Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1982, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 18. mars 1982. 11 Tilboð óskast i smiði og afgreiðslu lampa af ýmsum gerðum fyrir byggingu 7 á Landspitalalóð. Útboðs og verklýsing er til afhendingar á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vik. Tilboð verða opnuð i viðurvist viðstaddra bjóðenda á sama stað kl. 11 f.h. þriðjudag- inn 11. mai n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 GS varahlutir Ármúla 24, Reykjavík. Sími 36510. Bifreiða- tjakkar Eitt og hálft tonn. Lyftihæð 40 cm. IMjög hagstætt verð. Póstsendum 1 1/2 til 5 tonn. Plast og ál skilti i mörgum gerðum og litum, fyrir heimili og stofnanir. Plötur á grafreiti i mörgum stærðum. Nafnnælur i ýmsum litum, fyrir starfsfólk sjúkrahúsa og annarra stofnana Upplýsingatöflur með lausum stöfum Sendum í póstkröfu SKILTAGERÐIN ÁS Skólavörðustíg 18 Simi 12779. Fimmtudagur 18. mars 1982. ( Hún Kristin heföi örugglega litiö mark tekiö á þeirri spákonu sem sagt heföi henni á sinum unglingsárum úti 1 Skotlandi aö hún ætti eftir að starfa sem bátasmiöur noröur undir heimskautsbaug, en hún er hér til hægri ásamt Björku i bátasmiöjunni. ■ Hugmyndasmiðirnir aö nýju hlutverki tanksins, hjónin Hrafn Björnsson byggingameistari og Björk Gunnarsdóttir á Sólvöllum. t kringum gluggann sést hvernig Hrafn hefur þurft aö sprengja úr fyrir gluggunum og steypa upp aö þeim aftur. Flugffiskur á Flateyri: ■ Flugfiskur Flateyri er báta- smiðastöð sem s.l. haust hóf rekstur vestur á Flateyri og framleiðir þar 22 feta hraðbáta úr trefjaplasti sem hægt er að nota hvort sem er til fiskveiða eða sem skemmtibáta, og eru þeir viður- kenndir af Siglingamálastofnun. Auk þess að smiöa báta veitir Flugfiskur Vestfirðingum alhliða þjónustu i viðgerðum og nýsmiði úf plasti, sem ætla má að sé nökkur ávinningur fyrir staðinn. Timinn leitaöi til eiganda Flug- fisks, Hrafns Björnssonar á Sólvöllum, til að fá upplýsingar up starfsemina og þó ekki sist hið óyenjulega húsnæði bátasmiðj- unnar sem vakið hefur athygli. Hrafn Björnsson visaði okkur til sins „betri helmings” Bjarkar Gunnarsdóttur. I „Við fluttum hingað til Flat- eýrar fyrir þrem árum frá Hverageröi þar sem við höföum búið i 13 ár. Hrafn er byggingar- meistari og ætlaði að vinna við það hér fyrir vestan, sem hann gerir reyndar meðfram. En þegar hann kom auga á gamla lýsistankinn á Sólbakka sem staðið hefur þar ónotaður frá aldamótum vaknaði hjá honum áhugi að nýta hann sem verk- stæði. Hann fékk tankinn keyptan og er nú búinn að breyta honum i iðnaðarhúsnæöi á tveim hæðum sem eru 150 fermetrar hvor, eða samtals 300 fermetara húsnæði”, sagði Björk. Verstöð um aldamótin „Tankurinn er hér rétt við Sól- velli, sem er um 50 ára gamalt hús sem við keyptum og höfum verið að gera upp jafnhliða. En s«isiÍ3SBiÍ hér á Sólbakka var mikil verstöð um aldamótin og þá var tank- urinn byggður. Þetta var að sjálf- sögðu gluggalaust gimald og óskaplega mikil vinna að gera hann upp. Þurfti m.a. að nota dinamit til að sprengja fyrir dyrum og gluggum. Enn er að visu eftir að klæða tankinn utan með Garðastáli, en hann er þó þegar orðinn hið glæsilegasta hús, sem ýmsir eru jafnvel farnir að renna til hýru auga sem ibúöarhúss. Hönnuðurinn að breytingunum var Rúnar Gunn- arsson arkitekt.” — A hvaða byggingarstigi seljið þið bátana? „Það er misjafnt hvernig menn vilja fá þá afhenta. Við miðum smiðina við fimm byggingarstig: Steyptur skrokkurinn er fyrsta stigið, 2. stigið er að settir eru gluggar i yfirbygginguna, allir listar og slikt, 3. stigið er að sett er vél i bátinn og allt henni til- heyrandi, á 4. stiginu er hann full- frágenginn og á 5. stiginu sér Hrafn um að panta allan öryggis- búnað og tæki sem þarf að hafa á sjónum. Flestir kaupendur vilja fá bátana á fyrstu tveim stigunum, en sumir vilja fá þá alveg fullbúna, þannig að þeir þurfi aðeins að stinga lyklinum i. Það tekur 4 til 5 vikur að afgreiða steyptan skrokk og að sjálfsögðu lengri tima eftir þvi sem menn vilja fá bátana lengra komna.” ■ Hjónin Kristln og Jóhannes Jensson sem vinna viö aö steypa báts- skrokkana. Myndir Jóhannes Pantanir streyma að — Og nóg að gera? „Já, pantanirnar streyma aö og við stefnum að þvi að hafa jafna vinnu allt árið. I janúar réðust til okkar hjón sem vinna við að steypa bátana. Tveir aðrir starfs- menn vinna siðan með Hrafni við smiðina, þannig að við erum alls sex sem störfum við þetta. Til þessa hafa bátarnir verið hvitir en nú erum við að auka fjölbreytnina i litavalinu Þá bætast við bátar i tveim grænum litum og tveim brúnum, þannig aö þeir verða dökkir að neðan með ljóst dekk og yfirbyggingu og mjög fallegir. Jafnframt erum við að breyta stýrishúsinu, þannig að framvegis verður það stærra og rýmra og auk þess með öryggis og vinnuljósum. Við getum kallað það módel ’82.” Flestir að kaupa bátana sem fiskibáta — Kaupa menn þessa báta sem fiskibáta eða skemmtibáta? „Flestir sem fiskibáta, en auðvitað geta þeir þá einnig notað til skemmtisiglinga með fjöl- Einn af bátunum tekinn úr smiöju... ■ Gamli lýsistankurinn sem engum hefur komiö aö notum í áratugi en ungt fólk hefur nú breytt I báta- smiöastöö meö samtals 300 fermetra gólffleti á tveim hæöum. skylduna á milli. I bátunum er plássfyrir 2—3 handfærarúllur og menn hafa fiskað grimmt. Ég veit t.d. um tvo menn sem reru til skiptis i fyrrasumar og lönduðu afla fyrirmeira en 40 millj. gkr. á tveim og hálfum mánuði.” — En ef við snúum okkur frá bátasmiðinni, hvernig féll þér að flytja úr þéttbýlinu á Suðurlandi og vestur á firði? „Við kunnum alveg prýðilega við okkur hér. Félagslif er hér með miklum blóma. Hér er t.d. leikfélagsem var endurreist fyrir þrem árum og er alveg til sóma. I haust fór það t.d. með leikritið „Margt býr i þokunni” hér um allt. Við höfum tekið hér á móti miklum og góðum skemmti- kröftum, m..a óperusöngvurum, háskólakórum og fleiru. For- eldrafélag var stofnað hér við 1 grunnskóla Flateyrar i fyrra- vetur og þá var einnig tónlistar- skóli tekinn i notkun. Starf hans gekk svo vel að hann sprengdi allt húsnæði utan af sér. Það er lika mikil uppbygging hér á Flateyri. 1 fyrravor var t.d. hafist handa við smiði smabáta- hafnar, sem hefur feikn mikið að segja fyrir staðinn og hafði lengi vantað. ■ ...og lyft á vörubil sem færir hann einhverjum væntanlegum út- geröarmanni i hendur. Það sem kannski vantar fyrst og fremst er að fleira fólk vilji flytja hingað og ég get eindregið mælt með þvi samkvæmt eigin reynslu.” Brýnt ad fá göng gegnum Breiðadalsheiði — En nú er oft talað um erfiöar • samgöngur á landsbyggöinii? „Það tekur 20 minútur að aka til Isafjarðar, það er að segja að sumarlagi, en stóran hluta ársins eru samgöngur mjög erfiðar hér á milli og oft ófært. Það sem brýnt væri að gera er aö gera göng i gegn um Breiðadalsheiði. A Isafirði er að sjálfsögðu mið- stöö menningarinnar hér um slóðir. En miðað við núverandi samgöngur yfir veturinn get ég ekki séð hvernig fólk i V-tsa- fjarðarsýslu, þ.e. á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri á að geta hagnýtt sér það. Göng gegn um Breiðadalsheiði væru þvi gjörbylting fyrir báðar Isafjarðarsýslurnar, þvi það eru i rauninni aðeins Bolungarvik og Súðavik sem eiga þess kost að nota sér alla þá aðstöðu sem er á tsafirði eins og nú er. Þar eru þó flestir skólarnir, menntaskóli, öldungadeild, iðnskóli, tækniskóli og fleiri. Þessi göng um Breiða- dalsheiði hljóta þvi aö verða höfuð baráttumáliö fyrir okkur og ég held aö fleiri og fleiri séu að komast á þá skoðun”, sagði Björk Gunnarsdóttir. —HEI - SKIPASMÍÐI í GÖMLUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.