Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 29. desember 1981. 5 fréttir Rannsókn stórþjófnaðarins á Akureyri miðar vel: SKIÖL OG ÁVÍSANIR FUNDNAR! ■ Rannsókn stórþjófnaöarins á Akureyri miðar eftir atvikum vel en að sögn Ófeigs Baidurssonar rannsóknariögreglumanns á Ak- ureyri þá hafa öll skjöl og ávfsan- ir sem stolið var i innbrotinu fundist. Þessigögn voru i tveimur skjaiatöskum og fundust þær á veginum skammt norðan við Ak- ureyri. Sem kunnugt er þá var brotist inn á skrifstofurnar hjá Höldi s.f. á Akureyri aðfararnótt Þorláks- messu og þaðan stolið verðmæt- um að upphæð hátt i 300 þús. kr. Megnið af þessum verðmætum var i skjalatöskunum er þær fundust en peningar þeir sem stolið var voru ekki i töskunum. Lögreglan á Akureyri auglýsti um helgina eftir ökumönnum þriggja bifreiða um helgina vegna rannsóknar þessa máls og hafa þeir gefið sig fram nema ökumaður grárrar fólksbifreiðar sem sást á Glerárgötu og ók norð- ,pr úr bænum. I gærkvöldi háfði lögreglan auk þess spurnir af tveim Ijósum bil- um er voru á ferð um Tryggva- braut um kl.02.30 aðfaranótt Þor- láksmessu. Annar billinn var á leið austur Tryggvabraut og var stöðvaður þar. Hinum bilnum var rekið til vesturs og siðan norður Hörgárbraut. Biður lögreglan ökumenn þessara bila og/eða þá er kynnu að gefa gefið einhverjar upplýsingar um þá og feröir þeirra að hafa samband við rann- sóknarlögregluna. Ófeigur Baldursson sagði i samtali við Timann að mikilvægt væri að allir þeir sem á ferð voru nálægt ránsstaðnum um nóttina og á þeim stöðum sem taskan fannst á milli 2 og 4.30 gæfu sig fram við lögregluna þvi allar Miklar rafmagnstruflanir vegna óveðursins: Byggðalín- an sló út! ■ Miklar truflanir urðu viða um land og þó sérstaklega á suðvest- urhorni landsins i kjölfar óveðurs þess sem geisaöi hér um jólin. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar rekstrarstjóra RARIK þá urðu miklar truflanir á Byggðalinunni og sló hún út i Borgarfirði vegna samsláttar auk þess sem hún sló einu sinni út i Hvalfirði vegna truflana á landsvirkjunarkerfinu af völdum veðursins. ,,Þegar Byggðalinan slær út verða miklar truflanir á Byggða- linusvæðunum sjálfum”, sagði Guðjón i samtali við Timann. „Þegar linan slær út i Hvalfirði þá fer allt rafmagn af á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Það tók ekki nema 15-30 minútur að koma henniinn aftur en siðan tók lengri tima að tina svæðin inn á hana.” Auk truflana á Byggðalinunni urðu minniháttar truflanir viða um landið á rafkerfinu. Þannig fór linan til Vikur úr sambandi i stuttan tima, i Húnavatnssýslum fór linan til Hvammsfjarðar úr lagi þar sem staur brotnaði i henni og tveir staurar brotnuðu i Akraneslinu af völdum veðurs. Á Reykjanesinu urðu miklar truflanir á rafmagni vegna veð- ursins og eins vegna þess að selta safnaðist fyrir á einangrunum. Viðgerðarstarf gekk vel og eru rafmagnsmálin nú komin i gott horf. —FRI ■ A sunnudaginn var háð Jólahraðskákmót Útvegsbankans, en bank- inn veitti sjö efstu keppendum mótsins peningaverðlaun, samtals kr. 18 þúsund. Friðrik ólafsson sigraði, en á myndinni sést hann tefla slðustu skák sina á mótinu við Ingvar Ásmundsson. t öðru sæti var Helgi Ólafs- son, Jón L. Árnason i þriðja, Margeir Pétursson I fjórða og þeir Guð- mundur Pálmason, Bragi Kristjánsson og Benedikt Jónasson I 5.-7. sæti. Fimm hestar fórust ■ Fimm hestar fórust er vatns- leiðsla sprakk i hesthúsunum i Mosfellssveit um miðjan desem- ber. í vatnsleiðslunni var 20-30 stigaheittvatn.kalt var iveðrier hún sprakk og myndaðist af þeim sökum mikil gufa og er talið að hestarnir hafi kafnað i henni. „Hestarnir voru dauðir er kom- iðvaraðþeim enþeirhafa eflaust kafnað”, sagði Helgi Sigurðsson dýralæknir i samtali við Timann. „Mjög kalt var úti, húsin þétt til að halda frostinu úti, og er leiðsl- an springur myndast mikil gufa auk þess að koltvisýringur mynd- ast sem ýtir súrefninu út, og þvi hafa þeir sennilega kafnað.”FRI upplýsingar sem þetta fólk gæti Enn er óupplýst annað rán sem þaðanvarstoliðiágústs.l.um 150 veitt, hversu litlar sem þær væru, framið var i dótturfyrirtæki þús. kr. gætu verið mikilvægar. Hölds, Bilaleigu Akureyrar, en —FRI Attþú þér draum ? Ljúft er aö láta sig dreyma, - og kostar ekki neitt. En viljirðu að draumur þinn rætist, drífðu þig þá til næsta umboðsmanns HHÍ og láttu hann segja þér allt um það hvernig HHi geturgerbreyttfjárhagsstöðu þinni. Vinningslíkurnar gerast ekki betri! Vinningaskrá: 9 (a) 200 000- 1.800.000 - 9 — 50 000- 450 000- 9 30 000 - 270 000 - 198- 20000- 3960000- 1 053 - 7.500 - 7 897 500 - 27 198 1500- 40 797 000- 106 074 750 - 79555.500 - 134.550 134.730.000 - 450 - 3 000- 1350 000 135000 136080000- IfHAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.