Tíminn - 05.03.1982, Side 3

Tíminn - 05.03.1982, Side 3
Föstudagur 5. mars 1982 3 fréttir Alusuisse vill ræða vid rád- herranefhdina” - segir Steingrímur Hermannsson ■ ,,Ég hef fengið afrit af þessari tilkynningu frá Alusuisse, þar sem dr. Múller, lýsir þvf yfir að hann sé reiðubúinn til þess að koma hingað til viðræöna seint f þessum mánuði,” sagði Stein- grfmur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherraí viðtali viöTimann i gær, en Steingrimur er einn þriggja ráðherra i ráðherra- nefnd, sem rikisstjórnin veitti fullt umboð til þess að fara með álmálið fyrir sina hönd. Steingrimur sagði jafnframt: „Dr. Muller býðst til þess að koma hingað tillands, og ræða við iðnaðarráðherra, ásamt mér og forsætisráðherra, en það er á misskilningi byggt, sem ég sá i einhverju blaði i dag, að þessi fundur komi í staöinn fyrir fund- inn i Kaupmannahöfn, þvi sá fundur átti að vera á milli við- ræöunefndarinnar islensku og fulltrúa Alusuisse, en þessi fund- ur, ef hann verður, verður á milli ráðherranna og Dr. Múller. Ann- ars mun Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, ákveða þegar hann kemur heim, hvort hann samþykkir þessa málsmeðferð.” — AB „Steindórsmerm aka án leyfa’5’ ■ „Steindórsmálið er i ýtar- legri, lögfræðilegri athugun, og ég er svona jafnóðum að fá hingaö inn lögfræðilegar álits- gerðir,” sagöi Steingrimur Hermannsson, samgönguráð- herra, þegar blaðamaður Timans spurði hann að þvi i gær, hvorthann væri búinn að gera upp hug sinn, varðandi hugsanlega áfrýjun á úrskuröi borgarfógeta. Steingrimur var að þvi spurður, hvort það væri ekki slæmt fyrir markað þann sem leigubílstjórar héri Reykjavik hafa, að siðasta laugardag, var fjölgað verulega i stétt leigubilstjóra, þar sem 29 at- vinnuleyfum var úthlutað, á sama tima og bilstjórarnir 45 á Steindóri aka enn. „Auðvitað er það slæmt fyr- ir atvinnuhorfur leigubil- stjóra, en leyfin hjá þeim Steindórsmönnum voru aftur- kölluö, og samkvæmt reglun- um þá á aö úthluta ákveðnum hluta leyfa þeirra sem inn koma aftur, og úthlutunar- nefndin var öll sammála um aö gera það svona, og ég gerði ekki athugasemd við það — heldur féllst ég á það. Vissu- lega var úthlutaö þarna fleiri leyfum vegna þessa, en á það má benda að menn þeir sem keyra hjá Steindóri núna, þeir keyra ekki á leyfum að okkar dóm i. ’ ’ — AB Viðskipta- jöfnudurinn í fyrra: Óhagstæður um ruman milljarð ■ Viðskiptajöfnuðurinn árið 1981 reyndist óhagstæður um rúmar ■ 1.000 milljónir króna og miöað viö þjóöarframleiðslu var viðskipta- hallinn á siðasta ári um 5% sem er tvöfalt meira en árið áður, samkvæmt bráöabirgöaupp- lýsingum Seðlabankans. Útflutningur landsmanna jókst úr6.118milljónumkrónaárið 1980 i6.536millj. árið 1981, eöa um tæp 7%, miöaö við sambærilegt gengi bæði árin. A hinn bóginn vorum viö enn duglegri i innflutningn- um, sem jókst á sama tlma Ur 5.915 millj. i 6.732 millj. kr. eða um tæp 14%. — HEI „Ég lœt bankann óvaxta penlngana mína." Bankinn getur ávaxtað peninga þína án nokkurs kostnaðar eða ánættu! Þeir hœtta engu sem leggja peninga sína inn á verðtiyggðan bankareikning. Peningar á verðtryggðum bankareikningi eru lausir tvisvar á ári. Þœgileg viðskipti, íullkomið öryggi, engin sölulaun. Á verð- tryggðum bankareikningi íœrðu auk vaxtanna íullar vísitölubœtur. Inneign þín er meira að segja skattírjáls. Viðskiptabankamir Því segja nú sífellt íleiri: „Ég lœt bankann ávaxta peningana mína."

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.