Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 29. desember 1981. 23 kvikmyndahornið JON ODDUR OG JON BJARNI JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Sýningarstaöur: Iiáskólabió Leikstjórn og handrit: Þráinn Bcrtelsson. Byggt á sögum eftir Guörúnu Helgadóttur. Aöalhlutverk: Páll og Wilhelm Jósefs Sævarssynir (Jón Oddur og Jón Bjarni), Steinunn Jó- hannesdóttir (Katrin, móöir tvi- buranna), Egill Ólafsson (Hjálm- ar, faöir þeirra), Herdis Þor- valdsdóttir (Amma dreki), Sól- rún Yngvadóttir (Soffia) og Gisli Halldórsson (Kormákur afi). Myndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson. Tónlist: Egill Ólafsson. Framkvæmdastjóri: Helgi Gests- son fyrir Noröan 8 h.f. Kvikmyndagerðarmönnum er ávallt vandi á höndum, þegar þeir taka til meðferðar persónur, sem náð hafa miklum vinsældum á öðrum vettvangi til að mynda i barnasögum eins og hér á við. Að sjálfsögðu er hægt að gera ágætar kvikmyndir um slikar söguper- sónur eins og dæmin sanna en væntingar áhorfenda og þar með kröfur eru yfirleitt mun fastmót- aðrien ella. Þannig erþetta vafa- laust með aðdáendur þeirra bræðra Jóns Odds og Jóns Bjarna. Lesendur bókanna hafa gertsérákveðna hugmynd um þá kumpána og vilja eðlilega sjá sina eigin imynd af þeim bræðr- um og daglegri veröld þeirra, birtast á hvita tjaldinu. En þótt margir áhorfendur komi með slikar meira og minna fastmótaðar hugmyndir um, hvað þeir vilja sjá, inn i sal Háskóla- biós, þá verður að sjálfsögðu að lita á kvikmyndina sem sjálfstætt verk án tillits til fyrirfram myndaöra skoðana. Persónurnar Kvikmyndin segir frá tviburun- um Jóni Oddiog Jóni Bjarna, fjöl- skýldu þeirra og nokkrum vinum sumarstund. Móðir þeirra, Katrin, er hjúkrunarkona, en faðirinn, Hjálmar, kennari. Þar sem þau vinna bæði út sér vinnu- kona, Soffia, að mestu um heimilishaldið. Strákarnir eiga hálfsystur á unglingsárum — Onnu Jónu sem er skotin i strák þar i nágrenninu, Simba — og litla systur, Möggu. Af vinum Jón Oddur og Jón Bjarni aöalpersónurnar i samnefndri kvikmynd, sem frumsýnd var á annan dag jóla i Háskólabíó. þeirra bræðra kemur Óli mest við sögu en hann er sonur frænku þeirra bræðra, söngkonunnar Lovisu. Þá er sagt frá vini, sem þeir bræður kynnast i Vatnaskógi og vangefinni systur hans. Loks er ónefnd amma piltanna, sem þeir nefna ömmu dreka og svo Kormákur afi, sem hélt i siglingar þegar mamma strák- anna var eins árs eða svo, en kemur nú „heim” eftir öll þessi ár, þar sem hann þarf að leggjast inn á sjúkrahús. Að sjálfsögðu eru mun fleiri persónur i myndinni en þessar koma helst við sögu. Snubbótt atriði Ég get ekki leynt þvi að ég varð að ýmsu leyti fyrir vonbrigöum með þessa mynd, þar sem ég hafði vænst þess aö hún yrði eins létt og skemmtileg og bækur Guð- rúnar. Þótt tviburarnir séu að sjálfsögðu það sem myndin snýst öðru fremur um og þeir bræöur Páll og Wilhelm komi þeim mjög vel til skila — þeir lifa sig inn i hlutverkin — fá þeir oft og tiðum ekki að njóta sin sem skyldi fyrir flokksstarfið Orðsending frá happdrætti Fr a msóknar f lokksins Meðal vinninga i happdrættinu er Nordmende myndsegulbandstæki af nýjustu og fullkomn- ustu gerð. Apple tölva og listaverk eftir valinkunna myndlistamenn. Einnig rafmagns-handverkfæri og tölvuúr frá Þýsk-íslenska verslunarfélaginu. Alls 14 vinningar fyrir samtals kr. 84.000. Verð miða kr. 25 Pantaðir miðar sendir i giró. Tekiö viö miöapöntunum i sima 24480 aukaatriöum og stundum þyngslalegum frásögnum af ýmsum öðrum persónum. Þá veröur minna úr fjölmörgum at- riðum en efni standa til. Alltof oft er það svo að atvik sem eru mjög fyndin i bókum Guðrúnar, eru ekkert sniöug i myndinni vegna þess hvernig þau eru útfærð. Ein- kennandi dæmi um slik snubbótt atriði er Þingvallaferð fjölskyld- unnar, sem er mjög skemmtileg I fyrstu bókinni um Jón Odd og Jón Bjarna. 1 kvikmyndinni er ferðin rétt hafin þegar henni er lokið og sögupersónurnar komnar i sund- laug Vesturbæjar að spjalla við Guðmund Jónsson og fleiri þekkta tslendinga um pólitik! Þvi miður enda mörg atriöi myndarinnar þannig I lausu lofti og oft eru ekki nýtt þau tækifæri sem efnið gefur til myndrænnar úrvinnslu. Sem dæmi má nefna þegar veislan er haldin á heimili þeirra bræöra og þeir laumast fram i eldhús að skoða dýrindis tertu, sem mamma þeirra ætlaði að bera fyrir gestina. Þessu atriöi lýkur þegar þeir eru að byrja aö tina ber af tertunni. Or sögunni sjálfri vitum við hins vegar aö mesta grinið fylgdi i kjölfarið, þegar þeir höfðu hámað i sig mestan hluta tertunnar. Slikt er ekki einu sinni gefið i skyn i myndinni, hvað þá að lýst sé hin- um fyndna eftirmála tertuátsins. Þetta er dæmi um hvernig farist hefur fyrir aö vinna úr atriðum, sem hvað skemmtilegust eru i sögunum. Gisli afbragðsgóður Að sjálfsögðu eru ýmis atriði i myndinni, sem ekki er fjallað um i bókunum, og takast sum þeirra vel. Samskipti Hjálmars og sund- laugarvaröarins eru til aö mynda bráðfyndin og einnig ýmis uppá- minnmg Sigursveinn Karlsson F. 27. mars 1954 D. 17. des. 1981 Sigursveinn Karlsson bróöur- sonur minn lést þann 17. desem- ber, 27 ára að aldri. Sigursveinn var næstyngstur af 6 systkinum, en þessi stóri syst- kinahópur óx úr giasi i Hófgerði 14 I Kópavogi, þó að eldri systkin- in væru fædd annarsstaðar. Ég hafði mikil samskipti við þessa fjölskyldu en það má segja að tveir frændur, Sæmundur Andersen og ég, tækju út hluta af uppeldi okkar þarna i Hófgerðinu. Við Sæmundur vorum þó ein- staklingar nokkuð utan kerfisins og Katrin Gamalielsdóttir, mág- kona min brauðfæddi okkur lang- timum saman og það var alltaf pláss i Hófgeröinu til aö sofa þrátt fyrir þá átta manna fjölskyldu sem þarna bjó. í Hófgerðinu var gott að vera á þessum árum. Menn trúðu á framtiðina og rökræður voru endalausar um mjög marga þætti mannlifsins. Sumir fjölskyldu- meðlimir gripu i að mála, aðrir skrifuðu og svo var sungið en Karl bróðir minn er vel liðtækur á ýmis hljóðfæri. 1 þessu góða andrúmslofti óx Sigursveinn upp. Hann var gáfaður unglingur, listfengur og næmur og er mörg merki þess að finna i verkum hans. Nú eru tímamót. 1 huganum eru þakkir fyrir samveruna og óskir um betri byr. Sigursveinn lætur eftir sig fjögur mannvænleg börn. Hrafn Sæmundsson tæki Kormáks afa sem Gisli Hall- dórsson leikur afbragösvel. Skyndileg endurkoma afans er einnig notuö til aö koma á fram- færi þenkingum um gamalt fólk og stofnanir en það leysist svo allt saman meö nokkuð ævintýraleg- um hætti. Eins og áöur segir tekst þeim bræðrum Páli og Wilhelm ein- staklega vel upp I hlutverkum tvi- buranna og Sólrún Yngvarsdóttir fer einnig vel með hlutverk Soffiu, þótt óneitanlega hefði veriö gaman að heyra hana flytja eitthvaö af öllum þessum mörgu predikunum, sem sagt er frá i bókunum, aö hún hafi þulið yfir drengjunum og öðrum þeim sem heyra vildu. Osköp litiö fer fyrir drekaskap hjá Ommu dreka og foreldrarnir eru ekki beinlinis lit- rikir. ógreinilegt tal Rétt er að geta þess að myndina hrjá nokkuð tveir af barnasjúk- dómum islenskrar kvikmynda- gerðar. Annars vegar er tal leikaranna stundum svo ógreini- legt að engin leiö er að heyra hvað sagt er. Hins vegar blómstrar hér um of sú árátta að skella inn i kvikmyndir stuttum skotum af ýmsum þekktum tslendingum. Slikt truflar einungis og leiðir at- hyglina frá þvi sem myndin fjall- ar i raun og veru um. Jón Oddur og Jón Bjarni mun vera sjötta islenska biómyndin sem gerö hefur verið á fáeinum Jólahappdrætti S.U.F, Vinningsnúmer jólahappdrættis S.U.F. 1. des. nr. 4498 2. " nr. 1983 3. " nr. 1647 4. " // 3933 5. " // 4346 6. " // 2118 7. " // 4964 8. " // 2122 9. " // 4379 10. " // 4133 11. " // 3067 12. " // 3066 13. " // 3927 14. " // 4656 15. " // 3241 16. " // 3409 17. " // 4189 18. " // 3424 19. " // 1030 20. " // 3842 21. " // 4634 22. " // 2858 23. " // 4825 24. " // 2794 árum. Hinar eru Land og synir, Óðal feðranna, Veiðiferðin, Punktur punktur komma strik og Otlaginn. Séu þessar myndir bornar saman fer ekki hjá þvi aö þessi nýjasta mynd hljóti að telj- ast þeirra slökust. —ESJ Elias Snætand Jónsson skrif- ar um kvik- myndir. Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell..........11/1 Arnarfell..........25/1 Arnarfell.......... 8/2 Arnarfell..........22/2 ROTTERDAM: Arnarfell..........13/1 Arnarfell..........27/1 Arnarfell..........10/2 Arnarfell..........24/2 ANTWERPEN: Arnarfell..........14/1 Arnarfell..........28/1 Arnarfell..........11/2 Arnarfell..........25/2 HAMBORG: Hvassafell......... 4/1 Helgafell..........15/1 Helgafell.......... 3/2 HELSINKI: Disarfell.......... 3/2 GLOUCESTER Mass: Skaftafell ........ 8/1 Skaftafell ........ 8/2 LARVIK: Hvassafell......... 8/1 Hvassafell.........18/1 Hvassafell......... 1/2 Hvassafell.........15/2 GAUTABORG: Hvassafell......... 7/1 Hvassafell.........19/1 Hvassafell......... 2/2 Hvassafell.........16/2 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell......... 6/1 Hvassafell.........20/1 Hvassafell......... 3/2 Hvassafell.........17/2 SVENDBORG: Hvassafell......... 5/1 Helgafell..........17/1 Hvassafell.........21/1 Hvassafell......... 4/2 Helgafell.......... 5/2 Hvassafell.........18/2 HALIFAX, Canada: Skaftafell ........ll/l Skaftafell ........10/2 1SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.