Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Fjármálafyrirtæki vega þungt í Úrvalsvísitölunni. Gengi þeirra hefur lækkað miklu meira en flestar aðrar greinar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Úrvalsvísitalan lækkaði næst- mest allra vísitalna í heimi á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta kemur fram í sænska dag- blaðinu Dagens Industri. Aðeins hlutabréfavísitalan í kauphöll- inni í Víetnam lækkaði meira á sama tíma. Mest var hækkunin í kauphöll- inni í Afríkuríkinu Gana en hluta- bréfavísitalan þar stökk upp um rúm 45 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á eftir fylgja markaðir í Mið-Austurlöndum. Hlutabréfavísitalan í kauphöll Ho Chi Minh-borgar féll um 56,5 prósent á sama tíma og Úrvals- vísitalan seig um 37,9 prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði sömu- leiðis mest allra vísitalna í Vestur- Evrópu á tímabilinu. Á eftir koma SOFX-vísitalan í kauphöll- inni í Búlgaríu og Belex-vísital- an í kauphöllinni í Júgóslavíu. Sú síðasttalda lækkaði um 23,3 pró- sent. - jab M E S T A L Æ K K U N Vísitala Land Lækkun 1. Ho Chi Minh Víetnam - 56,6% 2. OMX-15 Ísland -37,9% 3. ISE Pakistan -31,0% 4. CSI Kína -28,5% 5. CSE Indland -28,0% 6. BSE Sensex Indland -26,4% 7. PSE Filippseyjar -26,1% 8. Sofix Búlgaría -25,6% 9. Belex-15 Júgóslavía -23,3% 10. Gaborone Botsvana -22,8% G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -2,3% -32,1% Bakkavör -1,9% -43,6% Exista -7,8% -52,8% Glitnir -0,9% -22,8% Eimskipafélagið -2,4% -42,4% Icelandair -13,2% -35,9% Kaupþing -1,0% -13,6% Landsbankinn -2,4% -31,8% Marel -4,6% -11,3% SPRON -5,6% -51,8% Straumur -4,5% -30,3% Teymi -11,3% -51,3% Össur -2,5% -3,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. Samskip útskrifaði 5. júní síðast- liðinn á sjötta tug erlendra starfsmanna úr íslenskunámi. Um sjötíu starfsmenn stunduðu íslenskunám á vegum félagsins í vetur. Markmiðið með náminu var að auka tjáskipti milli samstarfs- félaga, auka starfsánægju og auka möguleika á starfsþróun innan fyrirtækisins. Hefur fé- lagið lagt áherslu á íslenskunám meðal erlendra starfsmanna til að styrkja þá í starfi. Nú voru útskrifaðir fjórir hópar, alls 53 starfsmenn. Fyrir áramót voru útskrifaðir 52 starfsmenn, sem flestir héldu áfram námi eftir áramótin, auk þess sem nokkrir bættust í hóp- inn. Alls starfa 83 starfsmenn af erlendum uppruna, frá sex- tán löndum, hjá Samskipum á Íslandi. Samskip útskrifa erlent starfsfólk úr íslenskunámi ÚTSKRIFT Krystian Baranowski, starfsmaður í Vörumiðstöð Samskipa, tekur við prófskír- teininu úr hendi Erlu Bolladóttur hjá Alþjóðahúsi. KAUPHÖLL ÍSLANDS Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni lækkaði mest allra vísitalna í evrópskum kauphöllum á fyrstu fimm mánuðum ársins. MARKAÐURINN/STEFÁN Ísland lækkaði mest Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um þrjátíu milljarða króna í apríl, að því er fram kemur í nýjum tölum frá Seðlabankanum. Heildareignir sjóðanna námu þá 1.739 milljörðum. Verðbréfaeign sjóðanna með föstum tekjum jókst um ríflega fjórtán milljarða króna. Verð- bréfaeign með breytilegum tekj- um um 22,5 milljarða. Ætla má að iðgjöld lífeyris- sjóða nemi samanlagt um tíu milljörðum króna á mánuði. Þá er ekki gert ráð fyrir séreignar- sparnaði. - ikh Enn vaxa eignir lífeyrissjóðanna Ingimar Karl Helgason skrifar „Þetta eru ákveðin viðbrögð við ástandi á markaðnum. Það er töluvert framboð á húsnæði og ákveðin mettun, auk þess sem teikn eru á lofti í efnahags- málunum,“ segir Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis. Fram hefur komið í Mark- aðnum að veðhlutfall íbúðalána hjá Glitni og Landsbankanum er komið niður í sjötíu prósent af markaðsvirði. Landsbank- inn lánar enn fremur ekki fyrir meiru en sem nemur brunabóta- og lóðamati fasteignar. Það er af sem áður var þegar bankarnir lánuðu fyrir níutíu prósentum af markaðsvirði, í sumum tilvikum kaupverðið allt. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir að bank- arnir telji vera talsverðar líkur á lækkun fasteignaverðs „og þar með að veð rýrni“. Þá megi hafa í huga að vextir séu svo háir að það eykur líkurnar á að lán- takendur geti ekki staðið undir vaxtagreiðslum. „Það, ásamt versnandi atvinnuhorfum og versnandi horfum í fyrirtækja- rekstri, eykur líkurnar á því að það reyni á veð.“ Gylfi segir það einnig skipta máli að bankarnir reyni nú að halda aftur af útlánum sem mest þeir geti. „Til þess að það tak- markaða lausa fé sem þeir hafa nýtist lengur. Hvort tveggja dregur úr vilja og getu bankanna til að veita húsnæðislán.“ Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði í síðasta Markaði, að lækk- andi veðhlutfall kynni að vera merki um að banki sé, að minnsta kosti tímabundið, að draga sig út af húsnæðismarkaði. Már Más- son segir svo ekki vera. „Við erum ábyrg fjármálastofnun og stillum veðhlutfallið eftir að- stæðum.“ Menn hafi metið það svo að hægjast muni um á fast- eignamarkaði. Þórólfur Matthíasson sagði einnig að lækkun veðhlutfalls kynni að vera til merkis um að lánveitendur telji verð eigna of hátt nú og að verðið verði lægra í framtíðinni. „Lækkun veðhlut- falls væri þá varúðarráðstöfun sem ætlað væri að tryggja hags- muni skuldareiganda kæmi til greiðslufalls í framtíðinni.“ Seðlabankinn og fjármálaráðu- neyti spá töluverðri lækkun fast- eignaverðs. Seðlabankinn hefur spáð þrjátíu prósenta raunlækk- un og á dögunum kom fram hjá aðalhagfræðingi bankans að það kynni að vera vanmetið. Bankarnir búa sig undir verðlækkun Glitnir segist lækka veðhlutfall íbúðalána vegna aðstæðna á markaði. Lækkun fasteignaverðs er fyrirsjáanleg. Dósent segir auknar líkur á að lántakendur standi ekki undir háum vöxtum. V E X T I R O G V E Ð H L U T F A L L Vextir í prósentum Veðhlutfall í prósentum Landsbanki 6,3 og 7,8 70 af markaðsvirði* Glitnir 6,5 70 af markaðsvirði Kaupþing 6,4 80 af markaðsvirði SPRON 6,85 og 7,55 75 af markaðsvirði** Gildi lífeyrissj 4,94 og 5,95 65 af fasteignamati eða sölumati** LSR 5,26 og 5,75 65 af fasteignamati eða markaðsvirði* Íbúðalánasjóður 5,2 og 5,7% 80 af af kaupverði * Aldrei meira en 100 prósent af lóða- og brunabótamati ** Aldrei yfir brunabótamati # Hámarkslán 18 milljónir króna Gengi hlutabréfa í DeCode, móður félagi Íslenskrar erfða- greiningar, fór undir einn banda- ríkjadal í gær og hafði aldrei verið lægra. Um miðjan dag stóð það í 96 sentum á hlut. DeCode var skráð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Banda- ríkjunum árið 2000. Gengi bréf- anna endaði í 25,44 dölum á hlut á fyrsta degi og fór hæst í 28,75 dali 11. september sama ár. Eftir það tók það að lækka jafnt og þétt með stöku sveiflum. Miðað við gengið í gær hefur það fallið um 96 prósent frá fyrsta degi. Fyrir skráningu bréfanna voru dæmi um að þau gengju kaup- um og sölum á gráum markaði á rúma sextíu dali á hlut. Hafi hlutafjáreigandi keypt bréf í DeCode fyrir eitt hundrað þús- und krónur á þeim gráa nemur verðmæti bréfa hans í dag um 1.700 krónum. Það dugar fyrir einum bíómiða – að Regnbogan- um undanskildum – stórum poka af poppi og kók. Eftir standa hundrað krónur í stöðumæli. - jab KÁRI STEFÁNSSON FORSTJÓRI Sá sem keypti hlutabréf í DeCode fyrir átta árum getur selt þau og farið einu sinni í bíó fyrir andvirðið. Bréf í DeCode aldrei lægri ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK Svo virðist sem bankarnir búi sig undir verulega verðlækk- un íbúðarhúsnæðis. Það endurspeglast meðal annars í lækkandi veðhlutfalli íbúðalána. MARKAÐURINN/STEFÁN Hlutafjárútboði Marel Food System lauk á föstu- daginn var. Góð þátttaka var í útboðinu og var sjö prósenta umframeftirspurn eftir hlutum í félag- inu. Stjórn félagsins ákvað að nýta ekki heimild til að auka við hluti sem í boði voru. Heimild var fyrir því að auka hlutafé um allt að 30 milljónir evra umfram þær 117 milljónir sem í boði voru. Það var ekki gert og því var hlutafé félagsins aukið um 117 milljónir evra eða tæplega 14 milljarða íslenskra króna. Ákveðið var að Landsbankinn, sem var annar stærsti hluthafinn í Marel fyrir hlutafjárútboð- ið, minnkaði hlutfallslega við hlutafjáreign sína í Marel. Vilji stjórnarinnar stóð til að stuðla að dreifðari hlutafjáreign sem og auknu floti hluta fé- lagsins. Að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Marel Food Systems hf., lýkur fjármögnun félagsins á kaupum Stork Food Systems með þessu hlutafjár- útboði, segir í tilkynningu. - as Fjármögnun Marels á kaupum í Stork lokið HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Marel Food Systems. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðskiptavinir farsímafyrirtæk- isins Nova eru nú orðnir tíu þús- und talsins. Nova kom inn á mark- aðinn fyrir um hálfu ári. Af þessu tilefni fékk tíuþúsundasti við- skiptavinurinn, Þorsteinn Hólm Stefánsson, sautján ára nemi við Menntaskólann Hraðbraut, Nokia N95 8G-síma að launum. Á mynd- inni má sjá Þorkel þar sem hann fékk far með hjólavagni Nova um leið og hann tók við gjöf í tilefni áfangans. Nova með tíu þúsund viðskiptavini ÞORSTEINN HÓLM Hann var tíuþús- undasti viðskiptavinur Nova og fékk af því tilefni far með hjólavagni fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.