Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.12.1981, Blaðsíða 12
,,Fóru að minnsta kosti 3/4 hlutar bryggjunn- ar.” „baö fóru minnsta kosti 3/4 hlutar bryggjunnar. ÞaB er aö- eins smáhorn sem byggt var fyrir tveimur eöa þremur árum, sem enn stendur,” sagöi Hermann Friöriksson, starfsmaöur Oli'ufé- lagsins f Keflavik, um leiö og hann sýndi blaöamanni og ljós- myndara Timans hversu illa oliu- bryggjan í Keflavik var farin. Þaö þurfti svo sem engra lýsinga viö, því spýtnabrakiö sem var á floti um alla höfnina og uppi i Trillubátur var fenginn til aö slæöa upp timbrið úr ollubryggjunni sem næstum brotnaöi I spón eins og sjá má. f jörum sáust greinileg merki þess sem þarna haföi átt sér staö. Grjótfjaran Njarövikurmegin viö aöalhöfnina f Keflavik minnir á rekafjöru. Þar er spýtnabrak út um allt sem brimiö hefur skolaö langt upp á land. „Þessi bryggja var upphaflega aöalhöfnin hérna i Keflavik, en siöustu árin hefur hún eingöngu veriö notuö sem oliuhöfn. Árið 1955 átti sér staö nákvæmlega sami hluturinn. bessi sama bryggja brotnaði I spón I vitlausu veöri.- Þá fengum viö aöstööu til aö landa oliunni i aöalhöfninni og mér þykir trúlegt aö eins veröi fariö að núna.” — Er langt siöan bryggjan var endurbyggð? „Nei, þaö var fariö yfir hana alla fyrirtveimur eöa þremur ár- um, þá var hdn stækkuö og endur- bætt eins og þurfa þótti.” — Veröur hún endurbyggö? „Þaö er ómögulegt aö segja til um þaö”, sagöiHermann. ,,Allt rafmagnslaust og brakaði og brast i öllu.” „Þaö fuku þakplötur ofan af hálfu þaki verslunarinnar og vatniö lak hérna inn um ailt”, sagöi Valgeröur Sigurgi'sladóttir, verslunarstjóri i versluninni Póseidon í Keflavik. „Þaö var um klukkan eitt á aö- faranótt annars I jólum aö viö vorum látin vita um aö þakplötur væru aö fjúka, en þá voru menn úr björgunarsveit Keflavíkur mættir á staöinn og byrjaöir aö negla niöur þær plötur sem eftir voru. Veöriö var svo rosalegt aö þeiruröu aö binda sig niður tii aö fjúka ekki af þakinu. En þeim tókst nU samt furöanlega að bjarga þvi sem bjargað varö.” „Þiö seljiö fötj skemmdust þau ekkert? ■ Árni B. Kristinsson ásamt Vigni bróöur sínum, en Arni varö fyrir þeirri óskemmtilegu Hfsreynsiu aö húsiö hans skemmdist mjög i veör- inu. ■ Þessi timb- urhrúga var fyrir óveðriö h 1 u t i o 11 u - bryggjunnar i Keflavik. Unniö hefur verið aö þvi slöustu dag- ana að safna timbrinu sam- an. „Jú, þaö blotnaöi talsvert af fótum, bæði þeim sem voru hérna uppi i búöinni og þeim sem voru niðriá lagemum.En okkur tókst þó að bjarga ótrúlega miklu, vegna þess að þaö lak ekki niöur úr öllu þakinu, og á lagernum sem er i kjallaranum var eitt hornið þurrt og okkur tókst aö koma þorra fatanna þangaö. En parketiö sem erá gólfi verslunar- inna r e yöilagði st a ö mik 1 u 1 ey ti og það má búast við aö enn séu ekki komnar iljós allar þær skemmdir sem á þvi uröu, þvi það getur enn átt eftir aö vinda sig”. — Var ekki óhugnanlegt að eyða nóttunni viö þessar aöstæð- ur? ,,JU, vist var þaö óhugnanlegt. Hérvar alltrafmagnslaustog þaö brakaöi og brast i öllu”, sagði Valgeröur. „Hefur sloppið furðan- lega” „Báturinn fauk um koll ein- hvern tima á bilinu frá klukkan 5—6 á jóladagsmorgun, ég held að hann hafi sloppiö furöanlega viö skemmdir”, sagöi Bergur Vem- harösson eigandi Andra KE 16, en háturinn, sem er 6 tonna dekkbát- ur, lagöist á hliöina utan i stýris- hússem va-iö er aö byggjaá ann- an bát i Skipasmiðastöð Njarö- vikur. „Þaö eina sem hægt er aö sjá aö hafi skemmst, svona I fljótu bragði, er loftnetsstöngin, ég get ekki séö annaö en aö öll boröin i bátnum séu heil. Þaö er mesta furöa hversu velbáturinn slapp,” sagöi Bergur. _gjó Grindavík: „HRINGT OG SAGT AÐ ÞAKIÐ VÆRI AÐ FJÚKA” ■ Valgeröur Sigurgisladóttir verslunarstjóni I Póseidon I Keflavik, þurrkar bleytuna úr lofti verslunarinnar sem verö mjög illa úti I óveör- inu. Unniö aö viögeröum ó þakinu á Keflavik h/f. ■ „Ég var i jóiaboði heima hjá foreldrum minum þegar hringt var i m ig og mér sagt aö þakiö af húsinu okkar væri aö fjúka af”, sagöi Árni B. Kristjánsson, Dal- braut 3 I Grindavik, þegar Tima- menn töföu hann smástund er hann var aö setja nýtt járn á þak hiiss sins. „Þegar viö komum hingaö voru björgunarsveitarmenn þegar komnir á staöinn, en þeim var ó- mögulegt aö aöhafast nokkuö annað en aö horfa á þakið fjúka, þvi þaö var engum fært aö fara upp á þakiö. Viö konan min fórum strax upp I ibúöina og þaö lá viö aö húsiö hristist undan veörinu og þaö skapaöist rosalegur hávaöi vegna þakplatna sem voru lausar aö hálfu og böröust i húsgaflinn.” — Var það fleira en þakiö sem eyöilagöist? „Já, þaö rann náttúrlega tals- vert af vatni inn I húsiö og þaö þarf sennilega aö mála suma veggina, svomá búast viö aö ein- angrun i þakinu sé ónýt aö miklu leyti.” — Hefurðu reynt aö gera þér i hugarlund hvaö kostar aö bæta skaöann? „Þaö má reikna meö aö þaö fari hátt í tuttugu þúsund”. — Fáiö þiö skaöann bættan? „Ég veit þaö ekki, en ég hef heyrt aö húseigendatrygging dekki ekki skaöa af völdum veö- urofsa en ég geri mér smávonir um aö einhverjar viölagatrygg- ingar bæti þetta. En annars þá hef ég ekki hugmynd um þaö”, sagöi Arni. Gert viö þakiö á ibúöarhúsinu viö Dalbraut 31 Grindavlk, en allar þakplötur á suöurhliö hússins fuku af. 13 Texti: Skafti Jónsson Myndir: Róbert Ágústsson UTA ■ Hermann Friöriksson, starfs- maður Oliufélagsins i Keflavik. ■ Andri KE 16 fór á hliöina i ó- veörinu en slapp furöanlega viö skemmdir. Hann var til viögeröar I Skipasmiöastöö Njarövikur. ■ „Veðurhamurinn var rosaleg- ur og sem dæmi um vindkraftinn get ég sagtykkur aö þaö fauk fjöl úr einu þakinu hérna hjá okkur og yfir f næsta hús, sem einnig er I okkar eigu, þar stakkst fjölin niö- ur úr þakinu, gegnum nýja báru- járnsplötu niöur úr gólfi háalofts- ins og þaöan I vegg frystigeymslu og þar stóö þaö fast þegar viö komum aö”, sagöi Kristján Pét- ursson, verkstjóri hjá Keflavik h/f, frystihúsi og fiskverkunar- stöö. En hjá þvi fyrirtæki varö tjóniö mikiö/hálft þakiö fauk af einu húsi fyrirtækisins, fiskkass- ar semvoru I stæöum I porti fyrir- tækisins fuku um alit og brotnuöu og brutu þaþ sjem fyrir varö, m.a. rúöur i verbúöum og skrifstofu- húsnæöi fyrirtækisins. „Þaö er ekki bara hérna inni i bænum, sem viöhöfumorðiö fyrir tjóni, viö eigum skreiöartrönur úti i Grindavikurhrauni og stór hluti þeirra fauk um koll, þær voru eins og hrunin spilaborg yfir aö lita. Nú er stór vinnuflokkur frá okkur úti i Grindavikurhraun- inu aö bjarga þvi sem bjargað veröur.” — Hefuröu nokkra hugmynd um hversu mikiö tjóniö er í pen- ingum? „Nei, ég held aö þaösé ómögu- legt aö gera sér grein fyrir þvi svona 1 fljótu bragöi, en þaö er mikið,” sagöi Kristján.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.