Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 1

Fréttablaðið - 07.05.2008, Side 1
MK One selt | Baugur gekk undir lok síðustu viku frá sölu á versl- unarkeðjunni MK One. Söluverð fékkst ekki uppgefið, en kaupandi er Hilco Retail Investment. Hættu við Yahoo | Microsoft hætti um helgina við að kaupa Yahoo þegar ekki samdist um verð fyrir félagið. Kauptilboðið var upp á hátt í 4.000 milljarða króna, eða 33 Bandaríkjadali á hlut. Undirmálslán | Kaupþing afskrif- aði 13 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins vegna undir- málslána. Afskriftin er til komin vegna láns í tengslum við fyrirhug- uð kaup Kaupþings á NIBC sem ekki varð af. Hollenski bankinn fjárfesti upphaflega í undirmáls- skuldabréfum. Félög á förum | Stjórn Flögu Group fór í síðustu viku fram á það við Kauphöll Íslands að félagið yrði skráð af markaði. Önnur félög sem eru á leið úr Kauphöllinni á þessu ári eru Vinnslustöðin, FL Group, Icelandic Group og Skipti. Stýrivaxtaspá | Greining Glitn- is spáir því að Seðlabanki Íslands hækki enn stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum 22. þessa mánaðar. Spáð er 25 punkta hækkun, en verði af henni fara stýrivextir hér í 15,75 prósent. Wall Street | Warren Buffet, fjárfestirinn heimsþekkti, lét um helgina eftir sér hafa að að láns- fjárkreppunni væri að ljúka fyrir fyrirtækin á Wall Street en ekki fyrir almenning. 146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 7. maí 2008 – 19. tölublað – 4. árgangur 13 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Björn Ingi Hrafnsson skrifar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að vissulega hafi umræða um eignarhald fé- lagsins ávallt áhrif á starfsemi þess. „Það er að mínu mati ekki gott að slík óvissa sé uppi, en þetta fylgir því að vera með félag skráð á markaði,“ segir Björgólfur enn fremur og bætir við að ef rétt sé að stórir hluthafar í félaginu vilji selja sinn hlut voni hann auðvitað að í staðinn komi traustir aðilar sem horfi til lengri tíma. Hvað varðar möguleg kaup erlendra aðila á fé- laginu segir Björgólfur það sína skoðun að mjög hollt væri ef unnt væri að hafa Icelandair áfram í eigu Íslendinga, að minnsta kosti sjálfan flug- reksturinn, enda skipti hann sköpum fyrir sam- göngur til og frá landinu. „Ég vil þess vegna skora á okkar sterku lífeyr- issjóði að koma að rekstri þessa félags og tryggja þannig að það verði áfram í eigu landsmanna,“ bætir hann við. Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarformaður Icelandair, segir ekki stefnu stærstu eigenda í Icelandair Group að selja frá sér stóran eignar- hlut í fyrirtækinu. „Nýverið var í fréttum að aðrir stórir hluthafar væru að bjóða hlutabréf sín til sölu erlendis, en mér vitanlega er sú frétt ekki rétt. Hitt er svo annað mál að það væri hagur að því fyrir alla að fá fleiri öfluga fjárfesta að félag- inu, til dæmis lífeyrissjóði,“ bætir Gunnlaugur við og bendir á að miðað við gengi félagsins á markaði núna ættu kaup á hlutafé í félaginu að vera góður fjárfestingarkostur. Stjórnarformaðurinn segist ekki treysta sér til að dæma um hve líklegt það sé að erlendir aðil- ar eignist umtalsverðan hlut í Icelandair eða allt hlutafé félagsins á næstu árum. „Fyrir liggur að stór erlendur aðili lýsti áhuga á því síðastliðinn vetur að kaupa félagið allt en hluthafar sem réðu yfir því magni atkvæða sem sóst var eftir sáu sér þá ekki hag í að selja sín hlutabréf. Sú afstaða er óbreytt, að minnsta kosti hvað varðar þá hluthafa sem ég fer með umboð fyrir,“ segir hann, en sam- kvæmt heimildum Markaðarins er þar vísað til áhuga forsvarsmanna SAS á aðkomu að rekstri Icelandair fyrir um ári síðan. Sjá síður 8 og 9 Skorar á lífeyrissjóði að fjárfesta í félaginu Forstjóri Icelandair telur mjög hollt að félagið verði áfram í eigu Íslendinga og vill sjá aðkomu lífeyrissjóðanna. Stjórnarformaðurinn segir útlendinga hafa reynt að kaupa. „Við gáfum út um þúsund svona vottorð á fyrstu þremur mánuð- um ársins, en þau voru tólf hundr- uð allt árið í fyrra,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar. Þar vísar hann til svonefndra E- vottorða. Erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði fá þessi vottorð til staðfestingar því að hafa verið hér í tryggingaskyldri vinnu. Vottorðin veita þeim rétt- indi til atvinnuleysisbóta í heima- landinu. Gissur bætir því við að raunar hafi nokkur hluti þeirra sem sóttu um vottorð í byrjun árs unnið við álverið á Reyðarfirði, þar sem framkvæmdum er lokið. Gissur segir að nú séu á milli sautján og átján þúsund erlendir ríkisborgarar við störf á íslensk- um vinnumarkaði. „Við gerum ráð fyrir að það fækki í þessum hópi um þrjú þúsund manns á árinu.“ Gissur bendir á að hingað til hafi verið nokkuð um að fólk bæði komi og fari, til að mynda hafi verið nokkuð um nýskrán- ingar útlendinga í janúar og febrúar, en nú sé straumurinn frekar úr landi. „Við sjáum þetta bæði á skráningunum og finnum þetta í samtölum við útlendinga og vinnuveitendur.“ - ikh / Sjá síðu 12 Erlendu verkafólki snarfækkar Álíka margir fóru heim á fyrstu þremur mánuðum ársins og allt árið í fyrra. Lífsstíll Kafað í golfið Brugðist við bensínverði Rafmagn á bílana Hrávara hækkar hratt Ólík viðbrögð við verðbólgu V i s t væ n prentsmiðja Sími 511 1234 • www.gudjono.is Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Fjármálaeftirlitið (FME) hyggst fljótlega meta hvort rannsókn á skipulegum neikvæðum orðrómi um íslenskt efnahagslíf verði haldið áfram. Rætt hefur verið um að vog- unarsjóðir hafi komið slíkum orðrómi á fót í hagnaðarskyni. Samkvæmt upplýsingum Mark- aðarins bíður eftirlitið eftir upp- lýsingum erlendis frá og metur framhaldið í ljósi þeirra upplýs- inga. Hugsanlega er þar átt við erlendar systurstofnanir en það er ekki gefið upp. Rannsókn eftirlitsins hefur nú staðið í meira en mánuð, en fátt hefur verið gefið upp um gang mála. Fjármálaeftirlitið hefur sagst hafa kallað eftir gögnum, en gefur ekki upp hvaðan. - ikh FME leitar til útlanda JÓNAS FR. JÓNSSON Forstjóri Fjármála- eftirlitsins hefur nú leitað út fyrir landstein- ana í rannsókn sinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.