Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 S K O Ð U N „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfa- viðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðar- ins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kast- ljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magn- ús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikning- ana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingar- félag sem skráð er í Kauphöll Ís- lands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattin- um er 79 prósenta hlutur í sam- stæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 pró- senta hlutur í Geysi Green En- ergy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðj- ungs-, fjórðungs- og fimmtungs- hlutir í erlendum iðnfyrirtækj- um víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugs- afmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkað- ir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuð- um og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaup- þingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingar- sjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnar- taumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefn- um. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðbor- ana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Forðast kastljós fjölmiðlanna FRÁBÆRT FERMETRAVERÐ Afhending í september 2008 Upplýsingar veita: Þórarinn: 770 0309 Sigurður: 896 2312 Hús og efni frá: ASTRON. Uppsetning: HASI. Eftirlit: TVT - Tækniþjónusta. Umsjón: NJÁLA. Fyrir: SUÐURSTEINN ehf. *Allt að 80% fjármögnun m.v. 65-70% bankalán m.v. 10-15% lán frá seljanda Afhent tilbúið til notkunar. Stærð frá 125,4 fm. Verð frá 18.900.000 kr. 80% lán*Atvinnubil Lækjarmelur, 116 Reykjavík Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Einn Um daginn hríslaðist einmana- leikinn um mig. Ég stóð við saman- brotin fötin í baðstofunni, ný- kominn í sundskýluna og striga- skóna þegar tilfinningin helltist óforvarendis yfir mig. Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mér brá. Ég þekkti ekki sálu í bað- stofunni, gömlu vinirnir horfnir á braut og fáir ef nokkrir til að spjalla við nema einstaka humm og hæ til manna sem ég hef aldrei séð og þekki lítið – nema úr blöðunum. Sem er hrikalegt. Svona hefur þessi hörmung á hlutabréfamarkaðnum farið með vinina. Árskortin þeirra í gimminu runnin út og lítil ef nokkur von að þeir endurnýi þau á næstunni. Í besta falli fara þeir í almenninginn og þá getum við spjallað á brettinu. Ef það verður svo fínt. Gott ef einn okkar seldi ekki Reinsinn í þarsíðustu viku og lúsast nú um götur borgarinnar á Huyndai Coupe. „Jeminn eini!“ hrópaði ég niður til eins úr nýbónaða Hummernum mínum þegar ég viðraði hann um helgina. Bílinn. Ekki vin- inn. Sá sem sagði mér slúðr- ið hafði nýverið látið konuna fá Bimmann og fjárfest í Volks- wagen Golf í staðinn... árgerð 2002! Eins og ég trúi því. Vott- aði honum samúð mína og stefni að því að senda honum smáræði með næstu jólakortum. Eitthvað úr Ostabúðinni, sem ég reikna ekki með að hann hafi fengið í háa herrans tíð. Jafnvel ekki síðan í vor. Já, svona er maður góður inn við beinið. Samúðarkveðjur, Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N S A G A N Á B A K V I Ð . . . M A G N Ú S J Ó N S S O N , F O R S T J Ó R A A T O R K U

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.