Tíminn - 05.03.1982, Side 4

Tíminn - 05.03.1982, Side 4
4 Föstudagur 5. mars 1982 Egebjerg baggavagnar ★ Buröargeta 80-150 baggar * Verö frá kr. 21.500.- Röskva hf. Dragi sf. S !)1 84020 Akureyri Ólafsvellir s 96 22466 S 09 6541 Hótelrekstur Hér með er hótelið á Ólafsfirði auglýst til leigu og rekstrar frá og með 1. mai 1982. Hótelið er nýbyggt og aðstaða til rekstrar góð. Gera skal ráð fyrir að það sé starf- rækt allt árið. Upplýsingar veitir. Ármann Þórðarson simi 96-62120 og 96-62288 Umsóknir sendist til stjórnar félagsins fyrir 20. mars n.k. Stjórn Ilótels Ólafsfjarðar h.f. fréttir Flugumferðarstjóramálið: ,.Atti fullan rétt á hlutlausu mati” — segir Pétur Einarsson ■ ,,t fyrsta lagi, þá er flugráð minn yfirmaður, þvi flugráð stjórnar flugmálum i landinu, undir yfirstjórn samgönguráð- herra,og framkvæmdastjóri þess er flugmálastjóri,” sagði Pétur Einarsson, settur flugmálastjóri, i viötali við Timann í gær, þegar hann var um það spurður hvers vegna hann heföi tekiö þá afstööu að setja prófnefndina sem dæmdi prófíirlausnir nema á grunnnám- skeiði i flugumferðarstjórn af, og skipa nýja prófnefnd. Pétur sagði: „Flugráð uppá- lagði mér að sjá til þess að þetta próf yröi yfirfarið, og þess vegna talaði ég við prófdómendurna sem unnu i málinu, en þeir neit- uöu að fara yfir prófúrlausn þessa nema. Þessu næst skipaði ég nýja prófnefnd og þegar hiin átti aö dæma Urlausnirnar, þá neituöu þeir Bogi Þorsteinsson og Valdi- mar Ólafsson að yfirfara prófUr- lausnina. Þá skipaði ég aðra nefnd, og tók sjálfur sæti i nefndinni að hiíðu samráöi við formann flugráðs ásamtþeim Guðmundi Matthias- syni, deildarstjóra Flugum- ferðarþjónustunnar og SkUla Jóni Sigurðssyni, deildarstjóra i Loft- ferðaeftirlitinu. Viö fyrirfórum siðan i sameiningu prófUriausnir allra nemanna, og reyndist það engan veginn flókið mál.” Niðurstööur nefndarinnar voru lagðarfyrir flugráö á fundi þess i gær. Pétur var aö þvi spuröur hvort þaö væri ekki hálfhæpin ráðstöfun aö þriggja manna nefnd, þar sem enginn nefndarmanna hefði rétt- indi flugumferðarstjóra, yfirfæri prófúrlausmr á grunnnámskeiði flugumferðarstjóra. „Það er ekkert hæpin ráðstöf- un. 1 mínu lögfræðinámi þá tók ég kandfdatsritgerö i flugrétti, ég hef unniö hér við flugrétt í 4 ár og ég er meö atvinnuflugmannspróf, þannig að ég hef sambærilega menntun við flugumferöarstjóra fram aö þessu stigi. Guðmundur Matthiasson, yfir- maður flugumferðarþjónustu i landinu, hann hefur alveg full- gilda menntun iþetta og Skúli Jón hefur eftir langvarandi reynslu i þessum málum, næga þekkingu. Ef hins vegar einhverjum dett- ur i hug aö við höfum ekki þekk- ingu til þess að meta þessi próf, þá liggur próf umrædds nema frammifyrir t.d. stjórn Félags is- lenskra flugumferöarstjóra, ef hún vildi yfirfara prófið,” sagöi Pétur. Neminn sem styrrinn hefur staðið um, varð samkvæmt úr- skurði þessarar prófnefndar, ni- undi i rööinni, og sagöi Pétur að hann heföi staðist prófið ágæt- lega. Pétur benti á, að áöur en nám- skeiðiö hefði hafist sl. haust, þá heföi veriö búiö að kanna þetta mál, og flugmálastjórn hefði tek- ið þá ákvörðun að neminn fengi að sitja námskeiöið, og það án þess að nokkurn tima væri látið liggja aö þvi að hann fengi ekki að ljúka náminu. Neminn heföi þvi átt fullan rétt á þvi aö prófúr- lausnirhansf engju hlutlaust mat, eins og úrlausnir annarra nema, enda hefðu lyktir málsins orðið þær. Hér fer á eftir niðurlag bréfs þesssem Pétur Einarsson, settur flugmálastjóri ritaöi próf- dómurunum tveimur 25. febrúar, sem neituðu að yfirfara úrlausn nemans, sem hér um ræðir, þegar kennarar af grunnnámskeiðinu skiluðu úrlausnum nema af nám- skeiðinu til prófdæmenda: „Þetta mál h'tur þannig Ut i minum augum: Strax er ljóst, áður en grunn- námskeið i flugumferðarstjórn hefst, aö framlögð endurrit/sam- rit af stúdentsprófi eru ekki i samræmi við frumrit i vörslu skólans, sem hann tók sitt próf frá. Stúdentspróf hans nægir til þess aö hann fái seturétt á grunnnám- skeiði flugumferðastjóra. Af þvileiðir að hann hafði einn- ig rétt til þess að taka próf og fá það metið, sem aðrir nemendur, enda hafði hann fengið seturétt á námskeiðinu og mál hans áður kannað. Að boði flugráðs hef ég gert til- raun til þess að fá prófdómendur til þess að yfirfara próf hans. Þeim tilmælum hafa þeir hafn- að ákveöið. Flugráð er tvimælalaust réttur aöili til þess aðgéfa fyrirmæli um meðferð málsins. Ég tel það ekki sæmandi próf- dómendum að ákveöa sjálfir hvaða próf er fariö yfir og hvaða próf ekki. Þannig afstaða heitir að vera hlutdrægur. Prófdómandi sem hinsvegar metur úrlausn efnislega eftir framlögðum gögn- um og án tillits til þess hver hefur gert úrlausnina, hann vinnur hlutlaust. Störf ykkar sem prófdómenda eru ekki aö ööru leyti véfengd.” -AB W/7/, V// V///7?. V///7 V/ V//. I KJÖRGRIPUR BÖNDANS nrí\EW HOLLAIND heybindivélin NEW HOLLAND-370 ÁVETRARVERÐI Breidd sópara 1.57 m. Stimpilhraði 80 slög við540 snúninga aflúrtak. Stimpilslaglengd 76 cm. Sérstakir greidsluskilmálar á þessari sendingu VIÐ BJÓÐUM TVÆR STÆRÐIR: 'VÍ\EW HOLLAIND 370 OG NÝJA VÉL JL_ "'rNE\A/ HOLLAI\D 378 Eftir að notkun heybindivéla hófst, hafa vinsældir þeirra meðal bænda farið sivax- andi og eru nú i fiokki nauðsynlegustu véla i nútima búskap. NEW HOLLAND heybindivélarnar fylgja stöðugri tækniþróun og það hafa islenskii bændur kunnað að meta, enda eru NEW HOLLAND vinsælustu heybindivélarnar. V?A G/otXJS! LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Til afgreiðslu í marz '//Æ^""//a '/////a ■"////Æ^y"///A :// 'Y/a NEW HOLLAND-378 GEYSI STÓR OG AFKASTAMIKIL ÁVETRARVERÐI Breidd sópara 2.00 m. Stimpilhraði 93 slög við 540 snúninga af lúrtak. Stimpilslaglengd 76 cm. 3ja hjöruliða drifskaft.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.