Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,1% -28,1% Bakkavör 20,5% -35,2% Exista 6,7% -44,7% FL Group 2,8% -55,3% Glitnir 5,6% -18,9% Eimskipafélagið 0,2% -40,2% Icelandair -3,9% -24,9% Kaupþing 0,1% -9,1% Landsbankinn -3,7% -26,5% Marel 2,6% -6,8% SPRON 10,1% -47,4% Straumur 1,3% -21,9% Teymi -2,0% -41,4% Össur 4,5% 1,5% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Ingimar Karl Helgason skrifar „Þetta er framfaramál sem mér finnst mikilvægt að náist fram á þinginu í vor. En það er nefndar- innar og þingsins að ákveða þetta,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Óvíst er að frumvarp, sem felur í sér heimildir til lífeyris- sjóða til að lána verðbréf sín, verði að lögum. Skiptar skoðan- ir eru innan efnahags- og skatta- nefndar sem nú fjallar um frum- varpið. Þar hefur komið fram sú skoðun að minnka eigi það hlutfall sem lífeyrissjóðum verði heimilt að lána. Til stóð að efna- hags- og skattanefnd lyki um- fjöllun um frumvarpið í fyrra- dag, en því var frestað. Kauphöllin átti frumkvæði að lagasetningunni. Þórður Frið- jónsson segir að verði frumvarp- ið að lögum, verði umhverfið hér eins og það er algengast ann- ars staðar, Norðurlöndum þar á meðal. Hugsanlega mætti fresta gildistöku ákvæðis um hluta- bréfalán til áramóta, en lán á skuldabréfum gætu orðið til þess að glæða lausafjárstöðu bank- anna. Lífeyrissjóðirnir eru fylgjandi frumvarpinu en vilja fresta því ákvæði þess sem heimilar þeim að lána hlutabréf. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri-grænna og formað- ur BSRB, hefur lýst sig andsnú- inn þessu. Ekki sé sniðugt að lífeyrissparnaður landsmanna verði ofurseldur skortsölu. Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands- ins, sagt að sér lítist ekki vel á þennan þátt frumvarpsins. Auk þess hafi hann verið settur fram án samráðs við eigendur lífeyr- issjóðanna. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og skattanefndar, segir að hugmyndin með frumvarpinu sé að dýpka markaðinn og koma skikki á skortsölur. Lánum á bréf- um fylgi vitaskuld alltaf einhver áhætta. Hins vegar verði lífeyr- issjóðirnir ekki skyldaðir til að lána bréf auk þess sem tryggt sé í frumvarpinu að bréf verði ekki lánuð nema gegn góðum trygg- ingum. Óvissa um verðbréfa- lán lífeyrissjóðanna Forstjóri Kauphallarinnar vill að heimild til lífeyrissjóða til að lána verðbréf taki gildi nú í vor. Óvíst er að sjóðirnir fái heimild til að lána bréf. Hugsanlegt er að lánshlutfallið verði minnkað. MOKAÐ Í LÍFEYRISSJÓÐINN Deilt er um frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að fjórðung eigna sinna, verði það að lögum. Ekki var hægt að afgreiða það úr efnahags- og skattanefnd í upphafi vikunnar. Óvíst er að það verði að lögum í vor. MARKAÐURINN/VILHELM „Bjartsýni manna kom mér á óvart,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Hörður var með erindi um vöxt og yfirtöku Marels á mat- vælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork á ráð- stefnu um yfirtökur fyrirtækja í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir viku. Marel, Landsbankinn og Eyrir Invest stóðu saman að yfirtök- unni, sem gekk í gegn í byrjun mánaðar. Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans benti á að fyrir- tækjakaup hefðu dregist mikið saman í byrjun árs en líklegt væri að samrunar fyrirtækja sem einblíndu á endurnýjanlega orkugjafa tækju kipp á næsta ári. „Það er ljóst að umsvifin eru almennt minni nú en fyrri ár,“ segir Hörður. „Annars hafði ég nú reyndar reiknað með meiri svartsýni,“ segir hann. - jab HÖRÐUR ARNARSON Á RÁÐSTEFN- UNNI Kaup Landsbankans, Eyris Invest og Marels á matvælavinnsluvélahluta hol- lensku samsteypunnar Stork voru kynnt í Svíþjóð í síðustu viku. Óvænt bjartsýni „Forsetanum leist vel á,“ segir Andri Ottesen, framkvæmda- stjóri rekstrar- og upplýsinga- sviðs Carbon Recycling Inter- national (CRI). Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti sér starfsemi og framtíðarsýn fyrirtækisins í síðustu viku. Í tilkynningu frá CRI er haft eftir Ólafi Ragnari að allt bendi til að fyrirtækið geti skapað ný tækifæri fyrir Íslendinga við nýt- ingu náttúruauðlinda, ekki síst ef unnt verði að draga úr koltvísýr- ingsmengun og vinna gegn gróð- urhúsaáhrifum á heimsvísu. - jab Forsetinn hrifinn Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is Stuttur- og Langur skuldabréfasjóður eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðanna er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingar má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. Lyf gegn verðbólgu Langur skuldabréfasjóður Stuttur skuldabréfasjóður Stuttur skuldabréfasjóður Traustur fjárfestingarkostur, stuttur líftími, litlar sveiflur. Langur skuldabréfasjóður Traustur fjárfestingarkostur, langur líftími, meiri sveiflur. Kynntu þér málið nánar á spronverdbref.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Eimskip mun ekki leggja í mikl- ar nýjar fjárfestingar held- ur hlúa vel að þeim fjárfest- ingum sem farið hefur verið í. Áhersla er því á innri vöxt, að efla þá starfsemi sem til staðar er og leita tækifæra úr núver- andi fjárfestingum, segir Gylfi Sigfússon, nýráðinn forstjóri Eimskipa félags Íslands. Gylfi útskrifaðist frá Við- skiptadeild Háskóla Íslands árið 1990 og hefur starfað hjá Eimskip og tengdum félögum í átján ár. Undanfarin tvö ár hefur Gylfi verið framkvæmdastjóri Eimskip Americas, sem nær yfir flutningastarfsemi Eimskips í Bandaríkj- unum og Kanada. „Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stöðu forstjóra Eimskips. Á þeim átján árum sem ég hef unnið hjá Eimskip og tengdum félög- um tel ég mig hafa fengið góða innsýn í starfsemi félagsins og tækifæri þess til áframhald- andi vaxtar. Félagið hefur skap- að sér sterka stöðu sem leið- andi alþjóðlegt flutninga félag og sem stærsta frysti- og kæli- geymslufyrirtæki í heimi. Á þeim grunni mun ég byggja,“ segir hann. Spurður hvort gripið verði til uppsagna segir Gylfi að hann muni á næstu vikum og mánuðum leitast við að fá góða sýn á starfsemi samstæðunnar. - bþa Leggur áherslu á innri vöxt „Ég vil ekkert um málið segja,“ segir Magnús Þorsteinsson, en hann hefur ákveðið að draga sig úr varastjórn Ice- landic Group. Magnús var staddur erlendis á fundi og neitaði að tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leit- að. Magnús gegndi stjórnarfor- mennsku í Icelandic Group frá miðjum nóvember árið 2006 fram að síðasta aðalfundi fé- lagsins í apríl síðastliðn- um þegar hann steig úr stólnum en gaf kost á sér til setu í varastjórn fé- lagsins. Þetta var í annað sinn á tæpu hálfu ári sem Magnús stendur upp úr stóli stjórnarformanns hjá félagi sem skráð er í Kauphöll Íslands en skömmu fyrir síðustu áramót hætti hann sem stjórnar- formaður Eimskipafélagsins. - jab Hættur í stjórninni NÝR Í FORSTJÓRASTÓLNUM Gylfi Sigfússon hefur starfað í átján ár hjá Eimskipafélaginu. MYND/EIMSKIP MAGNÚS ÞORSTEINSSON Danski seðlabankinn hækkaði óvænt stýrivexti á föstudaginn var um 10 punkta í 4,35 prósent. Þetta er fyrsta breyting á stýri- vöxtum í Danmörku síðustu tvö ár. Bankinn óttast að danska krón- an veikist. Skammt er síðan bank- inn seldi gjaldeyri fyrir 7,8 millj- arða danskra króna til styrking- ar krónunni. Seðlabanki Evrópu tilkynnti 8. maí að stýrivextir bankans héldust óbreyttir í fjór- um prósentum. Helsta markmið danska seðlabankans er að halda gengi dönsku krónunnar föstu við evruna. -as Danir hækka stýrivextina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.