Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 11. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N Í stóru íslensku fyrirtæki voru starfsmenn farnir að kvarta yfir því hvað tölvurnar voru hægar. Í hæðni gripu nokkrir tæknimenn til þess ráðs eitt kvöldið að skipta út límmiðum framan á tölvun- um svo á stóð Pentium II, eins og uppfærsla hefði átt sér stað. Næstu daga var tæknimönnun- um hrósað í hástert fyrir hversu vel hefði tekist að uppfæra tölv- urnar því þær voru orðnar mun hraðvirkari! Svo virðist sem löngunin í hrað- virkari tölvur og væntingarnar sem nýi miðinn gaf notendunum hafi gert það að verkum að mörg- um starfsmönnum fannst tölv- urnar mun sprækari en áður! LYFLEYSUÁHRIFIN Þetta er þekkt fyrirbæri innan læknavísindanna og er kallað lyf- leysuáhrif (e. placebo effect). Því er oftast lýst með sjúklingnum sem er gefin verkjapilla sem slær á alla verki. Það væri ekki merki- legt nema af því að í pillunni eru engin virk efni, hún er svoköll- uð sykurpilla. Þegar verið er að prófa virkni lyfja í dag eru oft- ast gerðar kannanir við sömu að- stæður með sykurpillum sem ná oft geysilegum árangri. Í tilfelli þunglyndislyfja hefur verið talað um að 80% af virkni „alvöru“ lyfjanna sé hægt að ná fram með sykurpillum. Fyrir markaðsstjóra getur þetta skipt sköpum. Það er þekkt að auglýsingar geta haft áhrif á skoðanir og væntingar neyt- enda til vara, sem aftur hefur áhrif á kauphegðun. Þessar rann- sóknir ganga skrefinu lengra og spyrja hvort ímynd eða auglýs- ingar geti hreinlega haft áhrif á virkni vara? Þrátt fyrir að lyf- leysuáhrifin séu vel þekkt innan læknavísindanna hafa markaðs- menn ekki pælt lengi í fyrirbær- inu. Margar mjög áhugaverðar rannsóknir hafa þó áður verið gerðar sem varpa ljósi á það frá sjónarhorni markaðsmanna. Það er heppilegt að nota orku- drykki við að kanna lyfleysuáhrif því orkudrykkir hafa að geyma virk efni sem hægt er að mæla svörun líkamans við, t.d. blóð- þrýstingur eykst og við verðum örari. Í einni rannsókn var fólki skipt í tvo hópa. Annar hópur- inn fékk orkudrykk en hinn fékk gervi-orkudrykk, þ.e.a.s. hópnum var sagt að um venjulegan orku- drykk væri að ræða en í raun var drykkurinn aðeins bragð- bætt vatn. Til að gera langa sögu stutta fundu báðir hópar fyrir ná- kvæmlega sömu örvandi áhrifum eftir drykkjuna sem voru einn- ig mælanleg með örari líkams- starfsemi. Í annarri rannsókn var fólk látið drekka nýjan óþekkt- an orkudrykk fyrir líkamsrækt- aræfingu og svo spurt hversu vel orkudrykkurinn virkaði. Aftur var fólki skipt í tvo hópa. Öðrum hópnum var sagt að drykkurinn kostaði $2,89 en hinum að hann kostaði $0,89. Þeir sem héldu að orkudrykkurinn kostaði meira náðu mun meiri árangri á æfing- unni en þeir sem héldu að hann kostaði aðeins $0,89, þrátt fyrir að báðir hópar væri að drekka nákvæmlega sama drykkinn! Í sama dúr hafa rannsóknir sýnt að verkjalyf sem keypt eru á fullu verði séu mun líklegri og þá sneggri að bæla niður verki en verkjalyf sem eru keypt með afslætti! EKKI SAMA BJÓR OG BJÓR Önnur áhugaverð rannsókn sem hefur verið gerð var á vegum bjórframleiðanda sem vildi at- huga hversu vel bragðið á brugg- inu stæðist samanburð við sam- keppnina. Nokkur hundruð manns fengu senda heim til sín sex bjóra sem allir voru í eins flöskum. Tveir af þeim voru frá framleiðandanum en hinir fjórir mismunandi mjög þekktum keppinautum. Þátttak- endur voru látnir prófa bjórana en svara svo spurningum um þá. Ein af spurningunum var hver væri uppáhaldsbjór neytanda en þær sem á eftir komu um bragð- einkenni (styrkleika, eftirbragð o.s.frv.). Þegar gögnin voru skoð- uð að rannsókn lokinni var eng- inn tölfræðilegur munur á því hvernig bjórarnir komu út. Allir 6 bjórarnir voru að koma álíka út úr bragðspurningunum og fólk greindi illa á milli þeirra og þekkti ennfremur ekki sinn uppá- haldsbjór frá hinum í kippunni. Í öðrum fasa rannsóknarinn- ar voru sömu bjórar sendir aftur til þeirra en núna var ekki búið að afmá neinar merkingar. Öll vörumerki voru nú sýnileg. Þegar þátttakendur vissu hvaða teg- und af bjór þeir voru að drekka breyttust svörin í bragðkönnunn- inni gríðarlega. Sá bjór sem var uppáhaldsbjór þátttakanda fór að koma mun betur út en hinir bjórarnir og mikill bragðmun- ur fór jafnframt að myndast á milli annara tegunda. Rannsókn- in sýndi greinilega hvað ímynd skiptir gríðarlega miklu máli og í raun meira máli í þessu tilfelli en varan sjálf eða bragðið af bjórn- um! VÖRUMERKIÐ SKIPTIR MÁLI Lyfleysuáhrifin verða til við væntingar og þrá. Þegar fólk langar í vöru eða einhverja upp- lifun og uppfyllir hana með því að velja vörumerki sem það hefur ákveðnar væntingar til, verða til lyfleysuáhrif. Jón drekkur nýjan drykk sem er kynntur sem nýr orkudrykkur með fullt af virk- um efnum. Jón trúir skilaboðun- um og þegar hann drekkur hann bregst líkaminn við líkt og vænt- ingar hans gerðu ráð fyrir. Þetta ýtir mikið undir mik- ilvægi þess að vörumerki séu með góða staðfærslu og séu sam- kvæm sjálfum sér. Með öðrum orðum að vörumerkið sé ein per- sóna (e. brand character) og með mótsagnalausa ímynd sem end- urspeglast frá öllum snertiflöt- um þess. Sagan sem endurspeglar ímynd og persónu vörumerkisins skipt- ir alveg jafn miklu máli og varan sjálf. Ný svört jakkaföt með svo- lítið öðruvísi sniði frá Armani myndu láta Jón bera höfuðið hátt. Sömu fötum gæti Jóni þótt svo- lítið kjánalegt að vera í væru þau frá Hagkaupum. Myndi iPod hljóma jafnvel og hann gerir ef allir væru með Rio-spilara? Það muna allir eftir Air Jordan-skón- um sem Nike mokaði út fyrir nokkrum árum. Eflaust fínir skór en það sem gerði þá stórbrotna var að Michael Jordan var mað- urinn á bak við þá, hann sagði söguna. Litir, áferð, skilaboð, dreifi- leiðir o.s.frv. hafa því bein áhrif á virkni vara. Þetta vekur upp mjög margar spurningar hjá markaðsmönnum. Ef t.d. tveir aðilar kaupa sömu bíltegundina, annar hefur orðið var við mark- aðssamskipti vörumerkisins sem hamrar á öryggi bílsins en hinn ekki orðið var við neitt. Myndu þeir keyra bílana eins? Í lokin, til að setja í samhengi og undirstrika mikilvægi skul- um við ímynda okkur kaffihús. Kaffihúsið gefur sig út fyrir að bjóða upp á heimsins besta kaffi úr baunum frá fjarlæg- um og framandi löndum. Baun- irnar eru týndar við bestu skil- yrði og aðeins þær bestu af þeim bestu ná alla leið í að verða að kaffinu sem það selur. Ef kaffið sjálft er svo bara miðlungsgott gæti sagan samt gert það heims- klassa í bragðlaukum viðskipta- vina þess. Sagan skapar því sam- keppnisforskot sem miklu betra kaffi gæti ekki haggað! ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@ markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Okkar þekking nýtist þér ... Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Gott úrval til á lager af öllum helstu gerðum. Komum á staðinn og veitum ókeypis ráðgjöf. s. 440-1800 * Rétt hitastig og hreint loft * Eyðir svifögnum, lykt ofl. * Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna BJÓR Könnun sem greinarhöfundur vitnar til sýndi fram á að fólk á erfitt með að gera upp á milli ómerktra bjórtegunda, en merkir strax meiri bragðmun þegar veig- arnar eru rétt vörumerktar. MARKAÐURINN/E.ÓL. Geta auglýsingar búið til vörur? O R Ð Í B E L G Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri í Bretlandi. Undanfarin ár hefur sannkallað góðæri ríkt hér á landi í efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur hefur verið mikill, jafnvel of mikill að margra mati, og uppbygging gífurlega hröð og mikil á nær öllum sviðum. Ýmsir virðast hafa hagað málum líkt og enginn kæmi morgundagurinn og súpa ef til vill seyðið af því núna að hafa eytt um efni fram. Við þær aðstæður er öllum hollt að draga saman seglin, greiða niður skuldir og ná vopnum sínum á nýjan leik. En til þess að þjóðinni takist það ætlunarverk sitt, sem og fyrirtækjunum í landinu, verða að vera til staðar hagstæð ytri skilyrði í þjóðarbúskapnum. Í þeim efnum fólst engin sérstök hughreysting í forsíðufrétt Frétta- blaðsins í gær, þar sem upplýst var að Ísland skrapaði nánast botninn í nýrri hagvaxtarspá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Íslandi er spáð þriðja lægsta hagvexti í heiminum, 0,4 prósentum á árinu 2008, og aðeins tveimur ríkjum er spáð minni hagvexti; Ítalíu og Simbabve, sem glímir raunar við mikinn og neikvæðan hagvöxt upp á 6,6 prósent. Ekki fólust betri tíðindi í langtímaspá sjóðsins, þar sem gert er ráð fyrir enn minni hagvexti hér á landi á næsta ári, eða 0,1 prósenti. Hefur sjóðurinn ekki spáð minni hagvexti hérlendis frá árinu 2002 og gerir raunar ekki ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi nái meðaltali hag- vaxtar þróaðra landa í heiminum fyrr en í fyrsta lagi árið 2012. Vísast munu spár af þessu tagi verða tilefni mikillar umræður á inn- lendum vettvangi á næstunni. Eða hvað? Er staðan orðið sú að ekki sé lengur keppikefli að byggja upp hér atvinnu og aukin verðmæti? Hefur þjóðin það svo gott, í kjölfar langvarandi hagvaxtarskeiðs, að hún hugi ekki enn að sér? Ríkir hér ekki ótti við umtalsvert atvinnuleysi og jafn- vel kreppu? Hver verða áhrif hinna ótrúlegu verðhækkana á hrávöru? Hvað þýðir í reynd sú olíukreppa sem geisar nú á heimsmörkuðum? Er spá Seðlabankans um þrjátíu prósenta raunlækkun á húsnæði jafn- vel vanmetin? Hvað þýðir það fyrir heimilin í landinu? Satt að segja er nokkurt undrunarefni hversu lítið fer fyrir umræð- um af þessu tagi hérlendis um þessar mundir. Þó blasa þessar stað- reyndir við öllum sem um málið fjalla. Þegar við bætist sögulegt verðbólgumet blasir lítið annað við en hörð lending og jafnvel mjög harkaleg. Við skulum ekki gleyma því að aðrar þjóðir sem glíma nú við lít- inn og minnkandi hagvöxt hafa af því miklar áhyggjur. Ítalir eru svo áhyggjufullir yfir litlum hagvexti að Berlusconi forsætisráðherra hefur kallað eftir þverpólitískum neyðaraðgerðum til að snúa blaðinu við. Bandarísk stjórnvöld reyna nú ákaft að bæta skilyrði á fjármála- mörkuðum, sama gera bresk stjórnvöld. Við aðstæður sem þessar leita þjóðir jafnan í þau verðmæti sem þeim hafa verið gefin af móður náttúru. Þau lönd sem aðgang eiga að olíulindum finna svo sannarlega fyrir því um þessar mundir. Þær þjóð- ir sem eru háðar öðrum um orkukaup súpa einnig seyðið af því. Það er kaldhæðni örlaganna að hér á landi skuli á sama tíma nánast búið að blása af virkjunarkosti til raforkuframleiðslu, einnig umhverfisvæna kosti á borð við jarðvarmavirkjun við Ölkelduháls. Þegar við bætast neikvæðar fregnir af ástandi fiskistofna er heldur farið að þrengja um þá kosti sem í boði eru. Samt er eins og þessar staðreyndir veki ekki áhyggjur margra. Nán- ast engin umræða varð í kjölfar þess að Skipulagsstofnun lagðist gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls, enda þótt framkvæmdin geti skipt miklu um lífskjör í þessu landi á næstu misserum. Það vekur auðvitað furðu, en ekki síður sú staðreynd að enn vilji margir stjórnmálamenn koma í veg fyrir uppbyggingu stóriðju í Helguvík. Þegar svo er má vitaskuld spyrja sig hvort þjóðin sé í reynd svo vel sett að hún þurfi ekki að huga að verðmætasköpun og atvinnuupp- byggingu. Það rímar satt að segja ekki við ástandið sem að framan var rakið. Framhaldsspurningin hlýtur þá að vera hvenær standi til að þjóðin vakni eiginlega af sínum Þyrnirósarsvefni. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir Ísland skrapa botninn þegar kemur að hagvexti næstu árin. Hvað er til ráða? Björn Ingi Hrafnsson Gjaldþrot felst í því að ef innheimtuaðgerðir hjá lán- veitanda bera ekki árang- ur getur hann sent kröfu til sýslumanns og beðið um fjár- nám. Ef skuld er ekki greidd fimmtán dögum seinna má fjárnám fara fram. Síðan mæta skuldari og kröfuhafi til sýslumanns til að benda á eign sem skuldari á fyrir skuldinni. Ef hún er ekki til staðar getur kröfuhafi óskað eftir úrskurði um gjaldþrot skuldara. Þar með fer skuld- ari á vanskilaskrá. Síðan geta bæði skuldari og kröfuhafi farið fram á gjald- þrotaskipti sem héraðsdóm- ari úrskurðar um. Hann skip- ar síðan skiptastjóra sem sér um málefni búsins. Ef engar eignir finnast getur kröfu- hafi beðið um gjaldþrotaskipti aftur ef fyrningarfrestur skuldarans er ekki útrunnin. Um fyrningarfrest gildir meðal annars að krafa sam- kvæmt dómi fyrnist á tíu árum. Áhrif gjaldþrotaskipta geta verið nokkur, svo sem þau að skuldari fari á svonefnda van- skilaskrá en við það minnk- ar lánshæfi hans stórlega og hann getur lent í talsverðum erfiðleikum með að fá lán. Að öllu jöfnu er skuldarinn skráð- ur í vanskilaskrá í fjögur ár frá lokum gjaldþrotaskipta. Gjaldþrot

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.