Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.02.1982, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 6. febrúar 1982. Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið Á kvikmyndahátíd: í borgarhverfum örvæntingarinnar BOKG ÖRVÆNTINGAR (Desperado City). Handrit og leikstjórn: Vadim Glowna. Aöalhlutverk: Siemen Ruhaak, Beate Finckh, Vera Tschech- owa, Karin Aaal, Vadim Glowna. Myndataka: Thomas Mauch. Framleiðandi: Vadim Glowna-Filmproduktion, 1981. ■ Margar kvikmyndir á þessari kvikmyndahátið fjalla um lifið i skuggahverfum stór- borganna. „Borg örvænt- ingar”, sem mun vera fyrsta kvikmynd vestur-þýska leik- stjórans Vadim Glowna, gerir með nokkuð eftirminnilegum það með nokkuð eftirminni- legum hætti, þrátt fyrir ýmsa veikleika i handriti. gleðihverfi Hamborgar, St.. Pauli, þar sem allt er til sölu, einkum þó ef það er afbrigði- legt, og öllu er stjórnaö af ófyrirleitnum glæpamönnum, sem svifast einskis. Höfuðpersónurnar eru ung- lingsstúlka, Liane, sem vill ekki fara inn á vændisbraut móður sinnar, en á jafn erfitt með aö sætta sig viö önnur þau ógeðfelldu störf, sem i boði eru, og ungur maður, Skoda, sem hefur sagt skilið við for- rikan föður sinn og vinnur fyrir sér sem leigubilstjóri i gleðihverfinu á nóttunni. Skoda dreymir um að sleppa burtu úr þessu hverfi örvænt- ingarinnar og gullni draum- urinn hans er Amerika, sem hann hefur heillast af i kvik- myndum. Álit hans á Ameriku er að sjálfsögðu óraunsætt, og reyndar er vandséð að hann sé neyddur til að dvelja i gleöi- hverfinu þar sem hann á rika að, og er það veikleiki sögu- uppbyggingarinnar. Væntan- lega á hér að koma til sú uppreisn afkomenda rikra for- eldra, sem algeng hefur verið i Vestur-Þýskalandi á liönum árum og leitt til þess aö slikt fólk hefur gerst hryðjuverka- menn. Hvað sem þvi liður þá tekst Skoda að smita Liane af draumi sinum um aö sieppa, en tekst óhönduglega um framkvæmdina. Hann rænir sem sé banka föður sins, fær lögregluna á hælana og íellur fyrir kúlum þeirra. Skoda andast i faðmi Liane, sem aö sjálfsögðu kemst ekki i burtu frekar en hann og á enga út- gönguleið nema vitfirrt, enda- iaust óp örvæntingarinnar. Myndin er bæði hröö og spennandi og lýsir lifi i'jöl- margra annarra einstaklinga i gleðihverfinu. Leikstjórinn vefur saman i myndum og máli eins konar mósaik- mynstur þess sjúka lifs, sem þar er daglegur veruleiki. Og örvænting í Parfs SNJÓR (Ncige). Sýnmgarstaður: Regnboginn. Leikstjórn og handrit: Juliet Berto og Jean-Henri Roger. Aðalhlutverk: Juliet Berto, Jean-Francois Stevenin, Robert Liensol, Jean-Francois Balmer, Patrick Chesnais. Myndataka: William Lubtchansky. Framleiðandi: Babylone Films, Frakklandi, 1981. ■ Þessi kvikmynd fjallar um lif nokkurra persóna við Pig- alle, gleðihverli i Paris. Sogu- þráðurinn fjallar um heróin- sala, Bobby, sem lögreglan skýtur til bana eí'tir nokkurn eltingarleik, og viöbrögö heróinsjúklinga og vina þeirra þegar skortur á heróini l'er aö segja illþyrmilega til sin. Ung gengilbeina, leikin af Juliet Berto, ákveöur aö hjálpa vin- konu sinni, Betty, um skammt af heróini og leitar, ásamt vinum sinumrglimukappanum Willy og prestinum Jaeko, aö hugsanlegum seljanda. En þaöer hættulegt fyrir utanað- komandi að fást við slik við- skipti, og svo fer aö lokum, að lögreglan skýtur Willy og handtekur gengilbeinuna fyrir eiturlyfjasölu Söguþráöurinn skiplir þo ekki öllu máli i þessari mynd, heldur hitt, hversu einstak- lega vel hefur tekist aö íella daglegt lif á Pigalle inn i myndina. Þetta geíur henni öðrum þræði yfirbragö góðrar heimildarkvikmyndar, og stundum vill þaö hreinlega gleymast, að hér sé um leikinn söguþráð að ræöa. Betur er varla hægt aö nota samtima- umhverfi i kvikmynd. Enn um heróínið SONARÓMYND (Un mauvais fils) Leikstjóri: Claude Sautet, sem einnig gerði handrit ásamt Dani- el Biasini og J-P Torok. Aðalhlutverk: Patrick Dewaere, Yves Robert, Brigitte Fossey. Myndataka: Jean Boffet. Framleiðandi: Sara Film og Antenne 2, Frakklandi, 1981. ■ Haganlega gerð og vel leikin kvikmynd um erfiöa sambúö íeðga, og um heróinneyslu. Brunó er maður um þritugt. Hann kemur til Frakklands eftir að hal'a setið i fangelsi i Bandarikjunum i nokkur ár fyrir heróinsölu. A meðan hann var i' burtu dó móðir hans af pilluáti, og telur faðirinn að Brunó beri sök á þvi. Sambúö þeirra verður þvi átakamikil, en brátt kemur i ljós, að gamli maðurinner ekki laus við alla sök i málinu sjálfur. Jafn- framt er lýst kynnum Brunós af stúlku, sem er að ná sér eftir heróinneyslu en gengur erfiðlega. Endirinn er af ham- ingjutaginu. — E.S.J. ★ ★ ★ ★ ★ ★ Sonarómynd Borg örvæntingar Snjór Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær - * * » mjfig gM • * * gM • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.