Fréttablaðið - 02.07.2008, Side 16

Fréttablaðið - 02.07.2008, Side 16
15,5% 4300 17,7Flestir greiningaraðilar spá því að Seðlabankinn tilkynni um óbreytta 15,5 prósenta stýrivexti á morgun. Úrvalsvísitalan fór í 4.300 stig í gær og hefur ekki verið lægri síðan í lok júlí árið 2005. milljarðar króna var verðmæti álútflutnings í maímánuði og er það annar mánuður þessa árs sem álið skilar meiri gjaldeyris- tekjum en sjávarútvegurinn, segir greining Glitnis. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Forseti Íslands fær heldur betur hlýjar kveðjur frá íþróttaálfin- um sjálfum í Latabæ, Magnúsi Scheving, í nýjasta Útherja, fréttablaði Útflutningsráðs Íslands. Magnús bendir þar á að ýmsir telji forsetann vinna of náið með íslenskum fyrirtækjum, en þeir hinir sömu séu á algjör- um villigötum. „Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því grettistaki sem forsetinn hefur lyft á þessu sviði í forsetatíð sinni. Ég hef heyrt þá gagnrýni að forsetinn sé of hliðhallur fyrirtækjum en ég held að hún byggist á miklum misskilningi. Nær væri að segja að forsetinn væri hlið- hollur fólkinu í landinu, því hvað eru fyrirtæk- in annað en fólkið sem hjá þeim starfar.“ Íþróttaálfur mærir forsetann Menn verða stundum óþolin- móðir þegar beðið er eftir niður- stöðu frá ESA, Eftirlitsstofnun EFTA. Þykir málshraðinn þar á bæ vera með allra lengsta móti. Er nú svo að hægt er að nota jarðsögulega mæli- kvarða á málshraðann. Þegar Eftirlitsstofnunin hóf fyrst að rannsaka hvort ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs stæðist EES- samninginn var hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnúkur, 2.119 metra hár. Nú, þegar stofnunin hefur sent frá sér forúrskurð og tilkynnt um nýja rannsókn á sjóðnum, hefur hnúkurinn hins vegar lækkað um nokkra metra. Sumir rekja það raunar til betri mælitækja. Aðrir telja borðleggjandi að jarðskorpuhreyfingar ráði för. Þeir sömu eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Hvannadalshnúkur verði flat- lendi eða jafnvel gryfja þegar stofnuninni tekst loksins að klára málið. Það reynir á lang- lundargeðið. Málshraði Og talandi um hraða liggur nú fyrir að Lárus Welding, forstjóri Glitnis, ætlar að hlaupa hálf maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu sem bankinn styrkir um miðjan ágúst næstkomandi. Lárus æfir nú stíft, en hann hljóp 10 km í fyrra. Með þessu áfram- haldi verður hann farinn að hlaupa heilt maraþon von bráðar og hittir þar væntanlega fyrir fyrir- rennara sinn, Bjarna Ármannsson sem ósjaldan sést hlaupandi út um borg og bý. Lárus hleypur R E Y K JA N E S BR A U T SU‹UR BÓ N U S SM I‹ JU VE GU R SKEMMUVEGUR Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.