Tíminn - 05.03.1982, Side 8

Tíminn - 05.03.1982, Side 8
e SHH'I ?'tn tn utgefandi: Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tim- ans: lllugi Jókulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadótlir. Atli Magnússon. Bjarghild- ur Stefánsdóttir. Egill Helgason. Friðrik Indriðason. Heiður Helgadóttir. Jónas Guðmundsson. Kristinn Hallgrimsson. Kristín Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Sigurjón Valdimarsson. Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Askriftargjald á mánuði: kr. 110.00.— Prentun: Blaðaprent hf. Innlendur lífefnaiðnaður ■ Margt bendir til að lifefnaiðnaður geti átt góða framtið hér á landi. Tillaga til þingsályktunar um innlendan lifefnaiðnað, sem nýlega hefur verið lögð fram á Alþingi, er þvi meira en timabær. Flutningsmenn hennar eru Guðmundur G. Þórarinsson og fimm þingmenn Framsóknar- flokksins aðrir. Samkvæmt tillögunni felur Alþingi rikisstjórn- inni að beita sér fyrir að komið verði á fót inn- lendum lifefnaiðnaði. Með markvissri rann- sóknaráætlun verði leitað svara við þvi, hvaða lyf, lyfjahráefni.hormona og lifhvata megi vinna úr innyflum fiska og sláturdýra, sem til falla hér- lendis. Framleiðsla verði hafin jafnóðum og rannsóknir sýna að hún sé hagkvæm. Lifefnaiðnað má skilgreina sem framleiðslu verðmætra lifrænna efna sem unnin eru beint eða óbeint úr lifverum, t.d. gerlum og liffærum dýra. Hráefni þessa iðnaöar eru oft verðlitlar auka- afurðir landbúnaöar, sjávarútvegs og iðnaðar. Undirstaða lifefnaiðnaðar er næg þekking á sviði lifefnafræði og efnaverkfræði og nú i vax- andi mæli i örverufræði og erfðafræði. í greinargerð fyrir tillögunni segir m.a. á þessa leið: „Á íslandi fellur til mikið magn innyfla úr fisk- um, hvölum og sláturdýrum, sem landsmönnum verður að nánast engum verðmætum. Hráefni þetta er verðmætt i lyfjaiðnaði, þ.e. við fram- leiðslu lyfja, lyfjahráefna og lifhvata. Lifefnaiðnaður er ört vaxandi viða um heim og má i þvi sambandi sérstaklega benda á fram- leiðslu lifhvata til notkunar i iðnaði. Nýlegar kannanir benda til að framleiðsla lifhvata muni aukast um 8% á ári fram til 1985 i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum. Þetta er á sama tima og samdráttur virðist vera i mörgum efnaiðnaði i heiminum. íslendingar ættu aö geta átt mikla möguleika á þessu sviði. Þeir eru fiskframleiðendur á heims- mælikvarða. Innyfli þorsks,svo dæmi séu nefnd, nema um 15% af heildarþunga fisksins. Hráefni fellur þvi til hér i miklum mæli. Lifefnaiðnaður er léttur sérhæfður iðnaður, sem nýtir innlent hráefni og sérmenntaða starfs- krafta. íslendingar ættu þvi að geta verið vel samkeppnisfærir i þessum iðnaði”. Þá segir i greinargerð tillögunnar, að þegar hafi íarið fram athuganir, sem bendi til þess, að Islendingar ættu að geta haslað sér völl á sviði lif- efnaiðnaðarins. Mikið sé rætt um að auka orkufrekan iðnað.sem byggist á aðíluttum hráefnum. Þetta megi ekki verða til þess, að við látum okkur sjást yfir nær- tæka möguleika eins og lifefnaiðnað úr innlendu hráefni. Innyflum fisks og sláturdýra sé nú að mestu hent.en gæti orðið,ef rétt væri á haldið grundvöllur fyrir öflugan lifefnaiðnað. Það, sem vanti, sé stefnumörkun og markviss vinnubrögð i framhaldi af þvi. Þ.Þ. þingfréttir ; Föstudagur 5. mars 1982 Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Samkeppni, verdgæsla og sterk neytendasamtök eru líklegasta leiðin til að tryggja lægsta vöruverð, vörugæði og góða þjónustu ■ t skýrslu rikisstjórnarinnar um aögeröir i efnahagsmálum sem lögö var fyrir Alþingi i siö- asta mánuöi segir m.a. um verö- lagsmál: „1 verölagsmálum veröur viö þaö miöaö aö draga úr opinberum afskiptum af verö- myndun og auka sveigjanleika i verömyndunarkerfinu, sam- kvæmt frumvarpi sem lagt veröur fram á Alþingi á næstu dögum. Tekiö veröur upp nýtt fyrirkomulag sem miöar aö þvi aö verögæsla komi i vaxandi mæli i staö beinna verölagsákvæöa”. Frumvarp þaö sem hér er lagt fram er liöur i aö hrinda i fram- kvæmd þessari stefnumörkun rikisstjórnarinnar i verölagsmál- um, sem fram kemur i skýrsl- unni. A styrjaldarárunum var vöru- skortur og þvi ekki grundvöllur fyrir virkri samkeppni. Þjóöirnar byggðu þvi yfirleitt á opinberum verðákvörðunum. Aö seinni heimsstyrjöldinni lokinni óx vöruframboð á alþjóö- legum mörkuöum og heimamörk- uöum hrööum skrefum. Þjóöirnar fóru þvi hver af annarri aö hyggja að breytingum i verölagsmálum. Eftir 1950 tóku t.d. Noröurlanda- þjóöirnar og okkar helstu viðskiptaþjóöir upp löggjöf sem byggði á frjálsri samkeppni. Verölagsmál hafa ætið veriö meira og minna deiluefni og hafa þær deilur fléttast mjög inn i stjórnmálabaráttuna. Þær þjóöir, sem búa viö öfluga verslunar- þjónustu hafa komist að þeirri niðurstööu aö virk, frjáls sam- keppni sé liklegasta leiöin til aö tryggja sanngjarnt vöruverð. A áratugnum 1960-1970 var undirbúiö frumvarp til laga um verölag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Það frumvarp náöi ekki fram að ganga. Núgildandi lög um þessi mál voru samþykkt áriö 1978 og hefir verið breytt nokkrum sinnum siöan. En hver er höfuöröksemdin fyrir þvi aö rikisstjórnin hyggst nú draga úr hinu opinbera verö- myndunarkerfi sem viö höfum búiö viö um áratugaskeið og byggja i þess staö á verögæslu og samkeppnishvetjandi aögeröum i vaxandi mæli? Svariö felst m.a. i þeim annmörkum sem fram hafa komið á rikjandi verölagskerfi og sem brýn þörf er að ráöa bót á. Þaö er ekki deilt um það nú aö úr- bóta sé þörf á sviöi verðlagsmála, en menn getur greint á um hvaöa leiðir eru æskilegastar og hve hratt á að fara aö settu marki. Kerfið Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem vilji kemur fram hér á Alþingi um aö taka upp breytt kerfi i verö- lagsmálum og færa þaö i sveigjanlegra horf, en vonir eru bundnar við aö meö þessu frum- varpi hafi þó i fyrsta skipti tekist aö leggja grunn aö þvi aö nauösynleg samstaöa geti oröiö um framkvæmd þeirra breytinga sem fyrirhugaöar eru. Þegar verðlagslögin voru upphaflega samþykkt á Alþingi i mai 1978 var ljóst aö framkvæmd laganna yröi miklum erfiöleikum bundin, m.a. vegna beinnar andstööu laun- þegasamtakanna o.fl. aöila viö veigamikla þætti þeirra. Með þeim breytingum á lögun- um, sem hér eru lagðar til, hefur verið reynt aö gera framkvæmd laganna auðveldari meö þvi aö taka tillit til fleiri sjónarmiða en áöur. Er lögö áhersla á aö dregiö veröi úr verðlagsákvæöum i áföngum, heimildir til þess aö gripa inn i verömyndunina á ný geröar afdráttarlausari. Eins og áöur segir bindur rikisstjórnin vonir viö aö þær breytingar á lög- unum, sem frumvarpið felur i sér, geti stuölað aö þvi að and- stæö hagsmunaöfl i þjóöfélaginu geti unnið saman aö framkvæmd laganna. Reynslan ein mun aö sjálfsögöu skera úr um hvernig til tekst. Tilgangurinn meö þessari stefnu er að tryggja sanngjarnt vöruverö, bæta gæöi og þjónustu. Aður en lengra er haldið er rétt aö nefna nokkra af þeim ann- mörkum sem eru hvatinn aö þeirri kerfisbreytingu sem rikis- stjórnin hyggst stefna að. Prósentuálagningarkerfið i versluninni sem við höfum búiö við i áratugi hvetur ekki til hag- kvæmra innkaupa þar eð álagningin i krónum taliö er þeim mun hærri sem innkaupsveröiö er hærra. Kannanir Verðlagsstofn- unar á innflutningsveröi benda eindregiö til þess aö innkaups- verð til landsins sé hærra en til nágrannalanda okkar. A þessu hafa menn enga aöra skýringu, en þá aö hiö fast skoröaða álagningarkerfi hefur m.a. haft i för meö sér óeölilega töku um- boöslauna erlendis, sem bæöi beint og óbeint hefur haft áhrif til hækkunar vöruverös. Kannanir Verölagsstofnunar benda til að um verulega há umboöslaun sé aö ræöa hjá ýmsum greinum inn- flutningsverslunarinnar. Meö sveigjanlegra álagningakerfi má draga úr eöa afnema umboöslaun sem m.a. heföi i för meö sér, betri skil skatttekna og gjaldeyris og minni fjármagnskostnaö fyrir- tækja. Meö öörum oröum miöar stefna rikisstjórnarinnar aö þvi aö spara gjaldeyri og bæta viö- skiptahætti Islendinga. Slæmt verdskyn Hiö opinbera verömyndunar- kerfi hefur i ýmsum tilvikum þjappaö saman einstaklingum úr einstökum starfsgreinum til að þrýsta sameiginlega á um hækk- un verötaxta og dregiö þannig úr samkeppni. Reynsla yfirvalda er sú aö kröfur þessara hópa um veröhækkanir miöist gjarnan viö aö rekstur sem er lakari en i meðallagi geti starfaö áfram án tillits til þess hvort þaö er þjóð- hagslega æskilegt. Hér hefir vantaö hvatningu til hagkvæms rekstrar og góörar stjórnar fyrir- tækja. Annmarkar hins ósveigjanlega álagningarkerfis hafa einnig komiö fram i þjónustuiöngrein- um, þar sem dæmi eru um aö seldar hafi veriö út fleiri vinnu- stundir en unnar hafa veriö i þvi skyni aö ná endum saman i rekstri. Þvi er einnig haldiö fram aö hin ósveigjaniegu ákvæöi hafi dregið úr áhuga stjórnenda viö- geröarverkstæöa til aö fjárfesta i framleiöniaukandi (eöa vinnu- sparandi) tækjabúnaöi þar eöa álagningin miöist viö fasta krónu- tölu fyrir hverja útselda vinnu- stund. Einnig mun þaö satt vera aö einhver brögö séu aö þvi að verslanir hafi minni áhuga á aö selja innlenda iönaöarframleiöslu vegna takmarkaörar álagningar. Hin ströngu verölagsákvæði hafa slævt veröskyn neytenda. Neytendur telja, aö hiö opinbera verölagseftirlit verndi þá betur, en þaö i raun gerir og halda þvi ekki vöku sinni sem skyldi. — Neytendur hafa að vissu marki trú á hinum opinbera stimpli. Þaö þarf mikinn fjölda — allt aö þvi herskara eftirlitsmanna — til að tryggja aö hinni opinberu álagningu sé fylgt. Loks má benda á aö fyrirtæki bera oft fyrir sig gagnvart neyt- endum, aö verölagsyfirvöld hafi ákveöiö tilteknar veröhækkanir og lýsa allri ábyrgö á veröhækk- unum á hendur yfirvöldum. Veröi sú tilhögun tekin upp aö fela I rik- ara mæli fyrirtækjum aö taka ákvarðanir um nýtt verö er þaö mat manna, aö þeim muni i ýms- um tilvikum, vegna samkeppni, reynast öröugra aö hækka verðið án hins opinbera stimpils. Þau dæmi, sem hér hafa verið tind til um annmarka núverandi verðlagskerfis eru engan veginn tæmandi en þau renna nægilegum stoöum undir, aö timabært sé aö taka upp breytta stjórnun verð- lagsmála. Um þaö eru æ fleiri sammála. Stefnumörkun rikis- stjórnarinnar um aö draga úr beinum opinberum afskiptum af verölaginu og þaö frumvarp sem hér hefur verið lagt fram eru veigamiklir þættir i að koma hinni breyttu skipan á, en þaö þarf ekki siöur aö hyggja að sjálfri framkvæmd laganna og er þvi rétt aö fara nokkrum oröum um þá hliö málsins. Hlutverk verðgæslu Hugmyndin i þessu efni er að taka miö af framkvæmd þessara mála eins og hún er hvað þró- uðust á Noröurlöndum og hefur þegar veriö hafist handa um nokkurn undirbúning á þeim grundvelli. Eins og áöur er fram komið felur frumvarpiö i sér, aö verölagsráö geti heimilað aö fella verðlagningu undan verölags- ákvæðum, þar sem samkeppni aö mati ráösins er nægileg til þess að tryggja æskilega verömyndun og sanngjarnt verölag. Er gert ráö fyrir aö eftirlit meö þróun verö- lags og verömyndun i þeim flokk- um vöru og þjónustu sem undan- þegin kunna aö veröa verðlags- ákvæðum, verði i formi svo- kallaörar verögæslu. Verögæslan byggist einkum á eftirfarandi fjórum þáttum: 1) Upplýsingasöfnun um verölag og veröbreytingar á vörum og þjónustu. 2) Athugunum á verömyndun og verölagsþróun. 3) Viöræöum og samningaumleit- unum viö fyrirtæki/samtök meö þaö fyrir augum aö reyna að draga úr veröhækkunum. 4) Upplýsingamiðlun til stjórn- valda og almennings um verð- breytingar og verölagsþróun. Til þess aö skýra nánar hvað verðgæslan felur i sér má nefna aö fyrirtækjum sem hyggjast breyta veröi veröur gert skylt aö senda verölagsyfirvöldum til- kynningar um veröbreytingar, tilteknum tima áöur en breyting- unum er ætlaö aö taka gildi. Meö þvi gefst yfirvöldum ráörúm til aö ganga úr skugga um hvort áformuö verðbreyting sé i sam- ræmi viö eölilegar kostnaöar- hækkanir. Tilkynningaskyldunni er ætlað aö ná til þaö margra teg- unda vöru og þjónustu aö góö yfirsýn fáist yfir þróun verölags I einstökum greinum. Til aö tryggja aö verðlagsyfirvöld fái þær upplýsingar sem þau telja nauðsynlegar til þess aö fylgjast með verömynduninni, eru i lög- unum mjög rikar heimildir fyrir þau til gagnasöfnunar. A grundvelli þessara gagna um afkomu, álagningu, breytingu á kostnaöarþáttum o.fl. munu verðlagsyfirvöld eins og áöur segir leggja mat á hvort tilteknar veröbreytingar eigi sér eölilegar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.