Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. febrúar 1982. erlent yfirlit mí«« W KOSNINGABARATTAN er a6 hefjast i Sviþjóð, þótt þingkosn- ingar eigi ekki að fara fram fyrr en i september, þegar niiverandi kjörtimabili lýkur. Svo getur þó farið, að nauðsynlegt reynist að kjósa fyrr. Það er minnihlutastjórn mið- flokkanna tveggja, Miðflokksins og Frjálslynda flokksins, sem fer nú með völd með stuðningi Ihaldsflokksins. Sá stuðningur getur þó brostið þá og þegar. Meðal annars er afgreiðsla f jár- laganna eftir og þar eru mörg ágreiningsmál milli stjórnar- flokkanna og Ihaldsflokksins. Ýmsir spá þvi, að Thorbjörn Ffllldin forsætisráðherra muni efna til þingkosninga strax, ef stjórnin biður ósigur i meiri hátt- ar atkvæðagreiðslu i þinginu. Falldin telji, að það gæti verið tækifæri til að rétta hlut flokksins. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa báðir stjórnarflokkarnir tapað verulegu fylgi, ef miðað er við úrslit þingkosninganna 1979. flialdsflokkurinn og sósialdemó- kratar hafa unnið verulega á. Samkvæmt könnununum ættu sósíaldemókratar að geta fengið öruggan meirihluta á þingi einir eða með kommúnistum. ■ Pehr Gyllenhammar Bjargar Gyllen- hammar flokknum? Volvoforstjórinn gerist stjórnmálamaöur Siðustu árin, sem sósialdemó- kratarfóru með stjórn, voru þeir i minnihluta á þingi, ai nutu óumsamins stuðnings kommún- ista, sem vörðu stjórnina falli. Kommiinistar munu hafa taliö sér það óhagstætt að fella stjórn- ina. EF sósíaldemókratar fá fyrir- ætlunum sinum framgengt, mun kosningabaráttan hefjast 15. marz næstkomandi. Þeir hafa þá boðað til 279 funda eða eins fund- ar i hverju sveitarfélagi. A þess- um fundum ætla þeir að bjóða einhverjum fulltrúa frá einhverj- um af borgaralegu flokkunum þremur að eiga orðastað við full- trúa frá sósialdemókrötum. Sósialdemókratar stilla þessu upp eins og hólmgöngu milli þeirra annars vegar og borgara- flokkanna hins vegar. Hvorki Miðflokkurinn eða Frjálslyndi flokkurinn mun hrifinn af þvi, að þeim sé þannig stillt upp við hlið Ihaldsflokksins. Það er hins veg- arliklegt.að Ihaldsflokkurinn láti sér þetta ekki illa lika. Sennilega munu bæði sósial- demókratar og ihaldsmenn haga kosningabaráttunni eins og um sé að ræða strið milli tveggja fylk- inga. Þetta munu miðflokkarnir hins vegar reyna að forðast. Um þessar mundir er mikið rætt i Svi'þjóð um fjárlagafrum- varpið, sem liggur fyrir þinginu. Frumvarpið er lagt fram af rikis- stjóm miðftokkanna. Þar er gert ráð fyrir niu milljarða króna niðurskurði á útgjöldum, en samt er reiknað með að hallinn verði 82.6 milljarðar króna. Það þykir hafa þótt koma glöggt i ljós i f járlagaumræðun- um hvernig sósialdemókratar og ihaldsmenn ætla að haga mál- flutningi si'num i kosningabarátt- unni. Sósialdemókratar leggja til að skattar verði hækkaðir um 6 milljarða króna. Mest munar þar um 2% hækkun söluskatts og svo benzinskatt. Sósialdemókratar telja þessa skattahækkun nauð- synlega til að fá fjármagn til aukningar á atvinnu. Ihaldsmenn leggja hins vegar til að Utgjöld verði enn lækkuð um sex milljarða króna eða umfram þá niumilljarða króna, sem eiga að sparast samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. ÞÓTT fjárlagafrumvarpið hafi verið mikið rætt, beinist öllu meiri athygli að þingi Frjáls- lynda flokksins, sem haldið verð- ur seint i þessum mánuði. Astæð- an er sú, að lögð hefur verið fram tillaga frá flokksforustunnium að nýir m enn taki sæti i flokksstjórn- inni og eiga þeirað gefa flokknum nýjan svip. Flokknum hefur vegnað mjög illa i skoðanakönn- unum að undanförnu. 1 hópi þessara nýju manna, sem eiga að taka sæti i flokksstjóm- inni, erPehr Gyllenhammar, for- stjóri Volvoverksmiðjanna, Cav- alli Björkman, þekktur banka- stjóri í Sviþjóð, Jörgen Weibull, þekktur sagnfræðingur og vinsæll útvarpsmaður, og Ingrid Seger- stedt Wiberg, sem er einn aðal- leiðtogi sænsku friðarhreyfingar- innar. Það vekur langmesta athygli, að Pehr Gyllenhammar er i þess- um höpi. Hann er meðal þekkt- ustu manna i Sviþjóð og nýtur mikils álits, sem hugmyndarfkur og athafnasamur framkvæmda- stjóri. Margir fréttaskýrendur gizka á, að fyrst Gyllenhammar hefur pólitísk afskipti á annað borð, muni hann vart láta sér nægja að eiga sæti i flokksstjórn. Hann muni stefna að þing- mennsku og ráðherradómi. Þá gizka sumir á, að hann kunni að taka við Hokksforustunni af Ola Ullman, ef flokknum gengur illa i kosningunum. GyBenhammar hefurekki verið flokksbundinn áður, en hins vegar talinn standa nærri Frjálslynda flokknum. Kma hans hefur verið iflokknum og látið talsvertað sér kveða. Gyllenhammar hefur sagt i blaðaviðtali, að hann telji nauð- synlegt að til forustu séu valdir menn úr sem flestum stéttum. Þá þurfi nýjar hugmyndir að koma til sögu, ásamt trú og bjartsýni á framtiðina. I þessum anda var bók eftir hann, sem kom út 1973 og bar titilinn ,,Jag tror pá Sverige.” GyBenhammar segist leggja áherzlu á langtimaáætlanir, frjálsari alþjóðleg viðskipti og að leitazt sé við að finna einstakling- um menntun og störf við hæfi. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar bridge Mikil þátttaka í barómeterkeppnum félaganna Breiöf iröingar Gifurleg þátttaka er i Barómeterkeppni bridge- deildarinnar, en 48 pör taka þátt i henni og þurfti samt að visa spilurum frá. Staða efstu para þegar 18 umferðum af 47 er lokið: 1. Jón B. Jónsson — Magnús Oddsson 344 2. Ólafur Valgeirsson — Ragna ólafsdóttir 300 3. Halldór Helgason — Sveinn Helgason 292 4. Bergsveinn Breiðfjörö — Tómas Sigurðsson 282 5. Kristófer Magnússon — Ólafur Gislason 279 6. Guðjón Kristjónsson — Þorvaldur Matthiasson 270 7. Jóhann Jóhannesson — Kristján Sigurgeirss. 258 8. Ingvi Guðjónsson — Halldór Jóhannesson 257 Keppninni verður fram- haldið n.k. fimmtudag kl. hálf átta stundvislega. BR Siðastliðinn miðvikudag hófst aðaltvimenningskeppni félagsins með þátttöku 44 para Spilað er eftir barometerfyrir- komulagi fjögur spil á milli para. Keppnin stendur i sex kvöld. Að loknum 7 fyrstu um- ferðunum er staða efstu para þessi: Oddur Hjaltason — Jón Hilmarsson 182 Karl Logason — Vigfús Pálsson 166 Jón Asbjörnsson — Simon Simonarson 165 Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 116 Sigtryggur Sigurðsson — Stefán Guðjohnsen 106 Björgvin Þorsteinsson — Jón Sigurðsson 93 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 88 Steinberg Rikarðsson — Þorfinnur Karlsson 82 Hermann Lárusson — ÓlafurLárusson 74 Guðlaugur Jóhannsson — örn Arnþórsson 59 Næstu átta umferðir verða spilaðar á miðvikudaginn og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvislega i Domus Medica. Breiðholt Staðan i sveitakeppni félagsins er þannig, að sveit Fjölbrautaskólans hefur enn forystu að sex umferöum loknum með 94 stig. Annars er staða efstu sveita þannig: 1. Fjölbrautaskólinn 94 2. Baldur Bjartmarsson 91 3. Arni Björnsson 84 4. Gunnar Guðmundsson 72 Keppninni veröur haldið áfram n.k. þriðjudag. Spilað er i húsi Kjöts og fisks Selja- braut 54 kl. hálf átta stundvis- lega. Hermann Lárusson er keppnisstjóri. Sauðárkrókur Nú stendur yfir aðalsveita- keppni félagsins. Þátttaka er betri en nokkru sinni fyrr en alls taka þátt 10 sveitir. Lokið er 6 umferðum af 9 og er staða efstu sveita þessi: Sveit Stig 1. Þorsteins Þorsteins. 101 2. Kristjáns Blöndals 97 3. Arna Rögnvaldssonar 80 4. Hauks Haraldssonar 75 5. Gunnars Þórðarsonar 73 6. Astvalds Guðmundss. 71 Sveitir Þorsteins og Kristjáns spila innbyrðis i næstu umferðog gæti sá leikur ráðið úrslitum um sigur i mót- inu en hann gefur rétt á Norðurlandamótið i bridge sem fram fer i byrjun mai og verður mótið á Akureyri þetta árið. Stykkishólmur Lokið er hauststarfi félags- ins og hefur þátttaka verið góð eða 26 manns að meðaltali á kvöldi. Enn sem fyrr reynast þeir feðgar Ellert Kristinsson og Kristinn Friðriksson sigur- sælastir en hér fylgir listi yfir efstu sæti i haustkeppni félagsins. Ilaust-tvimenningur Ellert Kristinsson — Kristinn Friðriksson 476 Guðni Friðriksson — Sigfús Sigurðsson 399 Leifur Jóhannesson — Bergsveinn Gislason 371 Halldór Jónasson — Isleifur Jónsson 355 Haust-sveitakeppni Ellert — Kristinn — Guðni—Sigfús 100 Kjartan — Páll — Halldór — Isleifur 70 Leifur — Halldór — Viggó —Már 56 Butler-tvimenningur Ellert Kristinsson — Kristinn Friðriksson 117 Guðni Friðriksson — Sigfús Sigurðsson 104 Leifur Jóhannsson — Jón Guðmundsson 94 Isleifur Jónsson — Halldór Jónasson 58 Mánudagskvöldið 1. febrúar sl. hófst 5 kvölda aðal-tvi- menningskeppni vetrarins. Kópavogur Þriðja umferð barometer- keppni Bridgefélags Kópa- vogs lauk fimmtudaginn 28. jan. Staðan að 17 umferðum loknum er þessi: Þórir Sveinsson — Jónatan Lindal 176 Grimur Thorarensen — Guömundur Pálsson 171 Haukur Margeirsson — Sverrir Þórisson 151 Haukur Hannesson — Valdimar Þóröarson 150 Meðalskor 0 Bridgefélag kvenna Staöan i sveitakeppni Bridgefélags kvenna umferðir: eftir 8 Vigdis Guðjónsdóttir 107 Guðrún Einarsdóttir 106 Gunnþórunn Erlingsd. 103 Sigriður Jónsdóttir 96 Aldis Schram 95 Alda Hansen 88 Sigrún Pétursdóttir 88 IVEagnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.