnisstæöur. Og þar sem Björn er aöalper- sónan I þeirri skrýtnu sögu, sem ég ætla nú aö segja, er bezt aö kynna hann nánar: Björn Pálsson var sonur Páls Ólafssonar skálds. Hann var fæddur 1883, varö stúdent úr Latinuskólanum 1904, innritaöist i Háskólann I Kaupmannahöfn haustiö 1904, varö cand phil. þaöan voriö 1905 og kom heim aö svo búnu. Aö áliönu sumri 1905 fór hann til Bandarfkjanna meö Vil- hjálmi Stefánssyni, siöar land- könnuöi og veröur sagt frá þvi hér á eftir. Hann fluttist til Winnipeg, vann þar aö ýmsum störfum, en lengst aö blaöamennsku viö Lög- berg. 1 árslok 1908 kom hann aftur til Islands fékkst viö kennslu til dæmis viö Verzlunarskóla Is- lands, tók aö lesa lög viö laga- deild Háskóla Islands og lauk em- bættisprófi þaöan 1912. Eftir þaö haföi hann ýmis störf meö hönd- um: varö hæstaréttarlögmaöur 1922 og þótti snjall málflutnings- maöur: var meöal annars lög- fræöingur Sambands islenzkra samvinnufélaga um skeiö en veiktist af lömunarveiki um þaö leyti og var haltur upp frá þvl. Hann hneigöist þá til vinnautnar og sinnti litt eöa ekki störfum. Þar meö var glæstum ferli hans sem málafærslumanns lokiö. Björn lézt áriö 1958 —- 75 ára gam- all. Ég sá Björn fyrst á heimili fööurbróöur hans, Jóns ólafsson- ar, ritstjóra og skálds aö Lauga- vegi 2 i Reykjavik sumariö 1912, þegar hann var aö taka próf i lög- fræöi viö háskólann. Þaö fór ekki á milli mála aö hann var skarp- gáfaöur, rökfastur og flugmælsk- ur. Hiö siöastnefnda kom bezt i ljós, ef hann þurfti aö verja ein- hvern litilmagna eöa þá sem bágt áttu en meö slikum haföi hann djúpa samúö. Hann var skapheit- ur og tilfinninganæmur. Mér virt- ist hann viökvæmur I lund: hann minnti oft á listamenn, sem ekki geta til lengdar fellt sig viö borgaraleg störf, en vilja frjálst og áhyggjulaust lif. Sem dæmi um þetta má nefna aö Björn hvarf frá starfi velmetins hæstaréttar- lögmanns — og geröist kokkur á fiskibátum I Vestmannaeyjum. Á morgungöngu í miðbænum Ég haföi ekki hugsaö til vinar mins Björns Kalmans I fjölda- mörg ár. Þá gerist þaö fyrir nokkru þegar ég er eitt sinn sem oftar á morgungöngu niöri i miö- bæ, aö ég rekst á kunningja minn, sem á sinurti tima haföi veriö nemandi Björns i Verzlunarskóla lslands. Viö spjölluöum saman um dag- inn og veginn eins og gengur en allt i einu barst taliö af hreinni til- viljun aö Birni. Hann taldi Björn hafa veriö góöan kennara og skemmtilegan i samræöum. Siöan bætir hann viö, aö llklega sé Björn fyrirmyndin aö skákmann- inum I sögunni „Manntafli” eftir Stefan Zweig. Ég hváöi, og þegar hann haföi endurtekiö ummæli sin, svaraöi ég af bragöi: „Hvaöa endemis vitleysa er þetta! Ég held aö Björn hafi aldrei teflt og aldrei oröaöi hann tafl eöa taflmennsku svo aö ég heyröi.” Þá segir vinur minn: „Þaö er rétt. Hann vildi aldrei tala um skák eöa tefla eftir aö ég kynntist honum. En hefuröu lesiö sjálfsævisögu Vilhjálms Stefáns- sonar?” Nei, ég haföi ekki gert þaö. Hann kvaöst þá mundu lána mér bókina einhvern tima. Nú leiö alllangur timi og ég hugsaöi ekki meira um þetta. Þá mætti ég þessum sama kunningja minum aftur á morgungöngu i miöbænum — og hann segir strax: „Ég hef oft veriö aö reyna aö ná i þig en þaö hefur ekki tekizt. Ég ætlaöi aö lána þér bókina hans Vilhjálms Stefánssonar. Hún liggur alltaf á boröinu hjá mér heima.” Ég heimsótti hann skömmu siöar og fékk bókina lánaöa. Þegar ég kom heim hóf ég lesturinn og varö satt aö segja undrandi. Þaö sem ég las kom mér meö öllu á óvart. Skólastrákurinn vann stórmeistarann Þaö er óþarfi aö kynna hinn fræga landkönnuö Vilhjálm Stefánsson, en hann var fæddur i Bandarikjunum 1879 — og lézt 1962. Hann haföi lokiö viö aö skrifa æviminningar sinar rétt áöur en hann dó, og ekkja hans lét gefa þær út áriö 1964. Vilhjálmur lagöi stund á mann- fræöi viö Harvardháskóla og 25 ára gamall fékk hann styrk til aö koma hingaö til mannfræöirann- sókna. Til Islands hélt hann 1904 og hóf þegar rannsóknir sinar. Hér á landi var þá staddur I heimsókn skákmeistari Eng- lands, Napier aö nafni. Napier frétti af ungum skólapilti sem haföi sigraö alla keppinauta sina um langt skeiö, og langaöi til aö etja kappi viö hann. Þessi at- burður hefur vafalaust vakiö at- hygli I ekki stærri bæ en Reykja- vlk var þá. Og Vilhjálmur Stefánsson var viöstaddur, þegar skólastrákurinn sigraöi enska meistarann og þótti þaö staöfest- ing á þvi sem hann haföi alltaf heyrt sagt — aö íslendingar væru snillingar i skák. Skólapilturinn var Björn Páls- son. Napie W. Napier var kunnur skákmeistari á sinum tima og haföi teflt á alþjóöamótum, til dæmis I Buffalo, þar sem hann fékk önnur verölaun, en Pillsbury varð efstur. Þegar þetta er haft i huga, veröur þaö aö teljast afrek hjá ungum námsmanni aö máta slikan mann og ekki nema eöli- legt, aö Vilhjálmur Stefánsson hrifist af þvi. Og raunin varö sú aö hann gat ekki gleymt þessu, þótt hann væri kominn aftur til Harvardháskóla i Bandarikjunum. Hann minntist á þetta atvik viö Nathaniel Shaler deildarforseta. Shaler þessi var skákáhugamaöur og haföi veriö náinn vinur ameriska skáksnill- ingsins Pauls Morphys, Markmiö Shalers var aö koma á fót góðri skáksveit I Harvard, þvl aö hann áleit aö andans iþrótt á borö viö skák verðskuldaöi aö komast á keppnisskrá háskóla ekki siöur en likamlegar iþróttir. Um þessar mundir dreymdi Vilhjálm Stefánsson um,aö Har- vardháskóli kostaöi mannfræöi- leiöangur til lslands áriö 1905. Nú veröur skákáhugi deildarforset- ans til þess aö Islandsfyrirætlun Vilhjálms fær byr undir vængi — meö þvi skilyröi aö hann reyni aö fá Björn Pálsson til aö koma til Boston og nema viö Harvardhá- skóla. Vilhjálmur hófst þegar handa og komst á snoöir um, aö Björn væri kominn til Danmerkur heföi innritazt i Kaupmannahafnarhá- skóla og ætlaöi aö læra verkfræöi. Hann skrifaöi honum þegar og brátt var fastmælum bundiö aö Björn flyttist frá Kaupmannahöfn til Reykjavikur, hitti Vilhjálm þar og færi siöan meö honum til Boston. Björn hlaut aö sam- þykkja þessa ráöagerö þvi aö hér var um glæsilegt tilboö aö ræöa: Deildarforsetinn haföi útvegað honum styrk og einhvers staöar haföi honum lika tekizt aö grafa upp peninga fyrir skipsfari. Sjóveiki og blindskák Vilhjálmur Stefánsson kom til Reykjavikur á vegum Harvard- háskóla I júnimánuöi áriö 1905 ásamt ellefu öörum visindamönn- um. Þeir keyptu sér hesta, réöu fylgdarmenn i þjónustu sina og skiptu sér i þrjá hópa. Fyrsti hópurinn fór riöandi þvert yfir Is- land, I öörum voru eingöngu jarö- fræöingar og hinum þriöja mann- fræöingar og þeir héldu á tiltekna staöi til rannsókna. Þegar Vilhjálmur kom aftur til Reykjavikur aö leiöangrinum loknum, beiö skákundrabarniö hans eftir honum þar. Nokkru siöar fóru þeir saman til Edin- borgar og siöan meö skipi frá All- an-félaginu frá Glasgow til Mon- treal. Allt gekk vel nema hvaö Björn var sjóveikur nær alla leiöina. Og þaö var sérlega óheppilegt fyrir þá báöa, þvi aö svo vildi til aö um borö voru tveir skákmeistarar, ónefndur Astraliumaöur og kana- diski meistarinn James Mavor, prófessor viö háskólann i Toronto. Þeir sátu sifellt yfir tafli I reyk- salnum: mönuöu Vilhjálm til að tefla viö sig ööru hverju en hann tapaöi jafnan. 1 hvert skipti sem Vilhjálmur beið lægri hlut lofaöi hann þess- um snjöllu skákmeisturum haröari keppni af hálfu vinar sins sem lá undir þiljum. En skipinu miöaöi hratt áfram yfir hafið og vonir Vilhjálms um aö Birni batnaöi sjóveikin uröu stööugt minni. Þegar siglt haföi veriö um Belle Isle-simd, tók viö St. Lawrence- flóa — sléttur eins og bæjarlækur. Þá reis Björn loks úr rekkju. Og Vilhjálmur var ekki seinn á sér aö fara meö hann upp i reyksalinn. Hann tefldi viö meistarana á vixl — og vann hverja einustu skák. Undrun þeirra varö ekki litil en þeir vildu ekki gefast upp og ákváöu aö reyna hæfni Björns til hins ýtrasta. „Viltu tefla viö okkur blind- skák?” spuröu þeir. Björn kvaö ekkert vera þvi til fyrirstööu, þvi aö hann gæti sigrað hvern þann mann i blind- skák sem hann ynni meö venju- legum hætti — aö þvi tilskildu aö rétt væri sagt til um leiki and- stæöingsins. Og hann stóö viö þetta — ekki einu sinni heldur tvisvar. Hér var um furöulegt og ein- stætt afrek aö ræöa, enda varö sá merki maöur prófessor Mavor svo hrifinn af taflmennsku Björns, aö hann bauöst til aö afla honum fjár og frama meö þvl aö efna til sýniskáka fyrir hann um Kanada þvert og endilangt. Gat ekki gleymt skákum sínum En þaö er ekki alltaf tekiö út meö sældinni aö vera gæddur af- buröa hæfileikum. Fyrirætlanir Shalers deildar- forseta og Vilhjálms Stefánsson- ar spuröust brátt um Harvardhá- skóla. Hvorugur þeirra geröi neitt til aö halda leyndu þvi sem fyrir þeim vakti: I ákafanum aö ná i Björn haföi þeim láöst aö búa nógu vel um hnútana heima fyrir: þeir reiknuöu ekki meö öfundinni sem oft vill skjóta upp kollinum, þegar afburöamenn eiga i hlut. Allir skákmenn skólans lögðust gegn fyrirætlun þeirra. Þeir sögöust ekki þurfa á neinum „glamrara” (ringler) aö halda frá Islandi til aö verja hinn viröu- lega háskóla skakkaföllum i væntanlegri skákkeppni. Og þeir geröu meira. Þeir dæmdu Björn úr leik meö þvi aö visa til reglna um Iþróttakeppni milli háskóla. Þeir sögðu eins og satt var, aö Björn væri stúdent frá Kaup- mannahöfn sem hefði flutzt yfir til Harvard og þess vegna mætti hann ekki keppa fyrir hönd skól- ans fyrr en eftir eitt ár. Vilnjálmur segir i endurminn- ingum sinum, aö almennt hafi verið álitiö aö Björn hafi látiö hugfallast vegna þessa mótlætis og vonbrigða. Hann kveöst ekki vita, hver áhrif þetta heföi haft á Björn, þvi aö annaö og verra hafi komið til og ráöiö úrslitum. Dag nokkurn kemur Björn á fund Vilhjálms og er mikiö niöri fyrir. Vilhjálmur hélt, aö hann væri ævareiöur yfir þvi aö ein- hverjar reglur hindruöu aö hann gæti keppt, og fannst hann hafa fulla ástæöu til þess. Þaö heföi jafnvel ekki komiö honum á óvart þótt Björn reyndi aö skella skuld- inni á þá Shaler og sakaöi þá um aö hafa dregiö hann á asnaeyrun- um. Ekkert af þessu var þó um aö ræöa. Erindi Björns var enn alvar- legra. „Ég er aö bila andlega”, sagöi hann viö Vilhjálm — og stökk ekki bros á vör. Og þegar Vilhjálmur hváöi, endurtók hann: „Ég er aö missa vitiö”. Siöan sagöist hann hafa lesið einhvers staöar, aö geöveiki væri algeng meðal skákmanna og þvi betrisem skákmaöurinn væri, þvi meirihætta væri á henni. 1 mestri hættu væru þó snillingarnir, sem sú bölvun legöist á, aö þeim væri um megn aö gleyma skákum sin- um. Björn haföi áöur sagt bæöi Vil- hjálmi og fleirum frá afar óvenjulegum þætti I fari hans: Nær frá bernsku mundi hann hverja einustu skák, sem hann haföi teflt. Hann gat stillt skákum upp eftir minni og skilgreint i huganum mistökin, sem honum eöa andstæöingnum höfðu orðið á. Þaö sem Birni fannst skelfilegt, þótti Vilhjálmi fráleitt. Hann gat ómögulega trúaö aö alvara væri á feröum og reyndi aö slá á léttari strengi. Daginn eftir var Björn horfinn. Vilhjálmur varð heldur en ekki hverft viö, þegar hann frétti þaö. Honum datt strax I hug, aö Björn heföi ráöiö sér bana og ætlaði aö hringja til lögreglunnar. En fyrst vildi hann ræöa máliö viö Shaler, sem lagöi til, aö þeir létu Björn eiga sig. „Haföu engar áhyggjur af hon- um”, sagöi Shaler. „Hann kemur aftur eftir nokkra daga harla skö m m us tule gur. ” En Björn kom ekki. Nokkru slöar berast þær fregn- ir af honum, aö hann sé setztur aö I Winnipeg. Ættingi hans haföi út- vegaö honum starf þar viö múr- steina- og kalkburö. Björn var sagöur staöráöinn I aö tefla aldrei framar. Meö þvi aö vinna likamlega vinnu: strita þar til hann yröi dauöuppgefinn og dytti út af I draumlausan vefn á hverju kvöldi, gæti hann gert sér vonir um aö halda vitinu. Ekki óeðlileg viðbrögð Ég er ekki með öllu sáttur viö þessa frásögn Vilhjálms. Ég er ekki viss um, aö viöbrögö Björns þarna I Boston hafi veriö jafn óeölileg og Vilhjálmur vill vera láta. Þegar haft er I huga, aö Björn var beöinn um aö koma og meira 1 aö segja boöiö aö koma til Har- vard af mönnum, sem hann hlaut að treysta fullkomlega, hlaut af- staöa stúdentanna aö koma hon- um gersamlega á óvart. Hann hefur aö sjálfsögöu sökkt sér niöur I taflmennsku þann stutta tima, sem honum gafst fyrir ferðina. Vonbrigöin hafa hlotiö aö vera sár og ekki óliklegt aö hann hafi orðið var viö aö þeir sem hann átti aö starfa meö voru hon- um beinlinis andsnúnir. Fyrir viökvæman og skapmik- inn mann eins og Björn var gat

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.