Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 11
Þribjudagur 29. desember 1981. arinnar. 1 þessu sambandi hefur verib bent á að þessi fjárhagslega þvingun komi varla til með að skipta höfuðmáli, ef eitthvert fylki ákveður að fara sínar eigin leiðir, þvi aö sú aðstoð sem hér um ræðir er fyrst og fremst ftílgin i þátttöku alrikisstjórnarinnar i ýmsum félagslegum málum (menntun, heilbrigðisþjónusta, o.s.frv.) og engin hefðer fyrirþvi að nota þau mál i pólitiskum samningum sem tengjast stjornarskránni. Þannigerhægtað hugsa seraö ef eitthvert eitt fylki ákveður að vernda sina sérhagsmuni, t.d. i sambandi við verðmætar nátt- úruauölindir, hafi það fullan rétt til þess, jafnvel þó það sé gegn meirihluta hinna fylkjanna og þjóðarhag. AB visu getur rikis- stjórnin gripið til neyðarráðstaf- ana og þvingað fylki undir sinn vilja meö neyðarástandslögum. Slikt verður þó að teljast i hæsta máta vafasamt og bein kúgun fylkis, sem á annað borð hefur tekið ákveðna stefnu, getur'haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýð- ræöiskerfið i heild og hlýtur að vera forðast i lengstu lög. Þó svo að sumir telji óliklegt að slik staða geti komið upp, eru aðrir sem halda þvi fram, að þvert á móti séu auknar þarfir fyrir hrá- efni o.fl. sem finnast i sumum héruöum. (t.d. olia i Alberta) en ekki öörum, liklegar til þess að einmitt á þessi atriöi stjórnar- skrárinnar reyni. Er þá venju- lega niðurstaðan sú, að hin nýja st jórnarskrármálamiðlun sé staðfesting á þvi, aö það séu hin einstöku fylki, sem ráöi yfir þjóð- inni i heild, en ekki öfugt. Mannréttindayfirlýsing Annað atriöi sem mikið hefur verið rætt um i þessari nýju stjórnarskrártillögu er hin svo- kallaöa mannréttindayfirlýsing. I upphaflegu tillögum alrikis- stjórnarinnar að stjórnarskrá er kveðið á um hin almennustu mannréttindi. Þar var m.a. talað um tungumálaréttindi minni- hlutahópa, iýðræöisleg réttindi, réttindi kvenna öryrkja Indiána o.fl. I málamiðlunartillögunni hins vegar eru sum þessara atriða tekinút úr stjórnarskránni sjálfri og látin fylkjunum eftir til umfjiaiunar. Meðal þeirra atriöa sem faDa undir fylkin samkvæmt málamBlunartillöeunnieru staöa Indiána og réttindi, sem á að fjalla um sérstaklega og á öðrum stað en i þessari tillögu, sem og jafnréttisákvæði til handa kon- um, öldruðum og fötluðum. Einnig falla nú samkvæmt tillög- unni undir fykin ákvæði um fram- kvæmd laga og löggæslu, t.d. vernd gegn gjörræöislegu vinnu- brögðum við húsleit og handtöku, og grimmum og óvenjulegum refsingum. Þetta kann i fljóti bragði aö viröast litilvæg atriði, þar sem löggjafarsam kunda fylkisins setur þessar reglur eftir meirihluta reglum. En það er þó einmitt i þeim hugsanlegu tilfell- um að meirihlutinn sameinist í ofsókn á hendur einhverjum minnihlutahóp.sem gildi slikra laga kemur fram, sem tilraun til að stööva meirihíutann i þvi að kúga minnihlutann. Að hafa þessi réttindi ekki inni stjórnarskránni fyrir Kanada aUt og láta þau eftir hinum einstöku fylkjum hlýtur þvi að teljast varasamt atriöi og galli á málamiöluninni. Enn á eftir að reyna á hvort Quebec samþykkir tillöguna óbreytta og hvort breska þingiö hleypir henni i gegn eins oghún er i dag. Þó er nokkuö óhætt að full- yrða að veröi geröar einhverjar breytingar þá verða þær minni háttar og breyta ekki i megin atriðum þvisem sagthefur veriö hér að framan. Winnipeg 9. nóvember 1981 Birgir G uðm undsson verið hefur. Ég held þvi aö Eiður þurfi að fá aðra en aldraða til að beita fyrir áróðursvagn sinn I þessu máli. Það sýnist að eðlilegra og nær- tækara hefði veriö fyrir hann aö vitna til þeirra glápsjúklinga, sem nú hafa fyrir utan lög og rétt hervætt heimili sln meö þvi sem á vitlausu máli er kallað „Vldeo- væöing” og skeyta hvorki um skömm né heiður. Eftir fréttum að dæma er engu likara en fjöldi fólks sé gripinn sjónvarpsæði og geti ekki lifað dagstund án þess að hafa einhver skripalæti til að glápa á. Virðist sú árátta vera orðin svo rik i vit- und þessa fólks, að litt eða ekki er hirt um hverskonar efni horft er á. Að sögn þeirra, sem að þessum málum standa, er mikið af þvi efni þess eðlis að það væri ekkí taliö sýningarhæft i kvikmynda- húsum. Er þó ekki allt siðlegt sem þar er sýnt. Virðist manni þvi að fjöldi heimilisfeðra og mæðra hafi fært inn á heimili sin þann auviröilegasta sora mannlegs lifs i myndformi, sjálfum sér og börnum sinum til afþreyingar og menningar! og vera um leið „vögguljóð” og kvöldbæn þeirra. Ef þaö er ætlun flutningsmanns þessa umrædda frumvarps, að rikisreknir fjölmiðlar, Sjón- varpið, keppi viö „Videóvæð- inguna” um útsendingu sliks efnis með lengingu útsendingar- tima sins veröur að koma i veg fyrir það. Þeim ber að stuðla að sannri menningu þjóöarinnar, svo sem tekið er fram i lögum um þá, en ekki elta ólar við óeðlilegar og siðspilltar tiltektir fólks eða taka þátt i samkeppni um þann ómenningar hátt. Þeir sem ekki geta unaö við það verða að finna annan vettvang fyrir óeðli sitt. Ég tel að lokun sjónvarps á sumrin, eins og verið hefur, sé eðlileg og sjálfsögð. Þann tima ársins er fjöldi fólks á þeytingu um landiö þvert og endilangt, það sem lætur sér þaö nægja, og hefur litla möguleika á aö horfa á sjón- varp. Fyrir sveitafólk er það einnig kærkomin hvild að vera ekki háð þvi um mesta annatima þess ásamt gestamóttökum. Allt lif og starf verður þvi frjálsara. Einnig hefi ég heyrt marga þétt- býlismenn segja aö þeim sé mikill léttir að lokun sjónvarpsins á þessum tima og sé stór fegnir þvi. — Vitnaö er til þess, að meðal annarra þjóða þekkist ekki sjón- varpslausir dagar eða timabil, þvi sé óeðlilegt aö við högum okkur öðruvisi. Hvaö aðrar þjóöir gera i þessum efnum á ekki að koma okkur viö. Okkur ber engin skylda til aö apa allt eftir erlend- um þjóöum. Þar ber aö sia úr það sem til heilla horfir og hag- nýta sér þaö, en hafna hinu, hism- inu. Mér viröist þvi engin nauðsyn til að breyta dagskrártima sjón- varpsins frá þvi sem nú er. Slikt væri óefað I andstöðu viö vilja mikilshluta þjóöarinnar. Annað mál er, aö dagskrá Sjónvarpsins, fyrir utan fréttir og aöra þætti, væri vönduð betur en gert hefur veriö, og þá i menningarátt. Meö þvi væri stutt aö upprunalegum tilgangi þess, sem mörgum þykir hafa farið úrskeiðis. Eiöur Guönason og aðrir góðir menn ættu fremur að beita áhrifum sinum til þess. Guðmundur P. Valgeirsson af landslagi. Upplifun, er ef til vill of hátfölegt orð, en allavega er i myndunum aö finna einhver sannindi um landiö, en vantar býsna oft i landslagsmyndir hér. Þá finnst mér þaö einkennandi, aö litlar myndir eru betri en stór- ar. Kristján Hall virðist hafa stað- næmst dálitiö i landslagi. Ef til vill ætti hann að leita á önnur mið, og prófa sina tækni á öörum viö- fangsefnum. Nokkrar myndanna höfðu selst, að sögn veitingamannsins, og má það vera dálitill mælikvarði á viðtökur almennings, sem kemur nú fyrst og fremst i matstofur til að fá i svanginn. Jónas Guömundsson. 11 frímerkjasaf narinn i Jólamerki 1981 ■ Eins og venjulega er lifleg útgáfa jólamerkja hér á landi um þessi jól, sem endra nær. Auk merkja Thorvaldsensfé- lagsins, hinna einu sönnu is- lensku jólamerkja, ef svo má segja, sem þó þvi miöur hafa ekki borist Frimerkjasafnar- anum, ætla ég hér að segja frá þeim merkjum sem mér hafa borist. Þvi miöur hafa fæst þessi merki borist frá útgef- endum og þvl hefi ég ekki full- nægjandi upplýsingar um þau. Hins vegar hefir Frimerkja- húsiö I Lækjargötu 6A, verið svo vinsamlegt aö senda ein- tök þeirra merkja er þar fást, svo nokkra grein megi gera söfnurum fyrir þeim. Kvenfélagið Framtiðin á Akureyri hefir gefið út merki siðan á þriðja ára- tugnum. Upphaflega rann ágóði þessarar útgáfu til byggingar fjóröungssjúkra- hússins á Akureyri og kann aö vera að það njóti góös af þess- ari útgáfu enn. Allavega eru þær Framtiðarkonur þekktar að ötulum stuðningi við ýms góð málefni. Merki þetta fæ ég ekki betur séð en beri mynd styttu þeirrar af Kristi, er Thorvaldsen teiknaöi á sinum tima, eöa aö hún hafi verið myndefni listamannsins er teiknaði það. Skátarnir gefa út 3 merki með myndefni sem er sótt I ár fatlaðra. Eru merkin með áletruninni Skátajól og Island 1981. Lionsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga heldur áfram samstæðu sinni meö myndum húnvetnskra kirkna. Veröur þessi samstæða, er hún er öll komin með myndum allra Vestur-Húnvetnskra kirkna og svo 11. árið meö þeim öllum 10 I einni örk. 1 ár er myndin, sem er teiknuö af Helga Ólafs- syni, en undirritaður hannaöi ramma og áletrun, af kirkj- unni á Efra Núpi. I garði þeirrar kirkju liggur t.d. Vatnsenda Rósa, eða Skáld Rósa eins og hún var svo oft nefnd og hefir á undanförnum áratug orðið svo mikið yrkis- efni Islenskum rithöfundum. Agóði þessarar útgáfu rennur að nokkru til kirknanna, sem myndin er af hverju sinni, en einnig til þeirra góögerðar- starfa, sem klúbburinn fæst við. Svo mun einnig vera meö aöra klúbba, þ.e. þjónustu- klúbba er gefa út jólamerki. Annar Lionsklúbbur, sem borist hefir jólamerki frá er Lionsklúbburinn Þór, sem minnist 25 ára afmælis sins á merki ársins. Er myndefni merkisins Þórshamar og lár- viðarsveigur um nafn klúbbs- ins. Agóöi þessa merkis renn- ur til likarsjóðs klúbbsins. Þá er 3. Lionsklúbburinn sem gefur út jólamerki aö þessu sinni og mér hefir borist, Lionsklúbbur Dal- vikur. Mynd þess merkis er af Tjarnarkirkju. Þaö er öllum þessum Lions merkjum sam- eiginlegt aö á þeim er að finna hið alþjóölega merki hreyf- ingarinnar. Svo er einnig á merki þvi sem Rotaryklúbb- arnir gefa út, en mér hefir aðeins borist eitt þeirra merkja, eöa frá Rotaryklúbbi Kópavogs. Merki þeirra i Kópavogi ber mynd Mariu með barnið, stil- færða, og áletrunina Jólin 1981, Kópavogur og Gleðileg jól. Þá er siöasta merkið, sem mér hefir borist, en það er merki sem gefið er út af Styrktar og liknarsjóði Odd- fellow reglunnar. Hefir merkið áletrun þá auk merkis Oddfellow og áletrunina Jólin 1981. Myndefni þess fæ ég ekki betur séð en séu tveir fuglar er ánorskuheita „Kjöttmeiser”, sem færðir hafa verið I jóla- sveinabúning. Þar sem ég hefi átt vini meðal þessarar fugla- tegundar, er þetta ekki svo fjarri lagi, en að vetrarlagi koma þessir fuglar gjarna I hús og fá sér smjörklipu á eld- húsborði ef hún er látin vera þar eða á gluggasyllu. Hafði ég oft mikla ánægju af þeim er ég bjó I Noregi. Urðu þeir fastir kostgangarar á morgun og kvöldboröi á heimili minu i Asker, öllum til ánægju. Þá hefi ég gert grein fyrir þeim jólamerkjum, sem mér hafa borist á þessu ári. Vil ég benda þeim, sem gefa út slik merki á.að hyggilegt væri að senda þessum tveim dag- blaðaþáttum um frimerkja- söfnun, er haldiö er út I land- inu eintök og fréttabréf um út- gáfuna. Þó ekki væri nema út frá þvi sjónarmiöi, að auglýsa útgáfu sina og auka þar með tekjur liknarsjóöa þeirra er af sölunni njóta. Fá þeir vart hentugri auglýsingu, en i sér- þáttum þeirra manna, er margir hverjir safna þessum merkjum. Sjónarmiö okkar er þessa þætti ritum, hlýtur svo aö vera sú þjónusta viö safn- arana að segja þeim sem mest og best frá útgáfu slikra merkja hér á landi, svo þeir geti gert sér grein fyrir hvað er til og hverju þeir vilja safna. Það er þvl a.m.k. min hlið málsins. Kannske er ekki rétt að ég taki að mér að svara fyrir fleiri. Vona ég þvi aö þetta stutta og ófullnægjandi yfirlit gefi þó einhverja hugmynd um hvað út hefir komið á þessu ári. 1 lokin er svo ekki úr vegi að bæta við, að Lionsklúbburinn i Kristiansand i Noregi hefir tekiö upp hugmynd klúbbsins Bjarma á Hvammstanga og hafiö útgáfu samskonar sam- stæðu meö myndum kirkja i bænum og nágrenni nú I ein 4 ár. Sýnir þetta hve hugmyndir geta nýtst alþjóölega innan slikrar hreyfingar, sem Lions International er. AB lokum vil ég svo nota tækifærið og þakka öllum les- endum Frimerkjasafnarans tryggðina á árinu 1981. 011 bréfin og nokkur simtöl hafa enn einu sinni sannfært mig um, að þetta er vel lesinn þáttur og stendur djúpum rótum hjá lesendum sinum, þó niöur félli um stund er ég bjó erlendis. óska ég ykkur öllum gleði- legra jóla og alls góös á kom- andi ári. Loks skal svo heim- ilisfangið gefiö á ný, en þaö er: Arbraut 35, 540 Blönduósi. Siminn er 95-4249. Siguröur H. Þorsteinsson Sigurdur H. Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.