Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 S K U G G A B A N K A S T J Ó R N S eðlabankanum hefur alls ekki tekist að ná tökum á verðbólguvæntingun- um. Hann hefur tekið þá afstöðu að elta gengið, sem er helsti áhrifavaldur í einkaneyslu og væntingum neyt- enda. Það er engin leið að stjórna fljótandi gengi, sérstaklega ekki lítilli mynt á borð við krónuna á frjálsum fjár- magnsmarkaði,“ sagði Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður Greiningar- deildar Kaupþings, á fyrsta fundi skugga- bankastjórnar Mark- aðarins, sem efnt var til í salnum Þingholti á Hótel Holti síðast liðinn föstudag. Ásgeir bendir á að þetta sé í þriðja sinn á tíu árum sem verð- bólgan hlaupi upp vegna þess að gengið gefi svona hratt eftir. „Síðast 2006 og þar áður 2001 án þess að Seðla- bankinn fengi miklu um það ráðið og sprengdi um leið öll markmið bankans. Þetta er kall- að gengisleki og hefur meðal annars þau ein- kenni að gengisbreyt- ingin kemur mjög fljótt fram í verðlaginu, eins og gerst hefur mjög hratt núna. Þetta er auðvitað engin tilviljun og sýnir að Seðlabankinn hefur því miður ekki stjórn á verð- bólgumarkmiðunum. Um leið af- hjúpast ákveðnir gallar í íslenska fjármálakerfinu sem þarf að tak- ast á við nú þegar, til dæmis með því að íbúðalánasjóðir hætti að vinna gegn markmiðum Seðla- bankans.“ Ásgeir telur litla hækkun á víxlverkun launa og verðlags, en Seðlabankinn hefur varað við þeirri hættu. „Hér er að verða mjög hröð kólnun með uppsögn- um. Við horfum fram á töluverð- an slaka á vinnumarkaði strax í haust án þess að það sjáist beint í atvinnuleysistölum. Fólk skráir sig ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í algera nauð rekur. Í miklu atvinnuleysi fer ekki mikið fyrir háum launakröfum og ég tel að við gætum fremur horft fram á lækkun launa þegar líður á vetur- inn. Seðlabankinn tekur þess vegna gríðarlega áhættu með hávaxta- stefnu sinni, sérstaklega þegar litið er til þess að nú geisar fjár- málakreppa á erlendum mörk- uðum með mjög takmörkuðu að- gengi að fjármagni, ekki aðeins fyrir okkur Íslendinga heldur alla. Það hefði verið hægur leikur að taka þann mikla afgang af ríkis sjóði sem verið hefur á undan förnum árum og fjárfesta fyrir hann erlendis í skulda- bréfum. Með slíkum aðgerðum hefði verið auðvelt að byggja upp sterkan varaforða. Fyrir tveimur árum kom skörp aðvör- un; bankarnir tóku mark á henni og byggðu upp sterkar gengis- varnir, en ríkið ekki. Sjálfsagt nær Seðlabank- inn aldrei þeim styrk að verða raunverulegur lánveitandi til þrautavara fyrir erlenda starf- semi bankanna, en það sem hann getur gert er að halda krónunni markaðs hæfri. Hún er glugginn að íslenska fjármálakerfinu; ef hann frýs eins og gerst hefur að undanförnu eru allar íslensk- ar fjármálaeignir um leið frosn- ar. Það er ekki ástand sem hægt er að una við,“ segir Ásgeir enn fremur. BRÝNT AÐ ENDURSKOÐA PEN- INGAMÁLASTEFNUNA Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, fagnar aðgerðum Seðla- bankans og norrænu seðlabank- anna frá því á föstudag og telur þær skipta miklu máli. „Það er auðvitað geysilega mikilvægt að nú þegar hafi verið tilkynnt um gjaldeyrisskiptasamninga við þrjá seðlabanka og að meira sé í pípunum. Það er nokkuð sem við höfum kallað eftir og er til þess fallið að styrkja Seðlabankann, auka trúna á kerfið og hjálpa því að bjarga sér sjálft, ef þannig má að orði komast. Um leið er ljóst að aukið aðgengi að fjár- magni losar um í öllu hagkerfinu og minnkar þannig líkur á alvar- legri kreppu,“ segir hún. Að sögn Eddu Rósar er tölu- verð hætta fyrir hendi á alvar- legri kólnun, en þó ekki hægt að merkja það enn af hagvísum. „Það vantar skýrari samantekt á fjárfestingaráformum; að mínu viti hefur verið slegið slöku við að safna gögnum til þess að auð- veldara sé að vita hvenær og hvernig eigi að bregðast við. Þá hefur Seðlabankinn verið of tregur að tjá sig um einstakar aðgerðir eða verk stjórnvalda. Ég tel að það séu mistök, slíkir aðilar eiga tvímælalaust að skipt- ast á skoðunum frammi fyrir opnum tjöldum.“ Forsætisráðherra hefur boðað endurskoðun eða úttekt á pen- ingamálastefnunni og Edda Rós telur brýnt að sú úttekt hefjist fyrr en síðar. „Að mínu mati hafa menn ekki verið nægilega opnir fyrir þeim möguleikum sem þó eru fyrir hendi. Kannski er ein ástæðan hvernig við byggjum upp okkar kerfi, hverjir sitja í bankastjórninni. Við hefðum þurft að beita öðrum aðgerðum og hefðum ekki þurft að vera svona nísk; það hefur ekki verið vilji til að byggja upp skulda- bréfamarkað sem virkaði í reynd og myndi þannig treysta verð- myndun á markaði. Það hefur síðan orðið til þess að Seðlabank- inn hefur meira að segja sjálf- ur átt í erfiðleikum með að láta sína vexti virka úti í kerfinu. Við höfum verðtryggt kerfi, þannig að þetta er sérstaklega erfitt á Ís- landi. Þetta þarf allt að skoða og fyrr en síðar. Til lengdar er hins vegar mikil- vægt að horfa framhjá þeim Fundur settur í skuggabankastjórn ... Ekki er ástæða til að hækka vexti og stutt er í að hratt lækkunarferli geti hafist, þar sem hætta sýnist á ofkólnun hagkerfisins. Þetta er niður- staða fundar fjögurra valinkunnra hagfræðinga í skuggabankastjórn Markaðarins sem komið hefur saman til stýrivaxtaákvörðunar í undanfara slíkrar ákvörðunar hjá Seðlabanka Íslands. Björn Ingi Hrafnsson og Björgvin Guðmundsson, ritstjórar Markaðarins, sátu fyrsta fund bankastjórnar innar og rituðu fundargerð, þar sem meðal annars er vikið að ástandi og horfum, hættu á launalækkun- um á næstunni og fjallað um stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég tel að Seðlabankinn eigi ekki að hækka vexti. Í fyrsta lagi eru vextir komnir upp í 15,5 prósent og ég tel að hagkerfið muni kólna mjög hratt. Kólnunin verður jafnvel hraðari en við höfum verið að spá. Gengi krónunnar féll vegna tæknilegra atriða á gjaldeyris- markaði, það er skorti á seljanleika. Það má velta fyrir sér hvort rétt hafi verið að hækka vexti vegna þess að þeir settu upp ákveðinn leik þar sem seðlabanki hækkar vexti gegn spá- kaupmönnum. Þetta er leikur sem hefur átt sér stað í öðrum löndum og endar alltaf þannig að hagkerfið lendir mjög illa í því. Það er hins vegar erfitt að lækka stýrivexti nú miðað við hvað verðbólgan er mikil og krónan undir miklum þrýstingi.“ Skortur á seljanleika ÁKVEÐIN MISTÖK Ásgeir segir það hafa verið ákveðin mistök að hækka vexti. Á S G E I R J Ó N S S O N „Ég held verið að s og á þann sent of l hækka ve ræðum þ ársfjórðu Ég tel a peningum þau vanta móti til a Lít ÓVISSA FR vaxtahækku N I Ð U R S T A Ð A : Ó B R E Y T T I R S T Ý R I V E X T I R N I Ð Það hefði verið hægur leikur að taka þann mikla afgang af ríkis- sjóði sem verið hefur á undanförnum árum og fjárfesta fyrir hann erlendis í skulda- bréfum. Með slíkum aðgerðum hefði verið auðvelt að byggja upp sterkan varaforða. Fyrir tveimur árum kom skörp aðvörun; bankarnir tóku mark á henni og byggðu upp sterkar gengisvarnir, en ríkið ekki.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.