Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N F Ó L K Á F E R L I Í kjölfar mikilla breytinga á kortamark- aðnum og stefnumótunar hefur Borgun hf. breytt skipulagi félagsins og nýr stjórnendahópur verið skipaður hjá félaginu. HAUKUR ODDSSON forstjóri. Haukur tók við stöðu forstjóra Borgunar hinn 5. október 2007. Fyrir þann tíma starfaði hann hjá Glitni hf. frá 1984-2007, síðast gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra viðskiptasviðs. Haukur útskrifaðist með meistaragráðu í tölvuverkfræði frá Technical University of Denmark árið 1987. BERGÞÓRA K. KETILSDÓTTIR, forstöðu- maður viðskiptavers. Bergþóra hefur starfað hjá félaginu frá því 1999 sem forstöðumaður Upplýsingatækni. Bergþóra útskrifaðist frá EDB-skólanum í Kaupmannahöfn árið 1977. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, forstöðu- maður verslunar- sviðs. Sigurður hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2000. Hann gegndi stöðu innheimtustjóra á árunum 2000-2005 er hann tók við starfi forstöðumanns verslunarsviðs. Sigurður útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1996 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1997. PÉTUR FRIÐRIKSSON, forstöðumaður útgáfusviðs, við- skiptaþróunar og markaðsdeildar. Pétur hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2004, þar af sem for- stöðumaður frá árinu 2007. Pétur útskrifað- ist sem rafeindatæknir í Bandaríkjunum árið 1982 og frá Háskóla Íslands sem rekstrarfræðingur árið 1997. MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR, forstöðu- maður skrifstofu for- stjóra. Margrét hefur starfað hjá félaginu frá 1998. Margrét útskrifaðist frá laga- deild Háskóla Íslands 1998 og öðlaðist rétt- indi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2002. JÓN EGILSSON, forstöðumaður upplýs- ingatækni. Jón hefur starfað hjá félaginu frá 1. apríl 2008. Á árunum 2000-2008 starfaði Jón hjá Glitni. Jón hefur BSc- gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. DAVÍÐ Þ. JÓNSSON, forstöðumaður fjármálasviðs. Davíð hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2005. Davíð útskrif- aðist með BSc-gráðu frá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sama ár. F járfestingarbankarnir Carnegie í Svíþjóð og bandaríski bankinn Leh- man Brothers undirbúa endurkomu sænska fjár- málaþjónustufyrirtækisins Mod- erna í OMX-kauphöllina í Stokk- hólmi. Moderna hét fyrir fjórða þessa mánaðar Invik og er að fullu í eigu íslenska félagsins Milestone. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins stendur jafnframt til að halda lokað hlutafjárútboð í haust og kanna með því stemninguna á markaði. Milestone á félagið að fullu en stefnir að dreifðari eign- araðild þess á markaði, og þá fremur með því að auka hlutafé heldur en að félagið selji frá sér eigin bréf. Hjá Milestone er horft til þess að eignarhluturinn í Mod- erna nemi um fjörutíu prósent- um þegar fram í sækir. Anders Fällman, forstjóri Mod- erna, bauð gesti velkomna í veg- legri veislu sem félagið blés til í nýjum höfuðstöðvum sínum við Storeplan í Stokkhólmi til þess að kynna nýja nafnið og höfuð- stöðvarnar, en þangað flutti fé- lagið fyrr á árinu. Byggingin er gömul og vegleg og gengið inn í stórt fordyri og upp breiðar stein- tröppur áður en komið er að lyft- um sem bera fólk upp að skrif- stofunum á fimmtu hæð. „Upp- lifunin er þess vegna eins og að við séum með alla bygginguna og er þá tilgangnum náð. Við erum hins vegar ekki með allt húsið, þótt við gjarnan vildum,“ sagði Fällman og hló við. Þarna í nýja miðbæ Stokkhólms er fjöldi fjár- málafyrirtækja, bæði dótturfélög Moderna og svo fjármálaþjón- ustufyrirtæki á borð við Carn- egie, en þar á félagið raunar yfir sautján prósenta hlut og Anders Fällman gegnir þar stjórnarfor- mennsku. Veislan, miðvikudagskvöldið 4. júní, var einmitt haldin í fordyr- inu veglega og tveimur veislusöl- um inn af því þegar komið er upp á fyrstu hæðina. Sænsk hljóm- sveit lék fyrir dansi og í hliðar- herbergjum var reynt að búa til stemningu í takt við suma undir- starfsemi Moderna. Þannig var á einum stað búið að stilla upp stóru mótorhjóli og boðið upp á amerískan grillpinnamat, en Moderna hefur meðal annars sér- hæft sig í tryggingum fyrir mót- orhjólafólk og náð forystu á því sviði. Þá bar mikið á skiltum þar sem nýjasta viðbótin í fyrir- tækjaflóru Moderna var kynnt, en það eru Sjóvá og Askar Capi- tal. Víða mátti líka sjá stafræna ljósmyndaramma þar sem gengu kynningar á stjórnendum fyr- irtækjanna. Sænska viðburðar- stjórnunar fyrirtækið Imagine annaðist skipulagningu veislunn- ar, en hönnun nýs útlits og merk- is fyrir Moderna, svokallað re- branding, annaðist íslenska aug- lýsingastofan Gott fólk. Til veislunnar mætti fyrirfólk úr sænsku athafnalífi auk starfs- manna bæði í Svíþjóð og héðan af Íslandi. „Við höfum því á síð- ustu mánuðum nánast tvöfald- að stærð okkar,“ segir forstjóri Moderna. „Starfsmenn eru um 700 talsins og heildareignir nema um 33 milljörðum sænskra króna [nærri 430 milljörðum íslenskra króna].“ Milestone lauk í fyrrahaust yfir- tökunni á Invik og segir Fällman að strax hafi verið samhljóm- ur með stjórnendum og nýjum eigendum félagsins. Starfsfólk í Svíþjóð virðist ekki síður ánægt með nýja eigendur og stefnu. Starfsmaður tryggingafélagsins Moderna Life sem tekinn var tali rifjar upp að í fyrstu hafi fyrirtækið verið afar framsækið, en svo glatað þeim anda. Núna segir hann glaðbeittur að aftur sé orðið gaman í vinnunni, áræðnin og framsæknin séu ráðandi á ný. Nafnabreyting og nýjar höfuðstöðvar Sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik hefur breytt nafni sínu í Moderna. Félagið á að skrá í sænsku kauphöllina á næsta ári, en í haust er ráðgert lítið hlutafjárútboð. Breytingin og nýjar höfuðstöðvar við Stureplan í Stokkhólmi voru kynntar í veglegri veislu fyrir helgina. Óli Kristján Ármannsson var viðstaddur í boði Milestone. Netverslun ishusid.is Er of hátt hitastig? Loftkæling fyrir: -Netþjóna -Skrifstofur -Veitingastaði -Verslanir Netversl ishusid.is VEISLUGESTIR Helstu nöfn sænsks viðskiptalífs, auk stjórnenda dótturfyrirtækja, mættu til veislunnar sem Moderna boðaði til í síðustu viku, auk íslensku fyrirtækjanna Sjóvá og Aska Capital sem nú eru hluti af sænsku samstæðunni. MYND/JAN DAHLQVIST Í RÚMGÓÐU FORDYRINU Búið var að skreyta í fordyri Moderna (áður Invik) fyrir veisluna á miðvikudaginn var. Í forgrunni má sjá nýtt merki fyrirtækisins. MYND/JAN DAHLQVIST TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON ÞÓR SIGFÚSSON STEINGRÍMUR WERNERSSON KARL WERNERSSON ANDERS FÄLLMAN Forstjóri Moderna fór yfir sögu félagsins á fögnuði sem blásið var til um miðja síðustu viku til að fagna meðal annars nýjum höfuðstöðvum og kveðja nafnið Invik. Félagið verður skráð í sænsku kauphöllina á næsta ári. MYND/JAN DAHLQVIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.