Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Ingimar Karl Helgason skrifar „Ég myndi segja að kostnaðurinn gæti tvöfaldast frá þessu mati og vel það,“ segir Þórarinn Sveinn Arnarson, olíusérfræðingur hjá Orkustofnun. Í mati sem birt var í skýrslu iðnaðarráðuneytisins fyrir ári er meðal annars gert ráð fyrir að kostnaður við leit eftir olíu og rannsóknir á Drekasvæði, norð- austur af landinu, geti numið 26 milljörðum króna. Þórarinn bendir á að kostnað- ur við eina holu geti nú numið 150 milljónum Bandaríkjadala. Það jafngildir ríflega 11 millj- örðum íslenskra króna. Færey- ingar hafa nú þegar borað fimm eða sex holur, án þess að olía hafi fundist. Aukinn kostnaður skýrist af stóraukinni eftirspurn eftir bún- aði til olíuvinnslu á sjó. Eins og fram kemur hér á síð- unni, hafa olíurannsóknir við strendur Brasilíu, reynst frekar á borpalla, skip, mannafla og ann- ars sem þarf til oliuvinnslu. Þórarinn bendir á að íslenskir skattgreiðendur eigi ekki eftir að bera kostnað af leit og rannsókn- um, heldur olíufélögin sem leita olíunnar. Hann segir að Orkustofn- un hafi fengið fjölmargar fyrir- spurnir frá olíufélögum um leit og vinnslu á Drekasvæðinu. Erf- itt sé að veita þeim svör nú, þar sem regluverk um skattlagningu olíugróða liggur ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að tillögur um það verði unnar í sumar og lagðar fyrir ríkis stjórn. Væntanlega komi fram frumvarp um málið snemma í haust. Finnist olía og gas á Dreka- svæðinu má gera ráð fyrir því að heildarstofnkostnaðurinn fari hátt í 700 milljarða króna, á verðlagi ársins 2005. Stærsti kostnaðarliðurinn í dæminu yrði gasleiðsla sem lögð yrði upp að norðausturlandi og verksmiðja þar til að breyta gasinu í fljót- andi form, til útflutnings. Þrátt fyrir þennan gríðarlega stofnkostnað er eftir töluverðu að slægjast. Í sama dæmi er gert ráð fyrir að tekjur af olíu- og gas- vinnslu verði sex sinnum meiri en sem nemur stofnkostnaðinum. Þá hefur olíuverð hækkað gríðar lega. Verð á tunnu af hrá- olíu hefur farið upp undir 140 Bandaríkjadali. Forstjóri Gaz- prom sagði í gær að verðið kynni að fara upp í 250 dali. Viðbúið er að framkvæmdir við olíuvinnslu undan strönd- um Brasilíu verði þær dýrustu í sögunni. Breska ráðgjafar- fyrirtækið Neftex Petroleum telur að kostnaður við að sækja olíu sem þar hefur fundist nemi um 240 milljörðum Bandaríkja- dala. Það jafngildir ríflega átján þúsund milljörðum íslenskra króna. Á móti eiga þarna að vera ríkulegar olíulindir. Virði olíunnar er talið um sex þúsund milljarðar dala. Fram kemur í hálffimm- fréttum greiningardeildar Kaupþings að framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á olíuiðnaðinn í heild. Petrobras, brasilíska olíu- félagið, leiti til fjölmargra aðila eins og olíufélagsins Exxon. Fé- lagið hafi þegar leigt fjóra af hverjum fimm olíuborðpöllum sem völ er á í heiminum og hafi pantað fjörutíu borskip og palla. Yfir fjórtán þúsund verkfræð- ingar, jarðfræðingar og verka- menn verði ráðnir til verks. Áætlað er að hefja vinnslu í apríl á næsta ári. Vinnsla á Tupi-svæðinu undan ströndum Brasilíu er ekki auð- veld. Olían mun liggja á tíu kíló- metra dýpi, undir sjó og bergi. Það eykur kostnað við borun og vinnslu verulega. - ikh Dýrustu olíufram- kvæmdir sögunnar Olíuvinnsla í Brasilíu tekur upp tæki og búnað sem annars mætti nota við olíuleit hér við land. OLÍUNNI DÆLT ÚR SJÓNUM Mikil eftirspurn er eftir olíuborpöllum og öðrum bún- aði sem nauðsynlegur er til olíuvinnslu á hafi. Það þýðir að olíuleit á Drekasvæði verður mun dýrari en áður var ætlað. Lækkun á fasteignaverði mun vara samfellt næstu þrjú árin í Bretlandi og mun það lækka um tæpan helming að raunvirði á tímabilinu. Þetta er mat breskra fjármálasérfræðinga. Þeir telja fasteignaverð ná fyrri hæðum eftir níu ár. Fasteignaverð í Bretlandi lækk- aði um 2,4 prósent á milli mánaða í maí en það var jafnframt áttundi mánuðurinn í röð sem það gerðist. Fasteignaverð á, ásamt verð- bólgu í Bretlandi og minna lausa- fé í umferð, stóran þátt í því að svartsýni hefur aukist mikið þar í landi upp á síðkastið og hafa væntingar Breta til efnahagslífs- ins ekki verið minni í fimm ár. Breska dagblaðið Guardian segir að haldi þessi þróun áfram sé útlit fyrir að fimmtán þúsund fast- eignasalar missi vinnuna á árinu. Í skýrslu sem kynnt var í Bret- landi í síðustu viku kemur fram að reiknað sé með tíu prósenta verðlækkun á fasteignaverði á þessu ári og 10,5 prósenta lækk- un á næsta ári. Botninum verður náð eftir þrjú ár og mun verðið þá hækka á ný. - jab BRESKA ÞINGHÚSIÐ Óvíst er með verð- miðann á breska þinghúsinu. Bretar eru uggandi um þróun á fasteignamarkaði. Verðlækkun í þrjú ár Breski stórmarkaðurinn Wool- worths er hættur að selja smáskífur á geisladiskum. Þetta er í samræmi við áætlanir stjórn- enda. Verslunin er þó ekki með öllu hætt sölu á tónlist en hún hleypti af stokkun- um netverslun með tónlist í síðustu viku og geta netviðskipta- vinir eftir leiðis halað niður tónlist á staf- rænu formi frá henni. Þetta er í rökréttu fram- haldi af þróun í verslun með tónlist í Bretlandi síðastliðin ár en átta milljónir smá- skífudiska seldist þar í landi í fyrra samanbor- ið við 72,6 milljónir laga sem halað var niður af netinu, samkvæmt up- lýsingum vefútgáfu Retail Week. Baugur hefur um nokkurra ára skeið átt um tíu prósenta hlut í versluninni í gegn- um eignarhaldsfélagið Unity sem það heldur úti í Bretlandi ásamt FL Group og breska athafna- manninum Kevin Stanford. - jab Hættir í smáskífunum Samkeppni í olíuleit stóreykur kostnaðinn Kostnaður við olíuleit á Drekasvæði verður mun meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Heildarstofnkostnaður við olíu- vinnslu gæti numið mörg hundruð milljörðum króna. „Við erum með besta vafrann fyrir alla. Við viljum bæta hann og reynum alltaf að gera betur,“ segir Jón S. von Tetzchner, for- stjóri og annar tveggja stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. Ný og endurbætt útgáfa Opera- vafrans fyrir einkatölvur, sem ber nafnið Opera 9.5, er væntanleg – jafnvel í vikunni. Tvö ár eru síðan síðasta stóra útgáfan leit dags- ins ljós. Þeir sem ekki geta setið á strák sínum geta halað niður prufu- útgáfu (e. beta) á vefsíðu Opera. Á meðal helstu nýjunga í útgáf- unni eru samþætt bókamerki og minnispunktar og leit í eldra rápi (e. history search) svo fátt eitt sé nefnt. Þá er hægt að velja hvort myndir birtast á vefsíðum eður ei en það hraðar niðurhalinu. Jón segir léttleikann gera vafrann afar hentugan fyrir net- notendur sem búi á svæðum þar sem nettengingar eru lélegar eða af skornum skammti, svo sem í Bangladess og í þróunarlöndun- um þar sem farsímaútgáfa vafr- ans hefur notið vinsælda. - jab JÓN S. VON TETZCHNER Opera-menn reyna alltaf að gera betur, segir forstjóri Opera Software. MARKAÐURINN/VILHELM Nýr Opera-vafri væntanlegur „Nú um stundir gefst fyrsta tækifærið í hálfa öld til að setja hertar reglur um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja,” segir Robert Wade, prófess- or við London School of Economics. Wade hélt er- indi um fjármálakreppuna í alþjóðlegu samhengi í Háskóla Íslands. Wade sagði áhrif fjármálakreppunnar að finna afar víða og hefðu reglur og samþykktir á borð við Basel 2 og alþjóðlega reikningsskilastaðla átt að koma í veg fyrir kreppuna. Það gerðist hins vegar ekki enda hafi þær einungis gert það að verkum að fyrirtækin verja hvert annað fyrir áföllum og auka þannig áhættusækni einastakra fyrirtækja. Hann telur sömuleiðis að matsfyrirtækin hafi brugðist. Breyta þurfi regluverki um mat þeirra á fjármála- gjörningum. Wade sagði mikilvægt að setja nýjar og strangari reglur en áður hafi þekkst um fjármálamarkaði. „Fjármálagjörningar eru vandmeðfarnir, rétt eins og byssur, áfengi og tóbak,“ sagði hann og benti á að afleiðingarnar af gáleysislegri notkun gætu verið slæmar líkt og fólk fyndi nú um stundir. - jab ROBERT WADE Prófessor við London School of Economics vill sjá strangar reglur um fjármálagjörninga, svipaðar þeim og við- hafðar eru um meðferð áfengis og skotvopna. MARKAÐURINN/VALLI Hömlur á fjármálafyrirtækin BORGARTÚN LEIGA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU I I I GLÆSILEGT ATVINNUHÚSNÆÐI MEÐ STÓRKOSTLEGU ÚTSÝNII I I I Sími 510-3800 Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali Til leigu í Borgartúni annars vegar bjart og skemmtilegt 665 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð með mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum og góðu aðgengi. Hins vegar glæsilega innréttað og vandað u.þ.b. 350 fm skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í sama húsi. Húsnæðið er frábærlega staðsett við sjávarsíðuna við eina af mestu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins í þessu ört vaxandi viðskiptahverfi borgarinnar. Auglýsingagildi hússins er því mjög sterkt. Falleg fjalla- og sjávarsýn er úr eigninni. Upplýsingar gefur Elías Haraldsson lfs. í síma 898-2007

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.